Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1991, Síða 17
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1991.
25
Iþróttir
sem Valsmenn unnu annað árið i röð í gær-
ið skoraði Ágúst Gylfason. DV-mynd GS
Heimsmeistaramótið í Tokyo í morgun:
Þórdís úr leik
- O’Brien náði góðri forystu í tugþrautinni
Þórdís Gísladóttir hafnaði í
21.-25. sæti af 29 keppendum í há-
stökki kvenna á heimsmeistara-
mótinu í Tokyo en undankeppnin
fór fram í morgun. Þórdís stökk
1,79 metra, eins og fjórar aðrar
stúlkur, en tólf þær bestu komust
í úrslit. Lágmarkið var 1,92 metrar
en þegar ráin var hækkuð í 1,88
metra komust aðeins 12 stúlkur
yfir þá hæð, enda var hellirigning
í Tokyo í morgun og aðstæður erf-
iðar.
Dan O’Brien frá Bandaríkjunum
náði góðri forystu að loknum þrem-
ur greinum í tugþrautarkeppninni
sem hófst í morgun. O’Brien sigldi
af öryggi í gegn, sigraði í 100 metra
hlaupi og langstökki og varð þriðji
í kúluvarpi og var þá kominn með
2.897 stig, 182 stigum meira en Mike
Smith frá Kanada. Margir þekktir
kappar áttu erfitt uppdráttar, svo
sem þýski ólympíumeistarinn
Christian Schenk og franski Evr-
ópumeistarinn Christian Plaziat.
Tilkynnt var í morgun að ítalinn
Salvatore Antibo, Evrópumeistari
í 5000 metra hlaupi, væri hættur
við þátttöku í þeirri grein. Antibo
varð fyrir áfalli í 10 þúsund metra
hlaupinu, vissi ekki af sér síöustu
tvo kílómetrana og kom síðastur í
mark og talið er að lítið ör á heila,
sem hann hlaut eftir bílslys á unga
aldri, hafl truflað hann svona illi-
lega.
-VS
„Ætla að brjóta
20 metra múrinn“
segir Pétur Guðmundsson kúluvarpari sem keppir í nótt á HM
„Eg þoh ekki langar flugferðir og
væri ekki að fara til Japan öðruvísi
en að stefna á toppinn. Ég gæti náö
verðlaunasæti, hika ekki við að setja
stefnuna á það og er kominn hingað
til þess. Mér hefur aldrei tekist að
kasta yfir 20 metra erlendis og ætla
mér að reyna að brjóta þann múr
verulega," sagði Pétur Guðmunds-
son kúluvarpari í samtali við DV í
gær.
Pétur keppir í nótt, um klukkan
1.30 að íslenskum tíma, í undan-
keppninni í kúluvarpi á heimsmeist-
aramótinu í Tokyo. Hann þarf að
kasta 19,60 metra eða vera meðal 12
efstu til að komast í úrslitakeppnina
sem fram fer á laugardaginn.
„Ég er í ágætu formi, er reyndar
aðeins tognaður í nára, en þaö á ekki
að fcoma að sök. Þó hef ég ekki náð
alveg því sem ég vildi en það hefur
veriö stígandi hjá mér á æfingum
síðustu daga og ég get hitt á góð köst.
Aðstæður hér í Tokyo eru ágætar og
það hefur ræst mikið úr veðrinu.
Mér leist ekki á það þegar við kom-
um, þá var loftið svo rakt að það var
eins og að vera í gufubaði, en síðan
kom hellirigning og eftir það hefur
loftið verið gott,“ sagði Pétur.
Werner Gunthör frá Sviss er mjög
sigurstranglegur í kúluvarpinu enda
hefur hann verið nánast ósigrandi
undanfarin ár. „Það eru margir góðir
mættir til leiks og keppnin verður
sterkari en margir halda. Norð-
mennimir Georg Anderson og Lars
Nilsen hafa verið að kasta yfir 21
metra á æfingum hérna og sömuleið-
is ungur Rússi, Klimenko. Þetta
verður hörkukeppni," sagði Pétur
Guðmundsson.
