Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1991, Blaðsíða 12
812 I*AUGAiy)AGUR 20, JÚLÍ 1991. „Þetta er búið aö vera ógleyman- legt og við gleymum aldrei þessari heimsókn. Draumur okkar hefur svo sannarlega ræst. Fólkið er afar elskulegt og við áttum aldrei von á þessu. Veðurfarið hefur líka verið allt annaö en við héldum og hér er ekki sá kuldi sem við gerðum ráð fyrir. Hoiland var viðkomustaður okkar á undan íslandi og þar rigndi megnið af tímanum. Heimamenn sögðu að þetta væri versta sumarið þar í 100 ár en þegar þeir fréttu af áformum okkar um að koma hingað sögðu þeir að veðrið væri ennþá verra hér á landi," sögðu systurnar Jóhanna Higgins og Vilborg Stefanía Hogendoorn þegar DV hitti þær aö máli einn góðviðrisdaginn fyrr í vik- unni. Hingað eru þær komnar til að berja augum fæðingarstað föður síns og hitta skyldmenni sín sem þær hafa aldrei séö áður, enda er þetta fyrsta Jóhanna og Vilborg Stefanía Einarsdætur. Systurnar báru eftirnöfnin Hogendoorn og Higgins en hafa nú ákveðið að hnýta Einarsdóttur aftan við skírnarnöfn sín. DV-mynd GVA Bróðirinn stríðsfangi Ameríkana Stríöið er þeim greinilega hugleik- ið, enda haföi það mikil áhrif á þeirra kynslóð og umtalsefnið hefur aug- ljóslega komið systrunum á skriö og þær virðast hafa gleymt segulband- inu sem liggur á borðinu og er þyrn- ir í augum margra viðmælenda. „Einar bróðir var reiður þegar Þjóðverjarnir tóku föður okkar og hann lét ýmis orð falla um nasistana og varð fyrir vikið að flýja til Frakk- lands. Þar dvaldi hann í nokkra mán- uði en þegar Ameríkanarnir komu þangað var hann tekinn fastur sem stríðsfangi sökum þess að hann hafði pappírana ekki í lagi. Faðir okkar var með sín skjöl saumuð innan á sig og gat því alltaf sannað að hann væri íslendingur. Einar slapp um síðir frá Ameríkön- Komu frá Ástralíu til að skoða fæðingarstað föður síns: Draumurimi rættist - segja Jóhanna og Vilborg Stefanía Einarsdætur ferð þeirra til Islands. Systurnar, sem eru fæddar og uppaldar í Hol- landi en hafa undanfarna áratugi búið í Ástralíu, létu afar vel af dvöl sinni hérlendis en þær hafa báðar ákveðið að hætta aö nota eftirnöfn manna sinna. Framvegis munu þær hnýta Einarsdóttur aftan við skírn- arnöfn sín en hvort það er íslands- dvölinni að þakka er önnur saga. Héltfastí íslenska vegabréfið Faðir Vilborgar Stefaniu og Jó- hönnu var Einar Guðmundsson, stýrimaður og síðar skipstjóri, fædd- ur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann yfirgaf foreldrahús ungur að árum og settist aö í Hollandi þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Börnin urðu þrjú en sonurinn er nú látinn. Einar haföi lifibrauð sitt af sjó- mennskunni og var á skipum gerð- um út frá Hollandi lengst af en síöar stundaði hann sjómennskuna með Pólverjum og Englendingum. Þrátt fyrir búsetuna erlendis hélt Einar fast í íslenska vegabréfið og börn hans höfðu slíkt hið sama undir höndum en ekki var það alltaf kostur eins og þær systur riíjuðu upp. „í Hollandi höfðum við íslenskt vegabréf og í stríðinu þurftum við að sýna lögreglunni það með reglu- legu millibili. Okkur fannst þetta fár- ánlegt, enda erum við fæddar þar og uppaldar. Engu að síður var litið á okkur sem útlendinga sem enginn vildi. Við höfðum líka hollenskt vegabréf en bæði vegabréfin voru gefin upp á bátinn þegar við giftum okkur og það ástralska kom til sögunnar. Það má í raun segja að við höfum verið ríkis- lausar en faðir okkar hélt fast í að vera íslendingur og tók ekki í mál að gerast hollenskur ríkisborgari." Ekkert nema skinn ogbein Ástandið í Hollandi á árum seinni heimsstyijaldarinnar er þeim minn- isstætt, enda höfðu atburðimir mikil áhrif á fiölskyldulífið. Þjóðverjar jöfnuðu hús þeirra viö jörðu og feðg- amir fóru ekki varhluta af hildarleik stríðsins. Það er því engin furða að þetta tímabil er þeim enn í fersku minni. „Við komust ágætlega af fyrir stríðið. Faðir okkar kom heim af sjónum á þriggja vikna fresti og hon- um tókst ágætlega að sjá fiölskyld- unni farborða. Síðan skall stríðið á og þá breyttist auðvitað allt. Faðir okkar lenti í nauöungarvinnu í Þýskalandi og við vissum ekki hvort hann var lífs eða liðinn. Einhverjum tókst þó að komast að því að hann væri Islendingur og þá var honum komið til Englands. Við vissum auðvitað ekkert um þaö því við höföum engin sambönd þar í landi. Rauði krossinn hafði heldur engar upplýsingar um afdrif hans, enda var faðir okkar hræddur í stríð- inu og lét lítið fyrir sér fara. Á þess- um tíma var hann í vinnuflokkum og starfaði við að leggja jámbrautir o.þ.h. Fæðið var auðvitað lélegt og eftir þessa vist var hann ekkert nema skinn og bein.“ unum fyrir röð af tilviljunum þar sem prestur, sem við kunnum ekki nafnið á, kom mikið við sögu.“ End- urfundir fiölskyldunnar voru líka hálfgerð tilviljun og raunar lygasögu likust. Systurnar urðu að flytja ásamt móöur sinni til annars bæjar í stríðinu og heimilisfaðirinn, ókunn- ugt um þessa vitneskju, haföi lítið sem ekkert til að byggja leitina á. „Heimili okkar og raunar öll gatan þar sem við bjuggum var lögð í rúst af Þjóðverjum og við urðum að flytj- ast búrt. Af þeim sökum átti faöir okkar erfitt með að finna okkur og ekki var heldur hægt að leita til ná- grannanna um upplýsingar. Það að hann skyldi finna okkur er ekkert annað en kraftaverk. Og það sem meira er aö hann sá mömmu þegar hann, var að koma út úr leigubíl í götunni þar sem við bjuggum og það ISÍýr l/ffo fyrír 163*000 kr. út Fiat Uno er brautryðjandi í ílokki smábíla sem byggðir eru á hugmyndinni stór að innan - lítill að utan. Nú hefur verið bætt um betur og gerðar breytingar sem gera Uno að enn betri bfl. Betri búnaður og innréttingar, fullkomin hljóðeinangrun, nýjar vélar, endurbættur 5 gíra kassi, betri loftræsting og síðast en ekki síst; allt stál í hugsanlega ryðvörn. ytra byrði er galvaniserað sem tryggir bestu (* Það þarf ekki að aka lengi á nýjum Uno N f til að komast að því að hér er á ferðinni mun betri bíll en áðnr var. Sterkari, hljóðlátari og þægilegri - með 8 ára ryðvarnarábyrgð. iMÁNIM Taú.f'Uú.’i Fiat Uno 45 tabáinn á götuna: Staðgreiðsluverð 647.600 kr. Afborgunarverð 671.320 kr. Útborgun 167.830 kr. Mánaðarlegar greiðslur á eftirstöðvum í 36 mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.