Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 32
44
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ1991.
Afmæli
Elías Jóhannesson
Elías Jóhannesson húsasmíða-
meistari, Skarðsbraut 9, Akranesi,
er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Elías fæddist á Akranesi og ólst
þar upp og hefur hann dvalið á
Akranesi allan sinn aldur. Á ungl-
ingsárunum vann hann ýmis störf,
við byggingarvinnu og fleira. Hann
hóf síðan nám í húsasmíði hjá Akra-
neskaupstað en sveinsprófi lauk
hann 1964. Elías starfaði hjá Akra-
neskaupstað 1960-1975, hjá Húsverk
hf. 1976-1977. við byggingu ísl. járn-
blendiverksmiðjunnar 1977-1979.
Elías hefur síðan starfað hjá ísl.
járnblendifélaginu síðan 1979 sem
ofngæslumaður.
Elías er félagi i Lionsklúbbi Akra-
ness. er stjórnarmaður í Golf-
klúbbnum Leyni á Akranesi og hef-
ur setið i stjórn íþróttabandalags
Akraness.
Fjölskylda
Elias kvæntist 8.5.1965 Dröfn Ein-
arsdóttur, f. 19.9.1945, starfsstúlku
á dagheimli. Foreldrar hennar eru
Einar Magnússon, f. 26.8.1917 á Flat-
eyri, d. 28.12.1971, sjómaður og Elín
Elíasdóttir, f. 20.2.1920, á Akranesi,
húsmóðir.
Sonur Elíasar og Drafnar er Jó-
hannes, f. 7.7.1967, hárskeri.
Systkini Elíasar eru: Pétur Stein-
ar, f. 6.8.1942. múrarameistari á
Akranesi; Guðrún, f. 26.6.1944,
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík;
Dagbjartur, f. 25.10.1946, blikksmið-
ur í Reykjavik; Ómar Þór, f. 29.4.
1948, blikksmiður á Akranesi; Elísa-
bet, f. 18.3.1951, kennari á Akra-
nesi; Jóhanna Guðborg f. 17.7.1954,
húsmóðir á Akranesi; Hafsteinn, f.
31.10.1952, verkamaðurá Akranesi.
Foreldara Eliasar eru Jóhannes
Jónsson, f. 3.6.1917, d. 18.8.1985,
bakarameistari og Guðborg Elías-
dóttir. f. 5.4.1920. húsmóðir. Þau
bjugguáAkranesi.
Ætt
Jóhannes var sonur Jóns Péturs-
Elías Jóhannesson.
sonar og konu hans, Guðrúnar Jó-
hannesdóttur. Jón var lengst af vigt-
armaður á Akranesi
Guðborg var dótttir Elíasar Borg-
arssonar, bónda á Tyrðilmýri á
Snæfjallaströnd, en síðar verka-
manns á Akranesi, og konu hans,
Elísabetar Hreggviðsdóttur.
Elías verður að heiman á afmælis-
daginn en tekur á móti gestum síðar.
Ólína Kristín Jónsdóttir
Ólína Kristín Jónsdóttir. Miðhusum
í Reykhólahreppi. er sextug í dag.
Starfsferill
Ólina er fædd í Reykjavik og ólst
þar upp. Hún flutti árið 1939, þá átta
ára. með foreldrum sínum í Reyk-
hólasveit. Hún hóf búskap að Mið-
húsum í sömu sveit 1956 og hefur
búið þar síðan.
Að barnaskóla loknum stundaði
hún nám í sérskólum. Síðast í Tón-
listarskóla Þjóðkirkjunnar og að því
loknu í Húsmæðraskóla Hveragerð-
is. Hún hefur sótt tónlistarnámskeið
baeði innanlands og í Evrópu.
Ólína hefur starfað við ýmis fjöl-
breytt störf. Hún fór til Danmerkur
og dvaldi í Kaupmannahöfn og vann
í einu stærsta tískuverslunarhúsinu
þar í borg. Hún kynnti sér einnig
hótelstörf og vann um tíma á hóteli
í Kaupmannahöfn.
Ólína er kirkjuorgelleikari í Reyk-
hólaprestakalli og hefur stundað
tónlistarkennslu. Hún starfaði í
kvenfélaginu Liljunni og var for-
maður þess um tíma.
Fjölskylda
Ólina giftist, í ágúst 1955, Sveini
Guömundssyni, kennara og bónda,
frá Norðfirði. Foreldrar hans voru
Stefanía Jónsdóttir og Guðmundur
Sveinsson. Þau bjuggu lengst af á
Kirkjubóli í Norðíjarðarsveit.
Börn Ólínu og Sveins eru: Jón, f.
1955, sjóliðsforingi og markaðsfræð-
ingur að mennt. Guðmundur, f.
1957, d. 1974. Ingibjörg, f. 1960, hjúkr-
unarfræöingur. Þrymur, f. 1966,
búfræðingur. Guðmundur, f. 1976,
nemi.
Ólína á þrjú hálfsystkini, sam-
feðra, þau eru: Fjóla, Ólafur og Vil-
borg.
Foreldrar Ólínu eru Jón Daðason,
f. 1899, d. 1977, frá Dröngum á Skóg-
Ólína Kristín Jónsdóttir.
arströnd, og Ingibjörg Ámadóttir,
f. 1897, d. 1991, frá Kollabúðum í
Reykhólasveit.
