Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 2
2 .ieei ImCji, .e íiuoAfliJMÁ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991. Fréttir Alþýðubandalagsmaður ráðinn bæjarstjóri ísaflarðar: Nýr meirihluti mynd- aður á f imm tímum „Krafturinn er okkar megin og þar sem heilindin eru vUja allir vera. Viö vildum ekki hanga aðgerðalausir á hliðarlínunni og 4rifum því áfram viðræður við framsóknar- og alþýöu- bandalagsmenn. Kratar gátu ekki gefið ákveðiö svar og voru einnig í viðræðum við í-listann og framsókn- armenn. Þar á bæ settu menn líka fyrir sig að eiga samstarf við Ólaf Helga Kjartansson, okkar efsta mann. Við hófum því samningafund með B- og G-hsta um hálfsexleytið á fostudag og vorum búin með allt saman um fimm tímum síðar,“ sagði Hans Georg Bæringsson, oddviti sjálfstæðismanna á ísafirði, í samtali viðDV. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna, D-lista, framsóknarmanna og al- þýðubandalagsmanna, B- og G-hsta, var myndaður í bæjarstjórn ísafjarð- ar á fóstudagskvöld. Nýr bæjarstjóri var ráðinn, Smári Haraldsson skóla- meistari, annar maður af lista Al- þýðubandalagsins. Tekur hann við starfi 1. ágúst en þangað til verður Magnús Reynir Guðmundsson bæj- arritari í starfi bæjarstjóra. Ólafur Helgi Kíartansson, D-lista, verður áfram forseti bæjarstjórnar en for- maður bæjarráös verður Hans Georg Bæringsson, einnig af D-lista. Alþýðubandalagsmenn gerðu kröfu til að bæjarstjóri yrði úr þeirra röðum og fengu henni framgengt. „Það er alveg sama hvaöa litur er á bæjarstjóranum svo fremi sem hann er héðan úr bænum, er frið- semdarmaður, fær íbúana með sér og hefur síöast en ekki síst verið sam- einingartákn þessara þriggja flokka sem mynda meirihlutann. Smári uppfyhir öll þau skilyrði," sagði Hans Georg. Bréf frá Olafi Helga Kjartanssyni, sem er í veikindafríi í Bandaríkjun- um, hggur á bæjarskrifstofunum á ísafirði. Segja heimildir DV að þar muni Ólafur vera að biðja Einar Garðar Hjaltason, 4. mann á D-Usta, afsökunar. Ólafur Helgi tilkynnti að Kristján Kristjánsson, 5. maðu'r á listanum, ætti að vera varamaður í bæjarstjórn í forfóllum sínum. Þar með gekk hann framhjá Einari Garð- ari sem brást miður vel við. Hefur Einar ekki enn ákveöiö hvernig hann tekur á málinu en heimildir segja að bréfið frá Ólafi geti skipt sköpum fyrir nýmyndaðan meirihluta. Kratar úr leik Þegar meirhluti Sjálfstæðisflokks og Sjálfstæðs framboðs, D-, og Í-Usta, sem myndaður var eftir kosningam- ar í fyrra, sprakk í vikunni hófst þegar kapphlaup þessara Usta um myndun nýs meirihluta. Þar vora kratar í aöalhlutverki framan af en að sögn D-, og í-lista manna gekk þeim illa að ákveða sig. Kratar settu sem skilyrði að Ólafur Helgi Kjart- ansson yrði ekki með kæmi til sam- starfs með D-lista. Það vildu D-Usta- menn ekki samþykkja. Heimildir DV segja að kratar hafi einnig sett þaö skilyrði að Haraldur L. Haraldsson, oddviti Í-Ustans, yrði ekki með yröi farið í samstarf við Í-Ustann. í-listinn gat ekki gengið að þeim skilyrðum. Haraldur L. Haraldsson, fráfarandi bæjarstjóri og oddamaður í-listans, afsalaði sér bæjarfuUtrúaréttindum tU næstu áramóta og verður ekki bæjarfuUtrúi aftur fyrr en þá. Hann sagði DV að hann hefði gert þaö að kröfu D-Ustamanna í samningavið- ræðum um fyrrum meirihluta. -hUi Sjómannadagurinn var haldinn hátiðlegur í blíðskaparveðri um allt land. Þessi mynd var tekin þegar tjöldi manns fylgdist með kappróðri í höfuöborginni. DV-mynd anna Minnkandi umsvif á Keflavíkurflugvelli Banaslys: Kona frá Kólumbíu létlífið Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Banaslys varð við LönguhUð á Jökuldalsheiði síðdegis á laugar- dag. Kona, sem var farþegi í bif- reið, lést og ökumaður slasaðist mjög alvarlega. