Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Síða 14
14
FIMiyiTUpAGpR^.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglysingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lauáasölu virka daga 105 kr. -- Helgarblað 130 kr.
Jeltsín er hættulegur
Boris Jeltsín Rússlandsforseti hefur beitt tilskipana-
valdi sínu ótæpilega undanfarna daga. Hann gerði sig
meðal annars um tíma að yfirmanni sovézka heraflans,
þótt sjálfur gegni hann embætti á vegum Rússlands sem
lýðveldis, en ekki Sovétríkjanna sem ríkjasambands.
Allar þessir gerðir hans kunna að hafa verið nauðsyn-
legar við hinar óvenjulegu aðstæður, sem myndast, þeg-
ar verjast þarf hallarbyltingarmönnum, sem eru á ólög-
legan hátt að reyna að ná undirtökum í þjóðfélaginu.
Árás þeirra þarf að svara með gagnárás lýðræðisinna.
Hitt er svo gömul saga, að allt vald spillir og gerræðis-
vald gerspillir. Einhvers staðar á þessu bili er hið ótæpi-
lega tilskipanavald Jeltsíns. Vandinn er sá, að valdið
breytir persónu þeirra, sem með það fara, og því miður
sjaldnast til góðs, svo sem veraldarsagan sýnir.
Nýlegt dæmi er um ríki, sem upprunalega þótti til
fyrirmyndar í sínum heimshluta, en lenti fyrir rúmum
tveimur áratugum í þeirri óbeinu ógæfu að hafa betur
í valdastreitu við nágrannanna. Það er ísrael, sem smám
saman hefur breytzt í ruddafengið útþensluríki.
Yfirvöld Rússlands hafa boðað, að þau áskilji sér all-
an rétt til landamæra gagnvart þeim ríkjum Sovétríkj-
anna, sem hggja að Rússlandi og hyggjast segja sig úr
ríkjasambandinu eða hafa gert það. Þetta er vegna Rússa
í þessum löndum, einkum í Úkraínu og Kazaskhstan.
Slæmt er, ef úr rústum Sovétríkjanna rís útþenslu-
gjarnt Rússland, sem gerir landakröfur á hendur ná-
grönnum sínum og getur stutt þær mesta safni kjarn-
orkuvopna, sem til er í heiminum. Því er ljóst, að menn
þurfa að vera vel á verði gagnvart Rússlandi Jeltsíns.
Yfirlýsing Rússa hefur strax í upphafi slæm áhrif á
Serba og Júgóslavíuher, sem eru að reyna að ná undir
Serbíu þeim hlutum Króatíu, sem eru byggðir Serbum.
Yfirlýsingin styður Serba og Júgóslavíuher í þeirri trú,
að ofbeldi þeirra þjóni sanngjörnum þjóðernismálstað.
Ekki er núna vitað, hvort Jeltsín muni ná tökum á
tilskipanaáráttu sinni, þegar hættan af ofbeldi harðlínu-
manna er hðin. En ekki er tímabært að fullyrða, að al-
hvítt ljós hafi leyst kolsvart myrkur af hólmi austur í
Garðaríki, þótt horfur séu óneitanlega mjög góðar.
Alveg eins og góðir hlutir geta falið í sér slæmar
hættur, þá geta slæmir hlutir haft í för með sér góð
hliðaráhrif. Það getur jafnvel verið ástæða til að fagna
slæmum tíðindum, af því að þau muni kalla á nýja at-
burðarás, sem leiði til betra ástands en var í upphafi.
Meðan aðrir fjölmiðlar grétu hallarbyltingu harðlínu-
manna í Sovétríkjunum, var hér í leiðara lýst ánægju
með, að haharbyltingin setti andstæður Sovétríkjanna
í skýrara ljós, hreinsaði þokuna og sýndi okkur, hverjir
væru hinir raunverulegu ráðamenn þar eystra.
Haharbyltingin hefur gert lýðræðissinnum kleift að
finna þá, sem voru með landráð í hjarta. Hún gerir lýð-
ræðissinnum nú kleift að hreinsa í einu vetfangi meiri-
hluta yfirmanna í her, ríkislögreglu og leynilögreglu og
vonandi einnig meirihluta yfirmanna hergagnaiðnaðar.
