Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 12
8f> 42 fþróttir Sport- stúfar Mark Spitz, bandaríski sundsnillingurinn sem blaut sjö gullverðlaun á ólympíuleikunum i Miinchen árið 1972, keppti opin- berlega í fyrsta skipti í 19 ár á laugardaginn. Hann mætti þá landa sínum Tom Jager, heims- methafanum í 50 metra skrið- sundi, í einvígi i 50 metra flug-„ sundi í bænmn Mission Viejo í Kaliforníu. Jager vann öruggan sigur, synti á 24,92 sekúndum en Spitz á 26,70. Spitz, sem er 41 ára gamall, hefur æft af gífurlegum krafti undanfama mánuði og ætl- ar sér að komast í ólympíulið Bandarikjamanna, en byrjunin lofaði ekki góðu. Jager startaði mikið betur og sagði að í dag væri mun meiri áhersla lögð á þann þátt sundsins en þegar Spitz var upp á sitt besta. Spitz sagðist hafa verið of taugaóstyrkur og hefði átt aö geta náð sekúndu betri tíma. Hann fékk í sinn hlut um 600 þúsund krónur fyrir keppnina en Jager helmingi meira. Spitz mætir Matt Biondi síðar í þessum mánuði og þá verða þrjár milljónir króna til skiptanna. Drott meistari i sænska handboitanum Drott varð í gær sænskur meistari i handknattleik í sjö- unda skípti með því aö sigra Irsta, 23-15, í síðasta úrshta- leik liðanna. Drott undirstrikaði með því yfirburði sína því liöið hefur haft afgerandi forystu í úr- valsdeildinni í allan vetur, jafht í deildakeppninni sem í úrshta- keppninni. I Noregi fór fram fyrsti úrshta- leikurinn um meistaratitihnn og þar vann Sandefjord sigur á Runar, 27-20. Koeman skoraði sigurmark Börsunga Barcelona heldur sinu striki í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu eftir sigur á CasteUon, 0-1, i gær. Það var hol- lenski landsliðsmaðurinn Ronald Koeman sem tryggði Börsungum sigur þegar hann skoraði úr vítd5" spymu 10 mínútum fyrir leikslok eftir að Michael Laudrup hafi verið brugðið innan vítateigs. Lið Barcelona var án fimm fasta- manna en þeir meiddust allir I leiknum gegn Juventus á dögn- um. Aðalkeppinautar Barcelona, Atletico Madrid náði aöeins jafn- tefli í leik sínum Sevilla. Það var skarð fyrir skildi að Bemd Schúster gat ekki leikið meö Madridarliðinu. Staöa Barcelona á toppnum styrktist enn frekar og er liðið með fimm stiga for- skot. Úrsht í leikjunum á Spáni urðu þannig: Castelhn-Barcelona.........0-1 Mallorca-Sporting..........1-1 Zaragoza-Osasuna...............0-0 Cadiz-Bilbao...................2-3 Socieded-Tenerife..........1-3 Logrones-Valladolid..........1-2 Oviedo-Real Betis...........'..1-0 Espanol-Real Burgos.........1-0 Sevilla-Atl.Madríd.........1-1 RealMadrid-Valencia...........4-0 • Bárcelona er í efsta sæti með 49 stig, Atletico Madrid 44, Osas- una 36, Oviedo 33, Real Madrid er í 9. sæti rheö 31 stig. Edberg sigraði Lendi i úrslitum Svlinn Stefan Edberg sigraði Ivan Lendl frá Tékkóslóvakíu í úrslit- um á opna japanska meistaramótinu í tennis sem lauk í Tokyo í Japan í gær. Edberg vann Lendl í þremur lotum, 6-1, 7-5 og 6-0. £ Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: AHreð skaut Bidasoa í wslit - skoraði sjö mörk í síðari hálfleiknum gegn Teka Alfreð Gíslason og félagar hans í Bidasoa eru komnir í úrsht í Evr- ópukeppni bikarhafa í handknatt- leik eftir jafntefh, 24-24, gegn Teka í síðari leik liðanna í undanúrsht- um keppninnar en leikurinn fór fram á heimavelli Teka á laugar- daginn. Bidasoa vann fyrri leikinn, 22-20, og vann því samanlagt 46-44 og komu þessi úrslit mjög á óvart því fyrirfram var búist við sigri Teka enda er heimavöllur félagsins einn sá besti á Spáni. Teka hafði undirtökin í leiknum framan af, komst í 6-1, og í leikhléi var staðan 13-9. Leikmenn Bidasoa komu ákveðnir til síðari hálfleiks og eftir stundarfiórðung hafði liðið náð að jafna metin, 16-16, og eftir það var jafnt á öllum tölum til leiksloka. Alfreð og Wenta fóru á kostum Sem fyrr voru þeir Alfreð Gislason og Bogdan Wenta í aðalhlutverki hjá Bidasoa. Wenta átti stórkost- • Alfreð Gislason fór á kostum í síðari hálfleiknum gegn Teka og skoraði sjö mörk. legan leik og þar er á ferðinni einn