Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1991. Fréttir Grandi hf. og Hraðfrystihús Stokkseyrar: Viðræður að hefjast samvinnu fyrirtækjanna - segir Brynjólfur Bjamason, framkvæmdastjóri Granda „Grandi hf. ritaði stjórn Hrað- frystihúss Stokkseyrar bréf og ósk- aði eftir viðræðum um samvinnu við frystihúsiö. Könnunarviðræður um þetta mál eru nú að hefjast. Aö okkar mati er möguleiki á að ná fram hag- kvæmni í rekstri með þvi að reka báta til humar- og dragnótaveiða en togarar Granda myndu veiða meira af botnfiski og afla síðan verða ekiö til vinnslu á Stokkseyri,“ segir Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda. Viðræður um sameiningu hrað- frystihúsanna á Árborgarsvæðinu, það er Hraðfrystihúss Stokkseyrar sem Hlutaíjársjóður á um 77 prósent hlutafjár í, Meitilsins sem sjóðurinn á um 50 prósent í og Glettings sem er í eigu ýmissa samvinnufyrirtækja, hefur mætt mikilli andstöðu heima- manna á Stokkseyri. Sambandið hafði dregið sig út út viðræðunum fyrr í sumar en hefur nú hafiö viðræður við stjómir hinna tveggja frystihúsanna. „Sambandið var búið að gefa frá sér hugmyndina um sameiningu þessara þriggja húsa því það náðist ekki samstaða innan þeirra raða um málið. Okkur Stokkseyringum fannst þvi að við ættum aö fara út í viöræður við Granda hf. og sjá hvað þeir vildu gera fyrir okkur. Um þetta var deilt á fundi sem haldinn var þann 23. þessa mánaðar,“ segir Jón Haraldsson sem situr í stjóm Hrað- frystihúss Stokkseyrar. „Þegar Sambandið frétti af tilboði Granda um samvinnu við okkur snerist því hugur og vildi áframhald- andi viðræðu'r um sameiningu hús- anna þriggja. Það er verið að kýla þetta mál áfram gegn vilja heima- manna og þeirra sem hafa annast stjórn Hraðfrystihússins. Hugur heimamanna beinist ekkert síður í þá átt að taka upp viðræður við Granda því okkur finnst að það sé ekki nein bót að því að sameina fyrirtækið tveimur öðrum fyrirtækj- um sem era í slæmum rekstri. Að okkar mati er miklu fýsilegra að fara út í samvinnu við fyrirtæki sem er í bullandi uppsveiflu eins og Grandi er náttúrlega. Við viljum því skoða þennan kost vel áður en við verðum neyddir út í sameiningu við þessi tvö fyrirtæki," segir Jón. „Samningaviðræður fyrirtækj- anna á Árborgarsvæðinu ganga ágætlega en hægt. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Það verður í fyrsta lagi um miðjan sept- ember sem þetta mál getur farið fyr- ir stjómir fyrirtækjanna þriggja, stjóm Byggðastjómunar og hlut- hafafundi," segir Sigfús Jónsson, formaður stjómar. „Sambandsmenn vora mjög tví- stígandi í þessum samningaviðræð- um um daginn. En þeim var stillt upp við vegg á kurteislegan hátt og þeir tóku sér nokkra daga í að skoða þetta og ákváðu síðan að halda áfram samningaviðræöum. Sökum þess hversu Hlutafjársjóð- ur er stór eignaraðili í Hraðfrysti- húsi Stokkseyrar ræður stjóm hans ferðinni í þessum málum." -J.Mar Skurðurinn, sem liggur rétt fyrir neðan aðalveginn, er alls óvarinn og fullur af klóaki. DV-mynd GVA Innbrotin á Noröurlandi á góðri leið með að upplýsast: Var viss eftir að ég las fréttina í DV - sagði þema í Akraborginni sem afgreiddi grunsamlega menn á mánudag „Ég sá þessa stráka fyrst þegar ég var að koma um borð í Akraborgina klukkan hálfátta á mánudagsmorg- uninn. Þeir vora fjórir um tvítugt og greinilega hálíþreyttir. Ég spurði þá hvort þeir væra að koma langt að. En það virkaði á þá eins og ég hefði gefið þeim utan undir. Ég lét það því vera að spyrja þá frekar, fyrst þetta var svona viðkvæmt. Nokkra síðar komu þeir upp í sjoppuna til mín og báðu mig um að skipta smápeningum. Sá sem kom sagðist hafa unnið pen- ingana í spilakössum," sagði Halldóra Sæmundsdóttir, þema um borð í Akraborginni, í samtali við DV. Upplýsingar hennar og stýrimanns um borð urðu til þess að lögreglunni bárast vísbendingar um fjóra pilta sem granaðir era um að hafa brotist inn á fimm stöðum á Norðurlandi eftir klukkan eitt aðfaranótt mánu- dagsins. Eins og fram hefur komiö í DV bára þjófarnir um 100 kílóa peninga- skáp út úr kaupfélaginu í Varmahlíð Halldóra Sæmundsdóttir var vissum afi hún hefði séö þjófana eftir að hun las fréttina IDV. DV-mynd JAK í Skagafirði, auk þess sem þeir brutu upp annan slíkan á bifreiðaverk- stæði á Akureyri. Sömu þjófar era einnig granaðir um að hafa brotist inn á tveimur öðram stöðum á Akur- eýri og hjá söluskála Esso á Blöndu- ósi. Þeir stálu tugum þúsunda króna, meðal annars talsverðu af skipti- mynt og ávísunum. Þjófnaðimir áttu sér stað eftir klukkan eitt aðfaranótt mánudagsins. Fjórmenningamir fóru síðan