Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Side 12
12 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1991. Spumingin Hefur veðrið áhrif á skap þitt? Dóra Kristín Traustadóttir og Arnór, starfsmaður í Pitunni: Já, það hefur áhrif á mig. Gott veður hefur mjög góð áhrif á mig en rigningin slæm. Anna Ragnarsdóttir, atvinnulaus: Nei, það hefur ekki mikil áhrif á mig. Marinó Sigmundsson sjómaður: Nei, það hefur engin áhrif á mig. Linda Ingvadóttir skrifstofumaður: Já, ég mundi segja það, gott veður hefur jákvæð áhrif á mig. Jónas Pálsson, rektor Kennarahá- skóla íslands: Já, já, maður verður glaður og léttur í skapi í góðu veðri. Þóranna Eiríksdóttir: Já, það hefur það. Lesendur Sj ónvarpsumræður um EES og EB: Góð byrjun með Jóni og Bjarna Helgi Guðmundsson skrifar: Ég hélt að þær ætluðu aldrei að hefjast, umræðurnar um aöild okkar um evrópskt efnahagssvæði og hugs- anlega aðild að EB. Ég meina umræð- ur sem menn geta fylgst með t.d. í sjónvarpi þar sem hægt er að henda reiður á hvernig þessi mál standa o.s.frv. - Þetta skeði þó í Sjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld. Öllum að óvör- um, það var skaði. - í sjónvarpsdag- skrá morgunblaðanna var þessa ekk- ert getiö. Einungis í DV birtist „rétt“ dagskrá Sjónvarps samdægurs. Þetta eru meiri háttar mistök Sjónvarpsins eða þeirra sem senda út prentaða dagskrá þessa fjölmiðils. Þátturinn EES - Fullveldið í hættu? - með þeim Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra og Bjarna Einarssyni, aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar, var afar fróðlegur fyrir þá sem lítið hafa fylgst með þessari umræðu. Sjónvarpið á þakkir skildar fyrir framtakið þótt það hafi farið leynt framan af hvort þátturinn væri á dagskrá. - Það sýnir líka ein- muna aumingjaskap allra íslensku morgunblaðanna að ekkert þeirra ræddi efni þessa þáttar daginn eftir (miðvikudaginn 10.). Það er eins og morgunblöðin hér séu skrifuð og prentuð daginn áður en þau koma út. - Kannski er það líka þannig. í þessum þætti kom greinilega fram að mínu mati að utanríkisráðherra er afskaplega vel inni í þessu máli öllu, og útskýrði fyllilega, svo ekki Tímabær umræða í Sjónvarpinu um EES og fullveldi þjóða. - Bjarni Einars- son, aóstoðarforstj. Byggðastofnunar, og Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráöherra. verður um villst, hvernig staðið er að samningum um hiö evrópska efnahagssvæði. Hann fullyrti, og það réttilega því miður, að heppnaðist okkur ekki að ná fram þeim samn- ingum sem stefnt er að, myndi það leiða til þrýstings margra hér um að ganga til samninga við Evrópu- bandalagið, þ.e. sækja um inngöngu í EB. - Málflutningur Bjarna Einars- sonar, talsmanns hóps fólks sem nú berst gegn samningum um evrópskt efnahagssvæði, var líka skýr. Þessi hópur fólks vill halda íslandi utan allra sérsamninga við Evrópurikin. Hvort þetta er rétt stefna skal ég ekki dæma um nú. Afar brýnt er að halda áfram viðræðum og umræðum um þessi mál, einmitt á opinberum vettvangi og helst í sjónvarpi, til að fólk geti betur gert sér grein fyrir því hvorn flokkinn það á að fylla, þann