Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 13
r ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991. 13 DV LífsstOI Fjölskyldutrygging og fasteignatrygging: Ekki sama hvar tryggt er - þegar um er að ræða tryggingabætur vegna vatnsflóöa Margir húseigendur urðu fyrir miklu eignatjóni vegna vatnsflóða í einstökum hverfum á höfuöborgar- svæðinu í miðjum þessum mánuði. Niðurfóll í sumum hverfum höfðu ekki undan að taka við vatnsflaumn- um og flæddi vatn eða skolp að utan inn í íbúðir og olli skemmdum. Flestum finnst eðlilegt að fasteigna- eða fj ölskyldutryggingar bæti hús- eigendum það tjón sem þeir verða fyrir en það er reyndar alls ekki svo. Þessar tryggingar eru ekki sambæri- legar á milh stóru tryggingafélag- anna, VÍS og Sjóvár/Almennra. „Allir þeir sem urðu fyrir tjóni á fasteignum og voru með víðtæka húseigendatryggingu, þeir sem voru með f + tryggingu með húseigenda- tryggingu inni í, fá tjónið bætt vegna úrhellisins enda tilheyrir það skil- málum okkar um úrhelli eða asa- hláku,“ sagði Hreinn Úlfarsson hjá eignatryggingadeild VÍS. „Húseigendatryggingarnar þurfa ekki að vera með í f + og fjöltrygg- ingunni frekar en menn vilja. Sumir höfðu keypt af sér sjálfsábyrgð með því að greiða hærri iðgjöld, þeir fá greitt allt tjón upp í topp. Þeir sem voru með einhverjar sjálfsábyrgðir verða að búa við þær áfram og borga upp að henni. Því til viðbótar má segja það að þeir sem höfðu, heimilistryggingar hjá VÍS og lentu í tjóni vegna vatns- flóðanna, þeir sem höfðu f + trygg- ingar eða fjöltryggingar, þeir fá einn- ig tjón sitt á innbúinu bætt. Þeir sem erumeðf + tryggingunameðheimil- is- og húseigendaþættinum inni í, eru öruggir með að fá fullar tjónabætur. Bótakröfur til Reykjavíkur- borgar Menn vildu tengja flóðin á sumum byggingasvæðum, þar sem menn urðu verst úti, hellulögn borgarinnar á gangstéttum á nærliggjandi svæði. Jarðvegur sem starfsmenn Reýkja- víkurborgar voru með uppi á göt- unni, hafi runnið til, farið fyrir nið- urfoll og stíflað þau. Ég held að það Þessi mynd var tekin í íbúð í Kópavogi sem skemmdist töluvert vegna flóða fyrr í þessum mánuði. séu í gangi einhverjar bótakröfur vegna þess. Bótakröfuaðilar eru þeir sem hafa orðið fyrir tjóni en hafa ekki fengið bætur hjá tryggingafélögum. Trygg- ingafélögin sjálf hafa ekki farið í end- urkröfumál við borgina. Lögmenn okkar fjölluðu um málið og við fyrstu sýn virtist borgin ekki bera skaða- bótaábyrgð í málinu. Þess vegna var þpð ekki hugleitt frekar hjá okkur. Málið á eftir að fara í gegn úm dóms- kerfið og þá koma vafalaust fleiri álit upp á borðið,“ sagði Hreinn. Ekki sambærilegartryggingar Tryggingafélagið Sjóvá/Almennar er einnig með bæði fjölskyldutrygg- ingu og fasteignatryggingu. Þær eru hins vegar ekki sambærilegar því tryggingarnar hjá Sjóvá/Almennum bæta ekki tjónið af völdum vatnsflóð- anna í ágúst. Blaðamaður leitaði skýringa hjá tryggingafélaginu. „Það er um að ræða tvær trygging- ar. Önnur er fyrir fasteignina en hin er fyrir innbúið. Fasteignatryggingin er uppbyggð á sama hátt og bruna- bótamat," sagði Geirarður Geirarðs- son, fulítrúi i eignatjónadeild Sjó- vár/Almennra. „Fjölskyldutryggingin bætir ekki skemmdir á innbúi vegna flóða sem koma utan frá. Fjölskyldutryggingin DV-mynd