Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Blaðsíða 36
52
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991.
Menning
Myndgáta
Eitt og annað
Eina línu vantaöi í handrit pistilsins sem birtist á
laugardaginn. Þar átti að standa: Bjöm Thor. hafði svo
frammi sína sérstöku útgáfu af „Autumn Leaves“
meðan undirritaður leitaði útgöngu. - Það var sem
sagt ekki Bjöm sem yfirgaf staðinn á einhvern ein-
kennilegan hátt, en þannig heföi mátt skilja þetta.
Þegar mikið er í boði eins og verið hefur í djas-
sveislu undanfarinnar viku, er það því miður þannig
að einhverju verður að sleppa. Það hefði veriö gaman
að heyra í Kvartett Guðmundar Ingólfssonar og Sext-
ett Tómasar R. ásamt söngvaranum James Olsen og
básúnleikaranum Össuri Geirssyni, ennfremur
Tónskröttum Sunnu Gunnlaugsdóttur og stórsveitum
Seltjarnarness og Tónlistarskóla FÍH. Gítarveislan þar
sem m.a. Öm Ármannsson kom fram eftir langt hlé,
auk fjölda annara, fór einnig að mestu fram hjá pistla-
höfundi. * Margir hljóðfæraleikaranna höfðu aldeilis
nóg að gera og má t.d. nefna Þorleif Gíslason, Kjartan
Valdimarsson og bassaleikarana Bjami Sveinbjörns-
son Tómas R. Einarssonn og Þórð Högnason sem léku
a.m.k. í 3 hljómsveitum hver um sig.
Það er einhvern veginn svo, að djassmúsík syndir
einhvers staðar mOli þess að teljast léttmúsík og „al-
varleg" tónhst, kannski vegna þess að hann getur ver-
ið svo léttúðugur og alvarlegur á víxl og jafnvel í sömu
andrá. Sjasstónleikar eru oftar en ekki haldnir á vín-
veitingahúsum, sem ekki allir kæra sig um að sækja
mikiö né eru sáttir við, að glasaglamur og fosshljóð
úr krönum eða ætíð eina og sjálfsögð aukaslagverks-
hljóðfæri á djasskonsert. En músíkin er ekki verri
fyrir þaö. Ýmsar tegundir djasstónlistar njóta sín ver
í háreysum hljómleikasölum, en annar djass virðist
ekki eiga eins vel heima á slíkum stöðum. Sú músík
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
kann þá jafnvel aö vera svo kraftmikil að hún drekkir
þeim aukahljóðum sem öldurhús hafa og á ekki illa
við í andrúmslofti þeirra.
Af íslensku hljómsveitunum voru það helst bræð-
ingasveitirnar Súld, Gammar og Grumbl sem að mestu
héldu sig við frumsamiö efni þessa djassdaga, auk
Ólafs Gauks sem m.a. kom fram með nýja djasssvítu,
sem frumflutt var í sjónvarpi af Scheving-Lasanen
kvintettinum. Svo má minna á nýjan geilsdisk og
snældu með verkum eftir Tómas R. Einarsson, sem
kom út á fóstudaginn, 6. dag í djasshátíð.
Andlát
Árni Þorgrímur Kristjánsson, fyrr-
verandi forstjóri, Bjarmalandi 1,
andaðist á heimili sínu 29. maí.
Guðmunda Guðjónsdóttir, Hjálm-
holti, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands
30. maí.
Þorleifur Þorleifsson, áður til heimil-
is í Gnoðarvogi 32, lést á Hrafnistu
20. maí. Jarðarfórin hefur farið fram
í kyrrþey.
Jana Malena Reynisdóttir lést á
Grensásdeild Borgarspítalans 22.
maí. Jarðarfórin hefur fariö fram í
kyrrþey.
Bæring Elísson, Borg, Stykkishólmi,
andaðist 30. maí í St. Franciskus-
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Ragnhilfur Óskarsdóttir, Skagfirð-
ingabraut 33, Sauðárkróki, lést að-
fararnótt 31. maí á Sjúkrahúsi Sauö-
árskróks.
Guðfinna Árnadóttir, Haðarstig 14,
lést í Landspítalanum 25. maí. Jarð-
arförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Jón Óskar Halldórsson, Laugarás-
vegi 8, Reykjavík, lést 29. maí.
Jarðarfarir
Svava Valfells,Úthlíð 3, verður jarð-
sungin í dag, mánudaginn 3. júní, frá
Fossvogskirkju kl. 15.00.
Jóel B. Jacobson húsvörður, Hæða-
garði 56, verður jarðsettur frá Bú-
staðakirkju í dag, mánudaginn 3.
júní, kl. 13.30.
Sigurgeir Sigurðsson bifreiðastjóri,
Hjallalundi 15b, Akureyri, sem lést
26. maí, verður jarðsunginn frá Ak'
ureyrarkirkju í dag, mánudaginn 3.
júní, kl. 13.30.
Guðlaug Una Þorláksdóttir frá Veiði-
leysu, Köldukinn 30, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaöa-
kirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 4.
júní.
