Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Síða 11
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1991 11 dv Svidsljós Johnny Carson ásamt fyrstu konu sinni, Jody, og þremur sonum meðan þau voru gift og allt lék í lyndi. Innfellda myndin er af Rick sem lést af slys- förum nýlega. Johnny Carson: Lét jarða son sinn án vitundar móðurinnar Jody, móðir Ricks Carson, sem lést í bílslysi nú nýlega, var ekki viðstödd útfór sonar síns því hún vissi ekki einu sinni af því að hann væri látinn. Jody frétti af andláti sonar síns í sjónvarpsfréttum fjórum dögum eftir að hann lést en þá þegar hafði faðir hans, hinn frægi sjónvarpsmaður Johnny Carson, látið jarða hann. Aö sögn kunnugra hefur Johnny alla tíð komið mjög illa fram við þessa fyrr- verandi eiginkonu sína og eru vinir og ættingjar hennar mjög reiðir út í hann. „Johnny hafði ekki fyrir því að segja henni af slysinu og látinu. Hann segir henni ekki einu sinni hvar sonur hennar er jarðsettur," sagði einn vina hennar. Rick Carson, sem var þijátíu og níu ára er hann lést, var mjög náinn móður sinni. Það var því mjög mikið áfall fyrir hana er hún frétti á þenn- an ömurlega hátt af láti hans. Einn af vinum Jody, séra Walker, hefur reynt að tala viö hana en hann segir að hún hafi lokað sig inni í íbúð sinni í New York eftir að hún frétti af látinu. Það eina sem hún sagði við mig var: „Ég veit ekki einu sinni hvar hann var jarðsettur og get því ekki farið að gröf hans.“ Johnny og Jody eignuðust þrjá syni í hjónabandinu en þau skildu árið 1963 og hafa þau varla talast við síð- an. Fyrir rúmu ári fór hún fram á að hið árlega meðlag, sem Johnny greiðir með henni, yrði hækkað. Málið fór fyrir dómstóla en hún tap- aði því. Það hefur ætíð verið kalt á milli þeirra síðan þau skildu og þessi fjár- krafa Jody hefur aukið á óvild Johnnys gagnvart henni. Kunnugir segja að hann sé að hefna sína á henni fyrir að fara fram á þessa kröfu. Þess vegna hafi hann ekki haft fyrir því að segja henni frá láti Ricks. ÞRIGGJA DAGA STANSLAUS FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG KL. 10-22 LAUGARDAG KL. 10-17 ^uj^e^Sgbundw^koðu^ AFGREIDDIR MEÐ FULLAN RENSÍNTANK AFSLÁTTUR ALLT AÐ KR GREIÐSLUKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI Mfmfíw mi/tp LAUGAVEGI 174 - SÍMI 695660 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.