Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Qupperneq 1
Audi 80 endurbættur og stærri:
Núna með
betra far-
angursrými
Eftir tæplega sjö ára tilveru er
komið að því að Audi 80 fái endur-
bætur og það meiri en eru sjáanlegar
við fyrstu sýn.
Það sem grípur að vísu augað er
nýtt grill að framan, það sama og
raunar sást fyrst á stóra Audi með
V8-vélinni. Annað sem ekki sést eins
vel er að Audi 80 hefur lengst um 8
sentímetra.
Eitt af því sem margir fundu núver-
andi Audi 80 helst til foráttu var hve
farangursrýmið er í raun lítið og illa
formað. Ein aðalástæðan til lélegrar
nýtingar á því var að bensíntankur-
inn stóð upp á endann á millifarang-
ursrýmis og aftursætisins. Var því
ekki hægt að leggja bak aftursætisins
fram og á þann hátt auka nýtingu
farangursrýmisins.
Nú er búið að setja nýjan afturás í
bílinn og breyta fyrirkomulagi aftur-
íjöðrunar svo nú getur bensíntank-
urinn legið flatur. Þetta þýðir að í
nýja bílnum er hægt aö nýta farang-
ursrýmið miklu betur.
Hvað vélarnar varðar eru grunn-
gerðir Audi 80 með íjögurra strokka
tveggja lítra vélar sem gefa 90 og 115
hestöfl eftir búnaði. Næsta skref er
fimm strokka 2,3 lítra vél sem gefur
133 hestöfl en í toppgerðinni verður
nýja 2,8 lítra V6-vélin, sú sama og
nú er í Audi 100. Þessi vél gefur heil
174 hestöfl.
Síöasttalda vélin er það aflmikil að
með henni er Audi 80 ætlað að standa
sig í samkeppni við bæði BMW og
Benz á heimavígstöðvunum.
Að því er Claus Krems, yfirmaður
söludeildar VW og Audi í Evrópu,
sagði okkur hér á DV-bílum í síöustu
viku er von á þessum nýja Audi 80 á
markað strax í kjölfar bílasýningar-
innar f Frankfurt í haust, eða nánar
tiltekið í október.
-JR
Claus Krems, sölustjóri VWog Audi í Evrópu:
Markaðshlutdeildin
skiptir mestu máli
- sjá viðtal á bls. 26
Nýr skutbíll frá Audi
í burðarliðnum
Svo virðist sem Audi sé með nýjan, stóran skutbíl í burðarliðnum fyrir 1992
árgerðina. Þessi frumgerð sást í tilraunaakstri einhvers staðar norðarlega
á Norðurlöndum seint í vetur þegar verið var að reyna gripinn í vetrar-
akstri. Reiknað er með þvi að þessi nýi bill verði með nýrri 4,2 lítra V8-vél
sem verður raunar kynnt á alþjóðlegu bílasýningunni i Frankfurt í haust.
Reynsluakstur:
Mitsubishi 1200
hálfkassabíll
Audi 80 með nýja útlitinu sem birtist í haust. Mest ber á nýja grillinu en minna á því að bíllinn er orðinn átta
sentímetrum lengri.
LAUGARDAG OG SUPiriUDAG KL. 14-17
Gjörbreyttur og glæsilegur
Verð frá kr. 869.000,- stgr.
NISSAN SUNNY