Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Side 23
MÁXÚDAGUR 8. JÚNÍ1991.
39
Ráðinn - rekinn
Fátt vakti meiri athygli íjölmiöla
viö valdatöku nýrrar ríkisstjórnar
og viöskilnaö hinnar fyrri en síð-
ustu aögerðir Óla Þ. Guðbjartsson-
ar og fyrstu tilþrif eftirmanns hans.
Óli réð, Þorsteinn rak
Ég þekki ekki til þessara ráön-
inga utan einnar og ætla því aö ein-
skoröa mig við hana, ráðningu
Bjöms Einarssonar sem aðstoðar-
manns fanga.
Nú er þaö svo að deila má um
hvort ráðherra, sem er að standa
upp, á að gera mikið að því að ráöa
menn til starfa hjá ríkinu. Slíkt er
þó ekki ótítt á íslandi og ekki verð-
ur hér reynt aö meta hvaða flokkur
stendur öðrum ofar á þeirri afreka-
skrá.
Sá ráðningarsamningur, sem hér
er til umræðu, er hins vegar mjög
sérstakur. Það var alls ekki verið
að ráða Björn Einarsson í nýtt
starf. Einungis var verið að reyna
að tryggja að hann gæti sinnt áfram
því starfi sem hann hefur gegnt
undanfarinn áratug.
Til að rökstyðja þessa fullyrðingu
nánar verður að kanna söguna ör-
lítið og rifja hana upp.
Björn er sjálfur fyrrverandi fangi
sem ákvað upp á eigin spýtur að
breyta um lífsstíl og búa sig undir
eðlilegt, heiöarlegt líf. Hann rak sig
þó fljótt á að aðbúnaður í íslensk-
um fangelsum var ekki beinlínis til
þess fallinn að hvetja menn til
betra lífs. Hann fór því strax að
beita sér fyrir ýmsum umbótum í
sambandi viö aðbúnað fanga. Með-
al annars stofnaði hann fangaráð
til að koma fram fyrir hönd fang-
anna. Hlutur sem ekki hafði áður
þekkst á íslandi þótt fyrirbærið
væri vel þekkt meðal siðmenntaðra
grannþjóða okkar. Þá skrifaði
hann taisvert um málefni fanga og
það sem betur mætti fara í þeim
efnum.
Þótt það verði ekki tíundað hér
gaf starf Bjöms innan fangelsisins
góöa raun og segir það sína sögu
að strax eftir að hann losnaði út, í
desember 1981, kallaði þáverandi
dómsmálaráðherra, Friðjón Þórö-
arson, hann á sinn fund og fól hon-
um að starfa áfram að málefnum
fanga gegn sérstakri þóknun af
opinberu fé. Árið 1982 var Björn
svo ráðinn starfsmaður Vemdar
og bauðst dómsmálaráðuneytið til
að greiða hálf laun hans þar á þeim
forsendum að hann sinnti þar
áfram sínu fyrra starfi.
Þegar miklar deilur komu upp í
Vernd fyrir um það bil tveimur
árum hætti Bjöm þar störfum og
ákvað að hætta að sinna málefnum
fanga. Það er þó svo, eins og marg-
ir vita, að það er erfitt að venja sig
af hugsjón. Bjöm hélt þvi áfram
að sinna málefnum fanga enda þótt
hann þægi nú engin laun fyrir.
Þáttur Óla
Ýmsir góðir menn, hæði innan
dómsmálakerfisins og utan þess,
KjaJIarinn
Hafsteinn Einarsson
lögfræðingur
sem þekktu til starfa Björns og
kunnu að meta þau, höföu nú sam-
band við dómsmálaráðherra, sem
þá var Halldór Ásgrímsson, og fóru
þess á leit að Birni yrði skapaður
starfsgmndvöllur. Við útvíkkun
síðustu ríkisstjómar lentu þessi
mál svo í höndum Óla Þ. Guðbjarts-
sonar. Hann leysti þau á þann hátt
að veita Birni ákveðinn mánaðar-
legan styrk.
Áður en Óh vék úr embætti hefur
hann svo greinilega viljað ganga
þannig frá málum að Björn gæti
með fjárhagslegu öryggi sinnt
áfram sínu starfi. Þess vegna gekk
hann frá ráðningarsamningi og
gerði Björn að ríkisstarfsmanni.
Þetta er sá ráðningarsamningur
sem Þorsteinn Pálsson sagði upp. í
flestum fréttum af þessu máh var
það tíundað rækilega áð aðstoðar-
maöur fanga væri flokksbróðir Óla
Þ. Það er að vísu alveg rétt að Bjöm
var flokksbundinn í Borgara-
flokknum og síðan í framboði fyrir
Frjálslynda. Alhr eru sammála um
það, í oröi, að menn eigi við opin-
berar ráðningar ekki að njóta póh-
tískra skoðana sinna en þeir eiga
þó varla að gjalda þeirra.
í ljósi þess sem hér hefur verið
rakið hlýtur að verða að færa sterk
rök fyrir því að um póhtíska ráðn-
ingu hafi verið að ræða. Verði und-
irritaður ekki sannfæröur um ann-
að með rökum hlýtur hann að trúa
því að Óh Þ. Guöbjartsson heföi
staðið eins að þessum málum hvar
í flokki sem Bjöm hefði staðið.
