Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Side 9
MÁNUDAIGUR 15., JÚLÍi 19ÖI.I
Utlönd
Félagar úr slóvensku varnarsveitunum hreinsa byssur sínar. Allar vopnað-
ar sveitir lýðveldanna eiga að afhenda vopn sín fyrir næsta föstudag.
Símamynd Reuter
Friðareftirlitsmenn
EB til starf a í dag
- bardagar 1 gær milli Serba og Króata
Fyrstu friðareftirlitsmenn Evr-
ópubandaíagsins í Júgóslavíu taka
tU starfa í dag eftir aö ný átök milli
Króata og Serba mögnuðu óttann um
að allsherjarborgarastyrjöld væri
yfirvofandi.
Einn króatískur lögreglumaður lét
lífið og tíu særðust í bardögum við
serbneska þjóðernissinna í Króatíu í
gær. Þetta voru einhverjar mestu
ofbeldisaögerðir milli serbneska
minnihlutans og Króata frá því að
Króatía lýsti yfir sjálfstæði sínu þann
25. júní síðastliðinn.
Bardagarnir hófust þegar hópar
vopnaðra Serba réðust að tveimur
lögreglustöðvum og urðu til þess að
íbúar fjögurra þorpa voru fluttir á
brott. Króatískar sveitir náðu þorp-
unum aftur á sitt vald síðar um dag-
inn.
„Þetta er alvörubardagi, þetta er
alvörustríð," sagði talsmaður lög-
reglunnar á meðan á bardögunum
stóð, þar sem beitt var vélbyssum,
handsprengjum og sprengjuvörpum.
Útvarpið í Króatíu sagði að nokkrir
vel vopnaði Serbar hefðu verið
drepnir í bardögunum við bæinn
Ghna en ekki var hægt að fá það stað-
fest.
Tuttugu manna hópur friðareftir-
litsmanna Evrópubandalagsins er
væntanlegur til landsins í dag og
mun hann hafa aðsetur í Zagreb,
höfuðborg Króatíu. Evrópubanda-
lagið mun alls senda fimmtíu eftir-
litsmenn til að sjá til þess að vopna-
hléð, sem samið var um þann 7. júh,
verði virt.
Friðaráætlun Evrópubandalagsins
gerir einnig ráð fyrir aö sex lýðveldi
og tvö héruð Júgóslavíu aðhafist
ekkert í sjálfstæðismálum sínum
næstu þrjá mánuðina.
Forsætisráð landsins skipaði lýð-
veldunum á laugardag að leita uppi
vopnaðar sveitir sínar og afhenda
vopnin fyrir næstkomandi fóstudag.
Herinn setti Slóvenum og Króötum
úrshtakosti í sex liðum og þar er
m.a. kveðið á um að lýðveldin sendi
aftur menn í sambandsherinn. For-
sætisráðiö hefur sagt Slóvenum að
þeir verði að láta af hendi stjórn á
landamærum sínum að Ítalíu, Aust-
urríki og Ungveijalandi á miöviku-
dag. Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu,
sagði á laugardag að ef ekki yrði far-
ið að skilyrðunum kölluðu menn yfir
sig reiði ríkisins og hætta væri á að
herinngripiítaumana. Reuter
START-viðræðumar:
Ráðist á síðasta ágreiningsef nið
Bandarískir og sovéskir sérfræð-
ingar munu hittast í dag til að reyna
að komast að samkomulagi um síð-
asta ágreiningsefnið sem stendur í
vegi fyrir að hægt sé að undirrita
samning um fækkun langdrægra
kjarnavopna. Dehan snýst um
hvernig beri aö skhgreina nýjar skot-
flaugar sem verða leyfðar samkvæmt
samningnum.
„Sérfræðingarnir munu halda
áfram að vinna að málinu," sagði
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, við fréttamenn í
gær.
Baker útilokaði ekki að Bush og
Gorbatsjov gætu gengið frá sam-
komulaginu þegar þeir hittast í Lon-
don á miðvikudag ef sérfræðingun-
um miðar vel áfram. Baker neitaði
hins vegar að segja hvort fjögurra
daga samningaviðræður hans og
Alexanders Bessmertnykhs, utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna, hefðu
aukið líkurnar á að leiðtogafundur
risaveldanna í Moskvu yrði haldinn.
En Baker sagði að ef svokölluðum
START-samningi yrði lokið í London
væri nægur tími il aö skipuleggja
leiðtogafund í Moskvu í lok þessa
mánaðar eða byijun þess næsta.
START-viðræðurnar gera ráð fyrir
því að stjórnvöld í Moskvu fækki
meira í vopnabúri sínu en Banda-
ríkjamenn, þar á meðal að þeir fækki
hættulegustu vopnum sínum um
helming.
Reuter
SUMARSALA
nú rýmum við til fyrir haustvörum
ö l 1 u m
Ö R U IVI
m e ð a n
I R G Ð I R
n d a s t
HERRfiFflTfiVEP/LUfl
BIRGI/
Fákafeni 11 ~ Sími 91-31170
Þeir byggja
á stálinu okkar
- til framtíðar
SINDRI
ratuga reynsla okkar í stálinnflutningi
,og sérþekking á steypustáli
fyrir íslenskar aðstæður skilar sér
til byggingaraðila í hörkusterku stáli
(opinber staðall ASTM A/615 Grade 60)
sem endist til framtíðar.
Allur stállager innandyra. Sendum á
staðinn (krani óþarfur). Hagstætt verð.
Fáiö ráð hjá fagmönnum okkar og
leitiö tilboöa.
-sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 -SÍMI:62 72 22 • FAX: 62 30 24