Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991.
5
Landbúnaðarráðuneytið:
Taka skal tillit til
þarf a og eðlis svína
- ný reglugerð um aðbúnað svína eitt síðasta embættisverk Steingríms J. Sigfússonar
Eitt af síðustu embættisverkum
Steingríms J. Sigfússonar í landbún-
aðarráðuneytinu var að setja nýja
reglugerð um aðbúnað og heilbrigð-
iseftirlit með svínum. Samkvæmt
reglugerðinni skal aðbúnaður svína
og meðferð þeirra hagað þannig að
þörfum þeirra og eðli sé fullnægt að
svo miklu leyti sem kostur er. Þess
skal gætt að þau þjáist ekki að nauð-
synjalausu.
Samkvæmt reglugerðinni þarf að
sækja um starfsleyfi áður en svín eru
sett í nýtt eða verulega breytt hús-
næði. Þá ber þeim sem ætla sér að
ráðast í byggingu svínahúsa eða gera
verulegar breytingar á svínahúsum,
sem fyrir eru, að fá umsögn hjá dýra-
lækni svínasjúkdóma um fyrirliggj-
andi byggingarteikningar. Fram-
kvæmdir mega ekki heíjast fyrr en
samþykki hans liggur fyrir en skjóta
má úrskurði hans til landbúnaðar-
ráðherra til endanlegrar umsagnar.
Nákvæm útlistun er á því í reglu-
gerðinni hvers konar umhverfi og
húsakynni svínum teljast boðleg.
Þannig skulu aðvörunar- og leiðbein-
ingarskilti vera við aðkomu að at-
hafnasvæði svínahús og inni í þeim
má hitinn ekki vera undir 15 gráðum.
í svínahúsum, þar sem grísir eru, á
hitastigið þó að vera mun hærra eða
á bihnu 26 til 32 gráður. Þá skal raka-
stigið vera á bilinu 60 til 80 prósent.
-kaá
__________Fréttir
Skagamenn
hlutu
prúðu
verðlaunin
Sigurdur Svenisson, DV, Akranesi:
Skólahljómsveit Akraness stóð
sig frábærlega á landsmóti skóla-
hljómsveita sem fram fór í Stykk-
ishólmi um helgina. Til þess að
kóróna ferðina hlaut hún sér-
stakan bikar fyrir prúðmennsku.
Bikar þessi var á sínum tíma gef-
inn af Rotaryklúbbi Akraness og
nefnist Akranesbikarinn.
AUs tóku 700-800 hljómsveitar-
meðlimir víðs vegar af landinu
þátt i mótinu sem heppnaðist
mjög vel. Að sögn fararstjóra
Akurnesinganna var skipulagn-
ing öll, svo og aðbúnaður, mjög
góð.
Konráð Eggertsson ber selskinnsslaufu á fundi hvalveiðiráðsins:
Eins og frumstæður hausaveiðari
- með höfuðleður fómarlambsins hnýtt um hálsinn, segja friðunarsinnar
Óvíst er hvort selskinnsslaufa Kon-
ráðs Eggertssonar kemur til með
að hafa áhrif á niðurstöður fundar
hvalveiðiráðsins. Ljóst er þó að hún
er og verður umdeild, og það langt
út fyrir landsteina íslands.
DV-mynd GVA
„Ég hef ekki orðið fyrir áreitni frá
hvalfriöunarsinnum vegna slauf-
unnar. Hins vegar hafa margir þeirra
sem skynsamari eru á þessum árs-
fundi dáðst að henni. Sjálfur er ég
mjög ánægður með slaufuna," segir
Konnráð Eggertsson, formaður Fé-
lags hrefnuveiðimanna.
Konráð situr fyrir íslands hönd
ársfund Alþjóða hvalveiðiráðsins
sem fram fer í Reykjavík um þessar
mundir. Slaufan, sem hann hefur
borið um hálsinn á fundum ráðsins,
hefur vakið athygli enda gerð úr sel-
skinni.
Friðunarsinnar hafa litið hálstauið
hornáuga og í þeirra hópi er Konráði
jafnvel líkt við frumstæðan hausa-
veiðara sem gangi um með höfuðleð-
ur fórnarlamba sinna hnýtt um háls-
inn. Telja þeir þetta óviðeigandi með
öllu, einkum í ljósi þess að um sé að
ræða fulltrúa þess lands sem haldi
ráðstefnuna.
Meðal stuðningsmanna hvalveiða
þykir mönnum hins vegar ekkert
athugavert við slaufu Konráðs og að
sögn sumra hefur hún eflt samstöðu
þeirra sem vilja hefja veiðar.
PAUL McCARTNEY
NÝJA PLATAN
rarLuaiEi)
Nýja platan með Paul McCartncy sem var tekin upp í sjónvarpsþættinum
„Unplugged“ á MTV cr komin í búðir núna.
A þessari plötu flytur Paul McCartney klassísk Bítlalög og gamla rokkstand-
arda í órafmögnuðum útgáfum. Innihcldur einnig fyrsla lagið sem Paul
McCartney samdi, lag scm aldrei áður hefur heyrst á plötu.
S*K'I*F*A*N
Kringlunni • Laugavegi 33 • Laugavegi 96
í samtali við DV í gær kvaðst Kon-
ráð vera þeirrar skoðunar að ísland
ætti þegar að segja sig úr Alþjóða
hvalveiðiráðinu. Þar inni hefðu ís-
lendingar ekkert að gera. Hann hafði
á orði að það þýddi ekkert aö reyna
að telja hvalfriðunarsinnum hug-
kvarf.
„Það væri alveg eins hægt að fá
Indverja til að éta beljur eins og að
fá þessa vitleysinga til að samþykkja
hvalveiðar. Þeir kunna ekki gott að
meta né meðtaka rök. Þeir virðast
alsælir með það að éta sótthreinsað-
an og endurnýttan úrgang úr sjálfum
sér og við því er ekkert að gera. En
við eigum enga samleiö með þeim,“
sagöi Konráð. -kaa
TÓNLEIKATILBOÐ
Poison
Flesh & Blood
Slaughter
Stick it to YA
Live
Thunder
Back Street
Symphony
Kauptu
5%
10%
15%
20%
afsláttur
A Bit Of
What You
Fancy
Quireboys
Tilboðið stendur í öllum búðum Skífunnar til 1. iúlí.
S*K*I*F*A*N
Kringlunni • Laugavegi 33 • Laugavegi 96