Illir atburðir breyttust í andhverfu sína, þegar nú-
tímafólk náði undirtökum í vörninni gegn harðlínu-
mönnum. Það góða, sem náðst hefur, er ekki varanlegt,
fremur en hið illa, ef forustumenn lýðræðissinna láta
ekki fljótlega af valdshyggju og útþenslustefnu.
Jeltsín fer með kjarnorkuvopn og tilskipanavald.
Sagan sýnir, að slíkir menn verða oftast hættulegir,
hversu góðir sem þeir virðast vera í upphafi leiks.
Jónas Kristjánsson
M.yí.y.1.!.';!
Sjálfsævisögur eru þrotiaus uppspretta hugleiðinga um manninn og stöðu hans í samfélaginu
Sjálfsævisögur
og menning
Á ráðstefnu, sem efnt var til af
Norræna húsinu í Færeyjum fyrir
tveimur árum, voru flutt allmörg
erindi um sjálfsævisögur stjórn-
málamanna á Norðurlöndum. í
flestum erindanna kom fram að
helstu kostir slíkra ævisagna væru
að þar væri að flnna upplýsingar
um söguleg atriði sem ekki væri
að finna á öðrum stöðum. Góð
ævisaga stjórnmálamanns var því
sú sem lýsti upp mál frá nýju sjón-
arhomi, gæfi áður ókunnar upp-
lýsingar um tiltekin viðfangsefni
og sýndi almenningi inn í afkima
stjórnmálamanna þar sem ákvarð-
anirnar eru teknar.
Sjálfsævisögurnar ætti því að
meta eftir sögulegri þýðingu
þeirra. Einn fyrirlesara benti á að
ævisögur gætu þegar best lætur
verið bókmenntaverk, þar sem höf-
undurinn gerir ekki aðeins að lýsa
því sem honum finnst máli skipta
fyrir þá mynd sem hann vill að les-
endur fái af sér, heldur einnig að
hann bregði ljósi yfir samtíð sína,
vegi og meti samtíðarmenn sína og
túlki heimsskoðun sína. Þarna er
ekki farið fram á neitt smáræði.
Fæstar ævisögur manna mundu
standast svo strangt próf.
Einstaktfyrirbæri
En það er hægt að líta á sjálfsævi-
sögur stjórnmálamanna sem ann-
arra út.frá enn einu sjónarmiði.
Hver og einn af jarðarbörnum er
einstakur. Engir tveir einstakling-
ar eru eins. Allir eiga sér sögu sem
er öðruvísi en allra annarra. Sér-
hver upplifir umhverfi sitt og ver-
öldina alla á sinn hátt. Sagan er
sjaldnast saga einstaklinga heldur
hópa.
Sjálfsævisaga er þvi einstakt fyr-
irbæri að því leyti að hún segir frá
einstaklingi sem er einstakur í
orðsins fyllstu merkingu. En ein-
staklingurinn er líka ávöxtur sam-
félagsins, menningar þess hóps
sem hann fæðist í, jafnframt að
vera sjálfstæð lífvera með eigin
hvatii, langanir og eiginleika. Mað-
urinn einstaklingurinn sem slíkur
verður til í kraftsviði þessara afla:
erfða, umhverfis, sérstakra eigin-
leika.
Sjálfsævisögur eru heillandi lest-
ur - oftast. Það er eitthvað spenn-
andi við þaö aö lesa frásögn manna
af því sem þeim þykir einhveiju
varða í lífi sínu og ævistarfi. Ævi-
sögur eru heimildir um hugsunar-
hátt, viðhorf, skoðanir þess sem
segir frá. Þar birtist maðurinn eins
og hann er, kostir hans og gallar
blasa við augum, trú hans og van-
trú, góðleiki hans og illvilji, greind
hans og heimska.
KjáUarinn
Haraldur Ólafsson
dósent
Það er eiginlega óskiljanlegt
hvernig nokkrum manni dettur í
hug að segja frá ævi sinni á prenti.
