Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: y PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virká daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Álver í augsýn Samkomulag hefur tekist milli íslenskra stjórnvalda og forsvarsmanna Atlantsál um öll meginatriði við bygg- ingu nýs álvers á Keilisnesi. Næsta skref álversmanna er að afla lánsíjár til framkvæmdanna og leggja endan- lega samninga fyrir stjórnir fyrirtækjanna til samþykkt- ar. Það mun væntanlega verða gert í byrjun næsta árs og stefnt er að því að framkvæmdir við sjálft álverið heljist næsta vor. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í fyrradag, vildi iðnaðarráðherra ekki upplýsa um einstaka þætti samn- inganna en hann taldi þá vel ásættanlega og orkuverðið samkeppnisfært. Af þessu má sjá að viðræðunum um álverið hefur miðað áfram, þótt hægt hafi farið að undanförnu, og niðurstöður eru loks í augsýn. Þó er rétt að hafa allan fyrirvara á einstökum atriðum samninganna og þá sér- staklega orkuverðinu. Jóhannes Nordal, formaður ís- lensku samninganefndarinnar, hefur nefnt tíu mill í byrjun en orkuverðið á að miðast við heimsmarkaðs- verð á áli. Álverð er lágt um þessar mundir og þess vegna ekki rétt að draga afdráttarlausa ályktun af þeirri tölu sem Jóhannes kastar fram. Samt sem áður vekur það nokkra furðu og efasemdir hversu lágt íslensku samningamennirnir hafa teygt sig, með hliðsjón af þeim fullyrðingum að orkuverð þurfi að lágmarki að vera átján mill til að standa undir þeim íjárfestingum sem íslendingar leggja í orkuver og tengdar framkvæmdir. Það er auðvitað rétt sem bæði Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra og Jóhannes Nordal hafa bent á að tekjur íslendinga eru meiri og víðtækari en orkuverðið eitt sér. Hér er um að ræða framkvæmd fyrir sjötíu millj- arða íslenskra króna og áhrif byggingarframkvæmda og rekstur álvers í framtíðinni munu verða margvísleg í atvinnu, þjónustu, sköttum, tæknibúnaði og hliðar- greinum. Það skal ekki vanmetið. En hættan er sú að kapp íslendinga hafi lagt spihn í hendur viðsemjendanna og skapað þeim bétri stöðu til að ná hagstæðum samningum fyrir sig. Það er til að mynda mikil áhætta í því fólgin að tengja orkuverðið við heimsmarkaðsverð og afleiðingin getur hugsanlega orðið sú að orkuverin standi ekki undir sér og rafmagn- ið verði selt á lægra verði en sem nemur kostnaðinum við að framleiða það. Þá er betur heima setið. Hér skulu þó engar hrakspár hafðar uppi og það er heldur engin ástæða til að vantreysta íslensku samn- ingamönnunum. Þeir hafa mikla reynslu og þekkingu og vita vonandi hvað þeir eru að gera. Ef gengið er út frá þeirri forsendu að báðir aðilar skrifi undir samn- inga, sem báðir telja hagstæða fyrir sig og sína hags- muni, er nýtt álver að sjálfsögðu fagnaðarefni og ryður brautina fyrir áframhaldandi sölu á orku til stóriðju. Það langa hlé, sem orðið hefur á frekara samstarfi við erlenda aðila í orkusölu og stóriðjumálum, er senn á enda. Forstjóri Atlantsál tók fram á blaðamannafund- inum að samningarnir byggðust ekki síst á trausti gagn- vart íslenskum viðsemjendum þeirra og sú einkunn gefur vonir um að fleiri sambærilegir aðilar sjái sér hag í slíkum viðskiptum. íslendingar hafa áunnið sér traust eftir að hafa glutrað því niður með stjórnmálalegu ábyrgðarleysi í heilan áratug. Því trausti má ekki glata aftur. Álverið er í sjónmáli og opnar nýja möguleika. Við erum aftur orðnir samkeppnisfærir. Það er ekki síðri árangur en álverið sjálft. ' „ , „ „ , J Ellert B. Schram „Á siðustu árum hötum við hvað eftir annað mátt kenna á óblíðum náttúruöflum.“ Viðbúnaður gegn náttúruhamförum Á næsta ári verður Verkfræð- ingafélag íslands 80 ára. í því tilefni hefur félagið margt á prjónunum. Þar á meðal er sérstök ástæða til að vekja athygli á ráðstefnu sem félagið mun halda 28. og 29. maí árið 1992. Ráðstefnan verður al- þjóðleg og heiti hennar er „Viöbún- aður gegn vá af völdum náttúru- ( Jiamfara". 