-VS
Einar fljótlega í gang?
- meiösli Einars Vilhjálmssonar ekki eins alvarleg og taliö var
„Batahoríur Einars eru hetri en
menn óttuðust í fyrstu og aðgerðin á
hnénu virðist hafa heppnast mjög
vel,“ sagði Magnús Jakobsson, for-
maður Fijálsíþróttasambands ís-
lands, í samtali við DV en hann er
fararstjóri íslendinganna sem keppa
á heimsmeistaramótinu í Tokyo.
Einar Vilhjálmsson gekkst undir
aðgerð í fyrradag á sjúkrahúsi í
Tokyo vegna hnjámeiðslanna sem
hann varð fyrir í spjótkastskeppn-
inni á mánudaginn.
„Meiðslin voru slæm því Einar sleit
sin sem er framan á hnéskelinni og
tengir hana niður á legginn. En hann
var hjá mjög færum lækni sem hefur
sérhæft sig í hnjámeiðslum og hann
setti gerviefni í sinina sem styrkir
hana mjög. Einar er með fótinn í gifsi
en fær spelkur fljótlega eftir að hann
kemur heim og getur þá smám sam-
an farið að byggja sig upp á ný. Hve
langan tíma það tekur er ekki hægt
að segja enn, við bíðum eftir skýrsl-
um lækna um það,“ sagöi Magnús.
-VS
n bikarmeistarar í knattspymu annað árið í röð:
ðveldur sigur
[fason tryggöi Val sigurinn gegn FH með glæsilegu marki
lega lélegur og nánast ekkert að gerast
inni á vellinum langtímum saman.
Minnisblaðið var algerlega autt eftir
hálfleikinn og ekkert meira um hann
að segja.
Það var svo fljótlega í upphafi síöari
hálfleiks að sigurmark leiksins leit
dagsins Ijós. Ágúst Gylfason skoraði
þá með glæsilegu langskoti og átti Stef-
án Amarsson, markvörður FH, ekki
möguleika á að verja skot hans. Flestir
áttu nú von á því að FH-ingar myndu
sækja í sig veðrið en svo varð ekki og
Valsmenn voru nálægt því að bæta við
mörkum. Jón Grétar Jónsson skallaði
rétt fram hjá af stuttu færi eftir góða
fyrirgjöf Sævars Jónssonar á 66. mín-
útu og 11 mínútum síðar varði Stefán
Arnarsson glæsilega hjólhestaspymu
frá Jóni Grétari. Á lokamínútunum
voru Valsmenn miklir klaufar að bæta
ekki við mörkum og fengu til þess
mörg góð færi. FH-ingar náðu aðeins
að klóra í bakkann í lokin og fengu þá
tvö dágóð færi. Leiknum lauk síðan
nánast með því að Ólafi Kristjánssyni
var réttilega vísað af leikvelli eftir gróft
brot á Baldri Bragasyni á vítateigslínu
er Baldur var að sleppa einn inn fyrir
vörn Vals.
Valsmenn léku alls ekki eins vel og
þeir geta í þessum leik og sérstaklega
var fyrri hálfleikurinn daufur. Hafa
ber þó í huga að mikil taugaspenna
hlýtur að hafa verið hjá leikmönnum
fyrir leikinn og haft mikil áhrif. Baldur
Bragason var einna bestur í liði Vals
og þar fer fljótur og leikinn leikmaöur.
Einnig lék Einar Páll Tómasson mjög
vel sem aftasti maður.
FH-ingar mega muna sinn fífil feng-
urri og líklega lék FH-hðið einn sinn
slakasta leik í sumar. Leikmenn kom-
ust aldrei í gang og gfidir það um alla
leikmenn liðsins. Allan kraft vantaði í
FH-inga og eftir að Valsmenn höfðu
skorað og komist yfir var engan vilja
að sjá hjá Hafnfirðingunum til að jafna
og voru þeim ótrúlega mislagðir fætur
í öllum sínum aögerðum.