Tilkynningar
Svæðisfulltrúi í umferðar-
fræðslu
á Vesturlandi
í júnímánuði fer fram reiðhjólaskoðun á
Vesturlandi. Logreglumenn á svæðinu
framkalla skoðunina. Öll böm, sem mæta
til skoðunar með reiðhjól, fá teinaglit að
gjöf frá Sjóvá-Almennum. Jafnframt
verða þau sjálfkrafa þátttakendur i happ-
drætti. Vinningar í happdrættinu eru
öryggishjálmar. Sjóvá-Almennar hafa
gefið hjálmana sem verða vinningar á
Snæfellsnesi og í Dölum. Vinningana til
bamanna á Akranesi og í Borgamesi
hafa Landsbanki íslands, Akranesi, Um-
ferðarráð og Verslunin Öminn, Reykja-
vík, gefið. Þau böm, sem hafa hjólin í
lagi, fá jafnframt viðurkenndan skoðun-
arrniöa frá Umferðarráði. Skoðunardag-
ar verða auglýstir nánar á hvetjum stað
fyrir sig.
Innritun í skólagarða
borgarinnar
Skólagaröar borgarinnar starfa á sjö
stöðum í borginni: við Sunnuveg í Laug-
ardal, í Árbæ, Ásenda, við Jaðarsel og
Stekkjarbakka, í Skildinganesi og í
Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Loga-
fold. Innritun í þessa garða fer fram dag-
ana 3. og 4. júní og hefst hún kl. 8 í hverj-
um garði. Skólagarðamir eru ætlaðir fyr-
ir böm fædd árin 1978 til 1983. Innritun-
argjald er kr. 600.
Sumaráætlun á leiðum
2-14
Hinn 3. júní gengur sumaráætlun SVR í
gildi á sama hátt og undangengin sumur.
Vagnar á leiðum 2-12, að báðum með-
töldum, aka á 20 mín. ferðatíðni kl. 7-19
mánudaga til fóstudaga. Akstur kvöld og
helgar verður óbreyttur. Vagnar á leið-
um 13 og 14 aka á 60 mín. ferðatíðni kvöld
og helgar en akstur þeirra er óbreyttur
á tímabilinu kl.07-19 mánudaga til fóstu-
daga. Jafnframt hættir hraðleið 111
akstri við gildistöku sumaráætlunar.
Frönsk sýning
í tilefni af 50 ára afmæli Háskólabóka-
safns á síðasta ári hefur Franska sendi-
ráðið fært safninu bækur að gjöf. Hluti
bókagjarinnar er nú til sýnis í anddyri
Háskólans ásamt ýmsum öðmm ritum
t
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför
Valgerðar Elíasdóttur,
Bröttuhlíð 12, Hveragerði
Sérstakar þakkir færum viö þvi góöa fólki sem leit til meö henni
meðan hún dvaldi heima og þeim sem önnuðust hana á deildum
E6 og B5, Borgarspítalanum.
Alfheiöur Unnarsdóttir
Elsa A. Unnarsdóttir
Unnur V. Ingólfsdóttir
Jóhann Ingólfsson
Valgeróur Stefánsdóttir
Ingólfur Jóhannsson
Stefán Valdimarsson
Guójón Magnússon
Jónina Danielsdóttir
Gunnar Þorsteinsson
Auðbjörg Stefánsdóttir
barnabarnabörn
og fleiri gögnum um Frakkland og
franska menningu í eigu Háskólabóka-
safns og bókasafns Alhance francaise. Á
síðasthðnu ári minntust Frakkar þess að
100 ár em Uðin frá fæðingu Charles de
GauUe og 20 ár frá andláti hans. Þá vou
einnig liðin 50 ár frá því hann kom fyrst
fram á sjónarmið franskra stjómmála.
Af þessu tílefni hefur Háskólabókasafn
komið fyrir á göngum albyggingar 24
veggspjöldum um stjómartíð Charles de
Gaulle í Frakklandi, sem Franska sendi-
ráðið hefur gefið safninu, svo og sýningu
á bókum um de GauUe úr bókasafni All-
iance francaise. Sýningamar standa til
20. júní.
Félag breiðfirskra kvenna
fer í vorferðalag 8. júní. Upplýsingar hjá
Önnu, s. 33088, eða EUsabetu, s. 685098.
Heym og tal mælt
Móttaka verður á vegum Heymar- og
talmeinastöðvar íslands á Egilsstöðum
dagana 7. og 8. júní nk., Seyðisfirði 9.
júní nk„ Neskaupstaö 10. júní nk„ Reyð-
arfirði 11. júní nk. og Fáskrúðsfirði 12.
júní nk. Þar fer fram greining heyrnar-
og talmeina og úthlutun heymartækja.
Tekið er á móti viðtalsbeiðnum hjá við-
komandi heUsugæslustöð.
