Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1991, Qupperneq 30
Lífsstm Sundurliðun símareikninga er loks í sjónmáli: NÍ'iWiDAGUR 15. JÚLÍ 1991. Kemst líklega í gagn- ið um næstu áramót Ef til vill geta símnotendur fengið símareikninga sína sundurliðaða frá og með næstu áramótum. Nú virðist loks hilla undjr lausn á eilífu baráttumáli neytenda. Póst og símamálastofnunin stefnir að því að farið verði að bjóða símnotendum í stafræna símkerfinu upp á sundur- Uðun símareikninga. Það mál hefur verið að velkjast um í kerfmu í heil fjögur ár án þess að nokkuð gerist í málinu. Tölvunefnd hefur gengið frá drög- um að sundurliðun sem er nú til meðferðar hjó Pósti og síma. Póst og símamálastofnunin hefur gefið lof- orð um að málið tefjist ekki hjá þeirri stofnun. Blaðamaður Neytendasíðu leitaði fyrst frétta um gang mála hjá Jóni Thors sem er ritari tölvunefnd- ar. Hann var fyrst spurður aö því hveijir væru í þessari nefnd sem hefur haft málið til umijöllunar. „Tölvunefnd er skipuð fimm mönnum, formaður er Þorgeir Örl- ygsson prófessor sem er reyndar í ársleyfi frá nefndinni þetta árið. Varaformaður er Jón Ólafsson hrl., Bjarni K. Bjarnason hæstaréttar- dómari, Björn Jónasson, starfsmað- ur Skýrr, og Hilmar Þór Hafsteins- son. Varamaður er Ingibjörg Bene- diktsdóttir sakadómari. Eg er ritari tölvunefndar en ekki í nefndinni sjálfri. Sleppa tveimur síðustu tölun- um í tillögum tölvunefndar er lagt til að fram komi á símareikningum lengd og tímasetning símtals og núm- erið sem hringt er í, að slepptum tveimur síðustu tölunum í númer- inu. Það hafa fáir áhuga á því að fá uppgefna lengd símtals og hvenær það fer fram ef númeriö vantar. Hug- mynd tölvunefndar er að þeir sím- notendur sem biðja um þessa þjón- ustu fái hana. Þetta þarf ekkert endi- lega að gilda um langlínusímtöl held- ur öll símtöl. Tölvunefnd er búin að ganga frá drögum að afgreiðslu á þessu máli sem liggja hjá Pósti og síma núna. Póst- og símamálastofnun lofaði ráð- herra á sínum tíma aö afla þeirrar tækni sem nauðsynleg er til að hægt veröi að sundurliða símareikninga. Póst- og símamálastofnunin þarf náttúrlega sinn tíma til aö sinna þvi. í júnibyijun á síðasta ári skrifaði Póstur og sími tölvunefnd þar sem hún kunngerði áætlanir sínar um að bjóða símnotendum í stafræna sím- kerfinu áskrift að skráningu og sundurliðun símareikninga. Síöan leitaði tölvunefnd umsagnar sam- gönguráðuneytisins um málið og við fengum svar frá þeim seinnipartinn í nóvember. Síðan höfum við átt nokkra fundi með Póst- og símamála- stofnun. Það má segja að þetta sé Neytendur búið að vera í skoðun hjá tölvunefnd síðan um áramót. Við höfum fengið þær upplýsingar sem við teljum nauðsynlegar frá Evrópuráðinu. Við erum á vissan hátt skuldbundnir til að fara eftir þeim meginlínum sem þar eru mót- aðar í málefnum um persónuvernd. Ég hef hugmyndir um að Póstur og sími hyggist bjóða sundurliðun á ákveðnum tegundum af símtölum en ekki innanbæjarsímtölum," sagði Jón Thors. Málið afgreitt af hálfu sam- gönguráðuneytisins Guðmundur Björnsson aðstoðar Póst- og símamálastjóri var spurður hvort einhver gangur væri á málinu nú. „Ég þekki ekki hvort núverandi samgönguráðherra er inni í þessu máli en ráðuneytið er í raun og veru búið að koma málinu yfir tii okkar til afgreiðslu. Ég lit svo á að í ráðu- neytinu sé málið afgreitt. Þar lá fyrir vilji um að símnotanda sé boðið upp á sundurliðun símareikninga. Ég se enga ástæðu til þess að málið verði tekið upp aftur á einn eða annan hátt í samgönguráðuneytinu. Stefn- an var mörkuð í tíð Matthíasar H. Mathiesen en fráfarandi ríkisstjórn skipti sér ekkert af málinu. Fyrir rúmum mánuði komu drög frá tölvunefnd til umsagnar hjá okk- ur og þeim er ég ekki búinn að svara. Ástæðan er í fyrsta lagi sú að sumar- leyfi hjá þessari stóru stofnun gera okkur nokkuð erfitt fyrir. í öðru lagi hefur það tafið fyrir að það eru ákveðnar