Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 11
ÞRWyPAQUR í?7f ÁGpST,,^lr;1 11 Sviðsljós Yngsti sonur Anthony Quinn kvænist Yngsti sonur Anthony Quinn, Lor- enzo, og hin fallega ítalska eiginkona hans, Giovanna, giftu sig í annað sinn nú fyrir stuttu. Þau höfðu gift sig í kyrrþey fyrir tveimur árum í New York en ákváðu að gifta sig á ný með mikilli viðhöfn. Þrátt fyrir að þau búi í New York, þar sem Giovanna er að læra mynd- list, ákváðu þau að gifta sig í Feneyj- um því brúðurin á ættir sínar að rekja þaðan. Lorenzo og Giovanna hittúst fyrir um sex árum í Feneyjum. „Ég var í Feneyjum aö reyna að ná mér í stelpu er ég sá Giovanna. Þegar ég sá hana varð ég strax ástfanginn upp fyrir haus,“ sagði Lorenzo. Að lokinni athöf ninni í kirkjunni sigldu brúðhjónin á gondól að Hótel Daniel þar sem veislan var hald- in. Lorenzo og Giovanna, sem eru bæöi tuttugu og fimm ára, hafa mik- inn áhuga á listum. Honum hefur vegnað mjög vel sem myndhöggvari og hefur hann þegar haldið átta einkasýningar víðs vegar um heim- inn og stefnir að því að halda þijár sýningar í Bandaríkjunum á þessu ári. Auk þess er hann leikari og hefur hann leikiö í nokkrum mynd- um. Hann lék meðal annars Dali nú nýlega og segist hann sjálfur vera surrealisti eins og Dali. Hann er þeg- ar farinn að æfa hlutverk í nýrri mynd sem heitir „Adolf‘ en myndin fjallar um líf og störf Hitlers á yngri ár- um. Hinn frægi leikari, Anthony Quinn, dansar við tengdadóttur sína, Gio- vanna. Næstu vikurnar mun hann þó hvíla sig í brúökaupsferð með konu sinni. Þegar hann var spuröur hvort hann hefði ekki áhuga á að eignast börn sagöi hann: „Mig langar í ellefu böm, heilt fótboltalið. Því fleiri því betra." Brúðhjónin, Lorenzo Quinn og Giovanna Cicutta, ásamt foreldrum bruðgumans, Anthony og Yolanda, en þau hafa verið gift í tuttugu og sjö ár. Kevin Costner hefur sannaö að hann er ekki aðeins frábær leikari og leikstjóri heldur er hann líka gull af manni og líkist að því leyti hetjunni sem hann hefur nýlega ver- ið að túlka á hvíta tjaldinu, Hróa hetti. Þegar Kevin frétti að heitasta ósk Sean Dunlap, fjórtán ára drengs frá New Orleans, er beið dauða síns, væri að hitta Hróa hött fór hann strax að hitta hann. Sean hefur verið að berjast við sjúkdóminn í tíu ár og hefur ætíð vonað að hann mundi að lokum sigr- ast á honum en þegar læknarnir sögðu honum að hann ætti aðeins eina viku eftir ólifaða lagðist hann í mikið þunglyndi. Hann sagði vinum sínum að hann hefði svo sem vitaö að hann mundi deyja en það sem honum þætti verst væri að hann gæti þá ekki séð Hróa hött. Hann hafði vonaðist til að fá að lifa nógu lengi til að geta séð nýjustu mynd Kevins Costner, Hróa hött, en hún hafði ekki enn verið sýnd í New Orle- ans og átti ekki að hefja sýningar á henni fyrr en eftir tvær til þijár vik- ur. Vinir Sean tóku sig til og skrifuðu Kevin bréf. Hann varð svo snortinn er hann las bréfið að hann útvegaði þegar eintak af myndinni og bauð Fjölskyldumaðurinn Kevin brá skjótt viö er honum var sagt frá óskum Sean sem beið dauðans. Kevin ásamt konu sinni, Cindy, og dótturinni, Annie. Kevin skyldi koma og sitja við hliö hans á meðan á sýningunni stóö. honum ásamt foreldrum hans að horfa á myndina. Gleðin skein út út andliti Sean þrátt fyrir að hann mætti í þjólastól og með súrefnis- grímu og kút. Öllum að óvörum mætti Kevin einnig á sýninguna og sat við hhð Sean. Að sýningu lokinni gaf hann Sean leðurpyngju og belti sem hann hafði notað í myndinni. Sean dó aðeins örfáum dögum seinna en móðir hans sagðist aldrei hafa séð hann eins glaðan og þennan dag. „Þegar Kevin bauð honum að vera viðstaddur sýningu myndarinn- ar var eins og að sjá draum rætast. Hann hlakkaði svo óskaplega mikiö til þessarar stundar. Ég er svo þakk- lát Kevin fyrir þessa gleðistund sem hann gaf Sean rétt áður enn hann kvaddi þennan heim.“ Kennedy VÖNDUÐU verkfæra hjólaskáparnir og kisturnarfrá Kennedy U.S.A. GOTT VERÐ IS3R0T SÍMI: 653090, FAX: 650120 KAPLAHRAUNI5,220 HAFNARFJÖRÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.