Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 7
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. 37 Iþróttir Bikarúrslitaleikur karla í blaki: Tvöf aK hjá KA-mönnum - íslands- og bikarmeistaratitillinn til Akureyrar s- og bikarmeistara KA 1991, hefur ærna ástæðu til að brosa breitt úrslitaleiknum. Þetta er í fyrsta sinn sem KA hlýtur þennan titil. DV-mynd Brynjar Gauti „Eg átti von á HK-mönnum miklu öflugri og satt að segja vonaðist ég eftir jafnari leik áhorfendanna vegna. Mér flnnst eins og undirbúningur þeirra hafi ekki verið alveg réttur. Minni áhersla á tækniatriði og meiri áhersla á leikgleði hefði sennilega verið happadrýgri," sagði Haukur Valtýsson, fyrirliði ís- lands- og bikarmeistara KA, eftir sigur á HK, 3-0, í bikarúrslitaleik karla í blaki í Digranesi á laugardaginn. „Uppgjafirnar hjá okkur voru þeim erfiðar og urðu til þess aö gera spil þeirra einhæft. Þess vegna varð vörnin ein- faldari fyrir okkur. Við vorum einfald- lega betri, það er staðreynd,“ bætti Haukur við. • KA-menn eru því tvöfaldir meistar- ar 1991 og hafa sýnt það og sannað að þeir eru með öflugasta liðið. Þeir töpuðu einungis tveimur leikjum í vetur. • Nokkur fjöldi manna var saman- kominn í Digranesi til að berja þessa úrslitaviöureign augum. Fjöldi stuðn- ingsmanna HK lét í sér heyra og fámenn- ir en kröftugir aðdáendur KA studdu vel við bakið á sínum mönnum. Einungis þrjár hrinur Hinir ungu leikmenn HK náðu sér engan veginn á strik í fyrstu hrinunni. Breytt uppstilling verkaði hreint ekki sem skyldi, þeir fengu einungis fimm stig og reyndust íslandsmeisturunum auðveld bráð. Onnur hrinan var öllu skemmtilegri. KA-menn slökuðu aðeins á eftir auöveld- an 15-5-sigurinn og HK-ingar nýttu sér það. Hrinan var uppfull af skemmtileg- um tilþrifum og var það einkum ferskur varnarleikur HK-manna, sem gladdi augað. íslandsmeistararnir sóttu fast en andstæðingunum tókst hvað eftir annað á ævintýralegan hátt að bjarga knettin- um frá að lenda í gólfinu. Klaufaleg mistök HK-ingar náðu forystunni og áttu mjög góða möguleika á að gera út um hrinuna þegar staðan var 14-11 þeim í hag. En klaufaleg mistök i sókn og uppgjöfum jarðsettu þá von. KA-menn efldust við þessa eftirgjöf hinum megin netsins og tókst aö sigra í hrinunni, 17-15. Eftirleikurinn var meisturunum auð- veldur og það virtist sem allur vindur væri úr HK-ingum eftir afdrifarík mis- tökin í annarri hrinu. Ágætar úppgjafir meistaranna reyndust vera andstæðing- unum ofviða. Slök móttaka leiddi af sér sljóa sókn, sem baráttuglaðir KA-menn afgreiddu á sannfærandi hátt. Hrinunni lyktaði með 15-3 stórsigri KA. • Liðsheildin var mjög sterk hjá KA og baráttuviljinn einnig. Haukur Valtýs- son, uppspilari, lék mjög vel og stjórnaði leik liðsins af festu. Hjá HK voru mönn- um nokkuð mislagðar hendur, bestir voru Vignir Þröstur Hlöðversson og Stefán Þ. Sigurðsson. • Marteinn Guðgeirsson og Gunnar Árnason dæmdu leikinn og stóðu sig ágætlega. Fei lék ekki með „HK-strákarnir voru miklu óstyrkari en ég bjóst við. Ég átti von á að þeir kæmu fullir baráttu og myndu ekki vera hræddir við neitt en reyndin varð önn- ur. Mínir menn léku ágætlega en þetta var of auðveldur leikur," sagði Hó Xíaó Fei, þjálfari KA. Hann sá ekki ástæðu til aö leika með sjálfur en hann