Ólína verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Andlát
Jón Finnur Kjartansson, Laugarnes-
vegi 110, lést lO. júlí.
Jarðarfarir
Útfór Öldu Björnsdóttur, sem lést 7.
júlí, fer fram frá Borgarneskirkju
þriðjudaginn 16. júlí kl. 14.
Þuríður Guðjónsdóttir, Ljósaklifi,
Hafnarfirði, verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju þriðjudaginn 16. júlí
kl. 13.30.
Útfór Agnars Eylands Halldórssonar,
Njörvasundi 5, fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 16. júlí kl. 15.
Útfor Þorgríms Kristinssonar, fyrr-
verandi bifreiðarstjóra, Sörlaskjóli
17, Reykjavík, sem lést 8. júlí, verður
gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 16.
júlí kl. 15.
Útför Þóru Guðmundsdóttur ljós-
móður, Fellsmúla 22, Reykjavík, fer
•fram frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 16. júlí kl. 13.30.
Ásdís Þórðardóttir, Hegranesi 24,
Garðabæ, sem andaðist í Landspítal-
anum 7. júli, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. júlí
kl. 13.30.
Elínborg Dagmar Sigurðardóttir,
Hamraborg 38, Kópavogi, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju
þriðjudaginn 16. júlí kl. 10.30.
Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður,
Efstaleiti 14, verður jarösunginn frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. júlí
kl. 15.
Útför Agnars Eylands Halldórssonar,
Njörvasundi 5, fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 16. júlí kl. 15.
Arthur Sigurbergsson, Markarflöt
55, Garðabæ, sem lést 5. júlí sl., verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 17. júlí kl. 13.30. Jarö-
sett verður að Görðum, Álftanesi.
Guðrún M. Kristjánsdóttir verður
jarðsungin í dag, 15. júlí, kl. 13.30 frá
Kópavogskirkju.
Einar Eðvaldsson, Gyðufelli 10, verö-
ur jarðsunginn frá Fella- og Hóla-
kirkju í dag, 15. júlí, kl. 13.30.
Tónleikar
Tónleikar í Norræna húsinu
Hallfriður Ólafsdóttir, flautuleikari og
Atalia Weiss, sembal- og píanóleikari,
halda tónleika í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 17. júlí kl. 20.30. Hallfríður
stundaði nám í flautuleik hjá Bemharði
S. Wilkinson við Tónlistarskóla Kópa-
vogs og síðar tónlistarskólann í Reykja-
vik og lauk einleikaraprófi þaðan 1988.
Hallfríður fór þá til framhaldsnáms við
Royal Northern College of Music, Manc-
hester og ári seinna við Royal Academy
of Music, London. Þar hefur hún verið
undir leiðsögn William Bennett sl. tvö ár
og útskrifast með Diploma of Advanced
Studies. Atalia stundaði nám í píanóleik
hjá Hadasah Gonen við Ruben tónlistar-
háskólann í Tel-Aviv. Þaðan útskrifaðist
hún með B.Mus.-gráðu og hélt fjölda tón-
leika í skólanum og víða um ísrael. Atal-
ia er nú í framhaldsnámi frá Franck
Wibaut við Royal Academy of Music,
London og mun ljúka M.Mus.-gráðu það-
an nk. haust. Á efnisskránni eru verk
eftir J.S. Bach, Brahms, Messiaen, Pou-
lenc, Sancan og Schubert.
Tilkyruiingar
Sumarhótel í Bifröst
í Borgarfirði
Hótel Bifröst í Borgarfirði var opnað
formlega 15. júní sl. og verður það starf-
rækt sem sumarhótel fram til 27. ágúst.
Hótelið, sem er rekið af Samvinnuferð-
um-Landsýn, er í svipuðum verðflokki
og Edduhótelin. Hótelstjórar em Þóra
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Sumarnámskeið í hraðlestri hefst á morgun, þriðju-
daginn 16. júlí nk.
Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma?
Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust?
Nú er tækifæri fyrir þá, sem vilja margfalda lestrar-
hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna.
Skráning í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
JE 10 ÁRA 2S
Myndgáta
Lausn gátu nr. 77:
Svefnpoki
Brynjúlfsdóttir og Sigþrúður Jónasdóttir.
26 tveggja manna herbergi em í hótelinu,
8 með baði og einnig er hægt að fá svefn-
pokagistingu fyrir einstaklinga og hópa.
Boðið er upp á sérrétta- og barnamatseð-
il auk þess sem hægt er að fá rétt dagsins
í hádeginu og á kvöldin. Þá er boðið upp
á kalt borð alla sunnudaga i sumar frá
kl. 18-22. Á fimmtudagskvöldum er boðið
upp á kráarstemmingu.
Tombóla
Nýlega héldu þessir krakkar sem heita
Valdís María Emilsdóttir, Karen Emils-
dóttir, María Anna Ámadóttir, Katla
Jónsdóttir, Örvar Jónsson, Erla Dís Am-
ardóttir og Ragna Landro tombólu til
styrktar Rauöa krossinum, hinum
hungraða heimi. Alls söfnuðu þau kr.
3.430.