JAK bætir tjón af völdum bruna, vatns, innbrota og skemmdarverks. Vatns- liðurinn í fiölskyldutryggingunni hljóðar þannig: „skemmd af völdum vatns, olíu eða annars vökva sem skyndilega og óvænt streymir úr leiðslum hússins, vatnsrúmum eða fiskabúrum, þó ekki niðurföllum eða þakrennum". Síðan segir áframhaldandi: „trygg- ingin bætir ekki tjón af völdum utan- aðkomandi vatns, svo sem grunn- vatns, flóða eða snjóbráðar eða vatns sem þrýstist upp úr skolplögnum". Fjölskyldutryggingin bætir þvi ekki innbústjón sem íbúar urðu fyrir í flóðunum í miðjum ágústmánuði," sagði Geirarður. Það er því greinilega ekki sama hvort tryggt er hjá VÍS eða Sjóvá- Almennum ef húseigandi verður fyr- ir tjónum vegna vatnsflóða sem koma að utan. -ÍS Bækur tíl sölu Fræðirit: íslenzk þjóðlög frá hendi séra Bjarna Þorsteinssonar, Horfnir góð- hestar 1-2 e. Ásgeir frá Gottorp, Natan og Rósa e. Brynjúlf frá Minna- Njúpi, Ævis. Þorsteins á Skipalóni 1-2, fræðirit um arkitektúr: Grjótaþorj)- ið, Oræfin, Þverá í Þingeyjarsýslu, Islands Arkitektur e. Alfr. Raavad, Is- lenzk fyndni, 1.-26. bindi, Hitler talar e. Rausching og mörg rit um efnið á ýmsum tungumálum, Viðeyjarbiblían 1839, Reykjavikurbiblían 1859, góð eintök, Graduale, 16. útg.. Hólum 1779, Gamlar glæður c. Guðbjörgu í Broddanesi, Ævis. séra Jóns Steingrímssonar, Byltingin á Spáni e. Þórhall Þorgilsson, Bréf Matthíasar Jochumssonar, Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hcnnar e. Björn 0. Björnsson o.fl., Om Islands Folkemængde e. B. Thorsteins- son, Kh. 1834, Island e. Alfred Ehrhardt, Berlin 1935, Skýringar yfir forn- yrði Lögbókar e. Pál Vídalín, Þrjár ritgjörðir til Páls Meisteðs, Kh. 1892, Landnám í Skaftafellsþingi e. Einar 01. Sveinsson, Píslarsaga síra Jóns Magnússonar (frumútg.), Studies in the Manuscript Tradition of Njálssaga e. Einar Ólaf, Om de nordgermaniske Retskilders Historic e. Maurer, Ár- fcrði á íslandi e. Þorvald Thoroddsen, bútar úr Lýsingu íslands e. sama, Gamalt handrit, skrifað i Grímsey árið 1800, fallega innbundið, Islandskc Maanedstidcndc 1-3 (ljósprentunin í fallegu skinnbandi), Annálar 1400- 1800, Hákarlalegur og hákarlamcnn e. Theódór Friðriksson, Tímaritið Frón, 1.-3. árg., Fjölnir, 1.-9. árg. (ljósprentunin), Lýsing Vestmannaeyja sóknar e. Brynjúlf prófast Jónsson (eitt af 250 eintökum), Reykjahlíðarættin, fal- legt eintak, fínt eintak af hinum sígildu Miillcrs-æfingum, Landsyfirréttar- dómar fyrir árin 1803-1874,1 -9. bindi, Instrúx fyrir lóðsa frá hendi Magnús- ar Stephensens, Viðey 1831, Goðafræði íslendinga og Norðmanna e. Finn Jónsson, íslenzkt málsháttasafn Finns Jónssonar, Menn og menntir, 1.-4. bindi, lúxusskinnband í öskju, Islands Kortlægning, stóra bókin, fint eintak, gamla Bilabókin með bílnúmerum, Hundurinn minn, bók Marks Watsons um hundahald, Bókasafn Þorsteins Jósepssonar e. Harald Sigurðsson (lol eintak pr.), Handbók Reykjavíkur, 1927, Blað Iögmanna 1.-4. tbl., Ævisög- ur Alberts Guðmundssonar og frú Bryndísar Schram og margra fleiri merkra Islendinga, Þáttur Bcinamálsins í Húnaþingi e. Gísla Konráðsson, Fjalla- menn e. Guðmund frá Miðdal, Flateyjarbók 1-4, Austantórur 1-3, skb., Sóknarlýsingar Vestfjarða 1-2, Deildartunguættin 1-2, Ritsafn Jónasar frá Hrafnagili 1-3, Gátur, þulur og skemmtanir, 1.