Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 28
40 . íMÁSUUAGUR-15.; JÚLK Í991. Afmæli DV Loftur Magnússon Loftur Magnússon augnlæknir, Hamrageröi 25, Akureyri, er sextug- urídag. Starfsferill Loftur fæddist í Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi í Dölum og ólst upp í foreldrahúsum í Dölunum á bæjunum Innri-Fagradal, í Mikla- garði í Saurbæjarhreppi og í Hrappsey á Breiðafirði. Hann ílutti síðan á Strandir eftir fermingu og átti lengi lögheimili á Innra-Osi við Steingrímsfjörð. Loftur lauk stúdentsprófi við MA 1954 og útskrifaðist úr læknadeild HÍ1962. Á námsárunum vann hann mörg sumur hjá Rafmagnsveitum ríkisins við línulagnir víðs vegar um landið. Aö loknu læknanámi lauk Loftur kandidatsári við sjúkrahús í Reykjavík og héraðslæknaskyldu í sjö mánuði á Raufarhöfn meðan þar var enn söltuð síld. Hann fór síðan til Svíþjóðar 1963 í framhaldsnám í augnlækningum þar sem hann var í tæp níu ár, lengst af í Falun og Örebro. Loftur ílutti síðan til Akur- eyrar sumarið 1972 og hefur hann verið þar sérfræðingur í augnlækn- ingum við Fjórðungssjúkrahúsið auk þess sem hann hefur móttöku á eigin vegum á Akureyri og í Þing- eyjarsýslum. Loftur er mikill áhugamaður um útivist, einkum fjallaferðir á sumr- um og skíðagöngur á veturna. Fjölskylda Loftur kvæntist 7.5.1960, Hlín Gunnarsdóttur, f. 8.12.1933, hjúkr- unarfræðingi, en hún er dóttir Gunnars K. Sigurðssonar, vega- verkstjóra frá Hausthúsum á Snæ- fellsnesi, og konu hans, Margrétar Björnsdóttur frá Álftavatni á Snæ- fellsnesi. Börn Lofts og Hlinar eru Margrét Jóhanna, f. 5.7.1960, læknir, búsett í Hafnarfirði, en sambýlismaður hennar er Gunnar Aðalsteinsson, f. 20.5.1961 og er dóttir þeirra Sunna Þorsteinsdóttir, f. 2.7.1990; Magnús Steinn, f. 9.7.1961, söngvari við Folk- operan í Stokkhólmi, kvæntur Ste- faníu Önnu Árnadóttur, f. 17.12.1959 en börn þeirra eru Hlín, f. 17.4.1986, Árni Dagur, f. 21.6.1989 og fóstur- dóttir Magnúsar og dóttir Stefaníu, Ingibjörg Finnbogadóttir, f. 11.9. 1980; Hildur, f. 9.4.1968, við nám í Frakklandi; Heiður María, f. 2.6. 1969, nemi. Systkini Lofts: Theodór, f. 30.1. 1929, sjómaður að Innra-Ósi við Steingrímsfjörð; Gróa, f. 30.6.1930, húsmóðir í Reykjavík, gift Halldóri Vigfússyni sendibifreiðastjóra; Guðjón, f. 24.11.1932, smiður á Hólmavík, kvæntist Önnu M. Magn- úsdóttur en þau skildu; Þuríður, f. 17.2.1934, d. 16.1.1968, húsfreyja á Torfastöðum í Jökulsárhlíð, var gift Siguijóni Jónssyni, b. þar; Þórólfur, f. 24.3.1935, flugmaður í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Júlíusdóttur; Ólafur, f. 10.12.1936, sendibifreiða- stjóri og sjómaður í Kópavogi, kvæntur Ásdísi Ingimundardóttur; Ingibjörg Magnea, f. 30.3.1938, hús- móðir í Garðabæ, gift Birgi Guð- jónssyni skipstjóra; Jón Anton, f. 19.5.1939, skipstjóri á Drangsnesi, kvæntur Auði Höskuldsdóttur; Ein- ar, f. 19.5.1939, vélstjóri