með fyrstu ferð Akraborg- ar til Reykjavikur um morguninn. „Strákamir vora heldur skugga- legir. Ég sá að þeir vora með mikið af peningum og klinki á sér. Það var eins og það væri veisla hjá þeim. Þegar ég skoðaði svo frétt í DV um innbrot fyrir norðan var ég viss um aö strákarnir væra innbrotsþjófam- ir. Síðan kom í ljós að þeir höfðu framvísað ávísun sem gefin var út á bílaverkstæði á Akureyri og þannig var hægt að rekja hana til stráksins sem skrifaði nafnið sitt aftan á hana,“ sagði Halldóra. Rannsóknarlögregla ríksisins hef- ur nú mál þetta til meðferðar. Rann- sóknin er komin á talsverðan rekspöl og er ljóst um hverja þama var að ræða. Þeir hafa oft komist í kast við lögináður. -ÓTT Matvælaframleiðslukauptúnið Hvolsvöllur: Klóakinu frá þorpinu veitt út í opinn skurð - stendur til að gera úrbætur, segir oddvitinn „Ástandið á Hvolsvefli hefur verið algjörlega ófullnægjandi í mörg mörg ár, eða nánast alltaf. Við höíöum af- skipti af þessu máli í fyrra en þá haföi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þegar vakið máls á því og krafist úrbóta," sagði Þórhallur Halldórs- son, forstöðumaður heilbrigðiseftir- litsdeildar hjá Hollustuvemd ríkis- ins. Það hefur aldrei verið nein rotþró til staðar á Hvolsvelli heldur hefur klóakið verið leitt út í opinn skurð fyrir neðan aðalveginn þar sem það blasir við gestum og gangandi. Þá má geta þess að Sláturfélag Suð- urlands er nú komið með nær alla sína matvælaframleiðslu til Hvols- vallar. „Þetta mál er búið að hafa ansi langan aðdraganda, en svona kostar auðvitað miklar framkvæmd- ir og peninga. Sveitprfélög era mjög mismunandi stödd fjárhagslega og það sem hefur hamlað framkvæmd- um fram að þessu hefur ábyggilega verið fjárskortur," sagði Þórhallur. Helga Þorsteinsdóttir oddviti segir að úrbætur standi fyrir dyram. „Það á að auglýsa útboð á fram- kvæmdum næsta sunnudag, að byggja þarna rotþró í haust. Verklok eiga að vera fyrir 15. nóvember í ár. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Hollustuvemd ríkisins hafa verið með okkur í ráðum um hvaða lausn sé best og þetta er nú allt farið í gang. Það má segja að það sé algjör sér- staða hérna hjá okkur. Við höfum hvorki sjó né stóra á. Víða í sveitarfé- lögum hefur klóakið verið leitt beint út í sjó, eða næstu á, sem er ekki til staðar hjá okkur. Hér er það því leitt út í skurð og það rennur lækur eftir skurðinum sem náttúrlega þynnir og hreinsar." Helga sagði að þetta kæmi til með að verða mjög gott í framtíðinni því eftir að þessum fyrsta áfanga lyki, að byggja rotþró meö svokallaðri syturlögn, væri ætlunin að byggja þama hreinsistöð eftir 2^4 ár. „Þegar þeim áfanga lýkur er ekki til neitt betra en þaö hér á landi, a.m.k. ekki í dag,“ sagði Helga. -ingo Lélegur ísfiskur sendur héðan á markað í Hull „Skýringin á því að ísfiskurinn er ekki jafngóöur í sumar og und- anfarin ár er hitabylgjan sem gekk yfir í júní og júlí. Hitinn hafði slæm áhrif á fisk sem fluttur var á er- lendan markað beint, svo og þann fisk sem tekinn var til vinnslu inn- anlands. Menn juku ekki ísun þó að hlýnaði í veðri og því hefur fisk- urinn ekki'verið allt of góður,“ seg- ir Vilhjálmur Guðlaugsson hjá Rík- ismati sjávarafurða. í nýju fréttabréfi Ríkismatsins kemur fram að á tímabilinu júní til júlí voru 60 prósent fglensks fisks, sem seldur var í Hull, dæmd í fyrsta flokk, 25 prósent í annan flokk og 15 prósent í þriðja flokk. Hér er frádæmdur fiskur ekki með- talinn. „Menn hljóta að hafa þaö bak við eyrað að þeir þurfi að ísa meira í svo hlýju sumri þó að þeir hafi ekki gert það. Það er til reglugerð um vigtun afla og þar er miðað við lágar tölur. Reglugerðin stangast á við beiðnir okkar um að fiskurinn sé vel ísaður. Ef fiskurinn er ísaður of mikið er ísinn vigtaður sem hluti af aflanum. Það era engar tölur til um hvern- ig ísfiskurinn flokkaðist hér á landi í sumar því það er búið að leggja niður ferskfiskmat. Þó að vinnsluaðilar séu ekki ánægðir með að fiskurinn sé ekki nógu mikið ísaður eru þeir þó mjög fáir sem greiða miðaö við gæði fisksins. Ef hver einasti vinnsluað- ili flokkaði sinn fisk þegar hann kæmi og greiddi seljendum fyrir afurðina eins og hann fær hana væri meiri þrýstingur á þá að ganga betur um hráefnið. Auk þess fengi seljandinn aö vita aö kaup- andinn hefði ekki verið ánægður. Það er því miður ekki allt of gott samband á milli kaupenda og selj- enda varðandi ástand fisksins þeg- ar hann berst. Það er í verkahring vinnslunnar og sjómanna að kippa þessuíliðinn." -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.