Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 6
6, Fréttir MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991. Týndu Þjóðverjamir tveir gáfu sig fram 1 gærkvöldi: Skátamir iqjog dular- fullir við yf irheyrslur - spurðust fyrir um ferð til Loðmundarfj arðar, segir lögreglan Þýsku skátarnir tveir, 17 og 18 ára, sem leitaö hefur veriö um helgina gáfu sig fram hjá lögreglunni á Egils- stöðum skömmu eftir kvöldmat í gærkvöldi: „Þetta er afar dularfullt allt saman. Þeir segjast hafa verið í tjaldi við Lagarfljót, um tvo kílómetra frá Eg- ilsstöðum," sagði sagði Úlfar Jónsson lögregluvarðstjóri á Egilsstöðum í samtali við DV í gærkvöldi. „Við eig- um eftir að rannsaka þetta mál niður í kjölin. Það eru allt of margir lausir endar í þessu. Strákarnir verða mjög skrýtnir þegar þeir eru spurðir um ferðir sínar - hvað þá um hvort for- eldrar þeirra gáfu þeim leyfi til að fara í ferð til íslands. Þessir strákar eru mjög sóðalegir í umgengni og illa lyktandi og þeir líkjast ekki skátum að því leyti. Þar sem þeir tjölduðu við Lagarfljót var allt fullt af plast- pokum og rusli í kringum þá,“ sagði Úlfar. Skátarnir tveir eru-í sjö manna hópi sem átti pantað far með Norr- ænu á fimmtudag. Lentu í hrakningum á Fjarðarheiði Þegar framangreindir tveir Þjóð- verjar, sem eru 17 og 18 ára, gáfu sig fram í gærkvöldi hafði ekkert sést til þeirra með vissu frá því á miðviku- dag. Fimm drengir úr sama hópi, 12 -14 ára og 19 ára umsjónarmaöur þeirra, komu fram um það leyti en þeir voru síðan settir í umsjá björg- unarsveitarinnar á Egilsstöðum sem sér þeim fyrir húsnæði og fæði. ÚJfar sagði að kona á Seyðisfirði hefði gefið lýsingu um helgina sem gat komið heim og saman við tví- menningana. Sagði hún af ferðum pilta sem voru að spyrjast fyrir um ferð til Loðmundarfjaröar. „Þessu haröneita Þjóðverjarnir," sagði Úlf- ar. Bílstjóri tók einnig, að því er virð- ist, sömu pilta upp í bíl til sín á fimmtudag. Þeir piltar höfðu villst í þoku uppi á Fjarðarheiði á leið til Egilsstaða. Komu þeir niður hjá skíðalyftu þeirra Austfirðinga. Þeim var síðan ekið aftur til Seyðisfjarðar. Við þetta vildu skátarnir heldur ekki kannast þrátt fyrir að lýsingum beri alveg saman við þá. Annar bílstjóri tók piltana upp í bíl sinn á miðvikudag skammt frá Grenisöldu. Hann ók þeim síðan til Egilsstaða og lét þá út við söluskála. Við þessar upplýsingar var stuðst við við leitina. í gærkvöldi kom á daginn aö piltarnir fóru einmitt með þessum bíl til Egilsstaða eftir að hafa orðið viðskila við félaga sina. Illa útbúnir og tortryggnir Fyrsta tilkynning til lögreglu um ferðir drengjanna sjö kom aðfaranótt föstudags. Guðborg Jónsdóttir. á Skriðuklaustri hafði þá haldið uppi spurnum um þá síðan á þriðjudag. Síðan höfðu þeir hvergi komiö fram. Frá Skriðuklaustri fóru sjömenning- amir seint á mánudagskvöld og ætl- uðu þeir yfir heiðina inn á Jökuldal. „Þeir yngstu komu hingað á bæinn á mánudag og spurðu um næstu verslun," sagði Guðborg við DV. „Hinir húktu úti viö girðingu langt frá. Þar sem engin verslun er hér í nágrenninu tók ég allt sem ég átti úr búrinu, lagði það á borðið og bauð þeim að taka þaö sem þeir þyrftu. Þeir tóku ýmislegt og borguðu mér tvö þúsund krónur. Mér fannst þeir fremur illa klæddir, bara í þunnum skyrtum og stuttbuxum. Ég hálfvor- kenndi þeim því þeir litu varla út fyrir að vera eldri en tíu ára sonur minn. Því bauð ég þeim í kvöldmat með okkur áður en þeir legðu upp á heiðina. Þeir komu aftur um sjöleytið og stoppuðu í tvo tíma. Þeir báðu mig að taka umbúðirnar af matnum. Af umbúðunum að dæma höfðu þeir borðað næstum allt sem þeir fengu fyrr um daginn, nema gijón og súpu,“ sagði Guðborg. „Ég spjallaði viö þá á ensku sem þeir kunnu svona Höggmyndagarður var formlega opnaður á Viðistaðatúni í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag. Garðinn prýða verk sem erlendir og innlendir listamenn unnu í Straumi í maí og júní og gáfu þeir Hafnarfjarðarbæ öll verk sin. Nemur andvirði gjafarinnar