Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 20
20
MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991.
Menning
Myndlistarþing:
Mótmælir virðisaukaskatti
við sölu á listaverkum
Frá pallborðsumræðum á myndlistarþingi.
DV-mynd BG
Um það bil eitt hundrað manns
sóttu myndlistarþing Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna. Voru þar
flutt mörg erindi ásamt pallborðsum-
ræðum sem fóru fram. Á þinginu
voru samþykkt mótmæli til stjóm-
valda vegna innheimtu á virðisauka-
skatti við sölu listaverka í sýningar-
sölum og galleríum.
Hagsmunir myndlistarmanna voru
helstu umræðuefnin á þinginu en
viðfangsefnið var höfundaréttur í
myndlist. Björn Th. Bjömsson list-
fræðingur, sem var forseti þingsins,
flutti ræðu um nauðsyn þess að hsta-
menn stæðu traustan vörð um ís-
lenska menningu í nútíð og framtíð.
í ræðu Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra kom fram að
hann myndi leggja fyrir Alþingi
frumvarp til breytinga á höfundalög-
um og vora þau tilmæli ítrekuð í
samþykktum þingsins. Þá voru flutt
erindi um myndstef og myndlistar-
rétt og um nýtt hlutverk Starfslauna-
sjóðs myndlistarmanna.
Seinni hluti þingsins fór í pall-
borðsumræður og beindist mál
manna einkum að hagsmunamálum
myndhstarmanna, höfundarétti og
starfslaunum. Þátttakendur í pall-
borðsumræðunum voru Bjami Daní-
elsson, skólastjóri Myndlista- og
handíðaskóla íslands, Halldór Ás-
geirsson myndlistarmaður, Jónína
Guðnadóttir myndlistarmaður, Ólaf-
ur Jónsson, forstöðumaður Lista-
safns ASÍ, og Þorgeir Þorgeirsson
rithöfundui*. Umræðustjóri var Sig-
urður G. Tómasson útvarpsmaður.
-HK
Ragnar Jónsson heldur hér á
geisladiskinum sem hann hefur
geflð út. DV-mynd BG
Friðarstef til
styrktar
bágstöddum
Ragnar Jónsson heitir tónhst-
armaður og friðarsinni sem hefur
gefið eigið tónverk, Universal
Theme, út á geisladiski. Friðar-
stefiö, eins og hann kahar það,
er gefiö út til styrktar bágstödd-
um í Afríku og er stefht að þvi
að gefa út diskinn erlendis í sum-
ar. Ragnar leikur verkið á píanó.
Útgáfan á verki þessu nefnist
Universal Theme around Africa
og er vísaö til þess aö Ragnar
ætlar aö fara leiðangur um Afr-
íku í sumar, nánar tiltekið frá 6.
júní til 31. ágúst. Tilgangur ferð-
arinnar er að vekja athygli á út-
gáfunni og því málefni sem hún
styrkir.
-HK
Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns:
Tónlist á þriðjudögum
Á þessari mynd má sjá tónlistarmenn sem munu koma fram á tónleikum
á þriðjudagskvöldum í sumar. Fyrir miðri mynd er Birgitta Spur, fram-
kvæmdastjóri Listasafns Sigurjóns.
DV-mynd BG
Gunnar Kvaran sehóleikari mun
heija tónleikaröð á þriðjudögum í
sumar í Listasafni Sigurjóns. Leikur
hann verk eftir Bach. Sumartónleik-
ar þessir hafa verið í safninu frá 1989
og notið mikhlá vinsælda og nánast
alltaf verið húsfyllir og hafa einstak-
ir tónleikar verið endurfluttir vegna
mikhlar aðsóknar.
Það er stefna aðstandenda Lista-
safnsins að tónleikarnir séu sem fjöl-
breyttastir þannig að sérhver finni
eitthvað við sitt hæfi. Á þetta jafnt
við um val tónlistar og flytjendur, en
þeir verða sem fyrr bæði innlendir
og erlendir. Tónleikarnir era yfirleitt
klukkutíma langir og verði að-
göngumiðá haldið í lágmarki.
