Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1991.
Bílastúdíó sf.
Hjallahrauni 11,
Hafnarfirði, sími 653340
Tíl sýnis og sölu
I Bílastúdíói sf.
Daihatsu Charade CS '87, ek. 40
þús., 4 gíra, blásans. V. 470.000.
Lada Safir 1300 '87, ek. 60 þús.,
beige. V. 220.000.
M. Benz 190 E '90, sjálfsk., álfelg-
ur, ABS, svart m., topplúga o.fl.,
ek. 29 þús. V. 3.000.000.
M. Benz 230 E '90, sjálfsk., raf-
topplúga, ABS, álfelgur o.fl., ek.
33 þús., svart m. V. 3.700.000.
Suzuki Sidekick JX-JXL '91, nýir
bilar. V. frá 1.600.000.
MMC Galant GLSi '89, ek. 50
þús., hvítur, 5 gíra. V. 1.190.000.
OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 OG LAUGARDAG 12-17
r
á næsta sölustað • Askriftarsimi 62-60-10
Utlönd
Umskipti 1 valdabaráttu æðstu manna í Sovétríkjunum:
Jeltsín lætur undan
síga fyrir Gorbatsjov
- aðstoðarmenn hans segja hugmyndir um landvinninga Rússa ýktar
Mikhaíl Gorbatsjov og ívan Sílajev, helsti áhrifamaður um skipan efnahagsmála i Sovétríkjunum, bera saman
bækur sínar í Æðsta ráðinu I gær. Svo virðist sem Gorbatsjov hafi nú stöðvað framsókn Borís Jeltsín til valda.
Simamynd Reuter
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
hefur ákveðið að slaka á í sókn sinni
til valda á kostnað stjórnarinnar í
Kreml. Svo virðist sem yfirlýsingar
frá honum um rétt Rússa til að leggja
undir sig lönd byggð Rússum í Úkra-
ínu og Kasakhstan hafi verið kornið
sem fyllti mælinn.
Mál þetta hefur valdið uppnámi í
lýðveldunum og Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, áminnti Jeltsín í
Æðsta ráðinu í gær um að líka hann
yrði að fara eftir stjórnarskránni.
Anatolíj Sobsjak, borgarstjóri í Len-
íngrad og ákafur stuðningsmaður
Jeltsíns, lýsti því einnig yfir að kröf-
ur Jeltsíns í þessum efnum ættu eng-
an rétt á sér.
Jeltsín hefur einnig ákveðið að
falla frá fyrri hugmyndum um að
Rússland fái yfirráð yfir gjaldeyris-
málum alls ríkisins og það kæmi í
Rússa hlut að semja um viðskipti
með demanta og dýra málma. Þessi
mál hafa hingað til heyrt undir
stjórnina í Kreml og verða það áfram
eftir að erlendir bankamenn létu í
ljós í gær áhyggjur sínar yfir að Sov-
étríkin stæðu ef til vill ekki við íjár-
hagsskuldbindingar sínar.
Þótt Jeltsín hafi geíið eftir í þessum
málum ræður stjórn Rússlands enn
mestu um fyrirhugaðar breytingar á
efnahagskerfi Sovétríkjanna. ívan
Sílajev, forsætisráðherra Rússlands
og náinn samstarfsmaður Jeltsíns,
er formaður nýrrar efnahagsnefndar
sem gera á tillögur um markaðsvæð-
ingu efnahagslífsins á skömmum
tíma.
Gorbatsjov tók í gær af öll tvímæli
um vilja sinn til að segja skilið við
gömlu áhrifaöflin í Sovétríkjunum.
Æðsta ráðið staðfesti vantraust á
gömlu ríkisstjórnina sem í raun
hafði verið áhrifalaus frá lokum
valdaránsins. Gorbatsjov lýsti því
yfir síðasta fostudag að stjórnin yrði
öll að víkja. Jafnframt var Borís
Pankin skipaður utanríkisráðherra.
Hann var seinast sendiherra í Prag
og neitaði að hlýða skipunum valda-
ránsmanna.
Þá réðst Gorbatsjov til atlögu við
leyniþjónustuna KGB með því að
leysa upp yfirstjórn hennar. Áður
hefur forsetinn gert upp sakirnar við
kommúnistaflokkinn og herinn.
Reuter
Janajev var f ullur í valdaráninu
Nýjar upplýsingar benda til að Gennadíj Janajev, forseti Sovétríkjanna í
þrjá daga, hafi verið fullur allan timann sem hann var við völd.
Símamynd Reuter
Þegar Gennadíj Janajev, forseti
Sovétríkjanna í þrjá daga, var hand-
tekinn á skrifstofu sinni í Kreml að
loknu valdaráninu reyndist erfið-
leikum bundið að vekja hann. Þeir
sem fyrstir komu á skrifstofuna segja
að forsetinn hafi þá verið dauða-
drukkinn og ekki með rænu.
Það er blaðamaður, breska blaðsins
Gardian sem hefur safnað sögum um
lifnað valdaránsmanna þá þrjá daga
sem þeir voru við völd. Þar kemur
fram að Janajev hafi verið drukkinn
þegar völdunum var rænt og augljós-
lega langdrukkinn þegar hann var
handtekinn. Af þessu hefur verið
ályktað að ekki hafi runnið af forset-
anum þá þrjá daga sem hann var við
völd.
Það var Venjamín Jarín, einn að-
stoðarmanna Gorbatsjovs, sem fyrst-
ur kom að Janajev í Kreml eftir
valdaránið. Hann segir svo frá: „Það
tók mig langan tíma að vekja Janajev
og þegar hann loksins vaknaði þekkti
hann mig ekki. Mér virtist sem hann
hefði veriö búinn að drekka lengi.“
í blaðinu er vísað í heimildarmenn
í Kreml sem segja að bæði Janajev
og Valentín Pavlov forsætisráðherra
hafi verið drukknir aðfaranótt
mánudagsins 18. þegar Vladímír
Krjutskov, yfirmaður KGB, kallaði
valdaránsmennina saman og gerði
þeim grein fyrir að það væri nú eða
aldrei að ræna völdunum.
Pavlov á að hafa látið í ljós efa-
semdir um að valdarániö heppnaðist
en yfirmaður KGB gerði honum og
öðrum efasemdarmönnum það ljóst
að völdum yrði rænt með hervaldi
ef þeir vikju Gorbatsjov ekki frá
völdum.
Reuter
Arn
r 1 Ftön
ifoo.
aat22G£&
A09°
í3‘
-®3?
hiMforúr
J| /iuraf™4,mW(Q)usr9
V-8 '•‘“IKofamli
f 1000 fyrír
T
U v 6 L
Hörkuútsala er í gangi í Austurstræti,
Mjódd og Borgarkringlunni. Nú er gullið
tækifæri til ab nó sér í topptónlist ó
botnverði
M Ú S I K
hljómplötuverslanir
AUSTURSTRÆTI 22 © 28.319 • GLÆSIBÆR © 33528 ■ LAUGAVEGUR 24 © 18670
STRANDGATA 37 © 53762 • ÁLFABAKKA 14 MJÓDD © 74848 • BORGARKRINGLAN © 679015