Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991.
5
:e>v Vidtalið
Nafn: Valur Oskarsson
Starf: Skólastjóri Hamra-
skóla
Aldur: 45 ár
„Það er stefiit að því að skólinn
byrji 1. september en skólahús-
næðið er í byggingu svo aö þvi
gæti seinkað eitthvað. Þetta er
mjög skemmtilegt húsnæði og
glæsileg bygging. Þó að mikið sé
eftir og enn vanti húsgögn, tæki
og meira að segja kennara þá vona
ég að þetta bjargist allt í kringum
mánaðamótin,“ segir Valur Osk-
arsson, nýráðinn skólastjóri
Hamraskóla í Grafarvogi.
Hamraskóli er ætlaður bömum
úr Hamrahverfi. Um 250 börn á
aldrinum 6-11 ára byrja þar í
skóla í haust en eftir 12 ára aldur-
inn halda krakkamir í Folda-
skóla
12 nemendur i skólanum
Valur er fæddur á Geirmundar-
stöðum viö Steingrímsfjörö í
Strandasýslu og var alinn upp á
Ströndum til 12 ára aldurs. Valur
hóf skólagöngu sina í Klúkuskóla
í Bjarnarfirði. „Skólanum þar var
skipt í tvær deildir, annars vegar
yngri nemendur og hins vegar
eldri nemendur. Mig minnir aö
alls hafi verið um 12 nemendur í
skólanum þegar ég var þar,“
sagði Valur
Af Ströndunum flytur Valur í
Hafnarfjörðinn. „Hafntirðingur-
inn er mjög sterkur í mér enda
bjó ég í Hafnarfirðinum í 18 ár.“
Valur gekk í Flensborg og fór svo
í Kennaraskólann og útskrifaðist
þaöan árið 1967.
Sveitamaðurinn kom upp
„Á sumrin vann ég víða, til
dæmis í frystihusum, skipa-
smíðastöð, hvalstöðinni, bygg-
ingarvinnu og var með unglinga-
vinnuna í Hafnarfirðinum. Að
auki var ég landvörður í Galta-
lækjarskógi í þrjú ár.“
Valur hefur kennt hvem einasta
vetur síðan 1967. „Ég ketmdi fyrst
i Hafnarfirði í 7 ár en svo kom
sveitamaðurinn upp í mér aftur
og ég gerðist skólasljóri á Laugum
í Dalasýslu í 5 ár. Síðan 1980 er
ég svo búinn að kenna í bænum.“
Valur hefur undanfarin 4 ár verið
yfirkennari í Selásskóla.
Af áhugamálum vill Valur aðal-
lega nefna útivist. „Nú er mein-
ingin að leggja bflnum og ganga
meira. Ég er búinn að fá mér
fjallahjól og ætla að nota það til
að fara í skólann. Ég er byrjaður
aö bjóla afkrafti um Grafarvoginn
og um daginn hjólaði ég með syni
mínum til Hafnaríjarðar og til
baka.'‘
Húsbyggingar
Kona Vals er Ásdís Bragadóttir
og eiga þau þtjú böm. Þau eru
Jóhanna Ósk, fædd 1972, Eva
Huld, fædd 1975, og Bragi Þór,
fæddur 1978. Fjölskyldan er að
byggja í Leiðhömrum í Grafarvog-
inum og að sögn Vals hefur sum-
arið farið í það að skipta um
glugga í húsinu, þar sem frágang-
ur við þá var ekki sem bestur, auk
þess að stússast i kringum skóla-
málin.
Aðspuröur um framtíðaráform
sagði Valur „Það verður miklu
meira en nóg að koma skólanum
af stað og koma húsinu upp. Það
er best að hugsa ekki lengra í
bili.“ -BÓl
Fréttir
Alafoss á Akureyri:
Þettaeralltí
lausu lofti ennþá
- segir varaformaöur Iöju - vinna hafin aö nýju
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
„Vinna hófst hjá Álafossi hér á
Akureyri í síðustu viku að hluta til
og síðan í þessari viku. Það fengu
allflestir starfsmenn vinnu en þetta
er auövitaö mjög tímabundið og stað-
an er allt önnur en glæsileg þegar
menn vita ekki hver framtíð þessa
fyrirtækis verður,“ segir Ármann
Helgason, varaformaður verkalýðs-
félagsins Iðju á Akureyri, um mál-
efni Álafoss þar í bæ.
Ármann sagði að sú breyting væri
nú á rekstrinum að kvöldvaktir
hefðu verið lagðar niður en fólk sem
vann á þeim vöktum hefði fengið
vinnu á dagvöktum. Sem fyrr sagði
heföu allflestir starfsmenn fengið
vinnu áfram, Ármann vissi ekki
hversu margir en eitthvað hefði ver-
ið um þaö að þeir sem bauðst vinna
hefðu verið búnir að ráða sig annað
eða væru að bíða eftir apnarri vinnu.
Það starfsfólk sem vinnur í vefdeild
hefur verið ráðið til 1. nóvember en
aðrir til áramóta og þá veit enginn
hvað tekur við. Iðnþróunarfélag
Eyjaíjarðar hefur verið að vinna að
tillögugerð varðandi áframhaldandi
starfsemi fyrirtækisins og leggur
þær fyrir atvinnumálanefnd Akur-
eyrarbæjar nú í vikunni.