Það er kominn glæsilegur Bösen-
dorfer konsertflygill í Listasafnið í
stað minni flygils af sömu gerð og
má til gamans geta að þetta er síð-
asti flygillinn með nótnaborði úr fíla-
beini sem framleiddur er hjá Bösend-
orfer í Vínarborg. Með þessum nýja
flygh er aðstaðan orðin eins góð fyrir
litla konserta eins og framast getur
verið, en tónlistarmenn sem og al-
mennir áhorfendur hafa mikið hrós-
aö hljómburðinum í salnum.
Tónleikaröðin í sumar hefst eins
og áður segir með tónleikurrrGunn-
ars Kvarans á þriöjudaginn kemur
4. júní. Þar mun hann leika tvær ein-
leikssvítur eftir Johann Sebastian
Bach. Aðrir sem koma th með að
halda tónleika í safninu í júní eru
Einar Jóhannesson klarinettuleik-
ari, sem mun halda konsert 11. júní
ásamt tveimur erlendum gestum,
Richard Talkovsky og Beth Levin.
Guðrún Birgisdóttir og Martiel
Nardeau verða með flautukonsert 18.
júní og þriðjudaginn 25. júní verða
Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og
Símon H. ívarsson gítarleikari með
tónleika.
Af öðrum tónlistarmönnum, sem
verða með tónleika í sumar, má
nefna Signýju Sæmundsdóttur,
Hildigunni Halldórsdóttur, Jóhönnu
Þórhallsdóttur, Sigrúnu Þorgeirs-
dóttur, Björgu Jónsdóttur, Finndísi
Kristinsdóttur, Vhhelmínu Ólafs-
dóttur, Svövu Bernharðsdóttur, Pet-
er Zimbel, Lorenz Hasler og Christ-
ian Giger.
-HK
Leikfélag Reykjavíkur:
leikara í Dúfnaveislunni taka lagið á æfingu.
Dúfnaveislan eftir Halldór Lax-
ness og Þétting eftir Sveinbjörn I.
Baldvinsson verða fyrstu leikritin
sem framsýnd verða á vegum leikfé-
lags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu
á næsta leikári sem er fyrsta leikár
sem nýráðinn leikhússtjóri Sigurður
Hróarsson skipuleggur. Leikritin
verða bæði framsýnd í september,
Dúfnaveislan á stóra sviðinu og Þétt-
ing á því litla.
Dúfnaveislan er nú leikin öðru
sinni á vegum Leikfélagsins, en
mörgum er í fersku minni framflutn-
ingur verksins 1966, þar sem Anna
Guðmundsdóttir og Þorsteinn Ö.
Stephensen léku prestshjónin á eftir-
minnhegan hátt. Leikstjóri að verk-
inu nú er Halldór E. Laxness, sonar-
sonur skáldsins. í helstu hlutverkum
eru Þorsteinn Gunnarsson, Valgerð-
ur Dan, Harald G. Haralds, Bára
Lyngdal Magnúsdóttir og Björn Ingi
Hhmarsson. Leikmynd og búninga
hannar Siguijón Jóhannsson og tón-
hstarstjórn er í höndum Jóhanns G.
Jóhannssonar.
