Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 3
 LAUGARDAGUR 20. JULI 1991.; 3" Fréttir Sjúklingur hefur tvisvar fengið sýkingu eftir aðgerð á Landspítalanum: SNÆLAND Fiiiukiiiiuí i, Kóp.noni. NÝ ÍSBÚÐ Er ekki kunnugt um neina spítalabakteríu - segir Sigríður Antonsdóttir sýkingavamastjóri IS-SHAKE ÓTRÚLEGA ÓDÝR ísi formi...............99,- ísmeðdýfu.............109,- ís með dýfu og ris....119,- ís, 1 litri............295,- Shake, litill. .......195,- 139,- : 169,- 250,- Bananasplitt 460,- Margar gerðir af kúluis. SnÆLAMDS-SPES!!! „Það er altalað að það sé einhver sýking inni á Landspítalanum sem þeir ná ekki að komast fyrir,“ sagði Sigrún Pálsdóttir sem hefur tvisvar sinnum fengið sýkingu í sár eftir skurðaðgerð á Landspítalanum. „Ég var skorin upp í hnénu þann 27. júní en sýkingin uppgötvaðist ekki fyrr en 12. júlí. Þegar ég kvart- aði undan hjartslætti í sárinu eftir aðgerðina, sem yfirleitt er merki um sýkingu, var mér sagt að það væri ofur eðlilegt," sagði Sigrún. Hún nafngreindi a.m.k. tvo aðra sjúklinga á spítalanum sem einnig væru með sýkingu eftir skurðaðgerð þarna. „Ein konan er með stórt svæði á fætinum sem er dautt eftir sýkingu. Hún þarf að fara í lýtaaðgerð til að laga það,“ sagði Sigrún. Sjálf hefur hún farið í á annan tug aðgerða vegna hnésins, ýmist á Landakot eða Landspítalann, en hún segist aldrei hafa sýkst nema á Landspítalanum. Aðspurð sagðist Sigríður Antons- dóttir, sýkingavarnastjóri spítalans, ekki vita til þess að sama bakterían hefði valdið sýkingu hjá mörgum sjúklingum og því væri sér vitanlega ekki um neina spítalabakteríu ræða. Sigríður sagði jafnframt að sýking- ar á spítulum kæmu alltaf upp öörá hverju en samanborið við spítala er- lendis væri hlutfallið síst hærra hér á landi. Karl G. Kristinsson, formaöur sýk- ingavarnanefndarinnar, sagðist fylgjast kerfisbundiö með ákveðnum skurðdeildum spítalans og fullyrti að ekki hefðu komið upp neinar Skarðsvegur ökufær Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Nýlokið er lagfæringum á gamla Skarðsveginum þannig að hann er greiðfær jeppum og vel búnum fólks- bílum. Þetta er gert vegna lagfæringa á Strákagöngum sem munu standa í nokkrar vikur. Vegarstæðið er mjög skemmtilegt á köflum og í björtu og fallegu veðri er ákaflega gaman að fara um Skarð- ið. Trúlega mun lagfæring Stráka- ganganna óbeint beina ferðamönn- um til Siglufjarðar. óvenjulegar bakteríur. Hann sagði jafnframt að sýkingar- hætta færi efíir því um hvers konar aðgerð væri aö ræða. Eftir sumar tegundir aðgerða væri sýkingarhætt- an næstum hundrað prósent, t.d. þegar skorið er í sýkt svæði, en eftir aðrar getur prósentuhlutfallið gróf- lega verið í kringum tvö til íjörutíu prósent. Karl sagði ennfremur að vel væri fylgst með þeim sýklum sem skapað hafa vandamál á skurðstofum en sem betur fer hafi enginn slíkur greinst á Landspítalanum. -ingo Veljið sjálf i ísréttinn. SNÆLAND Söluturn - isbúð - videoleíga - bakari Furugrund 3 - Kópavogi - Simi 41817 , 5 MANNA FOLKSBILL MEÐ VORUPALLI TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR Búnaður: □ Dieselhrcyfill □ Tengjanlegt aldrif □ Tregðulæsing á afturdrifi □ Framdrifslokur Kjörinn bíll fyrir □ Vinnuflokka □ Bændur □ Iðnaðarmenn □ Útgerðarmenn □ Verktaka □ Fjallamenn Fæst einnig med lengdum palli Kr. 1.534.880 *- vsk. 302.044 HEKLA LAUGAVEGI174 SÍMI 695500 MITSUBISHI MOTORS m .... . TfTiawtt " L.,vv,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.