Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Qupperneq 32
48 MÁNUÐAGUR 3. JÖtá 199Í.: Komum heil heim dv Sumarið er komið og Lalli hefur eignast fyrsta reiðhjólið. Og auðvitað hjálm. Þegar pabbi hans og mamma keyptu hjólið vissu þau ekki að skylt er að hafa á hjólinu hemla, lás, bjöllu, framljós og rafal, glitauga að aftan og á fótstig- um. Þetta segja umferðarlögin. Og þau mæla einnig með að á hjólinu séu teinaglit og viðvörunarstöng með glitaugum. Og Lalli leggur af stað á nýja hjólinu sínu. „Strákurinn er eldklár," segja stoltirforeldrarnir. Og enn skortirþá þekkingu því í umferðarlögunum segir að barn undir 7 ára aldri megi aðeins hjóla á afmörkuðum svæðum en alls ekki á götum. Jafnframt er mælt gegn því að börn undir 9-10 ára aldri hjóli einsömul á vegum þar sem vænta má umferðar vélknú- inna ökutækja. Vegna skorts á þekkingu er Lalli í hættu. PÚFF! Þetta slapp vel. „Blessaður drengurinn okkar." Vökul augu ökumanns komu þarna í veg fyrirslys. Lalli og foreldr- ar hans ætla nú að kynna sér lögin og reglurnar sem þjóðfé- lagið hefur sett til verndar hjólreiðamönnum. Þau munu komast að því að ekki aðeins hjólið er vanbúið heldur líka þau sjálf. Upplýsingar um búnað og reglur fyrir hjólreiðamenn eru fáanlegar á öllum lögreglustöðvum. Smáauglýsingar - Símí 27022 Þverholti 11 ■ Vagnar - kemir Plastbretti (svört) 10”-12", kr. 1700 sett- ið, 13"-14", kr. 2800 settið. Afturljós kr. 420 stk., rafmagnstengi 12v og 24v, kúlutengi, flexitorar 250, 500 og 750 kg o.fl. fyrir kerrusmíði. G.S. Vara- hlutir, Hamarshöfða 1, s. 676744. Fólksbila- og jeppakerrur. Fólksbíla- kerra, burðargeta 500 kg, 13" dekk. Jeppakerra úr stúli, burðargeta 800 og 1500 kg, með eða án bremsubúnað- ar. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Allir hlutir í kerrur og vagna. Veljum íslenskt. Víkur- vagnar, Dalbrekku 24, sími 91-43911 og 45270. Litla fólksbílakerran, verð aðeins 46.000 stgr. Eigum einnig mjög vandaðar 500 kg kerrur. Iðnvangur hf., Kleppsmýr- arvegi 8, sími 91-39820. Þetta 21 feta L.M.C hjólhýsi með öllum búnaði og í mjög góðu ástandi er til sölu. Upplýsingar í síma 91-31411. ■ Sumarbústaöir Ódýrari, glæsil. og vandaðri sumarhús. TGF, Trésmiðja Guðmundar Friðriks- sonar, hefur um árabil framleitt glæsi- leg sumarhús sem eru orðin þekkt fyr- ir að vera vönduð en samt á viðráðan- legu verði. TGF húsin eru heilsárshús enda mjög vel vandað til samsetningar og alls alls frágangs jafht innan sem utan. Hringdu og fáðu sendan ókeypis teikningabækling og frekari uppplýs- ingar. TGF sumarhús, sími 93-86995.' ■ Bílar til sölu Toyota Doub!e-cab ’90 til sölu, upp- hækkaður, sérskoðaður, 36" F-C dekk, lækkuð drif, læst drif að framan og aftan, pallhús. Uppl. í síma 91-676838. Isuzu Crew Cab dísil, nýr bíll. Uppl. í síma 92-12734 í hádeginu og eftir kl. 17. Toyota X-cab, árg. ’90, svartur, til sölu, 38" radial dekk, 12" álfelgur, loftlæs- ingar, 5:70 drif, rafdrifnar rúður, cru- ise control. Uppl. í síma 91-681464 og 985-30073. ryjorM Volvo FI-10 ’90 til sölu, ekinn 41 þús. km, hjólabil 5.2, loftpúðafjaðrir aftan og ff aman, hlaðinn aukahlutum, einn- ig vörubílskrani, Hiab 1150 ’80, í topp- standi. Vörubílar og vélar hf., Dalvegi 2, Kópavogi, sími 91-641132. Ford Club Wagon 6,9 dísil, árg. 1986. Extra langur, ekinn 72 þ. míl., 15 manna háþekja, 4 kaptain stólar, tví- skipt hliðarhurð, rafmagn í rúðum og læsingum og talstöð. Uppl. í síma 91-46599 og 985-28380. Cherokee Laredo, árg. ’89, til sölu, svartur og grár, ekinn 26 þús. mílur, 4x4, rafmagn í rúðum og sætum, loft- kæling, þjófavörn, fjarstýrð læsing, álfelgur o.m.fl. Gullfallegur ferðabíll. Uppl. í síma 91-670221. Húsbíll. GMC Vandura, árg. 86, til sölu, ekki fullbúinn, en með öllum fylgihlutum. Uppi. í síma 91-84639. Ford Explorer XLT 1990. Til sölu Ford Explorer XLT 1990, dökkgrár, sjálf- skiptur, sportfelgur, útvarp, segul- band, ekinn 4 þús. km. verð 2.700.000. Til sýnis á Bílasölunni Bílatorgi, Nóa- túni 2, sími 91-621033. Rallkeppnisbíll til sölu, með varahlut- um og dekkjum. Tilbúinn í keppni. Uppl. í síma 91-621643 eftir kl. 16. Til sölu M. Benz 200D, árg. ’88, svartur með ýmsum aukabúnaði. Verð 1.860.000. Upplýsingar í síma 91-30777 eftir kl. 19. Til sölu Benz 1217, árgerð 1984, 7 metra Borgameshús, mjög góður bíll. Uppl. í síma 98-22130 og 985-32370. Til sölu Suzuki Fox 410, árg. ’84, lengri gerð, nýskoðaður. Skipti á ódýrari og/eða skuldabréf kemur til greina. Verð kr. 490.000. Uppl. í síma 91-78064. Til sölu Ford Econoline E-250 XLT, árg. ’89, ekinn 28 þús. m, V-8 351 EFi, 12 manna, með öllu. Til sýnis og sölu á Bílasölu Matthíasar, sími 91-24540 og 91-19079. BMW 325i, árg. ’87, ekinn aóeins 53.000 km, demantsvartur, leðurklæddur, hlaðinn aukahlutum. Einstakt eintak. Uppl. í símum 92-14244 og 92-14888. Toyota Celica GT ’87 til sölu. 16 ventla, bein innspýting, 5 gíra, útv./segulb. Lítur mjög vel út. Verð 890 þús. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í síma 91-37094, e.kl. 18. Suzuki Swift GL, árg. ’87, ekinn 51.000, 5 dyra Verð 480.000, staðgreitt 380.000. Uppl. í síma 91-52346 eftir kl. 19. T ■ Ymislegt Til sölu Suzuki GSXR1100, árg. '90, kom á götuna ’91, ekið rúmlega 5.000 km. Alveg eins og nýtt. Verð 950.000, ath. bein sala eða skipti. Uppl. gefur Axel í síma 98-21690. júní að Bíldshöfða 14 kl. 20.30. Rætt verður um torfærukeppni og drullu- spymu. Stjórnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.