hefur styrkt liðið í vetur þegar mikið hefur legið við. Reynsluleysi og mistök „Það var slæmt hvernig við klúðruðum annarri hrinunni. Sigur í henni hefði getað gjörbreytt gangi leiksins. Við vor- um með unna hrinu í höndunum en misnotuðum tvær uppgjafir í 14-11,“ sagði Guðbergur Egill Eyjólfsson, fyrir- liði HK. • „Ástæðan fyrir því hvernig þessi leikur spilaðist er reynsluleysi strák- anna. Þeir urðu of strekktir á taugum og gerðu ekki nema hluta af því sem þeir kunna. Vonbrigðin í annarri hrinu voru líka afdrifarík. Það er hins vegar enginn vafi á því að KA-menn eru sterk- asta liöið,“ sagði Skjöldur Vatnar Björnsson, þjálfari HK. -gje Bikarúrslitaleikur kvenna í blaki: ar titill Víkings ir sigraði Breiðablik og vann tvöfalt eins og í hittifyrra ast en ákváðu að svara í sömu mynt. Þær veittu mótheijunum sams konar ráðningu í þriðju hrinu, 15-6. Fjórða hrinan var allan tímann í jám- um og skiptust liðin á að vinna stig. Þegar staðan var 5-5 fékk Sigrún Ásta Sverrisdóttir, uppspilari Víkinga, hefur átt við þrálát meiðsl að stríða. Hún harkaði þó af sér, lék áfram og þetta atvik virðist hafa eflt baráttuhug meðspilara hennar. Það voru því bar- áttuglaðir Víkingar, sem gerðu út um leikinn á skemmtilegan hátt með stór- góðu 3-ja metra smassi og ágætri há- „Úthaldið var á þrotum“ „Ég fann eitthvað smella í hnénu og varð strax laus í liðnum: Þetta var frek- ar slæmur hnykkur og ég hefði senni- lega ekki haft úthald í úrshtahrinu fyrst þetta kom fyrir. Ég er hrædd um að gömul meiðsl hafi rifið sig eitthvað upp,“ sagði Sigrún eftir leikinn. „Skemmtilegur leikur“ „Það var gaman að spila þennan leik en það var mikið stress á báða bóga. Hann var spennandi og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa. Ég er auðvitað ekkert ánægð með úrslitin en maður verður víst að sætta sig við þau,“ sagði Oddný Erlendsdóttir sem var sterkust Breiðabliksstúlkna. Elín Guðmundsdóttir lék einnig mjög vel á köflum en eins og oft áður var nýting hennar á uppgjöfum afleit. Sig- urborg Gunnarsdóttir fyrirhði stóð vel fyrir sínu. Sterk liðsheild Það var ágæt liðsheild Víkinga sem gerði gæfumuninn í þessum leik. Þrátt fyrir slæman leikkafla í annarri hrinu tókst þeim að rífa sig upp, hrista af sér slenið og ná upp góðri baráttu í seinni hluta leiksins. Það hefði orðið mjög er- fitt fyrir liðið aö spiia eina hrinu enn þar sem uppspilarinn hafði orðið fyrir meiðslum. • Dómarar voru Þorvaldur Sigurðs- son og Jón Grétar Traustason. Þeir stóðusigágætlega. -gje slæman hnykk á annan fotinn en hún vörn. • íslands- og bikarmeistarar i blaki 1991. Vikingar unnu deildarkeppnina mjög sannfærandi og tryggðu sér síðan bikarmeistaratitilinn um helgina. Standandi frá vinstri: Jóna Lind Sævarsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Sigrún Ásta Sverrisdótt- ir, Jóhanna Katrín Kristjándsóttir fyrirliði og Geir Sigurpáll Hlöðversson, þjálf- ari. Krjúpandi: Benedikt Steinþórsson, lukkutröll, Björk Benediktsdóttir, Berglind Þórhallsdóttir, Særún Jóhannsdóttir og Elin Bjarnadóttir. DV-mynd Brynjar Gauti • Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir, fyrirliði bikar- og islandsmeistara Vik- ings, heldur hér hátt á loft sigurverðlaunum bikarkeppninnar. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.