-4. bindi, frumpr.. lúxusband, Aldarfar og örnefni í Önundarfirði e. Óskar Einarsson. Fagurfræði: Leyndar- dómur Snæfcllsjökuls e. J ules Verne, Maðurinn sem hlær e. Victor H ugo, Sigur- boginn og Vinirnir e. Remarque, Plágan e. Camus, Kvæðabækur e. Guðmund Hácyrarskáld Sigurðsson, Gcislavirk tungl e. Jónas Svafár, Vort daglega brauð e. Vilhjálm frá Skáholti, frumútg., ób. m. k„ Jarðnesk ljóð e. sama, Úrvals- rit Sigurðar Breiðfjörðs, útg. Einars Ben., Fornar ástir, frumútg. e. Sigurð Norðdal, gamlar barnabækur, þ.á.m. frumútg. af Bláskjá, gamlar ljóðabóka- útgáfur, m.a. e. Kristján Jónsson Fjallaskáld, Stcingrim Thorsteinsson, Sigfús Blöndal, Bjarna Thorarensen, Grím Thomsen, Truntusól, hin umdeilda bók Sigurðar Guðjónssonar, rit Gunnars Gunnarssonar, 1.-22. bindi. Ýmislcgt efni: Gömul íslensk og erlend póstkort í fjölbreyttu vali, Hjemmet, 1. árg. 1880, Gömul Familie-Journal frá 3. áratug aldarinnar, gamlir servíettuhring- ir úr silfri, frímúrarasilfur, bíóprógramm um gömlu kvikm. Borgarættin, gamlir myndarammar, gömul vasaúr, stundarskrár, forskriftir, Drottinn blessi heimilið o.m.fl. hnýsilegt nýkomið. Við kaupum islenskar bækur, eldri sem yngri, flestar hverjar, ýmsar erlendar, einkum fræðirit, ýmsa gamla muni, handverk- færi, íslenskan útskurð, póstkort, íslensk og erlend, gömul ís- lensk myndyerk, málverk og teikningar, silfur og gull og margt fleira frá gamla tímanum. Gefum reglulega út bóksöluskrár og sendum þær hvert á land sem er utan Reykjavíkursvæðis án endurgjalds. Vinsamlega hringið, skrifið - eða Iítið inn. B0KAVARÐAN Hafnarstræti 4 Reykjavík. Sími 29720. Sundsamband íslands hefur gert samning við ólympíunefnd íslands op Plastos hf. til fiáröflunar fyrir sandíþróttina og ólympíunefndina. Samningurinn gildir fram yfir ólympíuleikana árið 1992. Samning- urinn markar tímamót í fiáröflunar- starfi hjá íþróttahreyfingunni þar sem hann er gerður að frumkvæði sérsambands til Qáröflunar fyrir ólympíunefnd, sundsambandið og sundfélögin í landinu. Upphaf samningsins má rekja til fiáröflunar sem sundsambandið og sundfélögin í landinu hafa stundað síðustu 5-6 árin en hugmyndinni sjálfri skaut fyrst upp fyrir 6 árum. Hann er í því fólginn að fá kaupmenn til samstarfs á þann hátt að sér- merktir plastpokar verða til sölu hjá Plastos fyrir kaupmenn. Af þeim plastpokum renna 1,50 krónur af hveijum seldum poka til íþrótta- hreyfingarinnar. -ÍS RÆKTUM BETUR LAND OG LYÐ m 8««iKtl ólfjolii o |us«iw i:ok;< QSP AUKABLAÐ TOMSTUMDIR OG HEILSURÆKT Miðvikudaginn 4. september nk. mun aukablað um tómstundir og heilsurækt fylgja DV. Meðal efnis verður umQöllun um líkamsrækt, heilsufæði, vítamín og hin ýmsu tómstundanámskeið. Athugað verður hvað dans-, mála-, bréfa-, tölvu- og tómstundaskólarnir hafa upp á að bjóða. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við auglýsingadeild DV hið fýrsta í síma 27022. Skilafrestur auglýsinga er fýrir fimmtudaginn 29. ágúst. Fyrsti aðilinn sem styður Sundsam- band íslands og ólympíunefndina með kaupum á plastpokum er Pípar- inn hf. en 1,50 kr. af andvirði hvers poka renna til íþróttahreyfingarinn- ar. DV-mynd Hanna AUGLYSiriGAR ÞVERHOLTI 11 - RLYKJAVÍK SÍMf 27022 - FAX 27079

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.