• Sveinn Sveinsson dæmdi leikinn
og var þetta síðasti leikur hans. Dæmdi
hann vel og verður eftirsjá í þessum
skemmtilega og stórgóða dómara.
-SK
»Mjög
sætur
sigur“
- sagði Ingi Bjöm Al-
bertsson, þjálfari Vals
„Þetta var mjög sætur
sigur. Hann þróaðist
likt og í þeim fyrri en
við vorum sterkari nú
og náðum að notfæra okkur það.
Það var samt synd að við skyld-
um ekki nýta færín betur. Mér
fannst við ná ágætum leik og við
verðskulduöum að sigra,“ sagði
Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari
Valsmamia, ánægður eftir leik-
inn með sigur sinna manna.
„Mikilvægasta markió
á mínum ferli“
„Það er ekki spuming aö þetta
er mikilvægasta markið á ferlin-
um. Ég hef áöur skorað falleg
mörk og ég held að þetta sé ekki
það glæsilegasta þó að það hafi
verið ljuft aö sjá hann í netimí.
Við hefðum átt að skora annað
mark þegar ég gaf inn á Baldur
en hann var óheppinn að ná ekki
að skora. Ég hefðí kannski átt að
skjóta sjálfur en það er of seint
að segja þetta eftir á. Við vorum
ákveðnir að vinna og það tókst
og ég held að sigurinn hafi verið
mjög sanngjam," sagði Ágúst
Gylfason en hann skoraði sigur-
mark leiksins. þetta er annað áriö
sem Ágúst leikur með Val og
bæði árín hefur hann unnið bik.
arinn með liði sínu.
„Alltaf jafngaman
að lyfta bikarnum“
„Það er alltaf jafngaman að lyfta
bikarnum og það var engin breyt-
ing á nú. Þetta var sanngjarn sig-
ur og viö lékum mun betur en
síðast og hleyptum þeím aldrei
inn í leíkinn. Við lékum vel og
skynsamlega og það getur enginn
tekið það af okkur,“ sagði Sævar
Jónsson, fyrirliöi Vals, sem
hampaði bikarnum annað árið í
röö.
Sigruðum án
mikilia erfíðleika
„Þetta er göð tilfinning og alltaT'
jafhgaman að vinna svona leik.
Mér fannst við hafa þetta nokk-
um veginn án mikilla erfiðleika.
Þeir náðu aldrei að komast i takl
við leikinn og það kom mér á
óvart hve bitlausir þeir voru,“
sagði Einar Páli Tómasson, vam-
armaðurinn sterki, ánægður með
sigurinn í leikslok.
Höfðum góð tök á leiknum
og sigurinn var sanngjarn
„Við höfðum góð tök á leiknum
og sigurinn var sanngjarn. Það
er alltaf gaman aö vinna og ég
vil þakka FH-ingum fyrir góðan
og skemmtilegan leik,“ sagði
Bjarni Sigurðsson, markvörðurv
Vals, eftir leikinn.
„Komumst aldrei í gang
og fengum fá færi“
„Þetta var mjög slakt hjá okkur.
Við komumst aldrei í gang og
fengum fá færi. Við urðura að
taka áhættu eftir að þeir skoraðu
og við það opnaðist vömin illa.
Ég óska þeim til hamingju með
sigurinn," sagði FH-ingurinn
Hallsteinn Amarson, vonsvikinn
eftir leikinn.
FH-ingar þögulir
sem gröfin í leikslok
Aðrir FH-ingar vildu lítið sem-
ekkert segja um leikinn og það
var: augljóst að þeir voru gífur-
lega svekktir 'að leik loknum og
kannski ekki furða eftir að hafa
misst af bikarnum.
-RR