Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1991. 15 Nytjum laxaauð- lindina löglega .. íslendingar eigi hlutdeild i laxagengd í hafinu í takt við framlag sitt til fiskræktar," segir m.a. í greininni. Að undanfómu hafa komið upp nokkur mál er varða meint brot á lögum um lax- og silungsveiði í sjó. Um er að ræöa villtan lax og lag- netaveiði fyrir silung í sjó. Af fyrr- greindu tilefni hafa vaknað spurn- ingar hjá ýmsum um það hver eigi laxinn og megi nytja hann. íslensk lög kveða svo á að lax- veiði í sjó sé bönnuð og einungis megi nytja viUta laxinn í fersku vatni. Það er vissulega rétt að eign- arhald á laxi, sem er í Atlantshaf- inu, er veikt í samanburði við aðra eign, eins og fé á afrétti og aligæsir á engi. Gildir þetta hvort heldur sem laxinn er uppmnninn í ám landsins eða hefur verið sleppt sem gönguseiði úr hafbeitarstöð. Það er ekki fyrr en hann hefur skilað sér í ána sína eða hafbeitarstöðina að eignarrétturinn verður vís og nýt- anlegur. Nytjar í höndum hlunninda- jarða og hafbeitarstöðva Almennt má þó segja að íslend- ingar eigi hlutdeild í laxagengd í hafinu í takt við framlag sitt til fisk- ræktar. Hins vegar falla allar nytj- ar íslenska laxastofnsins í hlut jarða, sem hafa þessi hlunnindi, lögum samkvæmt, sem og hafbeit- arstöðva. Jarðimar em nær ein- göngu við laxveiðiár og vötn viðs vegar um land. Kjallariim Einar Hannesson starfar i nefnd sem vinnur að bættu veiðieftirliti Um silungsveiöi gilda þau laga- ákvæði að veiði er heimil þeim jörðum, sem land eiga að sjó, og hafa stundað slíka veiði og skal umfang þess veiðiskapar vera hið sama og var á árunum 1952-1957, sbr. ákvæði göngusilungslaga. „Villta vestrið" í upphafi var vikið að veiðibrot- um í sjó. Það seinasta af því tagi gerðist fyrri skömmu þegar net var tekið í sjó í Miðfirði fyrir landi Hvammstanga. Ótrúlegir atburðir áttu sér stað í framhaldinu, sem eitt dagblað nefndi „Villta vestrið", ekki að tilefnislausu. En sjö menn á tveimur bifreiðum tóku sig upp frá Hvammstanga og óku til Skaga- strandar og beittu ofbeldi gagnvart löggæslumanni, með töku á neti, sönnunargagni í meintu veiðilaga- broti. Frásögn af þessuin verknaði myndi vafalaust talin lygasaga ef sögð væri siðuðum manni, án þess að hann þekkti til málavaxta, svo yfirgengilegt er þetta atvik. Að vísu hefur komið fram opinberlega að undanfomu að framferði manna sé nú orðiö grófara en áður var og menn beiti meiri hörku ef eitthvað beri út af í samskiptum manna. Menn, sem orðnir em sjóaðir, segja kannski að þetta Hvamms- tangamál sé einn angi af þessu út- haldi sem þjakar þetta litla þjóðfé- lag okkar. En ég tel að hér hafi markvisst verið stefnt að því að bijóta á bak aftur veiðieftirlitið í Húnavatnssýslu. Á sínum tíma grýttu menn á Hvammstanga lög- gæslumenn Landhelgisgæslunnar við skyldustörf sín, í sömu veru og hér um ræðir, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Einkenniiegur frétta- flutningur Síöar komu fram í þessu neta- máli einkennilegar fréttir í fjöl- miölum frá þeim „brotlegu". Fyrst um að möskvi netsins hafi verið löglegur og síöar samkvæmt sömu heimild að netinu hafi verið lagt löglega þegar þaö atriði sat eftir í kærunni að netið hafi ekki verið landfast en það skal vera landfast við bakka skv. lögum. Jafnframt kom fram í fréttum að Hvamms- tangaliðið ætlaði að kæra lögregl- una í Húnavatnssýslu fyrir hand- tökuna! Ýmsar spurningar vakna þegar mál þetta er skoðað. 