Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 20. JÚLt ‘1991:
17-
Bridge
Evrópumótyngri spilara í bridge:
Góður árangur
hjá íslensku pari
Evrópumóti yngri spilara er ný-
lokið í Feriendorf Fiesch sem er í
suðurhluta Sviss við ítölsku landa-
mærin. Evrópumótið er spilað ann-
að hvert ár og nú í ár var eitt ís-
lenskt par meðal þátttakenda.
Sveinn Rúnar Eiríksson og Stein-
grímur Gautur Pétursson kepptu á
mótinu og náðu ágætis árangri.
Þeir enduðu í 26. sæti af 104 pörum.
Mótið var spilað dagana 11.-14. júlí.
Þátttakendur komu frá flestöll-
um þjóðum Evrópu en þó voru spil-
arar frá írlandi, Tékkóslóvakíu,
Albaníu, Færeyjum og Lúxemborg
ekki meðal þátttakenda. En pör frá
öllum öðrum austantjaldsþjóðum
(ef enn er hægt að kalla þær því-
nafni) voru meðal þátttakenda og
eru það gleðileg tíðindi.
Sigurvegarar á mótinu var Aust-
urrískt par en í öðru sæti var par
frá Hollandi. Það vakti athygli að
hollenska parið var skipaö spilur-
um af báðum kynjum en það telst
ávallt til tíðinda þegar spilarar af
kvenþjóðinni láta að sér kveða þeg-
ar bæði kynin taka þátt. í þriðja
sæti var par frá Danmörku. Það
par var sektað um nokkur stig í
fyrstu lotu mótsins fyrir að raða
spilum vitlaust. Þegar upp var
staðið kostuðu refsistigin danska
parið annaö sætið í mótinu.
í fjórða sæti kom svo þýskt par
sem leitt hafði keppnina lengst af.
í síðustu lotunni af fjórum hefði
því pari nægt að fá 48% skor til að
verða Evrópumeistarar, en parið
náði aðeins 45% og datt alla leið
niöur í fjórða sætið. Annar spilar-
anna í því pari heitir Roland Ro-
Bridge
ísak Sigurðsson
hovsky úr A-liði Þjóðveija sem
urðu heimsmeistarar á síðastliönu
hausti.
Þeir Sveinn Rúnar og Steingrím-
ur Gautur eru fastamenn í íslenska
unglingalandshðinu en fóru á eigin
vegum til keppni á EM í Sviss.
Gengi þeirra var upp og niður í
fyrstu þremur lotunum. Rúmlega
50% skor náðist í fyrstu tveimur
en síðan tæplega 50% í þriðju lot-
unni.
í síðustu lotunni gekk þó heldur
betur og þeir félagar náðu rúmlega
60% skori. Það nægði til þess að
lyfta parinu upp í 26. sæti í lokin.
Þetta spil er í síðustu lotunni hjálp-
aði vel til, en þar fengu Sveinn og
Steingrímur hreinan topp fyrir að
standa 6 spaða doblaða.
Sagnir gengu þannig, austur gjafari og
allir á hættu:
* ÁD109754
V KG65
♦ K
+ 6
♦ 32
V 74
♦ D85
+ ÁKD754
* G86
V D108
♦ 107643
+ 109
* K
V Á932
♦ ÁG92
+ G832
Austur Suður Vestur Norður
Pass Pass Pass 1*
Pass 1 G 2+ 4A
Pass 5♦ Pass 5f
Pass 5A Pass 64
Pass Pass Dobl p/h
Dobl vesturs var heldur vanhugsað
því spihð er alltaf niður ef útspilið
er lauf. Doblið hlýtur hins vegar
að vara austur við því að spila út
laufi. Austur valdi að spila út tígli
í byrjun, Steingrímur sem var
sagnhafi setti níuna sem kostaði
drottningu og þar með voru óll
vandamál sagnhafa leyst. Hann gat
hent einspili sínu í laufi í tígulfrí-
slag og gefið einn slag á hjartaht-
inn. Segja má að útspihð hafi einn-
ig verið vanhugsað því vestur hefði
getað doblað tígulsögn suðurs ef
hann vildi þann lit út. -ÍS
Brjdgesamband íslands:
Fær 2 milljónir í
styrk á HM í Japan
Ríkisstjómin ákvað á fundi í vik-
unni að styrkja Bridgesamband ís-
lands um 2 milljónir króna til þátt-
töku á heimsmeistaramót í bridge
sem fram fer í Japan í haust. íslenska
landsliðið ávann sér rétt á Evrópu-
móti í júní ásamt þremur öðrum
þjóðum til þess að keppa á heims-
meistaramótinu í Japan en ahs
keppa 16 þjóðir á mótinu.
Aætlaður kostnaður vegna mótsins
er um fjórar milljónir króna og hefur
með þessari upphæð tekist að brúa
helming kostnaðarins. BSÍ hefur
opnað reikning fyrir frjáls framlög í
íslandsbanka í Garðabæ. Bridgespil-
arar ættu að eiga auövelt með að
muna eftir honum því að númerið
er 5252.
ÍS
Rikisstjórn íslands hefur ákveðið að styrkja íslenska landsliðið i bridge
um 2 milljónir króna á heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan í
haust. Þessi mynd var tekin við komu landsliðsins í Leifsstöð eftir fræki-
lega frammistöðu á EM í írlandi. Á myndina vantar tvo liðsmenn lands-
liðsins, Guðlaug R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson.
DV-mynd Ægir Már
Vel merkt einkastæði
Nú býður Bifreiðaskoðun íslands upp á
merkingar fyrir einkabílastæði úr sama efni og bíl-
númerin. Einstaklingar og fyrirtæki geta pantað
áletrun, bílnúmer eða stutt nafn á spjöldin.
Verð númeraplatnanna er kr. 1500 og
afgreiðslufrestur er 3 dagar. Hægt er að panta þær
hjá öllum skoðunarstöðvum Bifreiðaskoðunar,
í eftirtöldum símanúmerum:
Reykjavík - 673700
Keflavík - 15303
Akranes - 12480
Borgarnes - 71335
ísafjörður - 3374
Blönduós - 24343
Sauðárkrókur - 36720
Akureyri - 23570
Húsavík - 41370
Fellabær - 11661
Eskifjörður - 61240
Hvolsvöllur - 78106
Selfoss-21315
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.