Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991.
Afmæli
Bragi Kristjánsson
Bragi Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri póstmálasviðs Pósts
og síma, Hjálmholti 4, Reykjavík, er
sjötugurídag.
Starfsferill
Bragi er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann varð stúdent frá
MR1941 og var viö nám í viðskipta-
fræði í Háskóla íslands 1941^14.
Bragi var skrifstofustjóri Nýbygg-
ingarráðs 1944-47, Fjárhagsráðs
1947-53, Innflutningsskrifstofunnar
(íjárfestingardeildar) 1953-60, fram-
kvæmdastjóri rekstrardeildar Pósts
og síma 1960-77, viðskiptadeildar
sömu stofnunar frá 1977 og póst-
málasviðs frá 1. maí 1991.
Bragi hefur setið í Ólympíunefnd
íslands frá 1951 og var formaður
hennar 1954-62. Hann var í stjórn
FRÍ1951-53, þar af formaður 1952, í
stjórn íþróttasvæðanna í Reykjavík
1950-58 og varaformaður íþrótta-
ráðs Reykjavíkurborgar 1962-66.
Bragi var í stjórn Barnavinafélags-
ins Sumargjafar 1965-80, þar af
formaður 1974-80, í skólanefnd
Fóstruskólans 1974-78, í stjórn Dag-
vistarheimila Reykjavíkurborgar
1977-81 og í fulltrúaráði Knatt-
spyrnufélagsins Vals frá 1950. Hann
var í safnaðarstjórn Fríkirkjunnar
í Reykjavík 1981-87, í Þjóðhátíðar-
nefnd Reykjavíkur 1958-68 og hefur
átti sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík frá 1956.
Fjölskylda
Bragi kvæntist 12.9.1942 Stein-
unni Snorradóttur, f. 16.11.1917.
Foreldrar hennar: Snorri Jónsson
og Brynhildur Axíjörð Sigfúsdóttir.
Bragi og Steinunn eiga 3 börn. Þau
eru Berta, f. 8.7.1947, kennari, maki
Jón H. Guömundsson, forstjóri
BYKO, þau eru búsett í Garðabæ,
og eiga 3 börn, Steinunni háskóla-
nemai Bandaríkjunum, maki
Hannes Smárason, háskólanemi í
Bandaríkjunum, Iðunni, nema í
Tækniskólanum, maki Oddur A.
Halldórsson, Guðmund Halldór,
nema; Helgi, f. 16.5.1952, yfirkenn-
ari við Tónlistarskóla Hafnarfjaröar
og organisti við Hafnarfjarðar-
kirkju, maki Gyða Gísladóttir versl-
unarmaður, þau eru búsett í Hafn-
arfirði og eiga 2 börn, Brynhildi og
Kristján- Halldór Snorri, f. 6.11.1956,
rafeindavirki og tónlistarmaður,
hann er búsettur í Reykjavík og á 1
son með Birnu Björgvinsdóttur,
Braga. Bragi á eitt langafabarn,
Bertu, sem er dóttir Iðunnar.
Systkini Braga eru öll látin. Þau
eru Gústaf, f. 1904, kaupmaður í
Reykjavík, maki hans var Sigurlaug
Siguröardóttir, látin; Helga, f. 1907,
d. 1911; Einar, f. 1910, óperusöngv-
ari, maki hans var Martha Papafoti;
Helga, f. 1912, maki hennar var
Magnús Ingimundarson, látinn;
Júlíus, f. 1914, verslunarmaður,
maki hans var Kristjana Kristjáns-
dóttir; Sesselja, f. 1916, d. 1918; Bald-
ur, f. 1922, tónlistarmaður, maki
hans var Elísabet Guðjónsdóttir.
Foreldrar Braga voru Kristján
Helgason, f. 7.12.1878, d. 5.9.1945,
Bragi Kristjánsson.
verkamaður, og Valgerður Halldóra
Guðmundsdóttir, f. 12.5.1879, d. 24.7.
1944, en þau voru búsett í Reykjavík.