tugum milljóna króna. -DV-mynd S Strandasýsla: Sameining tveggja hreppa fyrirhuguð Miöbærmn: Gangandi vegfarandi varðfyrir vélhjóli Gangandi vegfarandi varð fyrir vélhjóli á mótum Pósthússtrætis og Hafnarstrætis um þrjúleytið aðfaranótt laugardags. Hjólinu var ekið á lítilli ferð. Ökumaður slapp óskaddaöur en vegfarand- inn var fluttur á slysadeild. Hann reyndist ekki míkið slasaður og fékk að fara heim að skoðun lok- inni. -JJ „Það er á döfinni að sameina tvo hreppa sunnan til í sýslunni, Óspaks- eyrarhrepp og Fellshrepp,“ sagði Einar Magnússon, oddviti Óspaks- eyrarhrepps, er DV hafði samband við hann í gær. Ástæða fyrirhugaðrar sameiningar er mannfæð í hreppunum en í Óspakseyrarhreppi búa nú aðeins 44 íbúar. Samkvæmt íslenskum lögum verða íbúar hreppa að vera 50 og er íbúatala hreppsins því komin niður fyrir leyfileg mörk. Er miðaö við þá sem lögheimili eiga á staðnum. „Eftir sameiningu verða íbúar um 100 og hrepparnir fá nýtt nafn sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um ennþá. Stefnt er að því að þetta verði framkvæmt um áramótin en það er þó ekki vissa fyrir því enn sem kom- ið er,“ sagði Einar. Eftir sameiningu verður efnt til kosninga og valin ný sveitarstjórn. -tlt hrafl í. Yngstu strákarnir voru ákaf- lega kátir, hlógu og skríktu, en út úr þeim eldri togaðist varla orð. Það var engu likara en þeir tortryggðu mig,“ sagði Guðborg. -JJ Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN óverdtr. Sparisjóðsbækurób. 5-6 Ib.Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp 6mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar 5-6 Lb.lb VISITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,7-9 Lb ÖBUNDNIR SÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb överðtr. kjör, hreyfðir 12-13,5 Sp SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) Vísitölubundnirreikn. 6-8 Lb.lb Gengisbundir reikningar 6-8 Lb.lb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 6-8 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandarikjadalir 4,5-5 Lb Sterlingspund 9.25-9.9 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-9,25 Lb Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst útlAn óverðtr. Almennirvíxlar(forv.) 18,5 Allir Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLÁN VERÐTR. 21,75-22 Bb 9.75-10.25 Lb.Bb AFURÐALÁN Isl.krónur 18-18.5 Ib SDR 9,7-9.75 Sp Bandaríkjadalir 7,8-8,5 Sp Sterlingspund 13-13,75 Lb.Sp Vestur-þýsk mörk 10,5-10,75 4.9 Bb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júlí 18,9 Verðtr. lán júlí 9.8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 3121 stig Lánskjaravisitalajúli 3121 stig Byggingavisitala júlí 595 stig Byggingavisitala júlí 185.9 stig Framfærsluvísitala júnlí 156,0 stig Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,727 Einingabréf 2 3,077 Einingabréf 3 3,756 Skammtímabréf 1,912 Kjarabréf 5.647 Markbréf 3,018 Tekjubréf 2,130 Skyndibréf 1,676 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,762 Sjóðsbréf 2 1,908 Sjóðsbréf 3 1,908 Sjóðsbréf 4 1,667 Sjóðsbréf 5 1,151 Vaxtarbréf 1,9545 Valbréf 1,8292 Islandsbréf 1,200 Fjórðungsbréf 1,109 Þingbréf 1,199 Öndvegisbréf 1.183 Sýslubréf 1,214 Reiðubréf 1,170 Heimsbréf 1,109 HLUTABRÉF Sölu-'og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 - 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,63 5,85 Flugleiðir 2,40 2,49 Hampiöjan 1,85 1,94 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1,71 Islandsbanki hf. 1,64 1,72 Eignfél. Alþýðub. 1,66 1.74 Eignfél. Iðnaðarb. 2,40 2,50 Eignfél. Verslb. 1,74 1,82 Grandi hf. 2,62 2,72 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,70 4,90 Sæplast 7,20 7,51 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Utgerðarfélag Ak. 4,51 4,65 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1.15 Auðlindarbréf 1,02 1,07 Islenski hlutabréfasj. 1.07 *. 1.12 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,90 3,06 Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.