Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1991, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1991.
11
Spumingin
Ætlar þú í berjamó?
Anna Margrét, móðir, og Una Sóley:
Nei, ég fer aldrei í berjamó.
Guðjón Arnarsson verkamaður: Já,
að sjálfsögðu fer ég og fjölskyldan að
tína ber.
Svava Bjarnadóttir, aðstoðarstúlka á
Landakotssp.: Já, það ætla ég að
gera. Ég og fjölskyldan erum að fara
til Dýrafjarðar á morgun og ætlum
meðal annars að tína ber.
Auður Erlingsdóttir, passar börn: Já,
ég fer með mömmu og pabba.
Sigrún Guðmundsdóttir afgreiðslu-
kona: Nei, ekki núna. Ég fer oft í
berjamó en ég kemst ekki núna í
haust.
Þórdís Bjarnadóttir lögfræðingur:
Já, ég ætla upp í Heiðmörk.
Guðmundur J. Guðmundsson.fonnaður Vertomannasambandsins:
Skelf ist af leiðingar
vaxtahækkunarinnar
TOte»(llstfiðnunaraðhœkliav<Ktí,«egirWrarinnV.f>ðrarinsaan sjábokaiöu
„Ótrúleg og fífldjörf framkvæmd af hálfu bankakerfisins“ segir m.a. í bréfinu.
Lítiö að hafa hjá launþegum og lántakendum:
Bankarnir banka
samtuppá
Gísli Ólafsson skrifar:
Hversu lengi er hægt að leggja íil
atlögu við vinnumarkaðinn, laun-
þegana, lántakendur? Alla þá sem
eru að skapa verðmæti í þessu landi?
Hvers vegna þurfa bankarnir að
hækka vexti einmitt núna, rétt fyrir
lok þjóðarsáttarinnar sem svo stift
er vitnað til? Þeir grípa til vaxta-
hækkunar á útlánum. í algengasta
forminu, sem margir hafa gripið til
að íleyta sér áfram um stundarsakir,
víxillánum, hækka nafnvextir úr
15,25% í yfir 20%, nákvæmlega 21%!!
- Þetta er ótrúleg framkvæmd og
fífldjörf af hálfu bankakerfisins.
Það var ekki furða þótt forsætis-
ráðherra segði beint út að sér fyndist
þessi vaxtahækkun úr takt við raun-
veruleikann og að þeir hafi gengið
lengra en eðlilegt er - séu í raun að
bæta sér þarna upp tap, sem a.m.k.
Guðiún skrifar:
Hvernig taka landslög á kynferö-
isáreitni gagnvart börnum og ungl-
ingum? Hvers eru börnin verðug?
Eru þau ekki í forgangsröð í þjóöfé-
laginu? - Hvers eiga þau að gjalda?
Margar spumingar koma upp í
hugann. Ein er sú, hvers vegna tekið
er jafnhart á hinum svokölluðu
„dealerum" í fíkniefnamálunum,
sem þó gera sér sjálfum mest og verst
- en kynferðisafbrotamenn gjarnan
sýknaðir! - Ótal dæmi eru um að
Ásbjörn skrifar:
Það eru margir undrandi á ákvörð-
un þeirra Atlantsálmanna og við-
semjenda þeirra hér á landi að velja
Keilisnes fyrir væntanlegt álvers hér
sunnanlands. - Ekki síst vegna þess
að þarna er álver fyrir og aðstæður
þar, t.d. vegna aðdrátta og útflutn-
ings, nýtast ekki nýju álveri. - Það
verður því að byggja nýja höfn gagn-
gert fyrir nýtt álver, og sú höfn er
nú ekki fyrirhuguð á allra besta
staðnum heldur beint fyrir opnu hafi
ef svo má segja. Þar þarf varnargarða
og ýmsan útbúnað sem tilheyrir
hafnarframkvæmdum, svo og að-
stæður sem oft má finna frá náttúr-
unnar hendi þegar vel er hugað að
hafnarstæðum.