Dagsbrún gefur SÁÁ
eina milljón króna
Bygging hinnar nýju endurhæfingar-
stöðvar SÁÁ á Kjalarnesi komst hressi-
lega á skrið nýlega þegar Verkamannafé-
lagið Dagsbrún afhenti formanni SÁÁ
7 \\
----------eyFor, -
Myndgátan hér að ofan
lýsir nafnorði.
Lausn gátu nr. 42:
Veit ekki
hvaðan á sig
stendur veðrið.
eina milljón króna að gjöf frá Dagsbrún.
Sveinn Rúnar Magnússon afhenti gjöfina
í forfóllum Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, formanns Dagsbrúnar. Við af-
hendinguna sagði Sveinn Rúnar að starf-
semi SÁÁ hefði ekki síst gagnast lág-
launafólki. Hann sagði að eðli málsins
samkvæmt kæmi áfengissýki oft harðast
niöur á heimUum láglaunafólks þegar
ekki mætti við miklum breytingum á
aðstæðum til að efnahagurinn færi í rúst.
Sveinn sagði að Dagsbrún vildi þakka
fyrir sig og sína í verki með því að gefa
SÁÁ þessa fjárupphæð. Peningunum
verður varið til byggingar endurhæfmg-
arstöðvarinnar Víkur á Kjalamesi. Bygg-
ingin er nýhafin og ráðgert er að stöðin
taki til starfa í nóvember nk. Vík leysir
af hólmi endurhæfingarstöðina Sogn í
Ölfusi.
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Tónleíkar
Þriðjudagstónleikar Lista-
safns Sigurjóns
Fyrstu tónleikarnir i sumartónleikaröð
Listasafns Siguijóns Ólafssonar verða
þriðjudaginn 4. júní nk. og hefjast kl.
20.30. Þá mun Gunnar Kvaran- sellóleik-
ari leika tvær einleikssvítur eftir Johann
Sebastian Bach, nr. 1 í G-dúr og nr. 5 í
c-moll, og jafnframt rabba um verkin.
Tónleikarnir standa í um það bil klukku-
tíma og að þeim loknum geta gestir að
venju notið veitinga í kaffistofu safnsins.
Fundir
Aðalfundur
Norræna félagsins
í Garðabæ
verður haldinn fimmtudaginn 6. júní í
kennarastofu Garðaskóla kl. 18. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf - önnur mál.
Að fundi loknum verðurfarið í skógrækt-
arferð í reit félagsins í Smalaholti þar
sem bomar verða frám veitingar.
Tapað fundið
Hvolpur fannst
Svartur hvolpur fannst í Seljahverfi 30.
maí sl. um miðjan dag. Upplýsingar í
síma 77205.
Um hvað snýst tannréttingadeilan?
- athugasemdir vegna yfirheyrslu heilbrigðisráðherra 1DV 25. maí sl.
Þaö er hryggilegt aö lesa orö ráö-
herra um tannréttingadeiluna í yfir-
heyrslu DV þar sem hann opinberar
ókunnugleika sinn á málinu. Þessi
deila er e.t.v. ekki stórmál í hans
augum, en hún er þó búin aö standa
í eitt og hálft ár og valda miklum
óþægindum. Það hefði því ekki verið
óeölilegt aö nýr ráöherra ræddi viö
báöa aðila málsins áður en hann hóf
upp merki forvera síns.
Ráðherra segir að máliö snúist í
hnotskum um endurgreiðslur fyrir
lýtalækningar sem séu spurning um
útlit frekar en heUbrigöismál. Ef
þetta væri rétt væri málinu löngu
lokiö. Tannréttingafélag íslands
sendi tillögur sínar um reglugerð til
Tryggingaráðs 8.2.1990 og gerði ein-
mitt ráð fyrir...að greina úr hópi
umsækjenda þá sem ekki þurfa með-
ferð og fá þar með synjun (tryggin-
gatannlæknis)". Hið rétta er hinsveg-
ar þvi miður að deilan snýst um að
mismuna þeim sem þó er viðurkennt
að þurfi í tannréttingu. Eftir reglum
ráöherra á að endurgreiða þeim
ýmist 35% eða 50% eftir vafasömum
forsendum, þó að tækjabúnaður og
kostnaður sé sá sami.
Ráðherra segir einnig að eyðublað-
ið umdeUda hafi veriö hannað í sam-
ráði við tannlækna. Hönnun eyðu-
blaðsis mun vera einkaframtak
tryggingayfirtannlæknis, en fulltrú-
ar tannlækna réðu engu um gerð
þess. Ráðherra segir réttUega að
áskUið sé að nota umrætt eyðublað
en lætur þess ekki getið að flokkun-
arreitir eyðublaðsins eru undan-
skUdir með sérstakri bókun og
hnykkt er á þeirri bókun með ann-
arri svohljóðandi: „TR tekur að sér
að flokka tannréttingasjúklinga“.
Dropinn sem fyllti mæhnn og varð
til þess að tannréttingasérfræðingar
gátu ekki gerst aöilar að samningn-
um var mistúlkun TR á ofangreind-
um bókunum.
Teitur Jónsson tannlæknir, formaður
Tannréttingafélags íslands.