Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1991, Page 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25: Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Ásl crift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 1991. Kosið um nýtt vaktakerfi: Sumum lög- reglumönnum boðin hækkun Lögreglumenn í Reykjavík hafa kosiö um nýtt vinnufyrirkomulag á vöktum embættisins og lágu úrslit fyrir um helgina. Stjóm Lögreglufé- lags Reykjavíkur geröi samþykkt viö lögregluembættið um tiltekna kerfis- breytingu. Hún var felld í kosning- unni með 49 atkvæðum gegn 37. Svo- kölluð millivakt fékk ekki að greiða atkvæði. Mjög skiptar skoðanir voru innan lögreglunnar um nýja vaktakerfið. Lögregluembættið bauö þeim lög- reglumönnum sem aka bílum 10 pró- sent hækkun á grunnlaun. Allt að 8 af 22-25 mönnum á hverri vakt aka lögreglubílum. Var álit margra innan lögreglunnar að með þessu boði væri verið að kaupa menn til að kjósa um hið nýja kerfi - með hækkun langt umfram þjóðarsátt. Kerfið fól í sér að hver lögreglu- maður á vakt skilaði tiltölulega fleiri vinnustundafjölda á hverri vakt en áður. Á móti komu meiri frí á milli. ______________________-ÓTT Vestmarmaeyjar: Leki kom að bát í morgun Leki kom að trillunni Fáfni, 9 tonna bát við Vestmannaeyjar, snemma í morgun. Einn maður var um borð. Kristinn Sigurðsson, björgunar- bátur Slysavamafélags íslands, og fieiri bátar fóru á vettvang. Þegar DV fór í prentun í morgun var verið að aðstoða manninn um borð í Fáfni við að dæla sjó úr bátnum. Sam- kvæmt upplýsingum DV var álitið að mesta hættan væri þá liðin hjá. Farið var með bátinn í var við Hellis- ey. Ekki var fullupplýst með hvaða hættilekinnkomaðbátnum. -ÓTT ísaQöröur: Hnífsstungu- málið upplýst Rúmlega tvítugur maður hefur ját- að að hafa lagt til manns á svipuðum aldri með hníf og sært hann með stungum í kvið og læri aðfaranótt föstudagsins. Rannsókn lögreglunn- ar á ísafirði er nánast lokið. Það er talið upplýst og verður málið bráð- lega sent til ríkissaksóknara. Maður- inn sem særðist liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík og er á batavegi. Árásarmaðurinn mun gangast undir geðrannsókn og áfengismeð- ferð. Sú meðferð er til komin án þess að þurft hafi að koma til úrskurðar þar aö lútandi. -ÓTT Héldum okkur í borðstokkinn „Það kom smákólfskot upp að klöppinni sem lyfti bátnum þannig að hann sast fastur á kili utan í klöppinni og hvolfdi sér síðan kristilega rólega. Viö hjónin lent- um í smábaði en þó ekki undir bátnum. Sonur okkur var að stökkva upp í klöppina þegar þetta gerðist og náði að halda í bátinn. Viö hjónin vorum í sjónum smá- stund og héldum okkur í borð- stokkinn á meðan. Sonur minn hjálpaði móður sinni fyrst upp á kjölinn og síðan klöppina og þá mér. Við náðum síðan að ausa bát- inn og vorum komin út á sjó þegar fiskibáturinn kom til okkar,“ sagði Árni HaUdórsson, lögfræðingur á Egílsstöðum, í samtali við DV. Árni og kona hans voru hætt komin ásamt fullorðnum syni sín- um þegar bát þeirra hvolfdi á Borg- arfirði eystra um hádegisbil á laug- ardag. Þau voru á leið í eggjatöku á Færeyingi, færeyskum hand- smíðuðum árabát Voru þau aö taka land í Sæluvogi undir Hafnar- bjargi þegar bátnum hvolfdi. Á skerinu sá fólkið til ferða báts, Högna NS, ekkilangt frá og reyndu að gera vart við