Þétting var upphaflega sent í sam-
keppni Leikfélagsins vegna opnunar
Borgarleikhússins. Leikstjóri að því
verki verður Hallmar Sigurðsson,
sem nú lætur af störfum leikhús-
stjóra. Leikmynd hannar Jón Þóris-
son, en tónlistarstjórn er í höndum
Stefáns S. Stefánssonar. Helstu hlut-
verk í Þéttingu era leikin af Kristjáni
Frankhn Magnús, Soffiu Jakobsdótt-
ur, Pétri Einarssyni, Sigrúnu Eddu
Bjömsdóttur, Aldísi Baldvinsdóttur
ogTheódóri Júhussyni. -HK
Hundur,hundur
fékkfyrstu
verðlaun
Stuttmynd Sigurbjamar Aðal-
steinssonar, Hundur, hundur
fékk nýlega fyrstu verðlaun á
kvikmyndahátíðinni No Budget i
Hamborg í Þýskalandi. Myndin
dehdí verðlaununum (Preis de
Jury) með tveimur öðrum mynd-
um. Skhyrði fyrir inntöku á há-
tíðina sem nú var haldin í sjö-
unda skiptiö var að myndirnar
væru gerðar í sjálfboðavinnu og
að kostnaöur mætti ekki fara yfir
sem svarar 300,000 krónum. Alls
bárast 1000 myndir til keppninn-
ar en af þeim voru valdar fjörutíu
th sýningar. Önnur stuttmynd
eftir Sigurbjörn, Hijóð, var í þeim
hópi. Hundur, hundur er aðeins
fimm mínútna löng. Aðalhlut-
verkið „leikur“ Tinna, átta ára
tík úr Skerjafirðinum. Þess má
geta að Ríkissjónvarpið hefur
keypt myndina til sýningar.
Ýoko Ono sýniitgin:
Mikil aðsóknen
ekkimetaðsókn
Þrátt fyrir geysimikla aðsókn
að sýningu Yoko Ono á Kjarvals-
stöðum, stendur enn metið sem
sett var á síðustu sýningu sem
Erro hélt í húsinu en það er þrjá-
tíu þúsund manns. Rétt fyrir
helgina, sem var síðasta sýning-
arhelgi, voru rúmlega tuttugu og
fimm þúsund manns búnir að sjá
sýningu Ono og Fluxus-hópsins.
Um næstu helgi á Kjarvalsstöð-
um hefst svo sýning á verkum
eftir mikinn spámann í heimi
myndhstarinnar, Cristo, sem er
þekktur íyrir víðáttumikil verk.
Ekki mun þó vera von á lista-
manninum sjálfum í þetta skipt-
ið.
Ténlisfeftir
Jén Leifsá
geisladisk
Vísion and Images nefnist nýút-
kominn geisladiskur sem inni-
heldur ijögur verk eftir Jón Leifs.
Verkin eru Geysir op. 51, Þrjár
myndir op. 44, Landsýn op. 41 og
Hekla op. 52. Flytjendur eru Sin-
fóníuhljómsveit íslands og Karla-
kór Reykjavikur undir stjórn
Paul Zukofsky. Zukofsky er fs-
lendingum að góðu kunnur, hann
hefur hlotiö Menningarverðlaun
DV og verið sæmdur Fálkaorð-
unni fyrir störf sín með Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Hann hefur
leikið inn á fimmtíu hljómplötur
og má nefna aö á næstunni kem-
ur út 2. sinfónía eftir A. Schnabel
þar sem Zukofsky stjórnar Kon-
unglegu fílharmóniunni 1 Lon-
don. íslenska tónverkamiðstöðin
gefur út Vision and Images i sam-
vinnu við Sinfóníulhjómsveitina
og Ríkisútvarpið. Upptökur fóra
fram í Háskólabíói í maí 1989.
Fyrstabókfrá
nýrri útgáfu
Útjaðrar og meginlönd eftir
Þorvarð Hjálmarsson er fyrsta
útgáfubók Höfundaútgáfunnar
sem er ný bókaútgáfa. Aö henni
stendur hópur fólks sem hyggst
einbeita sér að útgáfu vandaðra
bókmenntaverka og heimspeki-
rita. í Útjaðrar og meginlönd era
!jóð og greinar sem höfundur afl-
aöi efnis í á ferð sinná til Sovét-
ríkjanna sumarið 1989. Auk þess
eru í bókinni þýðingar á ljóöum
eftir Finnlands-sænsku skáld-
konuna Edith Södergran og port-
úgalska skáldið Fernando
Pessoa. Útjaðrar ogmeginlönd er
þriðja ióþ Þorvarðar. Aðurhefur
hann sent frá sér Hellinn 1986 og
Háska og skuld 1989, hvortveggja
söfn ljóða og prósaverka.