í Garðabæ, kvæntur Hrönn Haraldsdóttur; Anna Valgerður, f. 12.6.1946, hús- móðir í Garði, gift Ólafi Einarssyni; Ásbjörn, f. 29.12.1948, sjómaður á Drangsnesi, kvæntur Valgerði Magnúsdóttur; Gíslína Guðbjörg, f. 5.8.1953, húsmóðir í Kópavogi, gift Trausta S. Friðrikssyni. Foreldar Lofts: Magnús Sigvaldi Guðjónsson, f. 5.7.1894, d,16.5.1975, b. í Dalásýslu og á Innra-Ósi, síðast búsettur í Reykjavík, og kona hans, Aðalheiður Loftsdóttir, f. 16.5.1918, húsmóðir. Jón Hreiðar Kristófersson Jón Hreiðar Kristófersson, er starf- ar við verksmiðj una Hulu á Flúð- um, til heimilis að Vesturbrún 9, Flúðum í Hrunamannahreppi, er fimmtugurídag. Starfsferill Jón Hreiðar fæddist i Reykjavík en ólst upp á Grafarbakka í Hruna- mannahreppi. Hann hefur ætíð átt heima í Hrunamannhreppi, fyrst á Grafarbakka en síðan byggði hann sér einbýlishús á Flúðum 1978 og hefur búið þar síöan. Jón hefur stundaði öll almenn sveitastörf. Hann hefur unnið við virkjanir og við hafnargerð auk þess sem hann ók langferðabifreiðum hjá Landleiðum hf. 1967-89. Hann hóf síðan störf hjá verksmiðjunni Hulu hf. á Flúðum þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Jón Hreiðar kvæntist 1971, Jó- hönnu S. Daníelsdóttur, f. 30.1.1948, húsmóöur og starfskonu í mötu- neyti, en hún er dóttir Daníels Guð- mundssonar, fyrrv. oddvita Hruna: manna og b. á Efra-Seli, og Ástríðar Guðmundsdóttur húsfreyju. Börn Jóns Hreiðars og Jóhönnu eru Birgir Þór Jónsson, f. 20.9.1970, og Kristín Ásta Jónsdóttir, f. 20.11. 1980. Systkini Jóns Hreiðars eru Emil, f. 1.8.1942, b. á Grafarbakka, kvænt- ur Lilju Ölvisdóttur og eiga þau íjög- ur böm; Eiríkur, f. 21.12.1943, b. á Grafarbakka, kvæntur Áslaugu Ei- ríksdóttur og eiga þau þrjú börn; Björk, f. 22.1.1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Árna Vigfússyni og eiga þau fjögur börn; Kjartan, f. 27.5. 1946, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Árnýju Jóhannesdóttur og eiga þau tvö börn; Guðrún, f. 13.11. 1947, húsmóðir á Sauðárkróki, gift Guðmundi Pálssyni og eiga þau fimm börn; María, f. 13.11.1947, húsmóðir á Súðavík, gift Heiðari Guðbrandssyni og eiga þau þrjá syni; Hlíf, f. 18.8.1949, húsmóöir í Reykjavík, gift Sigurði Sigurgeirs- syni og eiga þau þrjú börn; Gyða, f. 6.5.1951, húsmóðir á Selfossi, gift Grétari Ólafssyni og eiga þau íjögur börn; Hreinn, f. 19.11.1952, garð- yrkjub. í Hveragerði, kvæntur Ingi- björgu Simundsdóttur og eiga þau Eva MargrétÁsgeirsdóttir L jé^Í "Eva Margrét Ásgeirsdóttir, bóndi að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal í Jökul- dalshreppi, er fertug í dag. Starfsferill Eva fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi í Bolungarvík og vann síðan í fisk- verkun og stundaði afgreiðslustörf þar frá 1966-81 er hún gerðist bóndi að Vaöbrekku. Fjölskylda Sambýlismaður Evu frá 1981 er Siguröur Aðalsteinsson, f. 30.10. 