Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991. 7 dv Sandkom Litlu apótekin MagnúsJóns- son,apótekarií Grindavík, tjallar inn vanda litluapó- tekannaígrein ■ Hæjarbot trá Grindavik. Hannsegiraðí kjölfarregiu- geröarbreyt- ingarSighvats i Björgvinssonar séafkomuátta ; af43apótekum landsins stefht í hættu. Það eru apó- tekin í Ólafsvík, Styktóshólmi, Pat- reksfirðí, Blönduósi, Siglufirði, Seyð- isfirði, Neskaupstað og í Grindavík. Magnús sendir heilbrigðisráðherra tóninn og telur að röng leiö hafi ver- ið valin. „Ef þeir viija tryggja öryggi þeirra þegna, sem nú sj á hugsanlega fram á að missa apótekin sín, geta þeir t.d. sett jöfnunargjald á stærri apótekin, Rasmusana í faginu. Jafit- aðarstefna kratanna er komin undir smásjá iþessu máli. Ektó síst á smærristöðunum." Sá hann tilsýndar I sjötugsafmæii Matthíasar Bjarnasonaral- þingismannsá Bíldudal voru mættirmargir mætirgestir. Afmæiisteitíð varmyndaðí bakogfyrirog hafaséstmynd- irafþeimfóst- bræðrumDav- íðOddssyniog Guðmundi Málmquist þar sem þeir standa hlið við hlið. Eitthvað hefúr þetta farið fram hjá Davíð því daginn eftir sam- kvæmið sagði hann í samtali við DV: „Ég sá hann tilsýndar á Bíldudal í gær en talaði ekkert við hann.“ Ein- hveijir samskiptaörðugleikar viröast vera á milli þeirra fóstbræðra því samstópti þeirra fara fram í gegnum bréfaskriftir. Einmana í Edensgarði „Eger ein- mana," sagði AdamviðGuðí Edensgarði. „Égþarfein- hvernfélags- skap." .Alltíiagi," svaraðiGuð. „Égætlaað gefaþérfull- komnakonu, failega,gáfaöa ogviðfelldna- húnmimelda og þrífafyrir þig og styggðaryrði mun ekki falla úr hennar munni. “ „Hljómarvel,“sagöiAdam.„En ' hvað kostar svona dama?" „Höndogfót" „Það er nú dálííið dýrt," svaraði Adam. „Hvaö get ég fengiö fyrir að- einseittrif?“ Rachel Weloh Gústivará : veitingahúsi og þeyarþjonmnn kommeðdisk- innmeöaðai- ; réttinumsá Ixann aöþjónn- iunhéltviö matinnmeð þumalfingrin- um. „Hvemiger þaðeiginlcga? Káfarþúá matnumsemég er að fara að borða?" „Já,“ svaraði þjónninn. „Égætia sko ektóað missa þetta aftur í gólfið." Svo var það voogóða fyllibyttan: „Það er skylda min aö segja þér,“ sagði lögregluþjónninn við fyllibytt- una, „að aOt sera þú kannt aö segja karm að vera notað gegn þér." „RachelWelch," stxmdi maðurixm, vongóðurásvip. Umsjón: Pálmi Jónasson Fréttir Ysan kjaftfull af síldarhrognum Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: Bátar frá Vestmannaeyjum hafa fengið mjög góðan afla milli Heima- eyjar og Bjarnareyjar að undan- förnu. Aflinn er að mestu leyti ýsa sem liggur þarna í síldinni. Þetta eru hrygningarstöðvar hennar og ýsan er kjaftfull af síldarhrognum. Þetta er árlegur viðburður Bátarnir eru uppi í harðaiandi við þessar veiðar, nánast í innsigling- unni til Vestmannaeyja. Svo mikill er atgangurinn að einn báturinn, Heimaey VE, sigldi á bjargið í Bjarnarey aðfaranótt sunnudagsins og skemmdist talsvert á stefni. ' í' Heimaey VE, skemmd á stefni eftir að hafa siglt upp i Bjarnarey. DV-mynd Ómar ÓlafsQöröur: Bannað að fara á sæsleða á vatnið Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði: Sumarið, sem er að líða, fór ekki eins og Magnús Þorgeirsson hér á Ólafsflrði hafði hugað. Hann keypti í fyrra sæsleða á 400.000 krónur og leigöi hann út þá. Hann keypti einnig sérstakan galla. Sú leiga heppnaðist vel í alla staði. Hann ætlaði svo að halda þessari skemmtilegu ný- breytni áfram í sumar en fékk ekki leyfi til þess. „Ég hef engar skýringar fengið," segir Magnús, sem er 19 ára. „Þeir bara sögðu nei. Þeir hjá veiðifélaginu virðast ráða öllu hérna í bænum. Það má ekki bleyta öngul án þess að spyrja þá álits. Þeir segja að sæsleð- inn eyðileggi allt lif í vatninu og benda mér á að fara í höfnina með sleöann. En það hvarflar ekki að mér. Það er stórhættulegt, sérstak- lega eftir að grjótgarðurinn á vestur- höfn kom.“ Þetta er mikiö áfall fyrir Magnús. Hann keypti sæsleðann í þeirri von að geta fengið upp í kostnað með leig- unni. Þaö gekk vel í fyrra en nú skuldar hann um 250.000 kr. