Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991. 17 Fréttir Sauðárkrókur: Góður árangur í öllum flokkum BrynjarM. Valdimarss.,DV-ökuleikiii '91: Ökuleikni fór fram í ágætu veðri við Skagfirðingabúð þar sem mætt- ir voru fjölmargir keppendur og áhorfendur. Keppnin hófst með því að keppendur í ökuleikni svöruðu spurningum á meðan bömin hjól- uðu. Keppni var hörð í ökuleikni og hefði svo til hver einasti keppandi getað lent i efstu sætunum. Að lok- um sigraði þó Bergur Aðalsteins- son í karlariðli með 128 refsistig, þá kom Rúnar Gíslason með 143 refsistig og strax á hæla honum kom Árni Jónsson með 148 refsi- stig. Kvennariðil vann Halla Guð- mundsdóttir með 168 refsistig, á hæla hennar kom Katrin M. Andr- ésdóttir með 176 refsistig og þá kom Jódís Einarsdóttir með 183 refsi- stig. Riðil byrjenda vann Sigurður Ingi Ragnarsson naumlega með 194 refsistig, á hæla hans kom Ægir Arnarson með 198 refsistig og þriðji varð Jónas Rafn Tómasson með 226 refsistig. Árangur keppenda í hjólreiðum var ekki síður góður en þar sigraði í eldri riðli Kristinn Traustason með 43 sek. í brautinni og enga villu, næstur kom Örvar Pálmason með 55 refsistig og Hólmar Sigurðs- Verðlaunahafar í hjólreiðakeppni á Sauðárkróki. son var aðeins einu refsistigi neðar með 56 stig og lenti í þriðja sæti. Yngri riðil vann Atli Björn E. Levy með 59 refsistig, fast á hæla hans kom Kristinn Tóbías Björg- vinsson með 64 refsistig og með aðeins þrem stigum minna var Árni Ragnar Steindórsson með 67 refsistig. Gefandi verðlauna í ökuleikni var bílaverkstæði KS. Ökuleikni 1 Búðardal: Munaði einu stigi í hjólreiðakeppni Brynjar M. Valdirnarsson, DV-ökuleikni '91: Hörð keppni var í eldri riðh á milli þeirra Inga Magnússonar og Magn- úsar Kristjánssonar sem lauk með því að Ingi sigraði naumlega með 57 refsistigum en Magnús fékk 58 refsi- stig; þriðji var síðan Kristján Magn- ússon með 73 refsistig. í yngri riðli sigraði Andrés Magnússon með 109 refsistig, fast á eftir kom Guðmundur Bergmann Bjarkason með 112 refsi- stig og þriðji varö Vigfús Baldvin Heimisson með 115 refsistig. Unnsteinn Árnason sigraði örugg- lega í karlariðli ökuleikninnar með 108 refsistig en annar varð Ketilbjörn Benediktsson meö 134 refsistig, þá kom Aðalsteinn Rúnar Jörundsson með 145 refsistig. í kvennariðli sigr- aði Margrét Jóna Ragnarsdóttir með 138 refsistig og önnur var Hugrún Reynisdóttir með 191 refsistig. í riðli byrjenda sigraði Gunnar Sæmunds- son með 157 refsistig, Sveinbjörn Ól- afur Sigurðsson var í öðru sæti með 192 refsistig og þá kom í þriðja sæti Jóhanna S. Ámadóttir með 216 refsi- stig. Umboðsmenn Vátryggingafélags íslands og Sjóvá-Almennra í Búðard- al, Dalakjör og Svanur Hjartarson vöruílutningar gáfu verðlaun. Unnsteinn Arnason sigraði í ökuleikni í Búðardal á Mözdu 323. Ökuleikni á Hólmavík: Ökuleikni eftir nokkurt hlé Svanhildur Jónsdóttir, sigurvegari í kvennariðli á Hólmavík. Brynjar M Valdimarss., DV-okuleikiii ’91: Ökuleikni fór fram á Hólmavík eftir að hafa fokið út í veður og vind í orðsins fyhstu merkingu fyr- ir nokkrum ámm. Að þessu sinni sigraði Svanhildur Jónsdóttir með 190 refsistig en móðir hennar, Ás- dís Jónsdóttir, var með 207 refsi- stig. Karlariðil vann Halldór Jóns- son með 132 refsistig, á eftir honum kom Jón Gísh Jónsson með 161 refsistig og þriðji varð Karl Þ. Bjömsson meö 170 refsistig. Hjólreiðakeppnin var nokkuð erfið þar sem keppt var á malar- plani með lausamöl. Þrátt fyrir það var árangur keppenda góður. Eldri riðil vann Guðmundur Þórðarson með 61 refsistig, þá kom Hjálmar Guðbjörnsson í öðru sæti með 106 refsistig og í því þriðja varð síðan Kristján Borgar Samúelsson með 122 refsistig. Yngri riöil vann Agn- ar Már Kristinsson með 112 refsi- stig, Aöalheiður Guðbjömsdóttir varð önnur með 127 refsistig og þriðja varð Ásthildur Jóna Böð- varsdóttir með 144 refsistig. Gefandi verðlauna var Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Búnaðarbanki íslands og Hólmavíkurhreppur. SMÁAUGLÝSINGASÍMINW FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 GRÆNi SfMINN -talandi dæmi um þjónustu! DV DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.