Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991. Útlönd______________________________ Fundur sjö helstu iðnríkja heims byrjar í dag: Gorbatsjov stelur senunni í London - Irak, umhverfismál og vopnasala verða meðal efna fundarins John Major og kona hans, Norma, buðu forsetahjónum Bandarikjanna, George Bush og Barböru, til kvöldverðar i gær áður en átök leiðtogafundarins byrja. Símamynd Reuter Málefni Sovétríkjanna hafa skyggt á öll önnur efni sem tekin verða fyr- ir á fundi hinna sjö leiðtoga helstu iðnríkja heims sem byijaði í London í dag. Leiðtogar landanna, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Japan, Kanada, Þýskalands og Ítalíu, reyna nú að láta Gorbatsjov ekki stela sen- unni og hafa beint athyglinni að málefnum íraks og öðrum alþjóðleg- um atburðum. Hinn einstaki fundur kommúnista- leiötogans og Sovétforsetans Mikha- ils Gorbatsjov með helstu leiðtogum kapítalista sem áætlaður er á mið- vikudag hefur algjörlega stolið sen- unni. Gorbatsjov ætlar að kynna fyrir fundinum nýja umbótaáætlun sína þar sem meðal annars er stefnt að einkavæðingu um 80% allra ríkis- rekinna fyrirtækja í Sovétríkjunum á næstu tveimur árum og biðja fund- inn um efnahagsaðstoð við að hrinda áætlunirtni í framkvæmd. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær Mótmælendur nota fígúrur úr þátt- unum „Spitting lmage“ til að reyna að vekja athygli leiötoganna á hung- urvandamáii heimsins. Símamynd Reuter Líkumar á friði í Mið-Austurlönd- um jukust heldur yfir helgina þegar Sýrlendingar féllust á tillögur Bandaríkjanna sem gundvöll að sátt- um í deilum ísraels og arabaríkj- anna. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju sinni með svar Sýrlendinga sem kom fram í bréfi Hafez al-Assad forseta til George Bush og sagði að það væri jákvætt. „Ég held að þetta svar sem við höf- um fengið í bréfinu til forsetans sýni að Sýrlendingar vilja ganga lengra en nokkru sinni fyrr í friðarátt," sagði Baker á sunnudag. Orðsending Sýrlandsstjómar, sem opinbera sýrlenska fréttasofan vitn- að ekki yrði um neinar óútfylltar ávisanir að ræða fyrir Gorbatsjov en leiðtogarnir skiptast í hópa varðandi afstöðu sína um efnahagsaðstoð til handa Sovétríkjunum. Bandaríkin, Japan og Bretland eru neikvæð og segja að Gorbatsjov verði ótvírætt að sýna fram á umbætur í Sovétríkj- unum áður en af aðstoð verði. Frakk- land og Ítalía em hins vegar jákvæð- ari í garð hjálparbeiðni Gorbatsjovs. Gestgjafi fundarins, forsætisráð- herra Bretlands, John Major, reyndi í gær að leiða umræður á önnur svið sem fundurinn mun láta til sín taka svo sem alþjóöaviðskipti, eiturlyf, aði í, kallaði tillögur Bush, jákvæðar og sanngjarnar" og sagði að þær væru „aðgengilegur grundvöllur til að komast að heildarlausn og ná fram friði á svæðinu." Baker sagði að við fyrstu sýn sæi hann ekki nein skilyrði fyrir þátt- töku Sýrlendinga í friðarráðstefnu en bætti við stö hann vildi skoða langt bréf Assads frekar. Svar Sýrlandsforseta getur orðið til þess að Baker fari í sína fimmtu ferð til Mið-Austurlanda á þessu ári eftir fund leiötoga sjö helstu iðnríkja heims í London. Bush hafði skrifað Assad snemma í júní og lagt fram hugmyndir til að leysa þráteflið við ísrael um þátttöku Sameinuðu þjóðanna í friðarráð- umhverfismál, vopnasölu og skuldir þriðja heimsins. Næsta víst er tahð aö leiðtogarnir muni einnig ræða málefni íraks og meinta kjarnorkuvopnaframleiðslu þar. Leiðtogar Bretlands og Kanada vilja að fundurinn álykti að Samein- uðu þjóðirnar taki aö sér nýtt hlut- verk sem nokkurs konar varðhund- ur heimsins. Major hefur gagnrýnt hlutleysi SÞ þegar kemur að málum eins og flótta Kúrda frá írak eftir Persaflóastríðið. Mikil öryggisgæsla er viðhöfð nú þegar leiðtogar landanna sjö ásamt eiginkonum flykkjast til Lundúna. Sérstaklega eru öryggisgæslumenn á stefnunni cg hvort hægt yrði að kalla hana saman af og til. