Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Einhliða atvinnuiíf Þegar síldin hvarf á árunum 1967 til 1968 gengum við í gegnum mikla efnahagskreppu. Bæði stjórnmálamenn og hagfræðingar bentu þá á að skjóta þyrfti fleiri stoðum undir atvinnulífið. Sjávaraflinn er svipull og óvarlegt fyrir heila þjóð að treysta svo á sjávarfang að allt þjóðar- búið standi og falli með svo stopulum grunni. Það var á þeim áratug sem ráðist var í virkjanir og orkusölu til erlendrar stóriðju. Búrfellsvirkjun reis og álverið í Straumsvík. Seinna fylgdi járnblendiverksmiðjan. Á næsta áratug þar á eftir stækkuðum við fiskveiðilögsög- una í tvö hundruð mílur og aftur var einbhnt á fiskveið- ar sem aðaltekjulind landsmanna. Samtímis komust þau stjórnmálaöfl til valda sem töfðu vísvitandi fyrir frekari stóriðju og allar tilraunir til nýjunga í atvinnulífi hafa meira og minna mistekist. Nærtækast eru hrakfarir fiskeldis og loðdýraræktar. Ullariðnaðurinn er kominn í þrot. Fiskifræðingar hafa nú upplýst okkur um að draga verði saman fiskveiðar á næsta ári. Afleiðingin er sú að íslenska þjóðin verður enn að draga saman seglin, hagvöxtur verður minni, kaupmáttur minnkar og jafn- vel nýtt álver bætir ekki þann skaða sem fyrirsjáanleg- ur er af minni fiskafla. Það er ekki bjart fram undan. Meginskýringin er auðvitað sú að við höfum gleymt að læra af reynslunni. Við höfum haldið áfram að treysta á sjávarfang og raunar margsinnis teflt á tæpasta vað með því að veiða meira en tillögur vísindamanna hafa mælt með. Fiskistofnarnir eru komnir í hættu vegna ofveiði. Þjóðarbúið er komið í greiðsluþrot vegna ein- hliða atvinnulífs. Við sjáum það og heyrum þessa dag- ana að ríkisstjórnin leitar af örvæntingu að nýjum tekju- stofnum sem allir munu fyrr eða síðar leggjast á herðar almennings. Vandi ríkissjóðs er vandi þjóðarinnar, vegna þess að það er hún sem ber tapið, skuldirnar, skattana og minnkandi fjárráð. Samdrátturinn í þjóðar- tekjunum mun koma fram í lífskjörunum og bágum efnahag heimilanna. Nú er það auðvitað hárrétt að íslendingar hafa hald- ið illa á sínum spilum. Ríkisvaldið hefur á hverjum tíma hagað sér eins og drukkinn maður í spilavíti. Eytt um- fram efni. Við höfum kostað of miklu til í yfirbyggingu og fjárfestingu í sjávarútvegi. Of mörg skip, of mörg fisk- vinnsluhús. Ula nýttur fiskur. Við höfum dregið of lengi að skera á kýlum deyjandi atvinnugreina. Við höfum haldið uppi flottræfilshætti í velferðinni, við höfum anað út í nýjar atvinnugreinar sem ekki hafa átt minnsta möguleika til að lifa. Við höfum áttað okkur of seint á því að almenn iðnaðarframleiðsla er ekki samkeppnis- fær við austurlenska framleiðslu. í þeim efnum eigum við enn frekar undir högg að sækja ef og þegar við tengj- umst evrópsku efnahagssvæði. Kreppan, stöðnunin, eða hvað sem við yiljum kalla það ástand sem nú er að verða varanlegt á íslandi, þarf þess vegna ekki að koma á óvart. Þetta er afleiðing af einhliða atvinnulífi og eigin mistökum í stýringu at- vinnumála. Við höfum hjakkað í sama farinu. Slegið lán, lifað í blekkingu. Barátta einstakhnga, fyrirtækja og ríkissjóðs hefur verið varnarbarátta undir kjörorðinu frestur er á illu bestur. Vonandi vaknar þjóðin upp af sínum þyrnisrósar- svefni. Hún hefur alla möguleika til að spjara sig. íslend- ingar eru fámennir en vel menntaðir, duglegir og sjálf- bjarga. Það þarf bara að vísa þeim veginn. Ellert B. Schram „Kjör rikisstarfsmanna hafa reynst eins konar afgangsstærð í hagstjórnarleik stjórnmálamanna ...“ Starfsmanna- stef na ríkisins Það er almennt talið að árangur einkafyrirtækja ráðist af því með hvaða hætti stjórnendum og eig- endum tekst að tengja starfsmenn við markmiöin með rekstrinum. Lykilatriði í starfsmannastefnu einkafyrirtækja er því að skil- greina fyrir starfsmönnum hlut- verk þeirra í starfseminni og með hvaða hætti þeir njóti árangursins. Allir metnaðarfullir starfsmenn vilja vera metnir að verðleikum. Starfskjör óg starfsárangur eru tví- burahugtök í þessum fræðum. Austur-evrópskt starfsumhverfi Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins. Þrátt fyrir það hefur ríkið enga heildstæða starfsmanna- stefnu. Flestar ríkisstofnanir hafa formleg markmið sem Alþingi og ráðherrar hafa sett þeim. Mark- miðin eru þó gjaman í innbyrðis ósamræmi og ekki séð fyrir nægj- anlegu íjármagni til að tryggja reglulega starfsemi. Starfsaðstaða er þess vegna oft bágborin, jafnvel alls