1957, bóndi að Vaðbrekku, en hann er sonur Aðalsteins Aðalsteinsson- ar og Sigríðar Sigurðardóttur sem einnig búa að Vaðbrekku. Börn Evu og Sigurðar eru Sigríður Sigurðardóttir, f. 19.8.1982; Aðal- steinn Sigurðarson, f. 26.10.1983; Steinunn Sigurðardóttir, f. 3.3.1987; Guðrún Sigurðardóttir, f. 17.9.1990. Dóttir Evu frá því áður er Ásgerður Felixdóttir, f. 23.6.1972, hárgreiðslu- nemi, búsett að Vaðbrekku. Sonur Evu frá því áöur er Ævar Þór, f. 27.5.1977, og er hann alinn upp ann- ars staðar. Systkini Evu urðu ellefu en einn bróðir hennar dó hálfs árs og óskírð- ur. Systkini hennar: Jón Sigurgeir, f. 9.3.1945, kvæntur Hjördísi Þorg- ilsdóttur og eiga þau þijú börn; Benedikta Fanney, f. 11.1.1948, gift Jóni Gunnarssyni og eiga þau átta böm; Guðrún, f. 5.9.1952, gift Ingi- mar Baldurssyni og eiga þau fimm börn; Húni Sævar, f. 9.12.1954, kvæntur Bryndísi Sigurðardóttur og eiga þau saman eitt barn auk tveggja barna frá því áður; Ásrún, f. 9.2.1958, gift Gylfa Þórðarsyni og eiga þau tvö börn auk þess eitt barn frá því áður; Erla Þórunn, f. 12.2. 1960, gift Hallgrími Hallssyni og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Salom- on, f. 13.1.1962, kvæntur Ingibjörgu Sigríði Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn; Kolbrún Rögnvaldsdóttir, f. 2.2.1964, ólst upp annars staðar, gift Gunnari Njálssyni og eiga þau' eitt barn; Inga María, f. 27.8.1965, gift Sigurði Hansen og eiga þau eitt barn auk þess sem hún átti eitt bam áður; Rósa Sigríður, f. 27.2.1968, starfar í Englandi. Foreldrar Evu Margrétar: Ásgeir Guðmundsson, f. 12.12.1919, línu- Eva Margrét Asgeirsdóttir. beitingamaður í Bolungarvík, og Steinunn Kristrún Benediktsdóttir, f. 26.6.1927, húsmóðir. Eva verður að heiman á afmælis- daginn. Jóhannes Sævar Jóhannesson Jóhannes Sævar Jóhannesson framkvæmdastjóri, Víðimel 37, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jóhannes er fæddur í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp en flutti til Reykjavíkur haustið 1959 og hóf störf hjá rafmótoradeild Jötuns. Vorið 1960 hóf hann nám í pípulögn- um hjá Sigurði Þorkelssyni og lauk sveinsprófi í nóv. 1964 og meistara- réttindum 1968. Árið 1969 réðst hann til starfa hjá slökkviliði Reykjavikur þar sem hann gegndi lengst af starfi aðstoð- arvarðstjóra. Hann var formaöur Brunavarða- félags Reykjavíkur um árabil og fulltrúi hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hann hætti starfi hjá slökkviliðinu í apríl 1990 og sneri sér þá alfarið að starfi við fyrirtækið Prófun hf., sem hann hafði stofnað ásamt fleirum árið 1985, en í dag er Prófun eign fjöl- skyldu hans. Fjölskylda Jóhannes kvæntist, 17.12.1966, Ágústu Ágústsdóttur sjúkraliða en hún starfar nú hjá Prófun hf. For- eldrar hennar eru Ágúst Einarsson Hansen verslunarmaður og Svava Jóhannesdóttir en þau eru bæði lát- in. Jóhann og Ágústa eiga tvær dætur sem eru: Svava, f. 18.1.1964, hár- greiðslumeistari og rekur hún eigin hárgreiöslustofu, Hárkjallarann. Alda Lára, f. 3.6.1967, starfar nú hjá Prófunhf. Systkini Jóhannesar eru Lára Halla, skrifstofustjóri Garðyrkjufé- lags íslands, gift Páh Sigurðssyni þúsundþjajasmið og eiga þau þijú börn; Birna, talsímavörður hjá Landssíma íslands, gift Jóhanni Inga Einarssyni leigubifreiðarstjóra og eiga þau tvær dætur. Ásta, deild- arstjóri göngudeildar augndeildar Landakotsspítaia, gift Adolf Bjarna- syni heildsala og eiga þau þijú börn; Brynjólfur, deildarstjóri starfs- mannahalds Landakotsspítala, kvæntur Maríu Filippusdóttur, starfstúlku á Landakotsspítala, og eigaþau þrjúbörn. Foreldrar Jóhannesar eru Jó- hannes Brynjólfsson framkvæmda- Jóhannes Sævar Jóhannesson. stjóri en hann lést 1973 og Þórunn Alda Bjömsdóttir. Þau bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum en Þór- unn Alda býr nú í Reykjavík. Jóhannes verður að heiman í dag. Loftur Magnússon. Ætt Magnús var sonur Guðjóns, b. í Innri-Fagradal, Sigurðssonar, b. í Skeljavík, Guðmundssonar. Móðir Guðjóns var Sigríður Magnúsdóttir. Móðir Magnúsar Sigvalda var Ingi- björg Þórólfsdóttir frá Hrófá, Magn- ússonar. Aðalheiður er dóttir Lofts, verka- manns á Hólmavík, Bjarnasonar, b. á Bassastöðum og síðar á Klúku í Bjarnarfiröi, Þorbergssonar. Móö- ir Lofts var Guðrún Magnúsdóttir. Móðir Aðalheiðar var Gróa Einars- dóttir, b. í Sandnesi, Einarssonar. Jón Hreiðar Kristófersson. tvö börn. Foreldrar Jóns Hreiðars: Kristófer Ingimundarson, f. 10.8.1903, d. 3.11. 1975, b. ogbifreiðarstjóri á Grafar- bakka, og Kristín Jónsdóttir, f. 11.12. 1911, húsfreyja á Grafarbakka. Til hamingju með afmælið 15. júlí 85 ára IngibjörgGuðfinnsdóttir, Holtastíg9, Bolungarvík. 80 ára Guðbjörg E. Guðmundsdóttir, Þórufellí 16, Reykjavík. 75 ára Guðný Svandis Guðjónsdóttir, Arahólum 4, Reykjavík. Helga Finnsdóttir, Reykjahlíð 4, Reykjahlið. 70 ára Guðlaug Guðjónsdóttir, Bjargartanga 17, Mosfellsbæ. Vernharð Helgi Sigmundsson, Norðurgötu 26, Akureyri. Þorsteina Sigurðardóttir, Njörvasundi 6, Reykjavík. Bárður Sigurðsson, Bergþórugötu 2, Reykjavík. 60 ára Indríður Indriðadóttir, Húsey, Seyluhreppi. Arnfríður Árnadóttir, Vesturgötu 61, Akranesi. Sigurlaug Jónsdóttir, Bjarkarholti 2, Mosfellsbæ. Erla Óskarsdóttir, Melum, Leirár- og Melahreppi. Ása Magnúsdóttir, Birkigrund 64, Kópavogi. Gunnar Magnússon, Litlageröi 14, Reykjavík. 50 ára Björg Steingrímsdóttir, Borgarhrauniis, Grindavík. Jón Helgason, Selvogsgötu 21, Hafharfirði. 40 ára Klara Sveinbjörnsdóttir, Leirubakka 5, Seyðisfirði. Jóhanna Hálfdánardóttir, Vogabraut 4, Akranesi. Ingibjörg Hauksdóttir, Sólbakka III, Breiödalshreppi. Hanna íris Sampsted, Haukshólum 6, Reykjavík. Rósa G. Benediktsdóttir, Uröarteigi 21, Neskaupstað. Jóna S. Gestsdóttir, Borgarhrauni 10, Hverageröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.