Bragi tekur á móti gestum á af-
mælisdaginn í Akoges-salnum, Sigt-
úni 3, Reykjavik, kl. 17-19.
Til hamineiu með afmælið 27. áeúst
Heiöarbóli 57, Keflavík. Ragnar Sigurðsson, Hólmgarði 32, Reykjavík.
85 ára
Óla Sveinsdóttir, Hrísateigi 43, Reykjavík.
60ára
80 ára Þórdis Guðmundsdóttir, Norðurbæ 1, Hellu.
Guðrún Kristinsdóttir, Snorrabraut 40, Reykjavík. Guðmundur Einarsson, Reykjadal, Hrunamannahreppi. Margrét I. Sigurgeirsdóttir, Miðtúni 1, SeyðisfirðL EbeneserÞórarinsson, Hafraholti 50, ísafirði.
Guðrún Runólfsdóttir, Hringbraut50, Reykjavik. Kristján Bjamason, Einilundi 2c, Akureyri. 50ára
Ragnheiður Haraldsdóttir, Ásbúð2, Garðabæ. Ágúst F, Friðgeirsson, Urðarbraut 1, Blönduósi.
75ára
Ingólfur Jóhannesson, Trönuhólum 14, Reykjavík. Guðmundína Þorláksdóttir, Miðtúni23,ísafirði.
GunnarGíslason, Blómsturvöllum, Súðavík. Guðmundur Árnason, Oddgeirshólum 2, Hraungerðis- hreppi. Valdimar Jónsson, Rauðamýri 5, Akureyri. Jón Skagfjörð Stefánsson, Hafharbraut 10, Dalvík. 40ára
Ólafur Már Óiafsson, Heiðarbraut 3E, Keflavík. Steingrímur Matthíasson, Norðurtúni 12, Bessastaöahreppi. Vilbergur Hjaltason, Vallargerði 1, Reyðarfirði. Guðbj artur Rögn valdsson, Auðbrekku 29, Kópavogi. Þórunn Þorgrímsdóttir,
70 ára
Guðrún Ásta Sigurðardóttir, Skúlagötu 64, Reykjavík. Ingólfur Skúlason, Mánagötu 3, Reykjavík. Bjarnhéðinn Elíasson, Skólavegi 7, Vestmannaeyjum. Ketill Jónsson, Laufásvegi 44, Reykjavík. Sigurður Friðriksson, Túngötu 24, Tálknafirði. Auður Styrkársdóttir, Leirubakka 24, Reykjavík. Marinó F. Einarsson, Álftahólum 6, Reykjavík.
Sigurður Helgason
Sigurður Helgason hæstaréttar-
lögmaður, Þinghólsbraut 53, Kópa-
vogi, er sextugur í dag.
Starfsferill
Sigurður er fæddur á Vífilsstöðum
og ólst þar upp. Hann varð stúdent
frá M.A. 1951, cand.oecon frá H.í.
1954, cand.juris frá H.í. 1957 og var
við framhaldsnám í Harvard Uni-
versity Business School 1966. Sig-
urður varð héraðsdómslögmaður
1963 og hæstaréttarlögmaður 1968.
Sigurður var erindreki Sjálfstæð-
isflokksins 1957-58, fulltrúi hjá
Verslanasambandinu hf. 1958-60,
framkvæmdastjóri þar 1960-67, rak
lögfræðiskrifstofu 1967-81, var
sýslumaður Norður-Múlasýslu og
bæjarfógeti á Seyðisfirði 1981-1989
og hefur stundað lögfræðistörf í
Kópavogi frá 1989. Hann er jafn-
framt útbreiðslu- og fræðslustjóri
Hjartaverndar og formaöur Lands-
samtaka hjartasjúkhnga.
Siguröur var í stjóm Verslunar-
ráðs íslands 1960-67, í bæjarstjórn
Kópavogs 1962-75 og sat í ýmsum
nefndum á vegum Kópavogs, í
stjóm Sparisjóðs Kópavogs 1965-82,
formaður 1972-82, oddviti sýslu-
nefndar Norður-Múlasýslu 1981-89
og í skólanefnd Seyðisfjarðar
1982-86. Eftir Sigurð hafa birst fjöl-
margar greinar í blöðum og tímarit-
um.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 19.10.1952
Gyðu Stefánsdóttur, f. 5.9.1932, sér-
kennara. Foreldrar hennar: Stefán
Runólfsson iönaðarmaður og
Margrét María Helgadóttir.
