Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 18
18 LAUGARDÁGUR 20. JÚLÍ 1991. Veiðivon Ekki alltfengið í stóru, góðu og dýru veiðiánum: Veiðitúr í heiðarvatnið bjargaði málunum Veiðimaöur rennir fyrir lax i Flekkudalsá fyrir fáum dögum og skömmu seinna fékk hann þriðja laxinn. DV-mynd G.Bender Það er ekki á allt kosið í laxveið- inni þessa dagana. Erlendir veiðimenn eru mættir til veiða í þeim og fá sumir lítið. Einn og einn hefur ekki fengið neitt. Það þykir heldur lítið þegar veiðileyfi, kosta 500-600 þúsund í eina viku. í veiðiánum „sumum", þar sem útlendingarnir renna þessa dagana, hefur lítið veiöst og hefur allt verið reynt til að bjarga málunum. Uppi á toppi eins fjallsins er veiðivatn og þar veiðist eitthvað af silungi. Þangað var einn daginn farið með erlenda veiðimenn. Þeir höfðu gaman af að renna fyrir bleikjuna þó svo það hafi aldrei verið á dagskránni. Engin fékk neitt, en veiðisagan sagði sitt Veiðivötn þykja skemmtileg og þar hafa veiðimenn oft fengið góða veiði. Um síðustu helgi fjölmenntu veiöi- menn þangað á ölium aldri til veiða en enginn fékk neitt. Það var sama hvað reynt var, silungurinn vildi ekki taka hjá neinum. En eitt var hægt að hugga sig við, nokkrum dög- um áður hafði veiðimaöur veitt 87 silunga. Eða var alls ekki hægt að hugga sig við þetta? Eða lifa bara á þessu í allt sumar? Kannski betra að beita á réttu stöngina Veiðimenn voru fyrir fáum dögum að veiða í Flekkudalsá og veiddu nokkra laxa. Bleikja haíði verið að hrella veiðimennina og étið frá þeim dýran maðkinn. En veiðimennimir beittu hjá sér og áfram hélt bleikjan að éta rándýra maðkana. Annar veiðimaöurinn er orðinn eitthvað pirraður og rýkur að maðkadoll- unni. Hann beitir maðki og æðir út að veiðiá og kastar út í hylinn. En viti menn, á önglinum hjá veiði- manninum var enginn maðkur. Maðkurinn hafði verðið settur á hina stöngina sem ennþá dinglaði við eina grastorfuna rétt hjá árbakkanum. Það þurfti því að beita aftur og kannski betra að gera hlutina rólega. En ná þó að beita fyrir fiskana. -G.Bender Það er kannski ekki verra að eyða tímanum í tala i símann rétt hjá veiðiánni eins og veiðimaður gerir hérna við Miðfjarðará. DV-mynd Bjarni Steingrímur Hermannsson var eitt sinn fenginn til að halda ræðu á skemmtun. Þegar hann var að búa sig undir að fara upp á sviðið kom veislustjórinn til hans og sagði: „Ætlarðu að halda ræðuna á eftir þessu atriði eða ætlarðu að leyfa fólkinu að skemmta sér ör- lítið lengur?" Hvalurinn Kokkur einn á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur var eitt sinn að sjóða hvalkjöt. Hann gleymdi sér um stund, svo kjötið brann og því læddist hann með það nið- ur á bryggju og henti því í sjóinn. Þegar forstjórinn kom inn í eld- húsið skömmu síðar og spurði hvað hefði orðið af hvalnum svaraði kokkurinn stuttur í spuna: „Hann fékk heimþrá," Val- og hraustmenni Prestur einn austanlands komst svo að orði viö skímarat- höfn: „Við skulura vona að þetta bam verði sannkallað val- og hraust- menni. Hvað á drengurinn að heita?" „Ingveldur," hvíslaði móðirin lágt. Geta líka dáið Kunningi Áma Vilhjálmsson- ar, sem lengi var héraðslæknir á Vopnafirði, mætti honum á götu og sagði: „Ósköp er langt siöan ég hef séö þig, Árni minn. Hvar hefur þú eiginlega verið?“ „Ég hef verið veikur,“ sagði Ámi stuttur í spuna. „Og ég sem hélt að læknar yrðu aldrei veikir,“ sagöi kunninginn þá. „Jú,“ sagði Ami, „og þeir geta meira að segja dáið líka.“ CIHMMII Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 114 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og tólftu getraun reyndust vera: 1. Bryndis Dyrving Gíslholti, 851 Hella 2. Margrét Brynjólfsdóttir Svarfaðarbraut4,620 Dalvík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.