Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1991, Blaðsíða 1
Sjónvarp á föstudag:
Þarsemvopnintala
Árni Snævarr var í ísrael á dögun-
um og á föstudagskvöld verður
sýndur í Sjónvarpinu þáttur um
þessa ferð.
Sjóhvarpsmenn voru á ferð í ísrael
og á herteknu svæðunum á dögunum
og gerðu þátt sem fjallar um erjur
ísraela og Palestínumanna. í þættin-
um er horft til fortíðar jafnt sem
framtíðar og reynt að skýra deilurn-
ar og hugsanlegar pólitískar lausnir.
Rætt er við áhrifamenn í báðum fylk-
ingum svo sem við Palestínumann-
inn Faisal al- Husseini, helsta leið-
toga Palestínumanna á herteknu
svæðunum, Hanna Siniora ritstjóra,
Riyadh Malki verkfræðing og ísrael-
ana, Yitzhak Rabin, fyrrum forsætis-
og varnarmálaráðherra, Elyakim
Haetsny þingmann, Yoram Binur
blaðamann, Yehiel Yativ, deildar-
stjóra í utanríkisráðuneytinu og Pet-
er Gad Naschitz ræðismann.
Rás 2 á sunnudögum:
Dymar að hinu óþekkta
Nýverið kom fyrir sjónir almenn-
ings ný kvikmynd eftir Oliver Stone
en þar fjallar hann um líf og dauða
Jim Morrisons í hljómsveitinni Do-
ors. Jim Morrison var átrúnaðargoð
í lifanda lífi og enn í dag safnast píla-
grímar að gröf hans í París. Rás 2
hefur látið gera þriggja þátta röð um
Morrison og hljómsveitina og er hinn
fyrsti á sunnudag kl. 16.05. Umsjón
með þáttunum hefur Berghnd Gunn-
arsdóttir og lesari með henni er
Kristján Franklín Magnús.
Þáttaröðin heitir Dyrnar að hinu
óþekkta og verður í þeim rakinn fer-
ill Morrison og bakgrunnur og einnig
verður fjallað um hippa, fíkniefni og
upplausn samfélagsins á þessum
tímum. Lesnir veröa kaflar úr ævi-
sögu hans, ljóð og vitnað í blaðavið-
Jim Morrison var átrúnaðargoó í lif-
anda lífi og enn í dag á hann dygga
aðdáendur.
töl við Morrison og að sjálfsögðu er
tónlist Doors spiluð.
Rás 1 á laugardag:
María Callas
í nærmynd
I Tónmenntaþættinúm á rás 1 á
laugardag rekur Bohi Valgarðsson
lífshlaup söngkonunnar Maríu
Önnu Cecehu Kalogeropoulos eða
Maríu Cahas eins og hún nefndi sig
síðar. Bolh rekur hvernig tak-
markalaus metnaður hennar,
skaphiti og hæfileikar nýttust
henni frá því að hún söng fyrst
opinberlega 15 ára gömul þar til
hún trónaði ein á hæsta tindi
óperuheimsins. Hin mikla vel-
gengni á Ustasviðinu fylgdi Maríu
CaUas ekki í einkalífinu og það var
henni gífurlegt áfall þegar auðskýf-
ingurinn Aristóteles Onassis yfir-
gaf hana tíl þess að giftast Jackie
Kennedy, ekkju Bandaríkjaforseta.
Árið 1974 fór María Callas í sitt
síðasta stóra söngferðalag um
heiminn, sem lauk í Japan, ásamt
ítalska tenórnum Guiseppi Di Stef-
ano, en hann var einn af fáum vin-
um hennar sem aUa tíð stóð við
hlið hennar í erfiðu einkalífi. María
Callas bjó í París síðustu ár ævinn-
ar og þar lést hún árið 1977 þá 54
ára gömul.
Aristóteles Onassis dáði Maríu Callas en yfirgaf hana fyrir Jackie Onass-
is. Aðdáandinn að baki Maríu er Battsista Meneghini.
ufsbjorg
.amband fatlaöra
Jóhann Pétur Sveinsson verður gestur Eddu Andrésdóttur á sunnudag.
Stöð 2 á sunnudag:
Inn við beinið
- Jóhann Pétur Sveinsson
Jóhann Pétur Sveinsson hefur syngur með Skagfirsku söngsveit-
verið bundinn við hjólastól frá inni svo eitthvað sé nefnt. Jóhann
bamsaldri en lætur það ekki aftra Pétur verður gestur Eddu Andrés-
sér. Hann er starfandi lögfræðing- dóttur í þættinum Inn við beinið
ur, formaður Sjálfsbjargar, situr í ásamt hópi vina og kunningja.
miðstjórn Framsóknarflokksins og . Skagfirska söngsveitin tekur lagið,
hljómsveitin Todmobile frumflytur
glænýtt lag sem væntanlegt er á
markaðinn í sumar en auk þessa
verða ýmsar óvæntar uppákomur.
Þetta er tólfti og síðasti þáttur
Eddu.
Luciano Pavarotti heldur upp á 30 ára starfsafmæli sitt með tónleikum.
Sjónvarp á mánudag:
Pavarotti í 30 ár
- bein útsending frá afmælistónieikum
Um þessar mundir á stórtenórinn móta með tónleikum í Reggio Emilia ins. Á efnisskra eru lög eftir Doniz-
Luciano Pavarotti þijátíu ára söng- á Norður-Ítalíu og mun Sjónvarpið etti, Massenet, Belhni, Puccini,
afmæli. Hann minnist þessara tíma- sýna beint frá tónleikum listamanns- Verdi, Mozart og Dalla.