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt hvers vegna þeir banna þetta. Eg notaði ekki 1/100 af vatninu. Allir bæjarbúar sem ég hef talað við styðja mig og segjast ekki skilja þetta. Gamla fólkið á elliheimilinu Hom- brekku var mjög hrifið af þessu. Það var þeirra aðalskemmtun um helgar að fylgjast með sleðanum." Magnús segir að sams konar sæ- sleðaleiga sé á Svínavatni og þar lifi fiskurinn góðu lífi áfram. Arni Gunnarsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri SVFÍ. Slysavarnafélag íslands: Árni ráðinn fram kvæmdastjóri „Ámi Gunnarsson, fyrrverandi al- þingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands og hefur hann hafið störf hjá félaginu. Frá og með fyrsta janúar næstkomandi mun hann sjá um dag- lega framkvæmdastjórn," segir Gunnar Tómasson, varaforseti Slysavarnafélags íslands. Hannes Hafstein hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Slysavamafé- lagsins um langt skeið og notið mik- illa vinsælda og virðingar í því starfi. í dag er hann forstjóri félagsins og verður það fram að næsta landsþingi félagsins sem verður í maí á næsta ári. „Staða framkvæmdastjóra var ekki auglýst enda ekkert í lögum félagsins sem segir að þaö skuli gert. Viö höfð- um uppi fyrirspurnir um ýmsa menn og það var okkar niðurstaða að ráða Árna til starfans. Stjómin sér um ráðningu starfsfólks og mannaráðn- ingar em á hennar ábyrgð," segir Gunnar. -J.Mar Vidtalid Nafn: Haraldur Líndal Har- aldsson Siarf: Framkvæmdastjóri Þorgeirs og Etierts hf. Aldur: 39 ár „Starfið leggst nfiög vel i mig en mér er það fióst að það eru mörg verkefni að vinna að,“ sagði Har- aldur Lándal Haraldsson sem tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar Þor- geirs og Ellerts hf. á Akranesi síðastliðinn fóstudag. - Hver em markmið nýs fram- kvæmdastjóra, á hvað verður lögð áhersla? „Það er Ijóst að þeirri fiárhags- legu endurskipulagningu, sem farið hefur fram hjá fyrirtækinu, er ekki að fullu lokið, a.m.k. ekki að minu mati. Það þarf því að snúa sér að því verkefni," sagði Haraldur. „Einnig er ýmislegt í rekstri fyrirtækisins sem mér sýnist að þurfi að taka á og koma fram breytingum, þ.e. endurskipu- leggja. I þriðja lagi, sem er ekki hvað veigaminnsti þátturinn, er nauð- syn þess að markaössetja tyrir- tækið. Því hefur að mínu mati ekki verið sinnt sem skyldi und- anfarin misseri.u Aöspurður sagðist Haraldur fyrst um sinn verða búsettur i Reykjavik en síðar væri meining- in að flytja til Akraness. „Það leggst vel í mig að flytja til Akraness, ég er landsbyggðar- maður." Haraldur ólst upp í Keflavík og bjó þar þangað til hann fór í framhaldsskóla. Hann er sonur Haralds Ágústssonar, fyrrxim verktaka, og Fjólu Eiríks- dóttur húsmóður. „Eftir stúdentspróf frá Verslun- arskóla islands fór ég til London í fjögurra ára nám. Ég útskrifað- ist frá Lundúnaháskóla með BSc og meistarapróf i hagfræði og fór þá að vinna í ráðuneytinu.“ Hann starfaöi sem fulltrúi í íjármálaráöuneytinu á árunum 197&-1981 en þá tók hann við stöðu bæjarstjóra á ísafiröi og hefur gegnt henni fram á þetta ár. Að sögn Haralds tengjast áhugamál hans að mestu starf- inu. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík og áhugamálin hafa vexið þau verkefni sem ég er aö kljást viö hverju sinni. Það hefur ekki gefist mikill tími í ein- hverjar tómstundir undanfarin ár, það er þá helst aö vera heima með fjölskyldunni. Haraldur er kvæntur Ólöfu Thorlacius og eiga þau þrjú börn. Hann tilheyrir einnig stórri fjöl- skyldu en hann á sex systkini, tvo bræður og fjórar systui'. Aðspurður hvort hann hefði einhver framtíöaráform sagðist hann ekki horfa langt fram á veg- inn. „Það er allavega þetta verkefni sem ég hef tekiö að mér núna. Markmiðiö er sem sagt að reyna að, taka þátt í endurbyggingu þessa fyrirtækis og ég held að það séu svona þau áform sem ég hef í dag.“ -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.