Ármann Helgason sagði að dregist
heföi aö ganga frá kjörum fólksins
sem var endurráðið, beðið hefði verið
eftir gögnum að sunnan varðandi
það mál en auðvitað yrði að ganga
frá því máli þannig að starfsfólkið
yröi á sömu kj örum ogþaðv áður.
Akureyri:
Krossa-
nesfékk
bæjar-
ábyrgð
Gyifi Kristjánsson, DV, Akuieyii:
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
samþykkt að veita Krossanes-
verksmiðjunni einfalda bæjar-
ábyrgð til tryggingar á 15 millj-
óna króna láni sem verksmiðjan
hyggst taka á almennum mark-
aði.
Á fundi bæjarráðs l. ágúst var
einnig tekin fyrir beiðni Niö'urs-
uðu K. Jónssonar og Co. þar sem
leitað var eftir bæjarábyrgð til
tryggingar á erlendu láni að upp-
hæð 78 milljónir króna. Bæjarráð
frestaði afgreiöslu þessa máls.
Akureyxi:
vilja sambýli
fyrir geðsjúka
Gyifi Kiistjánsson, DV, Akuieyii:
Bæjarráð Akureyrar telur
brýnt að hið allra fyrsta verði
komið til móts við þarfir þeirra
11 geðfótluðu einstaklinga sem
eru busettir á Norðurlandi eystra
en flestir þeirra eru búsettir á
Akureyrí. í ályktun bæjarráðs
segir að aðstæður margra þess-
ara einstaklinga séu hörmulegar
og valdi bæði þeim og aöstand-
endum þeirra ómældum hör-
mungum og tjóni.
Bæjarráð Akureyrar mælist
eindregið til þess að hið allra
fyrsta verði komið á fót sambýli
fyrir langvarandi geðsjúka á Ák-
ureyri og fremur tveimur en
einu. Hefur félagsmálastjóra ver-
ið faliö að koma þessu áliti bæjar-
ráðs á framfæri.
Könnun starfshóps, sem félags-
málaráðherra skipaði og skilaði
áliti í apríl sl„ leiddi í ljós að
a.m.k. 124 alvarlega og langvar-
andi geðsj úkir einstaklingar voru
við afls ófullnægjandi aðstæður,
margir hreinlega á vergangi,
flestir í Reykjavík og nágrenni.
Starfshópurinn gerði aö tillögu
sinni að á næstu árum yrði það
forgangsverkefni í þjónustu við
fatlaða að koma á fót 16 sambýl-
um fyrir geðfatlaða og var gert
ráð fyrir í tillögunni að þrjú
þeirra yrðu á Norðurlandi.
Flugvallarstjórinn á Bildudal, Gunnar Valdimarsson, fékk óvænta heimsókn á dögunum þegar smyrill geystist á
miklum hraða inn í flugskýlið hjá honum á eftir tveimur smáfuglum. Gunnar lokaði dyrum skýlisins, tókst að koma
smáfuglunum i var og handsamaði síðan smyrilinn. Eftir að hafa sleppt smáfuglunum og þeir flogið úr augsýn
gaf hann smyrlinum frelsi. DV-mynd Rúnar Gunnarsson, Bíldudal
Skyldusparnaður:
Falsa leigusamninga til
að leysa peningana út
„Það kemur alltaf einn og einn
leigusamningur sem okkur finnst
vera grunsamlegur. Þá eru
kannski börn að senda inn samn-
inga þar sem foreldrar eða önnur
ættmenni eru tilgreind sem leigu-
salar," segir Hilmar Þórisson,
skrifstofustjóri hjá Húsnæðisstofn-
un ríkisins.
Að sögn Hilmars hefur alltaf ver-
ið nókkuð um það að fólk undir 26
ára aldri reyni að taka út skyldu-
sparnaöinn sinn hjá Húsnæðis-
stofnun með fölskum leigusamn-
ingum.
„Þaö er kannski oft matsatriði
hvort samningarnir eru raunveru-
legir eða ekki. Sumir samningar
eru það barnalegir að þeir eru aug-
ljóslega falsaðir. Ef böm búa hjá
foreldrum sínum, foreldrarnir
skrifa upp á samninginn og það er
sannanlegt þá getum við hins vegar
ekkert gert.“
Skyldusparnaðurinn er greiddur
út við 26 ára aldur. í vissum undan-
tekningartilfellum er hægt að fá
hann greiddan fyrr, meðal annars
vegna giftingar, húsnæðiskaupa,
byggingarframkvæmda, skóla-
göngu, leigu og skulda.
„Við tókum þá reglu upp í sumar
að ef húsaleigá ásamt öðrum skuld-
um er undir 30% af brúttólaunum
þá er talið að viðkomandi aðili
þurfi ekki á skyldusparnaðinum
að halda nema hann geti sýnt okk-
ur fram á það á einhvern annan
hátt,“ segir Hilmar.
Að sögn Hilmars hefur oft borist
í tal að endurskoða kerfið í heild
en engar slíkar aðgerðir eru á
næstu grösum.
-BÓl