1) Eyðilögðu þremenningarnir ekki sönnunar- gagnið á hvern veg sem er þegar þeir höfðu framkvæmt aðgerðina á bryggjunni á Skagaströnd? 2) Var veiðieftirlitsmaður viðstaddur þeg- ar „netagerðarmaðurinn" mældi netið og staðfesti að um sama net væri að ræða. 3) Var staðið rétt að við mælingu á netinu sem mæla átti vott „í sjó“. - Það er ýmislegt sem gæta þarf að til þess að fá fram hið sanna og rétta í málinu. Einar Hannesson „Það er vissulega rétt að eignarhald á laxi, sem er í Atlantshafinu, er veikt 1 samanburði við aðra eign, eins og fé á afrétti og aligæsir á engi.“ Brú milli Danmerkur og Svíþjóðar Miðvikudaginn 14. ágúst tók danska þjóðþingið ákvörðun um að byggja ætti brú milli Danmerkur og Svíþjóðar. Svíar hafa þegar sam- þykkt fyrir sitt leyti að brúin verði byggð en mikill meirihluti sænska þingsins samþykkti þann 12. júní síðastliðinn að brúin skyldi byggð samkvæmt samningi sem sam- göngumálaráðherrar ríkjanna gerðu og skrifuðu undir 23. mars í ár. Tekur samningur sá er sam- gönguráðherrarnir skrifuðu undir gildi en samþykktir þjóðþinganna beggja eru bindandi. Af hverju brú? En af hverju er verið að byggja brú yfir Eyrarsundið? Hví vilja menn tengja Danmörku og Sví- þjóð? Borgar þetta sig? í tugi ára hafa Danir og Svíar þrefað um þetta mál og reynt að komast að niðurstöðu. Er áætlað að hefjast handa árið 1993 og skal verkinu lokið á sex árum, það er að segja brúin á að standa tilbúin fyrir alda- mót. Sameiginlegt sænskt og danskt hlutafélag í eigu ríkjanna beggja mun sjá um byggingu brú- arinnar og verður hún í þess eigu. Kostnaði og mögulegum hagnaði af brúnni munu ríkin defia jafnt sín á milli. Brúarsmíðin verður íjármögnuð með lánum sem síðan verða borguð með þeim tekjum sem fást af brúnni en það mun kosta áiíka mikið að aka yfir hana og að taka ferju sem kostar um 4000 krónur í dag. Með samþykktinni um að byggja Eyrarsundsbrúna samþykkir danska þingið einnig að stuðla að byggingu brúar milli dönsku eyjar- innar Lálands og Þýskalands, yfir svo kallað Fehmam-belti. Svíum yrði mikill akkur í að sú brú yrði byggð í framhaidi af Eyrarsunds- brúnni því þeir yrðu þá komnir með fasta samgönguleið til megin- KjáUarinn Ársæll Guðmundsson kennari og uppeldisfræðingur mikið, kannast við nvemig það er að sitja tímunum saman í bílnum sínum og bíöa eftir plássi í ferju. Sé maður forsjáll og panti í feijuna fyrir bílinn getur það tekið margar klukkustundir við símann að ná í afgreiðslu ferjanna. Það yrði mikill tímasparnaður ef hægt yrði að aka rakleiðis yfir Eyrarsundiö. Táknrænfyrir vilja Svía... Brú mun verða jafnhhða fyrir bílaumferð og járnbrautarlestir svo þeir sem búa í öðru landinu og vinna í hinu, sem reyndar er furðu algengt, verða ekki nema nokkrar mínútur frá miðbæ Málmeyjar í Svíþjóð til miðbæjar Kaupmanna- hafnar í stað 45 minútna ferðar með hraðskreiðustu ferjunum. Leikur einn verður fyrir Svía að komast „Kaupmannahöfn stækkar ef svo má að orði komast. Kaupmannahöfn og nágrenni verður markaður fyrir Svía í auknum mæh og Kaupmannahöfn styrkir stöðu sína sem höfuðborg Norð- urlandanna.