sig með neyðar- blysi en án árangurs. Þau náðu árunum og voru róa út þegar menn á Högna komu þeira til fijálpar. Var hlúö að fólkinu í lúkar Högna á leiðinni til lands. Þegar i land kom báru Árni og kona hans sig vel og afþökkuðu alla hjálp. Sögð- ust þau ætla heim í sumarbústað ekki langt frá og hita sér súpu. Slysavarnaveitin Sveinungi var kölluð til þjálpar en að sögn Ólafs Hallgrímssonar, formanns sveitar- innar, gerðu þeir lítið annað en taka á móti fólkínu á bryggjunni. Um klukkustundar róður hefði beðið fólksins í svalri golu ef Högni hefði ekki komið til hjálpar. Árna leist ekki illa á að róa heim og sagði: „Það var bara til að taka úr sér hrollinn.“ -hlh Móðurástin skín úr augum hryssunnar Snældu þegar hún karar nýfætt folald sitt. Kastið gekk fljótt og vel og fyrr en varði var litla skinnið komið á fætur og farið að sjúga. Sjá myndaröð af þessum fallega atburði á siðu 18. DV-mynd Magnús Ólafsson, Sveinsstöðum Þorsteinn Pálsson: Úrsögn undir- búinánæstu mánuðum „Ég hef ekki farið dult með þá skoð- un mína að við eigum að segja okkur úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og ég á ekki von á öðru en að ríkisstjórnin sé sama sinnis. Tæknilega er hins vegar einungis hægt að^enda úrsögn til ráðsins um áramót. Hún tekur síðan fyrst gildi sex mánuðum síðar. Það er því ljóst að við munum taka þátt í starfi ráðsins fram að næsta ársfundi. Hvort við sitjum hann allan er hins vegar óljóst," segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn segir að á komandi mán- uðum muni verða kannaðir mögu- leikarnir á stofnun nýrra alþjóðlegra samtaka sem haft geti á höndum yfir- stjórn hvalveiða. Rætt verði við þjóð- ir sem standi íslendingum nærri og lagalegar forsendur kannaðar. Hann segist ætla að taka þetta mál upp á næsta ríkisstjórnarfundi en endan- legrar ákvörðunar um úrsögn verði þó ekki að vænta fyrr en í lok þessa árs. -kaa Svanhildur Kaaber: Spái heitu hausti „Kennarasambandið sem er næst- stærst samtaka opinberra starfs- manna er að sjálfsögðu að ræða hvemig á að bregðast við í samning- um næsta haust, hvers konar sam- vinnu á að hafa og hvernig. Umræð- ur um kjaramál er feikilega mikil og verður það í haust. Að því leyti má segja að maður geti spáð heitu hausti í kjaramálaumræðunni," sagði Svan- hildur Kaaber, formaður Kennara- sambandsins, í morgun. Svanhildur segir þó ekki ákveðið hvernig brugðist verður við í haust. Þing KÍ stendur enn yfir en farið verður að vinna úr tillögum vinnu- nefndaidag. -pj Haf ís úti af Hornströndum Veðurstofunni bárust þrjú skeyti frá skipum í gær þar sem varað var við hafís úti af Hornströndum, norð- ur og norðaustur af Húnaflóa. Ýmist var um stóra staka jaka að ræða eða ísspangir, hvorttveggja ná- lægt siglingaleiðum, sem gætu reynst skipum hættuleg. Suðvestanáttir hafa verið ríkjandi 1 langan tíma á Vestijörðum og á Grænlandssundi en þær teppa vepju- lega leið hafísjakanna og valda því aö þeir þj appast saman. -ingo LOKI Næsta skref Steingríms J. hlýturaðveraaðstofna Mannréttindasamtök svína! Veðrið á morgun: Sæmilega hlýtt yf ir daginn Hæg austlæg og breytileg átt. Svalt í veðri og smáskúrir við norðausturströndina en annars þurrt. Víða léttskýjað og sæmi- lega hlýtt yfir daginn. ^o'BÍLAS7-ó0^ ÞROSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.