Slíkar náttúrlegar aðstæður má t.d.
finna við Hvalfjörðinn. Það er með
óhkindum aö menn skuli hafa litið
fram hjá öðrum möguleikum en Keil-
isnesinu undir álver. Sérstaklega
þegar litið er til allra þeirra fram-
kvæmda og kostnaðar sem tengist
hafnargerð. - Ég tek undir með tals-
mönnum þess að við Hvalfjörð rísi
væntanlegt álver, en ekki á Keilis-
nesi. Mér finnst þeir menn sem segja
að færa eigi framkvæmdasvið frá
þéttbýliskjamanum við Reykjavík
eilítií norðar eða austar, hafa rétt
sumir bankanna hafi mátt þola
vegna óvarkárni í rekstri. - Éinn
bankastjóra stærri bankanna viöur-
kennir að vaxtamálin séu í sjálf-
heldu. Tvöfalt vaxtakerfi hafi leitt til
gífurlegs taps í rekstri bankanna, en
kennir um leið sífelldum afskiptum
stjórnvalda undanfarin ár af rekstri
bankanna. Þau afskipti hafi leitt til
meira óöryggis en hluthafar og spari-
fjáreigendur geti sætt sig viö.
En hvort sem nú reglur um verð-
tryggingu útlána eru uppspretta
vanda bankakerfisins eða ekki, sam-
hliða afskiptum stjórnvalda, sjá allir
að hér ríkir nánast engin samkeppni
í bankastarfsemi og jafnvel ekki á
öllum fjármagnsmarkaðinum þegar
litið er yfir allt sviðið. Bankarnir eru
búnir að taka að sér þessi fáu verð-
bréfafyrirtæki sem skutu upp kollin-
um, og þeir sem vilja standa í fjár-
menn sem eyðileggja líf ungra
stúlkna og pilta spóki sig brosandi í
bænum vegna þess að þeir eru í raun
„verðlaunahafar" eftir glæp sinn, og
sleppa við viðeigandi refsingu.
Hvað er það dýrmætasta sem guð
hefur gefið okkur til að elska og
virða? Hvemig geta þessi böm, sem
lent hafa í jafnhörmulegum atburði
og sifjaspell er, virt okkur fullorðna
fólkið, sem eigum að vera fyrirmynd
þeirra? Þar er á ferðinni mikil og
innibyrgð hræðsla, sem alla tíð mun
kvelja barnið og skaða. Hvers vegna
fyrir sér. - Suðurnesin hafa mikil
umsvif nú þegar, þau hafa „völlinn“
- í tvöfaldri merkingu, (vamarhðiö
og ílugstöðina) og hafa þrjár eða fjór-
magnsviðskiptum á þeim vettvangi
snúa sér cinfaldega til bankaiuia.
Það er lika mikil öfugþróun þegar
bankar taka þá stefnu að halda áfram
rekstri fyrirtækja sem hafa komist í
greiösluþrot vegna óstjórnai og of-
fjárfestingar, sem bankarnir sjálfir
áttu aö fylgjast með, rétt eins og
framkvæmdaraðilinn. Þar sem
lánsfé er hlutfallslega hátt í fyrir-
tækjum og líka hjá stórum hópi laun-
þega, er vá fyrir dyrum þegar bank-
amir banka upp á hjá þessum aðilum
og krefja þá um greiðslu fyrir nustök
í rekstri bankanna. - Það gengur ein-
faldlega ekki upp. Nú er því brýnasta
verkefni stjórnvalda að gera alvöru
úr því að hleypa erlendum fjár-
magnsstofnunum hingað til starf-
semi, og samhliða því að tengja krón-
una sterkri erlendri mynt. - Ekki
einhvern tíma síðar, heldur NÚ!
ekki að láta það hafa forgang að
rækta börnin?
Nú spyr ég þá sem samþykkt hafa
réttarkerfið eins og það er: Ætlið þið
að láta önnur eins ólög viðgangast
lengur? Er nokkur furða þótt við,
aðstandendur fómarlambanna, veit-
um útrás reiði okkar og sársauka
fyrir hönd barna og kreíjumst þess
að lögum verði breytt? - Þessi grein
veröur vonandi byrjunin á stóru
átaki í þessum mikilvæga máh.
ar stærstu verstöðvarnar. Allt mælir
því með að álver verði ekki á Keilis-
nesi.
Lesendur
Alltlokaðá
sunnudögum!
