Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 15. JÚLl 1991. 3, . i T i . . .III II .mi/l________________________________________________________________________________________ dv Fréttir A stuttbuxum í Kerlingarfjöllum „Blíðan vel við hæfi á 30 ára afmælinu,“ segir Valdimar Ömólfsson skíðakennari Veðurblíóan kom skiðamönnum til að fækka fötum svo að um munaði. Mátti sjá léttklætt fólk af öllum stærðum og gerðum bruna niður brekkurnar. aldri í kennslu, stórir og smáir sam- an í hóp. Tekið er allt niður í íjög- urra ára í kennsluna svo að maður þarf ekki aö vera hár í loftinu til að fá að vera með. Það var átak að hætta þegar lyft- urnar lokuðu og mikið hefði verið gefið fyrir að vera lengur. En allt tekur enda og þreyttir, sólbrúnir og sæhr skíðamenn gengu heim að loknum degi. Ekki var þó öll nótt úti enn því eft- ir bað í heitri laug og góða máltíð var haldið á kvöldvöku með „Kalla kokki“ og vinum hans. Var stiginn dans langt fram eftir kvöldi og áttu menn mislangan svefn að baki þegar mæting var á skíöi aftur klukkan tíu morguninn eftir. -tlt „Ég þarf ekkert að vera fullorðin til að kunna á skíði,“ gæti þessi litla fjögurra ára hnáta verið að segja. Reyndar var hún mjög góð skíða- kona og renndi sér af einstakri list niður stærstu brekkurnar. DV-myndir tlt Stund milli stríða. Eyjólfur Kristjánsson, söngvari og skíðakappi, tekur sér örstutt frí frá kennslunni og nýtur blið- unnar. „Það þurfti að smala í ferðirnar fyrstu 10-15 árin vegna þess hversu lítið íslendingar fóru á skíði. Vin- sældir hafa smáaukist og nú horfir öðruvísi við. Eiga fjöllin sér stöðugt stærri hóp aðdáenda. Er það ekki síst þeim að þakka sem byggt hafa upp starfsemina en sama fólkið kem- ur aftur og aftur sem er geysilegur stuðningur fyrir skólann. Alhr sem koma fá bakteríuna." Og það er ekki erfitt að smitast illi- lega af þessari ljúfsáru pest þegar sóUn skýtur geislum sínum yfir mik- Ufenglegt landslagið og vindurinn hvín í eyrum þegar brunað er niður brekkurnar. MikU natni er lögð í kennsluna en hún er undirstaðan að námskeiða- haldinu. Getur fólk á hvaða aldri sem er komið og notið leiðsagnar. „í fyrra var hér 72 ára maður sem aldrei hafði stigið á skíði fyrr,“ sagði Örnólfur, „og þegar hann fór var hann orðinn nokkuð klár.“ Ekki var hægt að rengja þessi töluðu orð því í brekkunum var að sjá fólk á öllum Stuttbuxur, sólarkrem í andUti og hálfnaktir kroppar er það sem fyrir augu ber á sólarströnd og því er hætt við að maður rugUst í ríminu þegar menn bera skíði og viðeigandi búnað á fótum sér í sömu andrá. Um helgina brá hins vegar fáum við slíka sýn í Kerlingarfjöllum og þótti hún bara mjög eðlileg og engin furða því að í 20 stiga hita getur verið erfitt að klæðast hefðbundnum skíðafatn- aði. „Þessi blíða er vel við hæfi á 30 ára afmælinu okkar,“ sagði Valdimar Örnólfsson en um þessar mundir eru þrír tugir ára síðan fyrsta ferðin var skipulögð í Kerlingarfjöllin. Var það skemmtiferð og þá' gist í skála Ferða- félagsins. Langisandur á Akranesi stendur undir nafni: Hundruð manna í sól- og sjóböðum Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Akurnesingar hafa undanfarna daga upplifað stemningu sem varla á sinn líka í sögu bæjarins, að minnsta kosti ekki um langt árabil. Dag eftir dag hafa hundruð manna notið sólar og sjávar á Langasandin- um, einhverri fallegustu strönd á landinu, í steikjandi hita. Sjórinn hefur verið volgur þegar líða tekur á daginn og margir hafa lagst til sunds. Flestum, sem rætt er við, ber sam- an um að sá fjöldi fólks sem sótt hef- ur sandinn undanfarna daga eigi sér enga hliðstæðu. Og það eru ekki bara Akurnesingar sem hafa nýtt sér þessa glæsilegu aðstöðu, innlendir og erlendir feröamenn hafa sótt hana í nokkrum mæli. Þórdís Arthursdóttir, ferðamála- 1 ■ gl|||JfgÍjj Halda mætti að myndin væri tekin á erlendri sólarströndu en svo er þó ekki. Langisandur heitir þessi vinsæli staður og hafa margir notið veðurblíðunnar í sandinum siðustu daga. Það er skemmtilegt að grafa sig ofan í heitan sandinn. Fáir krakkar hafa þó haft tækifæri til að stunda slíkt á íslenskri sólarströnd til þessa. DV-mynd SS fulltrúi Akraneskaupstaðar, sagði erfitt að henda nákvæmar reiður á hversu margir ferðamenn heföu komið til bæjarins til þess eins að njóta aðstööunnar á Langasandi. Hún sagðist þó hafa vissu fyrir því að nokkuð hefði verið um það og höfuðborgarbúar tækju sér far með Akraborginni til þess að fara í sólbað á sandinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.