kostar ófullnægjandi, og laun starfsmanna eru léleg. Við þessar aðstæður reynir mikið á stjórnendur ríkisstofnana og alla starfsmenn. Verkefni stjórnenda er að reyna að samhæfa sundurlaus fyrirmæli að ofan í skynsamleg markmið og skilgreina hlutverk einstakra starfsmanna. Hlutverk starfsmanna er síðan að yfirstíga aðstöðuleysið, fjárskortinn og halda uppi metnaðarfullri starf- semi. Ef stjómendum og starfsmönn- um tekst að skila starfseminni bet- ur áfram en fjárveitingavaldið bjóst við er niðurskurðarhnlfnum beitt miskunnarlaust á viðkomandi stofnun. Kerfið er blint og heimskt og verðlaunar hvorki dugnað né frumkvæöi. Starfsumhverfi opin- berra stofnana á íslandi minnir um margt á ofstjórn og skipulagsleysi Austur-Evrópulanda. Starfsmannastefna ríkisins Starfsmannastefna ríkisins birt- ist starfsmönnum helst í baráttu fjármálaráöuneytis við að halda niðri launum starfsmanna. Þar ríkja aðferðir miðstýringar og of- stjómar. Fjármálaráðherra fer með umboð ríkisins við gerð kjara- samninga. Starfsmannaskrifstofa hans hefur það verkefni að tryggja að enginn starfsmaður fái meira en taxtakerfið mælir fyrir um. Taxtakerfi ríkisstarfsmanna - öfugt við almennan markað - er þannig eins konar hámarkslauna- kerfi, þar sem menntun, ábyrgð, KjaUariiin Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri BHMR einnig gegn lögum. Kjör ríkisstarfsmanna hafa reynst eins konar afgangsstærð í hagstjórnarleik stjórnmálamanna, þegar þeir hafa gert hrossakaupin um íjárlög, lánsfjárlög og framlög ríkisins vegna kjarasamninga ASÍ-VSÍ. Lág laun og rýmandi líf- eyrisréttindi ríkisstarfsmanna, og samningasvik og metnaðarleysi stjórnvalda eru að leiða starfs- mannamál ríkisins fram af hengi- flugi. Viðreisn í starfsemi ríkisins Það er ennþá hægt að snúa við. Starfsemi ríkisins er kostuð af skattfé sem venjulegt launafólk greiðir. Þetta fólk á rétt á því að skattféð sé notað skynsamlega. Ein mesta sóun sem hægt er að hugsa sér á skattfé er að viðhalda illa „Ef stjórnendum og starfsmönnum tekst að skila starfseminni betur áfram en fjárveitingavaldið bjóst við er niður- skurðarhnífnum beitt miskunnarlaust á viðkomandi stofnun.“ hæfni og árangur starfsmanna skipta litlu sem engu máli. Fjármálaráðuneytið fer einnig með allt ráðningarvald f.h. ríkisins. Einstökum stofnunum er hvorki treyst til að ráða sér „rétta“ starfs- fólkið né til að ákveða laun og starfskjör þess. Starfsmannastefna fyrrverandi ríkisstjórnar fyllti mælinn. Ríkis- stjórnin stóð sameiginlega að gerð kjarasamninga 1989 við háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn. í febrú- ar 1990 samdi hún síðan við ASÍ og VSÍ um að svíkja samningana við ríkisstarfsmenn. Það kölluðu ráðherrarnir gjarnan „þjóðarsátt“ til að breiða yfir glæpinn. Þessi svik voru formgerð meö bráða- birgðalögum 3. ágúst 1990. Ríkis- stjórnin skerti einnig lögbundin framlög ríkisins í lífeyrissjóði starfsmanna til að fegra stöðu rík- isfjármála. Sams konar lygavefur var saminn um húsnæðislánakerf- ið og Lánasjóð íslenskra náms- manna. í tíð þessarar sömu ríkisstjórnar neitaði fjármálaráðuneytið að semja um kjör starfsmanna við Háskólann á Akureyri þrátt fyrir að það sé lagaskylda. Og fjármála- ráðuneytið hefur boðið starfs- mönnum meint betri kjör fyrir að yfirgefa stéttarfélög sín. Það stríðir skipulagðri starfsemi og hafa launakerfi sem metur einskis hæfni starfsmanna og vel unnin verk. Gæði opinberrar þjónustu ráðast fyrst og fremst af metnaði starfsmanna. Starfsemi ríkisins þarfnast strax nýrrar og heilbrigðrar starfs- mannastefnu. Starfsmenn eiga rétt á því að stofnanir séu vel skipu- lagðar, fái fjármagn til að sinna verkefnum sínum og starfsmenn fái kjör í samræmi við kjarasamn- inga. í starfsmannastefnu verður að skilgreina vel hlutverk stofnana ríkisins og færa ákvarðanir um starfsmannamál úr doða miðstýr- ingar til stofnana sjálfra. Það þarf nýja starfsmannastefnu sem byggist á því að samningar verði haldnir þannig að fullt traust ríki á milli samningsaðila. Og það þarf starfsmannastefnu sem bygg- ist á einstaklingsbundnu launa- kerfi sem umbunar starfsmönnum fyrir menntun, sérhæfingu, frum- kvæði, ábyrgð og árangur í starfi. Fyrsta verkefnið er að hækka launin. Þannig geta stjórnvöld gef- ið háskólamenntuðum starfs- mönnum áþreifanleg teikn um að samfélagið ætli að standa við gerða kjarasamninga. Birgir Bjöm Sigurjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.