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu á Egilsstöðum eru konan og maðurinn frá Kólumbíu. Mað- urinn var fluttur með þyrlu til Akureyrar mikið slasaður og þaðan á sjúkrahús i Reykjavík. Auk þeirra voru í bifreiðinni ís- lensk kona og barn og sluppu þau með minniháttar meiðsh. Bifr eiðin mun hafa runnið til á veginum í lausamöl og oltiö síðan út fyrir veginn, að sögn lögregl- unnar. Þaö voru ferðamenn sem komu að og tilkynntu um slysið til lögreglunnar á Egilsstöðum. Áframsól- baðsveður „Við höfðum spáö góðu veðri alla helgina þó það kæmi smáinn- skot í fýrrinótt og á laugardags- morgun sem við áttum ekki von á. Hins vegar megum við eiga von á að góða veðrið haldist næstu þijá daga aö rainnsta kosti hér sunnanlands," sagði Magnús Jónsson veðurfræðingur við DV. Sunnlendingar gátu baðaö sig í sólinni S gærdag og seinni hluta laugardagsins og er allt útlit fyrir að sumarfótin verði notuð á næstu dögum. Magnús segir þó aö loftið sé ekki hlýtt sem leiki um okkur en sólin hitar upp og geröi þaö að verkum að hitinn fór upp í fimmtán gráður á suðvest- urhluta landsins í gær. „Loítiö sem liggur yfir landinu er ekki nema 3 til 5 stiga heitt við norðurströndina," sagði Magnús. Þeir landsmenn sem böðuðu sig í 20-25 stiga hita fyrir örfáum dögum þurfa nú aö búa við 5 stig. „Ég á von á að þetta veður breytist ekki á næstu dögum þó alltaf megi geri ráö fyrir einhverj- um skúrum seinni part dags. Rigningar verða hins vegar ekki að neinu marki á næstunni," sagðiMagnús. -ELA í upplýsingariti öryggismálanefnd- ar kemur fram að engar líkur séu á að Bandaríkjamenn vilji leggja Keflavíkurstöðina niður. Hins vegar er í athugun að fækka F-15 orrustu-' þotum úr 18 í 12. Sú fækkun gæti komið til framkvæmda öðru hvorum ratsjárþotumar, sem fóru héðan vegna Persaflóastríðsins, hafa ekki komið aftur. „Vísbending um aö Keflavíkur- stöðin njóti ekki lengur sérstöðu sést á því að í janúar 1990 tók þar gildi sú stefna að stöðva ráðningar á borg- aralegum starfsmönnum. Áður var Keflavíkurstööin undanskilin í þess- ari stefnu sem gilti að heita mátti í öllum öðrum bandarískum herstöðv- um. Frá því í janúar 1990 hefur ekki verið ráðið í störf íslenskra starfs- manna sem hafa hætt í stöðinni. Störfum íslendinga hefur fækkað frá janúar 1990 um rúmlega 100, eða um 9%.“ -pj megin við næstu áramót. AWACS- Llklegt er að F-15 orrustuþotum hersins verði fækkað úr 18 í 12. uppírúm Kona nokkur, sem býr í kjalla- herbergi við Freyjugötu, vaknaði upp í fyrrinótt við að maður henni ókunnugur Jagðist upp í rúmið til hennar. Maðurinn tók um vit konunnar en henni tókst engu að síöur að kalla á hjálp. Viö það varð mað- urinn dauðhræddur og flúði sömu leið og hann kom, það er að segja út um glugga. Nágranni konunnar hafði séð mannínn sniglast áður á efstu hæð hússins en enga gátu þau gefið lýsingu á honum. Hann er þvi ófundinn. -ELA Glannaakstur í Hnífsdal Ölvaður maður á miðjum aldri, sem ók eftir Óshlíð í átt aö Hnífsdal á laugardag, sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu heldur gaf allt i botn til aö reyna að stinga lögregluna af. Maðurinn ók á miklum hraða í gegnum þorpiö en þar gat lögreglan loks stöðvaö hann. Áöur hafði mann- inum tekíst að aka utan í bíl á leiðinni. Slíkur glannaakstur hefði getað verið stórhættulegur því oft eru böm að leik við húsagarða í bæn- um. Að sögn lögreglunnar hefði hér getað farið illa. -ELA Lekikom að mótorbát Leki kom að mótorbátnum Kór- al þar sem hann var staddur á Breiöafirði á eftir hádegi á laug- ardag. Kom neyðarkall frá bátn- um en þá hafði komið að honum leki og var mikill sjór i vélarrúm- inu. Engir aörir bátar heyrðu neyðarkallið og ekki náðist sam- band viö Kóral. Vitað var um einn mann um borð. Þyrla Lartdhelgisgæslunnar var kölluð til leitar og var komin aö leitarsvæðinu tæplega hálftj- ögur. Stuttu síðar heyrðistKóralI kalla í Reykjavíkurradíó þar sem tilkynnt var að tekist hefði að dæla sjónum úr vélarrúminu og koma vélinni í gang aftur. Þá var báturinn staddur um 20 sjómílur norður af Öndverðarnesi og var á leið til Ólafsvíkur. Þangaö kom hann um sexleytið. -hlh Skutumáva viðViðey Ráðsmaðurinn í Viðey hringdi til lögreglunnar um fimmleytið á laugardag og sagöi ffá mönnum á fimm tonna trillu sem væru aö skjóta með byssu f átt að eyjunni og sigla hringinn í kringum hana aftur og aftur. Taldi ráðstnaður- inn aö fólk sem var í eyjunni væri í hættu vegna þessa. Lögreglumenn fóru í gúmmíbát lögreglunnar frá Laugarnestanga í átt að mönnunum en þeir sigldu þá til lands í átt aö Gufunesi. Lögregiunni var tilkynnt um komustaö mannanna og voru þeir handteknir þegar þeir komu að landi. Mennirnir sögðust vera með fiskeldi og væru að bjarga sílum sínum með þvi að skjóta mávana sem hópuðust í kringum flsk- eldisstöðina. Þar sem öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð voru skotvopn þeirra, haglabyss- ur, gerð upptæk þar til dómur hefur fallið í málinu og rannsak- að hvort mennimir hafi haft skotvopnaleyfi. -ELÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.