sem vill samninga við EB eða hinn sem vill enga samninga. - Því um þetta verður tekist á í atkvæða- greiðslu á Alþingi eða í þjóðarat- kvæðagreiðslu fyrr en síðar. Lánasjóður íslenskra námsmanna: Vel rekið þjónustuf yrirtæki 311265-3189 skrifar: Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur nú sem oft áður veriö til um- ræðu. Oft hefur verið kvartað undan því hve seint námslán væru afgreidd, eða um hve illa gengi að fá þá þjón- ustu sem svona stofnun eigi að inna af hendi. Ég vil bara fyrir hönd margra sem ég þekki koma á framfæri miklu þakklæti fyrir frábæra þjónustu og nauðsynlega aðstoð á margan hátt á undanfórnum árum. - Alltaf var staðið við það sem lofað hafði verið. LÍN er því á margan hátt vel rekið þjónustufyrirtæki, sem mörg slík gætu tekið til fyrirmyndar. Lán hafa um alla tíð verið afgreidd á réttum tíma hvað mig varðar og á allan hátt finnst mér vel að þeirri fyrirgreiðslu unnið. í dag er líka hreint og beint gaman að koma á skrifstofu LÍN og sjá hve allt er vel skipulagt, afgreiðslutímar vel skil- greindir, hvernig öll pappírsvinna og skjöl, sem þarf að útfylla, hafa verið einfölduö, og auðvelt að leggja fram þær spurningar sem mörg þúsund námsmenn þurfa að spyrja og fá greinargóð svör við. Allt tal um hlutverk LÍN, aðallega af hálfu þeirra sem ekkert þekkja til þeirrar stofnunar, eftir að sá er þetta ritar og mjög margir aðrir hafa notið góðrar og skilvísrar þjónustu LÍN í nokkur ár, lítur maður á sem vott um þekkingarleysi á svona mikil- vægri stofnun sem LÍN er fyrir þús- undir íslenskra námsmanna, hér heima og erlendis. G.J. skrifar: Ómalbikaður smáspotti af Raf- stöðvarvegi í Elliðaárdalnum er til ama fyrir þá sem vilja nýta sér hið stórkostlega útivistarsvæði sem dal- urinn hefur upp á að bjóöa. Fyrir skömmu fór ég ásamt tveim- ur fjölskyldum á bílum til þess að skoða Elliðaárdalinn. Við lögðum bílunum á stæði rétt innan við veg- vísi þar sem merkt er: Rafstöðvar- vegur. - Viö gengum meðfram Raf- stöðinni og dáðumst að hinni miklu snyrtimennsku, sem prýðir allt um- hverfið. Veðurblíðan var með ein- dæmum, sól og hiti, og við nutum þess að ganga þarna og virða fyrir okkur Elliðaá, þar sem hún liðast í gegn um undurfagurt og ósnortið umhverfiö. Síöan lögðum við leið okkar eftir grasi grónum upphækkuðum kanti meðfram Rafstöðvarvegi áleiðis að trébrúnni sem farið er yfir til þess að komast yfir í skóginn. Viö sáum tvo bíla koma á móti okkur ofan af hæðinni. Skipti það engum togum, að skyndilega lagði yfir okkur ryk- mökk af veginum, svo mikinn að við .sáum ekki hvert til annars. - Þegar |moldrykið var gengið yfir, og við uretritari hötðar til Rafstöðvarmanna að sjá um lagfæringu á vegarspottan- um ómalbikaða. höíðum þurrkað úr augunum og huggað börnin, sem voru farin að gráta, gerðum við okkur ljóst hvers kyns var. Smáspotti af Rafstöðvarvegi er ómalbikaður og uppi á hæðinni er samkomuhús eða félagsheimili. Hin- um megin götunnar er eitthvert at- hafnasvæði sem tilheyrir borginni. Umferð stórra og lítilla bifreiða þarna um er því óhjákvæmileg. Gætu Rafstöðvarmenn, sem hafa gert svo mikið fyrir Elliöaárdal, látið