“ landsins í gegnum Danmörku. En víkjum að spumingunni af hveiju brú? Það er óhætt að full- yrða að Svíar hafa meira gagn af brú en Danir. Öll umferð þunga- flutningabíla og flutningalesta, sem leið eiga frá Sviþjóð og á evrópskan markað, fer nú með ferjum milh Svíþjóðar og meginlands Evrópu. Með tilkomu Eyrarsundsbrúar munu vöruflutningar ganga betur því oft kemur það fyrir að Eyrar- sund leggur á veturna og geta liðið vikur þangað th það er fært ferjum að nýju. Þeir Svíar, sem ferðast yfir á Kastrupflugvöll en áætlað er að brúarendinn Danmerkurmegin verði á Amager. Einnig er áætlað að tengja Skur- up-alþjóöaflugvölhnn í Suður-Sví- þjóð við KastrupflugvöU með jám- braut. Með tilkomu brúarinnar mun Málmey, sem er þriðja stærsta borg Svíþjóðar, tengjast einum af stóru kjörnum Evrópu, Kaupmanna- höfn, og væntanlega dragast með inn í þá hringiðu sem því fylgir en aðeins em tæpir 20 kílómetrar mihi Kaupmannahafnar og Málmeyjar. Ein af skissum þeim sem gerðar hafa verið af brú milli Sviþjóðar og Danmerkur. Þegar á síðasta ári, þegar útlit fór að verða fyrir brúarsamning, steig fasteignaverð í Suður-Svíþjóð og er nú orðið mun hærra en fyrir nokkmm árum. Talið er aö fast- eignaverð í Málmey eigi eftir að hækka enn meira eftir samþykkt danska þjóðþingsins. Brúin verður einnig táknræn fyr- ir vilja Svía til að tengjast Evrópu- bandalaginu og færir í raun Svía nær Evrópu í vissum skUningi. Danir hafa einnig hag af brúnni. Kaupmannahöfn stækkar ef svo má að orði komast. Kaupmanna- höfn og nágrenni verður markaður fyrir Svia í auknum mæli og Kaup- mannahöfn styrkir stöðu sína sem höfuðborg Norðurlandanna. Nýr borgarhluti veröur byggður og hef- ur hann þegar fengið nafnið Eyrar- bær og á hann að rísa við brúar- sporðinn. Framkvæmdir viö brúna munu þýða atvinnu fyrir fjölda manns í mörg ár en að sama skapi myndu margir sem nú hafa at- vinnu af feijunum sem ganga yfir sundið þurfa að leita sér að ann- arri vinnu. Margir á móti En margir eru á móti byggingu brúarinnar og hefur mótstaðan verið meiri í Danmörku en Svíþjóð. Umhverfissamtök hafa barist hat- rammri baráttu gegn brúnni og telja að aukin loftmengun fylgi komu hennar. Einnig hefur mikið veriö rætt og ritað um að brúin komi til með að hindra ferskan sjó í að komast inn í Eystrasaltið og Helsingjabotn en allt lífríki þar er mjög viðkvæmt. Nýlega lýstu Finnar yfir óánægju sinni með fyrirhugaða brúarsmíði svo og Sovétmenn sem telja að ver- ið sé að loka þá inni. Reyndar er það brúarsmíði Dana yfir Stóra- belti sem valdið hefur miklum deil- um milli Finna og Dana en Finnar fleyta gríðarstórum olíuborpöllum, sem þeir smíða í Finnlandi, gegn- um Stórabelti og út á Atlantshafið. Með tilkomu brúar yfir Stórabelti verður ekki lengur hægt að koma þessum gríðarstóru mannvirkjum í gegn. Finnar kærðu Dani fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag en töp- uðu málinu. Þeir hóta nú að kæra byggingu brúar yfir Eyrarsund tii Álþjóðadómstólsins og freista þess að hindra byggingu hennar. Sovét- menn styðja Finna í þessu máli en frá Þýskalandi og Póllandi, sem einnig eiga hagsmuna að gæta, hef- ur lítið heyrst enn sem komið er. Umhverfisverndarsinnar halda því fram aö með tilkomu þessara brúa breytist hafstraumamir með hrikalegum afleiðingum fyrir allt lífríkið í sjónum fyrir innan sem nú þegar stendur illa vegna meng- unar og upp á síðkastiö hafa eitrað- ir þörungar gert mönnum lífið leitt við baðstrendur Svíþjóðar. Ársæll Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.