Tómas Jónsson hringdi:
Ég tók mér gönguferð í miö-
borginni sl. sunnudag eins og
endranær. Þennan dag sem oftar
nú í sumar var glaðasólskin og
nokkur hiti. Bærinn var nánast
fullur af fólki. Ekki íslendingum,
heldur útlendum ferðamönnum.
- Þeir gengu um, stoppuðu nán-
ast við hvert götuhom og hús til
að taka myndir og virða fyrir sér
umhverfið. >
En þeir áttu að öðru leyti í fá
hús að venda ef svo má að orði
komast. Engin verslun var opin
og aðeins eitt veitingahús (utan
Hótel Borg að líkindum). Það var
opið i veitingahúsinu Lækjar-
brekku, bæði úti og inni. Pjöl-
margir notuðu sér sólskinið og
sátu úti við lítil borð. Rétt eins
og á gangstéttarkafiihúsi í Evr-
ópu. - En svona er þetta hér, allt
lokað á sunnudögum, og það yfir
hábjargræöistdmann i ferðaþjón-
ustunni!
Að „skola afsér“
ísundlaugunum!
Húnvetningur hringdi:
Mér heyrast allir fréttamenn
sjónvarpsstöðvanna tveggja gera
sig seka um afar slæma málnotk-
un - nú eða þá bara hreinar og
beinar missagnir og ósannindi.
Þannig er varla sagt frá sundlaug
á landsbyggðinni, einkum þeim
sem eru í mesta dreifbýlinu, að
ekki sé þess getið að þar sé þreytt-
um og ferðlúnum gott að „skola
af sér feröarykið"!
Það fer að visu ýmsum sögum
af sundlaugagestum sem eru
tregir í sturturnar fyrir sund-
sprettinn í henni Reykjavík. -
Hér í sveit fer hins vegar enginn
i sund nema hafa skolað rykiö af
sér áður en hann fer í laug. Og
svo held ég að sé einnig annars
staöar á landsbyggðinni.
Sýnilegtsvindlí
kartöflusölu
Jónína hringdi:
Ég bý hér við Safamýri í
Reykjavík og eitt kvöldiö fyrir
stuttu var hringt bjöllunni og þar
var kominn ungur maður að
bjóða nýuppteknar kartöflur.
Þær kostuöu 113 kr. kg. Ég lét til
leiðast aö kaupa einn poka. Þar
sem ég er nú fyrrv. sveitakona
uggði ég ekki að mér og lét pok-
ann bara til hliðar í bili. - Datt
ekki neinir klækir í hug og treysti
sölumanninum fullkomlega.
En er ég tek svo pokann og ætla
að opna hann bregður mér í brún
heldur betur því þar var þá ekk-
ert annað en svartar, linar og
ógeðslegar kartöflur. Hér er aug-
sýnilega um svindl að ræða og
vara ég aðra við að kaupa kartöfl-
ur af sölumanni sem ekur á blá-
um bíl og býður kartöflur til sölu
í heimahúsum. Þær skyldi a.m.k.
skoöa áður en greitt er.
Ekiðábíl-
sfungiðaf
Óánægður bílstjóri skrifar:
Hinn 24. júlí sl. milli kl. 14 og
15 var keyrt á bíl minn sem stóð
við Landsbankann, Laugavegi 77,
Hverfisgötumegin. Ég hafði sam-
band við lögreglu, og tók hún
skýrslu. Hún tjáði mér að algengt
væri að bílstjórar styngju af eftir
ákeyrslur á bflastæðum. - Vitni
á staðnum greindi frá því að hvít
Peugeot bifreið hefði staðið við
hlið bifreiðar minnar á þessum
tíma en var farin þegar árekstur-
inn uppgötvaðist.
Ég get lítið meira gert í málinu,
þrátt fyrir 20-30 þus. kr. skell i
þessu tilviki. Verð aöeins aö
treysta á heiðarleika viðkomandi
bílstjóra, að hann snúi sér til lög-
reglunnar. - Ef hann gefur sig
ekki fram vona ég að honum líði
vel meö sinn illa feng í bónus-
greiðslunni!
Kynferöisafbrot og verðlaunahafar
Hvenær verða ólög afnumin?
Álverið við H valfjörð - ekki á Keilisnes
Bréfritari telur náttúrlegar aðstæður betri við Hvalfjörðinn.