malbika þennan spotta, væri umhverfið þarna í dalnum fullkomnað. Til ama í Elliðaárdal Styð Davíð í sparnaðinum Eiríkur skrifar: Nú á loks að ganga til sparnað- ar og niðurskurðar af hörku, er haft eftir Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra. Þessu eru margir ís- lendingar i hjarta sínu fyllilega sammála. - Auðvitað ekki þeir sem hafa árum saman og áratug- um stílað upp á spennu, fyrir- greiðslu hjá opinberum sjóðum, miðstýringu, jafnvel vaxandi verðbólgu, þótt þeir tali flátt um vanda hennar. Það er löngu kominn tími til að spyma gegn eyðslu ríkissjóðs. En auðvitaö mun fólk finna fyrir þessu á einhvern hátt. Það getur þurft að fara að greiða fyrir opin- bera þjónustu í meíri mæli en áður. - Sparnaður hjá hinu opin- bera hefur ekki verið á blaði hjá neinni ríkisstjórn á síðustu ára- tugum. Þeim má kenna yfirvof- andi hrun rikiskerfisins nú. . Ci aI/I/Í ,'CD Ci GKKIICD) hvaðþá? Guðjón Sigurðsson skrifar: í umræðuþætti i Sjónvarpinu sl. þriðjudag með utanríkisráð- herra og aðstforstj. Byggðastofn- unar um EES og EB-málið var lítið sem ekkert rætt um hvaöa leiðir við íslendingar gætum farið ef við tengdumst ekki efnahags- svæðinu eöa síðar EB eins og tal- aö er um að áhersla verði lögð á síðar. Stærsta spurningin finnst mér vera þessi: Hvað skeður ef við göngum ekki til neinna samn- inga? Höfum við íslendingar tryggt okkur framtíðar markaðs- svæði, t.d. í Japan, Bandaríkjun- um eða annars staöai-? Þurfum við kannski engar áhyggjur að hafa af þeim nokkurn tíma? Telur fólk að allt verði okkur lagt upp í hendur og að yeröldin snúist í kringum okkur íslendinga eina? Vitfirrtverðlag á húsum M.K. hringdi: Ég rakst á grein í DV sl. mið- vikudag (10. júlí) undir fyrirsögn- inni „Svona byggja þeir í Florida“. Þar vor sýnd dæmi um einbýlishús, reglulega skemmti- legar teikninar og útlit þeirra. Húsin voru sögð kosta á bilinu 7,7 til 9,6 millj. kr. fullbúin með gólfteppum, heimUistækjum og frágenginni lóð. - Svona hús myndu kosta hér 18-22 milljónir króna! Verð á húsum hér er beinlínis vitfirrt. Auk þess sem hús hér eru ekkert betur byggö en annars staðar í heiminum, þótt einhverj- ir vilji halda því fram. Húsin á Florida eru byggð fyrir þarlent loftslag og aðstæður og er því verðiö fyllilega sambærilegt milli landanna. - Hver vildi ekki kaupa pg búa í slíku húsi, jafnvel hér á íslandi? Óþurftarnefndir Óskar Jónsson skrifar; Ég las nýlega um nefndir tvær sem mér finnst vera með ólikind- um aö skuli vera settar á stofn hjá hinu opinbera. Annars vegar flugeftirlitsnefhd, sem fjallar t.d. um verð á flugfargjöldum, ogfuil- yrðir að nóg sé komið af lækkun- um á þeim gjöldum til almenn- ings. - Og „tölvunefnd" sem hefur það óendanlega verkefni, að því er virðist, að kanna hvort sund- urliða skuh símreikninga. Ég bara spyr: Hveijír vilja eiga sæti í svona óþurftarnefndum? Skyldu vesahngs mennirnir ekki finna fyrir óvild alls almennings í garð þessara nefnda tveggja, sem hafa það hlutverk aö vinna gegn almennum hagsmunum? - Vonandi fara þær undir niður- skuröarhnifi Davíðs sem fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.