Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1991, Blaðsíða 1
Sjónvarp á laugardag: Borgarljósin Edda Þórarinsdóttir fjallar um París ársins 1835. Rás 1 á sunnudag: Svipastumí listaborg- inni París árið 1835 Edda Þórarinsdóttir, Friðrik Rafnsson og Þorgeir Ólafsson bjóða áheyrendum að ferðast með sér aftur í tímann. Áfangastaðurinn er Parísarborg 1835. Af hverju París 1835? Jú, af því þetta var litríkur og skemmtilegur tími sem gaman væri að heimsækja. Menning og listir blómstruðu og straumar rómantískra hugmynda runnu saman í eitt. Tónskáld, málar- ar og rithöfundar gengu um stræti eða sátu á kaffihúsum og sömdu ódauöleg listaverk. Þarna mátti meðal annars sjá tón- skáldin og vinina Liszt, Berlios og Chopin ásamt vinkonu hins síðast- nefnda, rithöfundinn George Sand. Þeir sem vilja slást í fórina með þeim Eddu, Friðriki og Þorgeiri þurfa ekki annað en að koma sér vel fyrir, kveikja á rás 1 klukkan þrjú á sunnudaginn og láta ímyndunaraflið taka við af hversdagsleikanum. Charlie Chaplin og verk hans halda áfram í Sjónvarpinu. Að þessu sinni eru þetta Borgarljós, sem Chaplin gerði árið 1931, en hann skrifaði handrit, leikstýrði og fór með aðalhlutverk að vanda. Myndin er að sjálfsögðu spunnin í kringum litla flækinginn, sem að þessu sinni flakkar einn og yfirgef- inn um ókunna stórborg, hæddur og spottaður af hverjum þeim er til ferða hans sér. Mitt í þessum þrengingum fellur svo sólargeisli á veg hans, þar sem fer blind blóma- sölustúlka. Litli flakkarinn hrífst mjög af þessum engli í mannsmynd og er að kjörum hennar kreppir beitir hann öllum ráðum til að koma henni til hjálpar. Bandaríska kvikmyndatímaritið Variety tók svo til orða um þessa mynd Chaplins að hér væri á ferð enn ein gæðasmíðin úr smiðju hans, en þó væri skeleggri fram- vindu atburðarásarinnar fórnað fyrir mærð og væmni. Eigi að síður getur hér að líta marga af þeim snilldartöktum sem Charlie Chapl- in varð heimsfrægur fyrir á sinni tíð og því ómaksins virði fyrir aðdáendur hans að tylla sér við skjáinn. Auk Chaplins fara hér með hlut- verk Virginia Cherrill, Florence Lee, Harry Myers, Allan Garcia og Hank Mann. Sýning myndarinnar hefst kl. 21.25. Chaplin er allt í öllu I Borgarljósum enda skrifaði hann handritið, leikstýrði og fór með aðalhlutverkið. Sjónvarp á föstudag: NewKidson Nafn þessa þáttar hljómar kunnugiega því hér er á ferð ein kunnasta samtímahljómsveit yngri kynsióðarinnar. Sveitin hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarin ár og selt rúm- lega 14 miiljón plötur og 2 milljón- ir tónlistarmyndbanda um allan heim. Fyrir þremur árum urðu New Kids on the Block fyrstir sveita til aö ná fjórum lögum af sömu plötu, Hangin Tough, inn á bandaríska vinsældalistann en umrædd plata seldist í yflr 7 miilj- ónum eintaka. í marsmánuði i fyrra brugöu New Kids on the Bloek sér fyrir fraraan myndavélar breska sjón- varpsfyrirtækisins Big Pictures Productions og slógu upp 90 mín- útna löngum tónleikum er þeir nefndu In Your House. Upptakan fór fram i Nassau Coliseum í New York og var henni dreift um allan heim. Sjónvarpið bregöur þessari upptöku á skjáinn annað kvöld og hefst sýningin kl. 23.20. Stöð 2 á sunnudag og mánudag: Byltingarlestin Fáar lestarferðir hafa haft jafn afdrifaríkar afleiðingar í fór með sér fyrir eina þjóð eins og sú hættu- fór sem byltingarleiðtoginn Lenín fór í aprílmánuði 1917. Framtíð Rússlands var í veði og óvíst hvort stjórnarbylting kommúnista hefði átt sér stað ef Lenín hefði ekki kom- ist á leiðarenda. Byltingarlestin er evrópsk kvik: mynd í tveimur hlutum sem fjallar um þessa örlagaríku ferð. Dular- full lest, sem er innsigluð, þeytist í gegnum stríðshrjáð landið að næturlagi. Áfangastaðurinn er Pét- ursborg og takmark ferðarinnar er að framfylgja glæfralegri áætlun þýsku herstjómarinnar sem vill binda enda á stríð sitt við Rússa. Það skal gert með því að koma út- laganum Lenín inn í land sitt þar sem vonir eru bundnar við það að honum takist að ná valdataumum í landinu og friðmælast við Þjóð- verja. Fjöldi þekktra leikara fer með aðalhlutverkin í Byltingarlestinni. Þar ber hæst Ben Kingsley í hlut- ley Caron, Dominique Sanda, Ja- Sýning myndarinnar hefst kl. 21.55 verki Leníns. Einnig má nefna Les- son Connery og Timothy West. ásunnudagogkl. 22.20 ámánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.