spumingar í drögum tölvunefndar sem við þurftum að skoða og það tók nokkrar vikur að fá svar við þeim sumum hverjum. Ein af þeim spurningum er sú að talað er um að fella niður eina eða tvær síöustu tölurnar í símanúmer- inu. Við þurftum að athuga hvort það væri tæknilega hægt og niðurstaðan er jákvæð, þetta er hægt. En ég tek það fram að það er aðeins á stafrænu stöðvunum. Við emm einnig að athuga hvort hægt sé að undanskilja trúnaðarsíma frá skráningu ef um langlínusímtöl er að ræða. Þar eru til dæmis númer kvennaathvarfsins, neyðarsíma Rauða krossins og fleiri. Æskilegt er að mati margra aðila að hægt sé að hringja í þessa aðila án þess að sund- urliðun komi fram. Það er hins vegar ekki hægt. Við viljum gefa okkur nokkurn tíma til þess að ganga al- mennilega frá málum sem þessum. Reynum að halda kostnaði niðri Drög tölvunefndar eru dagsett 28. mai svo að málið hefur verið hjá okkur í einn og hálfan mánuð. Tækni er fyrir hendi til þess að skrásetja öll símtöl, innanbæjar- sem langlínu- símtöl. Það yrði hins vegar óhemju magn upplýsinga og mikið pappírs- flóð, líklega um 50 milljón blaðsíður ef skrásetja á öll símtöl. Við erum að reyna að setja kerfið upp með sem minnstum tilkostnaði. Það er til þess að geta rukkað við- skiptavininn um sem minnstar upp- hæðir. Það er ástæöan fyrir því að við ætlum að byrja með langlínu- og símtöl til útlanda. Það hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekin um að byija ekki á því síðar. Ég er að fara í sumarfrí og fleiri menn hjá stofnuninni sem vinna að þessu máli. Ég kem úr sumarfríi um næstu mánaðamót og þaö verður mitt fyrsta verk að ganga frá svari til tölvunefndar. Ég skammast mín svolítið fyrir að þetta skuli ekki vera komið frá mér en ég mun gera mitt besta til að koma því frá mér. Eftir að gengið verður frá þessu verður að senda út reglur til allra símnotenda hvernig á að sækja um sundurliðun. Það'þarf að sækja um það skriflega, það þarf samþykki maka og sambýlismanns og ýmislegt í þessum dúr. Viðskiptavinurinn verður að vera vel upplýstur um þessar aðferðir. Ég tel ekki ólíklegt að kerfið komist í gagnið um næstu áramót. Ég lofa símnotendum því aö það verður ekki mikill dráttur á þessu máli af okkar hálfu.“ ÍS ÁTVR á Húsavík: Það hefur aldrei myndast biðröð - segir Sigurður Þórarinsson Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það var mikið verslað hér fyrsta daginn en þó var engin örtröð. Hér hefur aldrei myndast biðröð og það er enginn gleypugangur í þessu,“ segir Sigurður Þórarinsson sem rek- ur útsölu Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins á Húsavík. Húsvíkingar fengu sitt „ríki“ 15. maí sl. eftir að ýmislegt hafði gengið á í þeim efnum lengi. Hver atkvæða- greiðslan á fætur annarri, þar sem greidd voru atkvæði um hvort opna skyldi slíka verslun í bænum eða ekki, hafði farið fram. Úrslitin voru alltaf þannig að þeir sem vildu ekki útibú ÁTVR höfðu vinninginn þar til á síðasta ári að meirihluti greiddi því atkvæði að opna slíka verslun. Verslunin á Húsavík er rekin í sama húsnæði og fatahreinsun bæj- arins og er opin kl. 12.30 til 18 alla virka daga nema föstudaga kl. 10-18. „Það fer vel á þvi að reka þessi tvö fyrirtæki saman hlið viö hlið og áfengisverslunin fellur vel að öðrum rekstri okkar. Það eru engin vanda- mál.“ Gæti það þá orðið næsta skref að fara aö selja áfengi í venjulegum matvöruverslunum? „Nei, það held ég ekki. Þetta er svo dýr vara að ég get varla ímyndað mér að nokkur geti legið með svona lager. Ég tel að viö fáum mun fjöl- breyttara vöruúrval í verslunum ÁTVR. Það væri þó hugsanlegt að farið yrði aö selja bjórinn í öðrum verslunum en þeim sem ÁTVR rekur án þess að ég telji að það sé á döf- inni,“ sagði Sigurður. Sigurður Þórarinsson og Hafdis Jónsdóttir, kona hans, sem reka fatahreinsun og áfengisútsölu á sama stað. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.