Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 8
38 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Iþróttir Lokahófkörfuknattleiksfólks: Magnús og Lindabest Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Magnús Matthíasson úr Val og Linda Stefánsdóttir úr ÍR voru út- nefnd bestu leikmenn úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik og 1. deildar kvenna í lokahófi Körfuknattleiks- sambands íslands sem fram fór í veit- ingahúsinu K-17 í Keflavík á laugar- dagskvöldiö. Þaö voru leikmenn liö- anna sem stóðu'að kjörinu. Magnús var jafnframt kjörinn besti nýliði úrvalsdeildarinnar, en hann kom til Vals fyrir tímabiliö eftir að hafa stundaö nám í Bandarikjunum. Jón Otti Ólafsson, Kristbjörn Al- bertsson og Helgi Jóhannsson. Dómaranefndin stal senunni Dómaranefnd KKÍ stal síðan senunni meö sérstökum verðlaunaafhending- um. Háværustu stuöningsmenn lið- anna fengu að gjöf bókina Deilt á dómarann, eftir Jón Steinar Gunn- laugsson! Þrír leikmenn voru sæmd- ir innrömmuðum heftiplástrum, Bárður Eyþórsson, Snæfelli, sem fékk gull, ívar Ásgrímsson, Haukum, sem fékk silfur, og Albert Óskarsson, Keflavík, sem fékk brons! DV hlaut gullverðlaun fyrir gáfulegustu um- sögn um dómara: „Afspyrnuslakir dómarar voru Bergur Steingrímsson og Árni Freyr Sigurlaugsson, og var engu líkara en þeir heföu hreinlega sprungið í upphituninni!" • Njarðvíkingar gáfu dómurunum Jóni Ötta Ólafssyni og Kristni Al- bertssyni stóra innrammaða litmynd af þeim með kraftajötninum Magn- úsi Ver Magnússyni, sem var sérleg- ur gæslumaður þeirra á síðasta leik Njarðvíkur og Keflavíkur um ís- landsbikarinn! • Friðrik Ingi Rúnarsson, hinn kornungi þjálfari íslandsmeistara Njarðvík- ur, með verðiaunin sem hann hlaut fyrir nafnbótina besti þjálfarinn í úrvals- deildinni. • Rondey Robinson, Njarðvík, hlaut viðurkenningu sem stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar. Hann var jafnframt sá leikmaður í deildinni sem tók flest fráköst. • Anna María Sveinsdóttir, Kefla- vík, hlaut viðurkenningu sem stiga- hæsti leikmaður 1. deildar kvenna. • Franc Booker, ÍR, skoraöi flestar 3ja stiga körfur í úrvalsdeildinni og Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík, flest- ar í 1. deild kvenna. Þau voru einnig með bestu vítanýtinguna. • Brynjar Harðarson, Snæfelh, var valinn prúðasti leikmaðurinn. • Teitur Örlygsson, Njarðvík, fékk verðlaun sem besti leikmaður úr- shtakeppninnar frá Víkurfréttum. • í Nike-hð úrvalsdeildarinnar voru eftirtaldir valdir: Jón Kr. Gísla- son og Falur Harðarson frá Keflavík, Teitur Örlygsson, Njarðvík, Magnús Matthíasson, Val, og Valur Ingi- mundarson, Tindastóh. • Nike-hð 1. deildar kvenna: Björg Hafsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir, Keflavík, Vigdís Þóris- dóttir og Hafdís Helgadóttir, ÍS, og Linda Stefánsdóttir, IR. • Þjálfari ársins var vahnn Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. • Kristján Möller frá Njarðvík var valinn bésti dómarinn. • Guðmundur Stefán Maríasson fékk viðurkenningu sem sá dómari sem sýndi mestar framfarir. • Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, var sæmdur gullmerki ÍSÍ af Sveini Björnssyni, forseta ÍSÍ. • Tíu einstakhngar fengu gull- merki KKÍ, Sveinn Bjömsson, Birgir Örn Birgis, Helgi Ágústsson, Hilmar Hafsteinsson, Hrafnkell Johnsen, Ingvar Jónsson, Jón Eysteinsson, DV-myndir Ægir Már • Linda Stefánsdóttir, ÍR, og Magnús Matthíasson, Val, bestu ieikmenn fslandsmótsins, með verðlaunagripi sina. • Kristján Möller frá Njarðvík var valinn besti dómarinn af leikmönnum úrvalsdeildarliðanna. • Verðlaunahafarnir á lokahátíðinni og leikmenn Nike-liðanna ásamt Kolbeini Pálssyni, formanni Körfuknattleiks sambands íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.