Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. JÚLl 1991. Fréttir __ Eldur í Starmýri 2: Talsverðar reykskemmdir Þaö var klukkan 18.27 í gærkvöldi sem tilkynnt var um eld í verslun í Starmýri 2. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill reykur inni í versluninni og í kjallara á austur- gafli hússins var töluverður eldur. í kjallaranum var talsvert af húsgögn- um sem skemmdust mikið en greið- lega gekk að slökkva eldinn. Úr kjall- aranum lá stigi upp í verslunina sem fylltist öll af reyk en eldurinn náði ekki þangaö. í versluninni þurfti að brjóta stóra rúðu á norðurhliðinni til þess að geta loftræst húsið með reykblásurum. Miklar skemmdir urðu á húsgögnum inni í versluninni vegna reyksins. Slökkvistarfið tók hálfa aðra klukkustund. Máliö er í rannsókn hjá RLR en ekki er enn vitað hvað olli brunanum. -pj Siglingamálastj óri: Of lítil þjóð til að stunda mengunareftirlit - vill hert lög um tilkynningaskyldu „Við sem lítil þjóð getum ekki hald- ið uppi sama eftirliti með þessum skipum og stærri þjóðir. Víöa erlend- is eru notaðar flugvélar til að fylgjast með þessum skipum og hugsanlegri mengun frá þeim en möguleikar okk- ar til þessa eru nánast engir. Við verðum hins vegar að koma í veg fyrir þaö að menn geti notfært sér þetta litla eftirlit til að fara fram hjá settum reglum,“ segir Magnús Jó- hannesson siglingamálastjóri. Magnús segir að enn sé ekki upp- lýst hvaða skip beri ábyrgð á grútar- menguninni á Húnaflóa. Til að fyrir- byggja að svona lagað komi fyrir aft- ur segir hann mikilvægt að komiö verði á tilkynningaskyldu hjá öllum erlendum skipum sem fara um ís- lenska landhelgi. í dag nær hún ein- ungis til herskipa. Með þeim hætti verði auðveldara rekja hugsanlega mengun frá þeim og þá draga menn til ábyrgðar. Magnús mun í dag ganga á fund Halldórs Blöndals sam- gönguráðherra og gera honum grein fyrir þessum tillögum. -kaa Verslunin fylltist öll af reyk og skemmdust húsgögn mikið. Brjóta þurfti stóra rúðu til að loftræsta húsið með reykblásara DV-mynd S Skiptar skoðanir um frjálst fiskverð og Verðlagsstofnun: Taldi að ráðherra myndi afskrifa þetta „apparat“ - segirÓskarVigfússon,formaðurSjómannasambandsíslands Ég sé ekki að það geti gerst í einu stökki að leggja niður Verðlagsráð, það þarf að vera til áfram svo hægt sé að ákveða grunnverð á fiski, segir Arn- ar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. „Ég er þeirrar skoðunar að það komi illa við marga smábátaeigend- ur úti á landi ef fiskverö verður gefið frjálst," segir Örn Pálsson, formaður Landssambands smábátaeigenda. „Á mörgum stöðum á landsbyggð- inni er enginn fiskmarkaöur eða fiskmiðlun af nokkru tagi og einok- unaraðstaða því fyrir hendi. Það ætti frekar að markaðstengja fiskverð en að gefa það frjálst. Það yrði betra að gera þetta á þann hátí,“ segir Örn. Sjávarútvegsráðherra kynnti fyrir hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hug- myndir sínar um að breyta störfum Verðlagsráðs sjávarútvegsins á þá lund að einfaldur meirihluti í ráðinu Fréttaljós: Jóhanna Margrét . Einarsdóttir nægði til að hægt væri að ákveða frjálst fiskverð. Til dagsins í dag hafa allir fulltrúar í ráðinu þurft að vera sammála um að gefa fiskverð frjálst til að það gæti náð fram að ganga. Verðlagsráð hefur ákveðið lág- marksverð á fiski en kaupendur hafa haft frjálsar hendur um að greiða hærra verð en gildandi lágmarks- verð. Því vilja margir halda því fram að verðið hafi í raun verið frjálst því víðast hvar úti á landi, þar sem fisk- markaðir hafa ekki verið til staðar, hefur verið greitt 30 prósent heima- löndunarálag ofan á lágmarksverðið. Á fiskmörkuðunum suðvestanlands hafa sjómenn fengið enn hærra verð fyrir afla sinn. Ekki hafa verið teknar neinar end- aniegar ákvarðanir um hvernig stað- ið skuli aö frjálsu fiskveröi og á næstu dögum munu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi funda um tillögur ráð- herra. Mikiðvatn til sj'ávar runnið „Hugmyndir sjávarútvegsráðherra eru út af fýrir sig ágætar. Fyrir tveimur til þremur árum hefði ég gripið þær feginshendi. En síðan hef- ur mikið vatn runniö til