Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1991, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1991, Page 1
> ( r. r i 71 < Borgarleikhúsið: Dúfnaveislan Fyrsta frumsýning hjá Leikfélagi Reykjavikur í vetur er Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness og verður hún í kvöld, fóstudaginn 20. september. Það er sonarsonur skáldsins, Halldór Einarsson Laxness, sem setur Dúfnaveisluna á svið en þetta er í annað sinn sem sjónleikurinn er sýndur á vegum LR. Halldór samdi þennan „skemmt- unarleik“ á árunum 1965 og 1966 en þá um vorið var verkið frumsýnt í Iðnó. Það naut talsverðrar hylli áhorfenda á þeim tíma þótt margt kæmi þeim furðulega fyrir sjónir. Verkiö fjallar um pressarahjónin sem fluttu á mölina en þau bjuggu áður suður með sjó. Þau hafa á ævi sinni safnað auði því þau eru þurfta- lítil. Dag nokkurn kemur starfsmað- ur verðlagseftirlitsins til þeirra og sér að á heimilinu er drepið í hvert horn með peningaseðlum. Hann býðst til að ávaxta féð en fær hjónin um leið til að taka stúlkubarn í fóst- ur. Tiu árum síðar er stúlkan gjaf- vaxta og pressarinn ríkasti maður- inn í bænum. Dúfnaveislan er sérkennilegt verk. Undir yfirbragði fyndinnar og snjallrar orðræðu búa spennandi og afdrifarík átök. Höfundurinn spyr áleitinna spurninga um breytingar samfélags okkar frá nauðþurftabú- skap til velferðar. Hann skoðar gild- ismat ólíkra kynslóða og ólíkra heima. Verkið er umfram allt mikið sjónarspil og nýtur þar leikmyndar Sigurjóns Jóhannssonar í lýsingu Ingvars Björnssonar. Með aðalhlut- verk í sýningunni fara Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Harald G. Haralds og Björn Ingi Hilmarsson en alls taka átján leikarar þátt í sýning- unni. Höfundur tónhstar er Jóhann G. Jóhannsson. Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness verður frumsýnd I Borgarleikhúsinu I kvöld. Þaö eru Valgerður Dan og Þorsteinn Gunnarsson sem leika pressara- hjónin. DV-mynd Brynjar Gauti Kjarvalsstaðir: Samsýning Gretars og Guðjóns Myndlistarmennirnir Gretar Reynisson og Guðjón Ketilsson opna sýningu í austursal Kjarvalsstaða á morgun laugardaginn 21. september. Þeir hafa ekki áður verið með einka- sýningu að Kjarvalsstöðum en verið með í samsýningum þar. Gretar og Guðjón útskrifuðst báðir frá Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands árið 1978 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sýna saman. Guðjón stundaði framhaldsnám í Kanada og hefur síðan haldið átta einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum á íslandi, Kanada, Finn- landi, Svíþjóð og Sviss. Guðjón sýnir á sýningunni aö Kjarvalsstöðum málverk og tréskúlptúra og eru verk- in unnin á síðastliðnum þremur árum. Gretar dvaldi að námi loknu í Hol- landi. Þetta er níunda einkasýning Gretars, en hann hefur einnig tekið þátt í sanisýningum bæði hér heima og erlendis. Gretar er einnig meðkl okkar þekktustu leikmyndateiknara og hefur gert á þriðja tug leikmynd í leikhúsum Reykjavíkur. Á sýning- unni á Kjarvalsstöðum sýnir Gretar ný myndverk unnin með akrýl, olíu og blýanti á krossvið, striga, jám og pappír. Gretar Reynisson og Guðjón Ketilsson voru að vinna að uppsetningu mynda sinna á Kjarvalsstöðum þegar Ijósmy ndara bar að garði. DV-mynd ÐG Stjórnendur islensku hljómsveitarinnar á hennar tiunda starfsári, þeir Hákon Leifsson, Guðmundur Oli Gunn- arsson, Páll P. Pálsson, Guðmundur