Þó verður að undanskilja rit sem
eru einungis minnihgar frá barn-
æsku og skólagöngu eða þá lýsing-
ar á lifnaðarháttum og vinnu-
brögðum. Slíkar bækur heyra und-
ir þjóðlegan fróðleik og segja fátt
af þeim sem ritar. En raunveruleg
ævisaga er tilraun manns til að
lýsa því sem fyrir augu hans ber á
lífsleiðinni, meta verk sín og ann-
arra, segja frá því sem valdið hefur
honum gleði eða hryggð.
Ósjálfráð viðleitni
Ævisagan er ætíð persónulýsing,
og þeim mun skýrari sem höfund-
urinn leynir fleiru af því sem fyrir
hann hefur komið. Hin fróðlega og
upplýsandi saga er ekki síður fólg-
in í því sem er ósagt. Hreinskilin
og berorð ævisaga er oftar en ekki
ósannari en sú sem rituð er í þeim
tilgangi að þegja um það sem máli
hefur skipt fyrir viðkomandi.
Sjálfsævisagan er'í langflestum
tilvikum skrifuð til að gefa fólki þá
mynd af viðkomandi sem hann vill
að varðveitist. Þar af leiðir að slík
saga segir gífurlega mikið um
menningu og skoðanir sem ríkja í
því samfélagi sem viðkomandi hfir
og hrærist í. Og þess vegna hafa
mannfræðingar fengið áhuga á
þessu formi frásagna. Þar er að
finna marga þá leyndu þræði sem
byggja upp samfélagið og stööu ein-
staklingsins í því.
Fátt segir meira um þau viðhorf
sem ríkja en það sem menn leitast
við að draga fram sér til tekna. Þar
með er ekki sagt að menn séu bein-
línis að falsa eigin sögu. Miklu
fremur er um að ræða ósjálfráöa
viðleitni til þess aö sýna aö viðkom-
andi hefur verið góður borgari og
sæmilegur maður. Þau gildi, sem
samfélagiö aðhyllist, birlast í því
sem menn hrósa sér af og ekki síð-
ur þvi sem þeir finna að hegðun
og framkomu annarra.
Einkenni flestra ævisagna er hve
litla áherslu flestir menn og konur
leggja á tilfinningalíf sitt, langanir
og þrár. En ætíð er þó unnt að
greina hvaða atriði það eru sem
menn og konur raunverulega meta,
eða réttara s<igt: halda að þau eigi
að meta og virða.
Orðin blekkja
Einhvern tíma var því haldið
fram að afmælis- og minningar-
greinar lýstu betur en allt annað
hvaða eiginleikar það eru sem sam-
félagið metur hverju sinni. Ekki fer
hjá því að sú hugsun læðist að
manni við lestur sjálfsævisagna
hér á landi að einmitt þetta vaki
fyrir þeim sem taka sér fyrir hend-
ur að segja frá lífshlaupi sínu. -
En þar sem oftar blekkja orðin.
Sá sem viðurkennir að hann hafi
verið „stórlyndur" hefur gjarnan
verið hinn mesti frekjuhundur,
hinn „hlédrægi" hefur verið fram-
takslaus og gufulegur, hinn „góð-
viljaöi" hefur reynt að þóknast öll-
um og þar af leiðandi engum verið
trúr, hinn „íhuguli" hefur aldrei
getað tekið af eða á um nokkrun
hlut o.s.frv. - Manngerðirnar birt-
ast í sjálfsævisögunum ef aðeins er
reynt að rýna örlítið bak við viðtek-
in gildi sem viðkomandi telur sér
skylt að virða.
Sjálfsævisögur eru þrotlaus upp-
spretta hugleiðinga um manninn og
stöðu hans í samfélaginu og alveg
óvart merkilegar heimildir fyrir
mannfræðinga sem vilja skilja bet-
ur samspil einstaklings og menn-
ingarinnar. Haraldur Ólafsson
„En einstaklingurinn er líka ávöxtur
samfélagsins, menningar þess hóps
sem hann fæöist 1, jafnframt aö vera
sjálfstæð lífvera með eigin hvatir, lang-
anir og -eiginleika.“