Þáttur Þorsteins
Hér verður ekki rakinn þáttur
forstöðumanns Fangelsismála-
stofnunar í þessu máh enda væri
það nóg efni í aðra grein. Á hitt
verður þó að benda að þótt for-
stöðumaðurinn telji, án þess að
hirða um að færa fyrir því rök, að
Bjöm hafi í starfi sínu verið bæði
óþarfur og óhæfur þá breytir það
ekki þeirri staðreynd að allir fang-
ar á Litla-Hrauni utan einn, sem
var veikur, hafa þegar sent núver-
andi dómsmálaráðherra beiðni um
að ráða Björn aftur til starfa. Svip-
aða beiðni munu fangar í Kvenna-
fangelsinu líka hafa sent.
Þorsteini Pálssyni varð á. í mold-
viðri n útíma-fj ölmiðlunar og kapp-
semi um að skapa nýrri ríkisstjórn
ímynd tók hann skyndiákvörðun
sem betur hefði mátt bíða og athug-
ast nánar. Ef ég man rétt sagði
Þorsteinn eftir formannsskiptin í
Sjálfstæðisflokknum að ákveðin
hætta væri á að flokkurinn fengi
harðara yfirbragð. Nú hefur við-
kvæmur málaflokkur, sem hann
sjálfur stjórnar, fengið harðara yf-
irbragð vegna vanhugsaðrar
skyndiákvörðunar.
Eg veit að það er ósk fjölmargra
er þekkja til þessara mála aö dóms-
málaráðherra sjái að sér og geri
Birni aftur kleift að sinna fyrra
starfi. Ég veit líka að það yrði gert
í nokkurri andstöðu við forstöðu-
mann Fangelsismálastofnunar. Þó
vil ég ekki trúa öðru en að Þor-
steini Pálssyni takist fljótt að sann-
færa Harald Johannessen um að
hann og hans stofnun hafi yfir-
gnæfandi verkefni þótt Björn fái
að starfa áfram. Haraldi hlýtur fyrr
eða síðar að lærast að einstakling-
urinn Björn Einarsson er ekki í
neinni samkeppni við hann og hans
stofnun. Shkt er einfaldlega and-
stætt eðh einstakhnga og stofnana.
Það er af ásettu ráði sem þessi
grein er ekki skrifuð fyrr en nú,
eftir að fjölmiðlafárinu hefur nokk-
uð linnt. Því miður er það svo á
íslandi að veikburða, fáliðuðum
fjölmiölum tekst oft að feykja upp
málum sem falla svo strax í
gleymsku og dá. Þetta er auðvitað
oft af hinu illa. Sum mál eru þann-
ig að þau þarf að brjóta til mergj-
ar, fá í þau raunverulegan, viðun-
andi botn.
Það getur vel verið að í því máh,
sem hér um ræðir, hafi stjómvöld
sagt sitt síðasta orð. Það breytir þó
ekki því að eftir sitja fangar og
aðstandendur þeirra með óbættan
skaðann. Þeir em hin raunveru-
legu fómarlömb í þessu máli.
Hafsteinn Einarsson
„Allir eru sammála um það, í orði, að
menn eigi við opinberar ráðningar ekki
að njóta pólitískra skoðana sinna en
þeir niga þó varla að gjalda þeirra.“
KENNARAR
Okkur vantar áhugasama og hressa kennara að
grunnskólanum í Grundarfirði á Snæfellsnesi.
Viðfangsefni: Almenn bekkjarkennsla í 4., 5. eða 7.
bekk., líffræði, eðlisfræði og hannyrðir.
I skólanum eru 150 nemendur í 1 -10. bekk. Að
meðaltali 14 í bekk.
Skoðið málið. Upplýsingar gefa skólstjóri, Gunnar,
í síma 93-86802 eða 93-86637 og yfirkennari, Ragn-
heiður, í síma 93-86772.
Skólanefnd
DIAMOND EXPLOSIVE 26“. 21 gírs fjallahjól, chromolly stell, SHIMANO
200 GS gírar og fylgihlutir, ótaksbremsur, ólgjarðir, standari og brúsi.
Mjög gott hjól ó ótrúlegu verði, kr. 29.900,-. Stgr. kr. 28.400,-
DIAM0ND TIGER 20“, 10 gíra
fjallahjól, ótaksbremsur, ólgjarð-
ir, standari, brúsi. Verð aðeins
kr. 13.900,-. Stgr. 13.200,-
DIAM0ND TIGER 16“ með fót-
bremsu. Verð aðeins kr. 8.800,-
i..
DIAM0ND LADY 26“ 10 gíra
dömuhjól með skítbrettum,
bögglabera og standara.
Verð aðeins kr. 15.700,-.
Stgr. 14.915,-
DIAMOND BMX 20“ með fót-
bremsu, ólgjörðum, heilli sveif,
standara og púðum. Ovenju
hagsteett verð ó svo vel útbúnu
hjóli, kr. 9.400,-.
Stgr. kr. 8.930,-
Kreditkort og greiðslusamningar
Sendum í póstkröfu.
VARAHLUTIR OG VIÐGERÐIR,
VANDIÐ VALIÐ OG VERSLID í MARKINU.
kérslunin
Símar 35320 og 688860
Armúla 40.