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, hefur hins vegar hafnað til- lögum Bandaríkjamanna og krafist þess að haldin verði eins dags ráð- stefna ríkja svæðisins án nokkurrar þátttöku Sameinuðu þjóðanna. Meðal tillagna Bush var að Sam- einuðu þjóðirnar fengju að hafa þögl- an áheymarfulltrúa og að hægt yrði að kalla ráðstefnuna aftur saman ef allir aðilar féllust á það. Svar Sýrlendinga hefur orðið til þess að nýr skriður er kominn á til- raunir Bandaríkjamanna til aö kalla saman friðarráðstefnuna. Neikvætt svar hefði hins vegar bundiö enda á alla slíka viðleitni. Reuter varðbergi gagnvart hugsanlegum aðgerðum írska lýöveldishersins, IRA. Umhverfisverndarsinnar og full- trúar þrýstihópa frá þriðja heims löndunum halda fund sín á milli í London um leið og leiðtogar iönríkj- anna. Þetta hafa þeir gert síðan 1984. Fulltrúar þessa fundar hafa sagt að Gorbatsjov eigi ekki að eyða tíma sínum í að ræða við leiðtoga iðnríkj- anna og hafa boðið honum að líta inn til sín staðinn. Hundruð mótmæl- enda fóru um götur London á laugar- daginn og kröfðust þess að leiðtog- arnir létu skuldir þriðja heimsins niðurfalla. Reuter Assad Sýrlandsforseti skrifaði Bush Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann féllst á tillögur að friðarráð- stefnu. Teiknlng Lurie Friðarráðstefna 1 Mið-Austurlöndum Sýrlandsforseti fellst á tillögur Bandaríkjamanna COMBI . CAMP lUKm m mm i v&iðálá oju TITANhf V TÍTAN hf LÁGMÚLA 7 SÍMI 814077 Bolir bannaðir Lögreglan í Peking hefur lagt hald á hundruð stuttermabola sem yfirvöld telja aö grafi undan baráttu sósíalismans í Kína. Dagblað í Peking skýrði frá því á laugardag að lögreglan hefði farið um alla sölustanda borgar- innar og lagt hald á um 20 tæki til að prenta á boli. Jafnframt voru um 1000 stuttermabolir gerðir upptækir en þeir báru áletranir eins og „Ég er þung- lyndur, láttu mig í friði“ og „Leið- indi“. Bolimir, sem byrjað var að selja á gotum Pekingborgar fyrir um mánuði, hafa valdiö mikilli reiði hjá yfirvöldum landsins. „Ef allir Kínverjar væru í bol sem á stæði „Ég er þunglyndur, láttu mig í friði“, hvernig ímynd myndi heimurinn fá af Kína?“ sagði í leiðara dagblaðs í Peking. Sala á stuttermabolunum var bönnuð í síðustu viku en ennþá var hægt að kaupa þá ef sérstak- lega var um þá beðið. Bolirnir hafa gert gífurlega lukku hjá ungu fólki í Peking sem hefur fá tækifæri til að fá útrás fyrir óánægju sína á annan hátt. Atvinnulaus prins Edward Bretaprins hefur misst vinnuna. Símamynd Reuter Edward Bretaprins, yngsti son- ur Elísabetar Bretadrottningar, hefur nú slegist í hóp þeirra tveggja milljóna manna sem eru atvinnulausir á Bretlandseyjum. Edward, sem vann hjá óháðu leikfélagi sem tæknistjóri, missti vinnuna þegar félagið neyddist til að loka sökum þess að það fékk ekki næga styrki. Hinn 27 ára gamli prins þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki bót fyrir rassinn á sér því að hann fær árlega tæpar 10 milljónir ísl. króna frá breska ríkinu fyrir þær konunglegu skyldur sem hann gegnir. Edward hætti í starfi sem að- stoðarmaður við uppfærslu á verkum eftir tónlistamanninn Andrew Lloyd Webber til að taka þátt i stofnun óháðs leikfélags sem klofnaði út úr leikfélagi Webbers. Prinsinn olli töluverðu íjaöra- foki árið 1987 þegar hann hætti hjá konunglega sjóhernum og ákvað að hasla sér völl 1 leikhúsi. Hláturfroskar valda vanda íbúi í litlu þorpi í Frakklandi, sem ætlaði að taka til sinna ráða við að útrýma hávaðasömum froskum, drap í staðinn nær allan fisk í bæjaránni. Maöurinn ætlaði að grípa til einhverra ráöa svo að íbúar þorpsins fengju svefhfrið fyrir svokölluðum hláturfroskum en þeim hafði verið sleppt í grennd við þorpið fyrir nokkrum vikum og höfðu fjölgaö sér svo hressi- lega að ekki var stundarfriður í þorpinu fyrir hláturrokum. Maðurinn gerði sér því lítið fyr- ir og keypti mikið magn eiturefna sem hann hellti í bæjarána. Að sögn lögreglu staðarins tókst ekki betur til en svo að næstum allur fiskur í ánni dó en allir froskarn- ir liföu. Lögreglan leitar nú mannsins og ætlar að kæra hann fyrirumhverfisspjöll. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.