Sigurður og Gyða eiga 6 böm. Þau
era Helgi, f. 18.1.1952, krabba-
meinssérfræðingur, maki Ingunn
Vilhjálmsdóttir svæfingarlæknir,
þau eiga 2 böm; Júlía, f. 5.10.1953,
skrifstofumaður, maki Ólafur Þóris-
son vélstjóri, þau eiga 3 böm; Stef-
án, f. 1.7.1956, framkvæmdastjóri
Perlunnar, maki Elín Friðbertsdótt-
ir, þau eiga 3 börn; Grétar Már, f.
15.4.1959, lögfræðingur, maki Guö-
rún Dóra Þorvarðardóttir sendi-
ráðsfulltrúi, þau eiga 2 börn; Guð-
rún, f. 30.4.1961, móttökustjóri,
maki Guðjón V. Valdimarsson fjár-
málastjóri, þau eiga 2 böm; Margrét
María, f. 4.10.1964, lögfræðingur,
maki Vignir Sigurólason.
Sigurður á 3 systkini. Þau eru
Sigurður Helgason.
Guðrún Pálína, 19.4.1922, fyrrv.
skólastjóri Kvennaskólans í Reykja-
vík, maki Jóhann Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri, þau eiga 3 börn; Lár-
us, f. 10.10.1930, yfirlæknir á geð-
deild Landspítalans, maki Ragn-
hildur Jónsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, þau eiga 4 börn; Ingvar, f.
22.7.1928, forstjóri, maki Sigríður
Guðmundsdóttir, þau eiga 8 börn.
Foreldrar Sigurðar voru Helgi
Ingvarsson, f. 10.10.1896, d. 14.4.
1980, yfirlæknir á Vífilsstöðum, og
Guðrún Lárasdóttir, f. 17.3.1895, d.
4.3.1981, en þau bjuggu á Vífilsstöð-
umogíReykjavík.
Sigurður tekur á móti gestum á
afmælisdaginn í Perlunni, 1. hæð,
kl. 17-19.
Sigurbjöm Þorgeirsson
Sigurbjörn Þorgeirsson skó-
smíðameistari. Akurholti 14, Mos-
fellsbæ, er sextugur í dag.
Starfsferill
Sigurbjöm er fæddur í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann var mörg sum-
ur í sveit og vann í frystihúsum.
Sigurbjöm var vetrarmaður að
Þverárkoti á Kjalamesi, matsveinn
hjá Sigríði Þorgilsdóttur, Aðalstræti
12, og hafði sama starfa á síldveiði-
skipinu Hrímni SH107 og togaran-
um Baldri frá Reykjavík. Hann
vann eitt sumar við trésmíðar hjá
bandaríska setuliðinu, var við hús-
byggingar með fóður sínum, starf-
aði sem kyndari og fór síðan að
vinna í skóverksmiðju á Bræðra-
borgarstíg7.
Sigurbjöm fór á námssamning hjá
Þorvaldi R. Helgasyni á Vesturgötu
51B og lauk þaðan námi í skósmíði
en hluti námsins fór fram í Iðnskól-
anum, fyrstu tvö árin í þeim gamla
en þau tvö seinni í Iðnskólanum sem
nú er. Hann hóf eigin atvinnurekst-
ur á Vesturgötu 24 en flutti starf-
semina að Tómasarhaga 47 og síðan
í eigið húsnæði að Háaleitisbraut
58-60 en þar var stofan í u.þ.b. 10
ár. Sigurbjörn rekur nú skóvinnu-
stofu í Austurveri ásamt dóttur
sinni sem er fyrsta konan sem hefur
lokið námi í skósmíði.