4Sameinuðu þjóðirnar hafa valið s þennan áratug „Alþjóðlegan ára-; tug til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara". Náttúruhamfar- ir valda gífurlegu tjóni um allan heim á hverju ári. Er skemmst að minnast eldgossins á Filippseyjum og flóðanna í Kína og Bangladesh o.s.frv. o.s.frv. Alþjóðasamtök verkfræðinga hafa leitað til Evrópusamtaka verkfræðinga um skipulagðar að- gerðir innan Evrópu vegna þessa viðfangsefnis. Verkfræðingafélag íslands taldi því vel við hæfi að efna á afmælis- árinu til alþjóðlegrar ráðstefnu um þetta málefni. Það er nauðsynlegt að verkfræð- ingar hafi forgöngu um að draga saman upplýsingar og þekkingu og fjalli síðan á fundum og ráðstefnum um hversu við skuli bregðast. íslendingar hafa frá byggð lands- ins orðið fyrir þungum búsiíjum af völdum náttúruhamfara. Á síð- ustu árum höfum við hvað eftir annað mátt kenna á óblíðum nátt- úruöflum. Fjölmargir aðilar styðja ráð- stefnu VFI með ráðum og dáö. Viðfangsefnið hérlendis Seint og um síðir stofnuðu íslend- ingar viölagatryggingar til að bregðast við gríöarlegum tjónum af völdum náttúruhamfara. Marg- ar greinar slíkra tjóna eru þó tryggöar af almennum tryggingafé- lögum. Viðlagatryggingar greiða verulegan hluta tekna sinna vegna endurtrygginga erlendis og mun hafa verið farið fram á verulega hækkun endurtryggingaiðgjalda nýverið. Ástæðan mun vera sú að ísland er í hópi fárra ríkja sem ekki hafa látið gera sérstakt áhættumat. Reyndar væri ástæða til að ræða málefni viðlagatryggingar sérstak- lega og virðist mér mikil þörf end- urskoðunar laganna um viðlaga- tryggingu. í stuttu máli gætum við flokkað náttúruhamfarir, sem hérlendis geta valdið verulegu tjóni, á eftir- farandi hátt: 1. Eldgos. Kjallaxinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur 2. Jarðskjálftar. 3. Snjóflóð. 4. Skriðuföll. 5. Flóðbylgja af hafi. 6. Jökulhlaup. 7. Fárviðri 8. ísing (háspennulínur og skip). 9. Flóðbylgja af völdum jarð- skjálfta á hafsbotni (Tsunami). Viðbúnaður VFÍ hefur stofnaö ráðstefnunefnd sem hefur þegar haldiö marga fundi og er undirbúningur ráð- stefnunnar langt kominn. Nefnd- ina skipa Valdimar Kr. Jónsson prófessor, sem er formaður, Páll Ólafsson, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun, og Ragnar S. Hall- dórsson, stjómarformaöur ÍSAL. Nefndin hefur m.a. náiö samstarf við Almannavarnir ríkisins og Há- skólann en ýmsar stofnanir, til að mynda tryggingafélög, búa yfir mikilli þekkingu á þessu viðfangs- efni. Gert er ráð fyrir að m.a. verði á ráðstefnunni fjallaö um hversu búa skuli mannvirki úr garði þannig að þau séu fær um að mæta nátt- úruhamförum og hættumat. Fyrra viðfangsefnið er fyrst og fremst verkfræðilegt en það síðara á sviði tryggingamála og fjármála. Staðlar og álagsstuðlar, áhættu- stuðlar við hönnun mannvirkja á náttúruhamfarasvæðum þurfa stöðugt að endurskoðast í ljósi fenginnar reynslu. Önnur atriði, sem nefndin glímir við, eru m.a.: a) Hvernig er unnt að draga úr hættu? b) Hvenær á að flytja íbúa burtu af áhættusvæði?. c) Á að endurbyggja svæði, sem hefur orðið fyrir náttúruham- förum? Allt viðfangsefni, sem Almanna- varnir verða að velta fyrir sér. Jafnframt eru áleitnar spurningar eins og: a) Hversu mikið og útbreitt getur tjón orðið? b) Hvernig á að bæta tjón og hvaða tjón á að bæta? Þegar hefur verið sendur út bæklingur til kynningar þessari ráðstefnu og viðbrögð erlendis"frá eru þegar góð. íslendingar eiga margt óleyst er kemur að viðbún- aöi gegn vá af völdum náttúru- hamfara. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim ágætu aöilum, sem um þessi mál fjalla og fást við þau. Heldur hitt, að málið er umfangsm- ikið og fjárfrekt. Vonandi verður þetta starf Verk- fræðingafélags íslands til að efla og styrkja tökin á viðfangsefninu. Verkfræðingafélaginu ber að þakka fyrir að taka á málefninu náttúruhamfarir á svo vandaðan hátt. Stór hluti viöfangsefnisins snýr reyndar að þeim og þeirra menntun. Því ætti félagsskapur verkfræðinga einmitt að vera vel til þess fallinn að bera uppi umræð- una. Margir binda vonir við að einmitt þessi ráðstefna verði til þess að færa umræðuna inn á þau svið sem helst þurfa úrlausnar við. Jafnframt er hér um að ræða hluta að þætti íslands í starfi Sam- einuðu þjóðanna að þessu málefni þennan áratug. Guðmundur G. Þórarinsson „Viðlagatryggingar greiða verulegan hluta tekna sinna vegna endurtrygg- inga erlendis og mun hafa verið farið fram á verulega hækkun endurtrygg- ingaiðgjalda nýverið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.