sjávar varð- andi fiskverð, bæði með tilkomu fisk- markaðaflna og þeirra frjálsu verö- lagningar sem átt hefur sér stað þrátt fyrir verðlagsráðsverö," segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasam- bandsins. „Ég hefði ætlað að ráðherra gæti tekið það skref að afskrifa þetta app- arat, sem Verðlagsráð er, með öllu. Hins vegar geri ég mér ljóst aö það þarf að vera einhver reiknistofnun starfandi sem getur fylgst með mörk- uðum og öðru slíku til að menn hafi einhverja tilfinningu fyrir þróun verðlags. Að vísu höfum við fisk- markaöina sem vog í því en það má kannski segja að það sé ekki nægjan- legt. Ég tel að tillaga ráðherra að meiri- hluti geti ákveðið frjálst fiskverð ein- faldi ekki á neinn hátt störf Verðlags- ráðs. í Verðlagsráöi eru jafnmargir full- trúar fiskseljenda og fiskkaupenda og hingaö til hefur það sýnt sig að menn binda trúss sitt hver við annan meö tilliti til hagsmuna hverju sinni. Því sé ég ekki neinn flöt á því að það geti myndast minnihluti eða meiri- hluti í ráðinu. Þá er það sem koma skal sam- kvæmt hugmyndum ráðherra að þaö sé hægt að taka þessa ákvörðun í yfirnefnd Verðlagsráðs. Nefndin er þannig skipuð að þar eru tveir full- trúar fiskkaupenda og tveir fulltrúar fiskseljenda. Síðan kemur putti ríkis- valdsins sem er fulltrúi Þjóðhags- stofnunar og er hann oddamaður nefndarinnar. Hann getur ákveðið fijálst fiskverð eður ei í krafti odda- aðstöðu. Það líst mér ekki á,“ segir Óskar. LÍÚ sammála ráðherra „Við tökum undir tillögu ráðherra að taka það skref að einfaldur meiri- hluti í Verðlagsráði geti ákveðið fijálst fiskverð," segir Jónas Har- aldsson hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna. „En það vantar hinn hlutann í til- lögurnar, þann sem snýr að kaup- endum og seljendum. Við verðum að komast að samkomulagi um að hafa samskiptareglurnar í lagi til aö það myndist ekki verðlagsráösverð um borð í hverju skipi þar sem handafli hefur gjarnan verið beitt við að knýja fram fiskverð. Það þarf að setja ein- hverjar reglur um hvernig eigi að standa að fijálsu fiskverði svo hægt sé að koma því á,“ segir Jónas. Leggja niöur yfirnefnd „Ég er hlynntur því að leggja niður yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins og minnka þar af leiðandi afskipti hins opinbera af fiskverðs- ákvörðunum. Fiskmarkaðirnir eru farnir aö hafa svo mikil áhrif á fisk- verð að þaö má segja að það sé að hluta til fijálst í dag,“ segir Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. „Það þarf hins vegar að vera til eitthvert viðmiðunarverö. Það er að segja grunnverð Verðlagsráðs. Grunnverðið þarf að vera til staðar í einhvern tíma enn. Ég vil byija á því aö leggja niður yfirnefnd og ég er sammála því að það þurfi einfaldan meirihluta til ákvaröanatöku í ráðinu. Hins vegar sé ég ekki að það geti gerst i einu stökki að leggja niður Verölagsráð, það þarf að vera til áfram svo hægt sé að ákveða grunnverð á fiski,“ seg- ir Arnar. Rétt að fara varlega „Ég tel rétt að fara varlega í því að leysa upp Verðlagsráð. Afstaða okk- ar er sú að það séu engin efni til að hrófla við þessu verðlagningarkerfi að neinu verulegu leyti,“ segir Lárus Jónsson, formaður Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. „í rækju og hörpudiski eru allt aör- ar aðstæöur en almennt gerist í botn- fisksvinnslunni. Það em engir þró- aðir markaðir til fyrir þessar afurðir. Það eru allt önnur eignatengsl milli þeirra sem eiga fiskiskipin og þeirra sem eiga vinnsluna. Þannig að þaö eru einfaldlega misjafnar aðstæður eftir greinum. Það þarf tíma til að þróa kerfi frjálsrar verðmyndunar sem menn era að þreifa sig áfram í nú. Hugmynd ráðherra um að einfald- ur meirihluti nægi til verðákvarðana í ráðinu eykur líkurnar á því að fisk- verð verði gefið frjálst. En samt sem áður er ekki verið aö leggja þetta ráð af sem menn hafa notað sem viðmið- un á fiskverði. Fiskmarkaðirnir eru einu staðirnir sem hafa ekki tekið neina viðmiðun af verðlagsráös- verði, allir aðrir hafa gert það. Menn hafa því veriö að borga mishátt verð fyrir fiskinn," sagði Lárus. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.