snjallasti handboltamaður í heim- inum í dag. Wenta skoraði átta mörk en Alfreð Gíslason sjö mörk. Alfreð náði sér ekki alveg á strik í fyrri hálfleik og skoraði þá ekki mark en í síðari hálfleik héldu hon- um engin bönd og þegar Wenta var tekinn úr umferð tók Alfreð til sinna ráða og raðaði inn mörkum. Leikurinn var sýndur í beinni út- sendingu spænska ríkissjónvarps- ins og var þeim Alfreð og Wenta hælt á hvert reipi fyrir frábæran leik.' Kristján Arason skoraði tvö af mörkum Teka en hann lék fyrstu 40 mínútur leiksins í sóknarleikn- um en eftir það aðeins í vörninni. Kristján var mjög ógnandi og skap- aði mörk fyrir félaga sína og eftir á að hyggja þá gerði þjálfari Teka mistök með því að kippa Kristjáni út úr sóknarleiknum í stað Júgó- slavans Cvedkovic sem var mjög mistækur. • Barcelona Vann yfirburðasig- ur á tyrknesku FH-bönunum í ETI, 40-14, í síðari leik liðanna í undan- úrshtum Evrópukeppni meistara- liða. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Börsunga mikhr og spænskir fiölmiðlar lýstu undr- un sinni á hvernig þetta tyrkneska hð gat komist svo langt í keppn- inni. Barcelonamenn gátu leyft sér að hvíla landsliðsmarkvörðinn Rico og Júgóslavann Vujovic. Jafntefli hjá Granollers Geir Sveinsson og félagar hans í Granollers gerðu jafntefli, 23-23, gegn Cajamadrid í úrslitakeppn- inni um spænska meistaratitihnn en leikurinn fór fram í Madrid. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka stefndi allt í stórsigur Madridar- hðsins, en þá var staðan 22-13, en með gifurlegri baráttu tókst Gran- ohers að jafna metin. Geir Sveins- son skoraði þrjú mörk en Atli Hilmarsson er frá vegna meiðsla. -GH REYKJAVIKUR- SVÆÐIÐ Reykjavík Víkingur: Janez Zilnik, Tomislav Basnjak Þróttur: Goran Micic, Dragan Manojlovic Garðabær Stjarnan: Zoran Coguric Hafnarfjörður FH: Izudin Dervic, Zoran Jevtic Kópavogur UBK: Pavlo Kretovic Erlendir leikmenn á Islandi Sauðárkrókur TmöastóH: Kevin Grimcs lf| llp George Nazario Ólafsvík Víkingur: AsimOervic, |||| Mehic Demal || Akranes Luca Kostic Garður Víðir: Janus Jakubib Jacek Grypos Keflavík ÍBK: Marco Tanacic Akureyri KA. Pavef Vandas ■ SafihPorca Vestmannaeyjar ÍBV: Jose Kuprvic Bandaríkjamenn m Júgóslavar mm Pólverjar Tékkar DVJRJ Nítján erlendir leikmenn spila hér á landi í sumar fj ölgar um-tólf - þrettán koma frá Júgóslavíu Erlendir knattspyrnumenn, sér í lagi júgóslavneskir, munu væntan- lega setja nokkurn svip á íslandsmót- iö i knattspyrnu í sumar. Hvorki fleiri né færri en 19 erlendir leik- menn eru nú á mála hjá íslensku lið- unum og af þeim kemur bróðurpart- urinn, þrettán, frá Júgóslavíu. Fjölgunin nemur 12 leikmönnum, þvi sjö léku hér á landi í fyrra, átta ef Steve Rutter hjá ÍK er talinn með en hann hætti eftir aðeins þrjá leiki. Sex af hinum sjö leika hér áfram, þrír þeirra hafa reyndar skipt um félag, en 13 nýir hafa bæst í hópinn. Aðeins Andrej Jerina, sem lék með ÍBV, sneri ekki aftur. Janez Zilnik er áfram með Víkingi R., Marco Tanacic áfram með Kefla- vík og Salih Porca áfram með Sel- fossi. Izudin Dervic er farinn frá Sel- fossi í FH, Luca Kostic frá Þór til Akraness og Goran Micic frá Víkingi R. í Þrótt R. Þessir 19 leikmenn koma frá fiór- um löndum. Auk Júgóslavanna eru tveir frá Póllandi, tveir frá Tékkósló- vakíu og tveir frá Bandaríkjunum. Ríflega helmingur, eða 10, er með 1. deildar liðum. FH, Víkingur og Víðir eru með tvo erlenda leikmenn hvert og einn er hjá ÍBV, Stjörn- unni, KA og Breiðabliki. í 2. deild leika sjö. Tindastóll og Þróttur R. eru með tvo en Akranes, Keflavík og Selfoss einn hvert. Loks eru tveir Júgóslavar komnir til 4. deildar hðs Víkings i Ólafsvík. Þessir leikmenn eru ekki allir á samningi hjá félögunum. Tveir Júgó- slavanna, Jevtic hjá FH og Kuprvic hjá ÍBV, ákváðu að dvelja áfram hér á landi eftir aö félögin höfðu tilkynnt þeim að þau ætluðu ekki að semja við þá. Á meðfylgjandi korti sést hverjir erlendu leikmennirnir eru og með hvaða liðum þeir leika í ár. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.