Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Page 5
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991. 5 Fréttir Ekkert óvænt komið upp á í jarðvegsrannsóknum í Hvalfirði: Vinna við Hvalljarðargöng gæti haf ist haustið 1992 Siguröur Sverrissan, DV, Akranesi; Gangi allt að óskum gætu fram- kvæmdir við göng undir Hvalfjörð haíist haustið 1992. Framkvæmda- tími er ætlaður 2 ár komi ekkert óvænt upp á. Kostnaður við göngin er talinn verða 3,2-3,5 milljarðar króna. Fjármagns til verksins verður aflað með sölu hlutabréfa hér innan- lands svo og erlendis. Hlutafé Spalar hf., hlutafélags um gangafram- kvæmdina, er nú 75 milljónir. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Spölur hf. efndi til á Grundartanga. Rannsóknir á jarðlögum beggja vegna Hvalfjarðar svo og á botni sjálfs fjarðarins standa nú sem hæst. Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en jarðgöng undir Hvalfjörð séu áhtlegur kostur. Von er á lokaskýrslu um þennan þátt verksins í lok september. Fyrst og fremst er verið að kanna tvo valkosti varðandi göngin. Annars vegar svokallaða Kiðafellsleið og hins vegar Hnausaskersleið, sem er utar í firðinum. Sú leið myndi stytta vegalengdina á milli Reykjavíkur og Akraness um 10 km umfram þá innri. Fyrir önmn- byggðarlög skiptir ekki máli hvor kosturinn verðuríof- an á hvað varðar styttingu leiðar. Göngin verða þriggja akreina til beggja enda, þar sem veghalli er 8%, en tvíbreið mestan hluta leiðarinnar, þar sem veghallinn er minni. Þar sem göngin verða breiðust spanna þau 9 metra en 6 metra annars. Nokkrar umræður hafa að undan- förnu spunnist um aðra valkosti í vegtengingu yfir Hvalfjörð, svokall- aðan botnstokk eða brú. í máh Gylfa Þórðarsonar, stjómarformanns Spalar hf., kom fram að þeir valkost- ir væru báðir taldir dýrari en göng. Fyrirtækið á í lok september von á skýrslu frá norska fyrirtækinu As- plan A/S um mat þess á þeim um- ferðakönnunum og spám sem Vega- gerð ríkisins hefur gert. Að sögn Gylfa verður hægt að bjóða verkið út á vormánuðum verði nið- urstöður rannsókna á þann veg sem vonast er. Þá verður fjármögnun jafnframt aö hafa verið tryggð. Hann sagði innlend verðbréfafyrirtæki hafa sýnt framkvæmdinni mikinn áhuga og að sum þeirra hefðu þegar sett sig í samband við erlend verð- bréfafyrirtæki vegna þessa. í samningi Spalar hf. og ríkisins frá í janúar er kveðið á um að ríkið eign- ist göngin 25 árum eftir að þau verða tekin í notkun. Sá tími er þó nokkuð teygjanlegur eftir því hvernig rekst- ur þeirra gengur. Gangi reksturinn mjög vel er jafnvel búist við að þau borgi sig upp á 17 árum en standist spár gætu þau þurft aht að 30 ár til að borga sig. Framkvæmdir við Ólafsfjarðarhöf n Helgi Jónsson, DV, ÓlafefLrði: Fyrir nokkru var lokið viðgerð á trébryggju suður úr Norðurgarði. Trésmíði hf. sá um vinnu við þetta verk að mestu. Samkvæmt fundar- gerð hafnarstjórnar var Trésmíði hf. undir tímaáætlun sem gerð var og má ætla að verkið verði eitthvað ódýrara en gert var ráð fyrir í upp- hafi. Þá var dýpkað við Norðurgarðinn, í krikanum við trébryggjuna, en tog- arar áttu þar í erfiðleikum vegna grynninga. Tréver sá um það verk. I ljós hefur komið að fylling í suð- urfjöru verður meira á kostnaö bæj- ar- og hafnarsjóðs en áður hafði ver- ið áætlað. Munar þar um 1,5 milljón- ir króna. Árni Helgason hefur samn- ing um þetta verk frá fyrra ári og eiga framkvæmdir að hefjast um leið og aðstæður leyfa. Fyrst og fremst er verið að kanna tvo valkosti varðandi göngin. Annars vegar svokallaða Kiðafellsleið og hins vegar Hnausaskersleið. Á myndinni sést Kiðafellsleið úr iofti. DV-mynd SSv. Stórútsalahefstámorgun A1IKLIG4RDUR VIÐ SUND IMJODD 80% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.