Fjölskylda
Sigurbjöm kvæntist 4.9.1954 Þór-
unni S. Pálsdóttur, f. 6.2.1932, síma-
mær hjá skrifstofu lögreglustjóra í
Reykjavík. Foreldrar hennar: Páll
Einarsson, hæstarréttardómari og
fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur, og
Sigriður Siemsen Einarsson.
Sigurbjörn og Þórunn eiga eina
dóttur. Hún heitir Jónina Soffia, f.
6.1.1960, skósmíðameistari, gift
Gunnari Rúnari Magnússyni, þau
eiga 2 syni, Bjarka og Andra.
Systir Sigurbjörns er Elísabet Þor-
Sigurbjörn Þorgeirsson.
gerður, f. 28.10.1940, gift Erni
Norðdahl Magnússyni, bifreiðar-
stjóra, þau eiga 3 börn.
Foreldrar Sigurbjörns: Þorgeir
Guðni Guðmundsson, f. 2.9.1903,
trésmiður, og Þórann Pálsdóttir, f.
17.3.1907, en þau bjuggu lengst af á
Framnesvegi 8 í Reykjavík en dvelja
nú á elliheimilinu í Seljahlíð.
Jóhanna G. Viggósdóttir
Jóhanna G. Viggósdóttir, fyrrv.
iönverkakona, Fannborg 1, Kópa-
vogi, veröur fimmtug á morgun.
Fjölskylda
Jóhanna Guðlaug hefur búið á
suðvesturhominu frá því hún flutt-
ist frá fósturforeldrum sínum. Hún
hefur unnið margvísleg störf.
Jóhanna er fædd á Siglufirði og
ólst þar upp. Hún var tekin í fóstur
þriggja vikna gömul af hjónunum
Eðvarð Viggó Guðbrandssyni og
Guðlaugu Steingrímsdóttur og ólst
upp hjá þeim fram á unglingsár.
Fóstursystkini Jóhönnu era
Steingrímur, sjómaður á Siglufirði;
Jóhann, fórst ungur í sjóslysi; Sig-
urbjörg Rósa, húsmóðir í Reykjavík;
Marheiður, húsmóöir í Hafnarfiröi;
Heiðar Halldór, rafvirkjameistari í
Keflavík.
Jóhanna veröur að heiman á af-
mælisdaginn.
Jóhanna G. Viggósdóttir.
Skarphéðinn Jónsson
Skarphéðinn Jónsson húsasmið-
ur, Vallartúni 6, Keflavík, verður
sjötugur á morgun.
Starfsferill
Skarphéðinn er fæddur í Hafnar-
firði og ólst þar upp. Framan af
stundaði hann sjómennsku og önn-
ur störf tengd sjónum. Skarphéðinn
var um tíma á togaranum Garðari
frá Hafnarfirði. Hann flutti til Kefla-
víkur 1942 og vann við smíðar auk
annarra starfa. Skarphéðinnhóf
störf á Keflavíkurflugvelli 1948,
fyrst hjá bandarískum verktökum
og síðan hjá íslenskum aðalverktök-
um. Síðustu tuttugu og fjögur árin
starfaði hann hjá Varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli.
Fjölskylda
Skarphéðinn kvæntist 1943 Rósu
Önnu Bjarnadóttur, f. 21.8.1925.
Foreldrar hennar vora Bjarni
Sveinsson og Björg Einarsdóttir.
Skarphéöinn og Rósa eiga 5 syni.
Þeir eru Vilhjálmur Albert, f. 11.12.
1942, málari; Jón Pálmi, f. 20.10.1945,
rafvirkjameistari; Heimir, f. 20.3.
Skarphéðinn Jónsson.
1948, kjötiðnaðarmaður; Björgvin
Bjarni, f. 5.7.1954, húsasmíðameist-
ari; Skarphéðinn, f. 3.12.1956, pípu-
lagningameistari. Skarphéðinn á 14
barnaböm og 3 barnabarnabörn.
Foreldrar Skarphéðins voru Jón
Pálmi Jónasson og Guðlaug Daní-
elsdóttir.
Skarphéðinn tekur á móti gestum
á heimili sínu á afmælisdaginn.