Emilsson, Ragnar Björnsson og Örn Óskarsson. Þakkartónleikar hljóm- sveitarinnar verða haldnir i Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 16. Þakkartónleikar í Bústaðakirkju: íslenska hljóm- sveitin tíu ára Um þessar mundir eru tíu ár hð- in frá stofnun íslensku hljómsveit- arinnar. Af því tilefni er efnt til sérstakra þakkartónleika í Bú- staðakirkju, sunnudaginn 22. sept- ember klukkan 16.00. Félagar í samtökum um hljómsveitina, sem eru alls á sjöunda tug talsins, flytja þar stór og smá kammerverk eftir þau Karólínu Eiríksdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Hróðmar I. Sigur- bjömsson, Leif Þórarinsson, Jón Nordal, Áma Bjömsson og Jón Ásgeirsson. Rórir hljómsveitarstjórar stjóma viðameiri verkum tónleik- anna, þeir Guðmundur Óh Gunn- arsson, Öm Óskarsson, Hákon Leifsson og Guðmundur Emilsson. Einsöngvaramir Ehsabet F. Ei- ríksdóttir og Sigurður Bragason flytja einsöngslög við undirleik Þóm Fríðu Sæmundsdóttur. Tón- leikarnir eru tileinkaðir þeim fjöl- mörgu einstakhngum, fyrirtækjum og stofnunum er lagt hafa lóð á vogarskálar hljómsveitarinnar í tíu ár, þar á meðal eru ríki og borg. Tónleikamir em þó sérstaklega helgaðir minningu tveggja manna, er létust á liðnu ári og stóðu öðrum fremur vörð um starfsemi hljóm- sveitarinnar, þeirra Vals Amþórs- sonar bankastjóra og sr. Emils Björnssonar. Sex tónleikar em fyrirhugaðir á afmælisárinu og eiga það sam- merkt að þar hljóma eingöngu inn- lendar tónsmíðar. Meö þessu er minnt á höfuðmarkmið hljómsveit- arinnar, sem er að styðja við bak innlendra tónskálda og tórdistar- manna. Hljómsveitin hefur falast eftir, frumflutt og hljóöritað á fimmta tug innlendra tónverka á ferli sínum. Hátt á annað hundrað tónhstarmenn hafa leikið í hljóm- sveitinni í lengri eða skemmri tíma og fjölmargir einleikarar og ein- söngvarar þreytt frumraun sína með henni, þar á méöal í óperu- flutningi. Hljómsveitin hefur leikið víða, þar á meðcd á Akureyri og í Vestmannaeyjum en lengst komist til Svíþjóðar í tónleikaför. Hljómsveitin hefur og verið þýð- ingarmikih vettvangur innlendra hljómsveitarstjóra. I ár koma við sögu þeir Páh P. Pálsson og Ragnar Bjömsson auk þeirra sem áður er getið. KlæðaverksmiðjaÁIafoss í Mosfellsbæ: Haukur og Tolli Listamennimir Haukur Dór og Tohi opna á morgun, laugardaginn 21. september, samsýningu í klæða- verksmiðju Álafoss í Mosfellsbæ. Þeir Tohi og Haukur Dór eru báðir þekktir hstamenn hérlendis og er- lendis og hafa haldið tjölmargar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Tolh, eða Þorlákur Kristinsson, fæddist 1953 og stundaði nám við Myndhsta- og handíðaskóla íslands árin 1978-1983 og við Hochschule der Kunste í Berhn árin 1983-1984. Haukur Dór fæddist 1940 og stund- aði nám í málarahst og keramik í Reykjavík, Edinborg og Kaupmanna- höfn snemma á sjöunda áratugnum. Hann var lengi mikilvirkur og leið- andi leirlistarmaður og á tímabih snerist hann einnig á sveif með SÚM-hópnum sem blés nýju lífi í ís- lenska myndhst. Haukur Dór hefur lengi verið að heiman, í Bandaríkj- unum, á Spáni og nú síðast í Dan- mörku. Sýningin stendur th 20. október og er opin frá klukkan 16-21 á fóstudög- um og 11-21 á laugardögum og sunnudögum. Aðrir tímar eru eftir samkomulagi. Listamennirnir Haukur Dór og Tolli opna á morgun, laugardag, samsýn- ingu í klæðaverksmióju Álafloss f Mosfellsbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.