Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991. Fréttir Heimsbikarmót Flugleiða: Fjörlega tefH í fyrstu umferðinni - Karpov, Salov og Ljubo unnu en Jóhann Hjartarson tapaði Húsfyllir var á fyrstu umferð heimsbikarmóts Flugleiða á Hótel Loftleiðum í gær og sýndu meistar- amir mikil tilþrif. Þeir buðu upp á glæsilega sóknarskák, æsispennandi tímahrak, óvenjulegt endatafl og meira að segja stutta jafnteflisskák fyrir þá sem vilja að albr menn skilji sáttir. Það voru Andersson og Seirawan sem slíðurðu sverðin fyrst- ir - eftir 17 leiki - en kom ekki að sök því að gestir höfðu nóg annað að horfa á. Eftir stutta tölu Jóns Rögnvalds- sonar, forseta Skáksambands ís- lands, sem sér um framkvæmd móts- ins, tók Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, til máls og lýsti mótið sett. Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri Flugleiða, lék síð- an fyrsta leikinn fyrir Anatoly Karpov við enska stórmeistarann Jonathan Speelman. Leikur Björns Skák Jón L. Árnason reyndist Karpov vel, hann náði yfir- burðastöðu og haföi alla þræði í hendi sér. Það var þó ekki fyrr en langt var liöið á sjötta tíma að Speel- man lýsti sig sigraðan, .eftir að hafa seilst eftir „eitruðu peði“ með bisk- upi sínum. Karpov vann því sína fyrstu skák á íslandi og komst um leið að hlið landa síns Salovs og Júgó- slavans Ljobojevic, sem tekið hafa forystu á mótinu. Jóhann í tímahraki Eins og vænta mátti voru áhorf- endur spenntir að vita hvernig Jó- hanni myndi reiða af gegn Valery Salov, þriðja stigahæsta manni móts- ins. Ekki minnkaði eftirvæntingin er Jóhann bryddaði upp á fremur sjaldséðu afbrigði af Nimzo-ind- verskri vörn sem nokkrir fastagestir skákmóta könnuðust við úr skákum Friðriks. Byrjunin gaf Jóhanni góða stöðu og margir héldu að hann væri að ná undirtökunum. Þegar Salov braust fram á miðborðinu var þó eins og Jóhann ætlaði sér um of. Tailið þró- aðist ekki alveg eins og hann hefði kosið og þegar hann svo lék vanhugs- aðan hróksleik í tímahraki, var öllu lokið í einu vetfangi. „Þaö má ekki rétta þessum mönnum litla putta," sagði skákunnandi nokkur og var heldur óánægður með rýra uppskeru Jóhanns því að hann átti í fullu tré við rússneska stórmeistarann og hefði ekki þurft að tapa. Snilldarskák Ljubo Gulko og Ehlvest tefldu Grúnfelds- vörn og gekk á ýmsu þar til þeir þrá- léku rétt fyrir fyrri tímamörk við 40. leik. Khalifman og Chandler skildu einnig jafnir í 46 leikjum eftir að fram kom hnífjafnt riddaraendatafl. Þá slapp Nikolic meö skrekkinn gegn Ivantsjúk - lenti í þrengingum en í tímahraki náði hann aö einfalda tafl- ið og komast í hróksendatafl, sem ógjömingur var fyrir „krónprins- inn“ að vinna. Ljubomir Ljubojevic, reið ekki feit- um hesti frá þátttöku sinni á IBM- mótinu í Reykjavík fyrir fjórum árum - varð þá næstneðstur. Þaö var ekki fyrr en í gær sem hann sýndi íslenskum áhorfendum að viður- nefnið „Júgóslavinn sókndjarfi" er _ Heimsbikarmóf Flugleiða er hafið. Björn Theódórsson leggur drög að fyrstu vinningsskák Karpovs á íslandi, með þvi að aðstoða hann við upphafsleikinn gegn enska stórmeistaranum Speelman. DV-mynd BG ekki út í loftið. Hann tefldi við Tim- man sem hefur oft reynst honum erfiður. Ljobjevic tapaði t.a.m. fyrir honum á fyrmefndu móti í Reykja- vík 1987 eftir að hafa átt mun betri stöðu. Nú var stund hefndarinnar runnin upp. Ljubojevic tefldi af fítonskrafti og átti glæsilegustu skák kvöldsins. Hann kom Timman á óvart með óvenjulegum kóngsleik í þekktri byrjun, náði miklum þrýstingi að stöðu hans og vann síðan mjög lag- lega úr tafbnu. Hvítt: Ljubomir Ljubojevic Svart: Jan Timman Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bg5 c5 Þetta er svonefnt Vínarafbrigði af drottningarbragði sem leiðir jafnan til mikilla sviptinga, hvort heldur hvítur leikur nú 7. e5 eða 7. Bxc4, eins og í skákinni. 7. Bxc4 cxd4 8. Rxd4 Bxc3+ 9. bxc3 Da5 10. Bb5+ Rbd7 11. Bxf6 Dxc3+ 12. Ke2!? Þessi kóngsleikur kom Timman bersýnilega á óvart og raunar ekki síður öðrum keppendum - Karpov, Beljavskí og fleiri voru mjög áhuga- samir um stöðuna. Hér hefur marg- oft verið leikið 12. Kfl og eftir 12. - gxf6 er 13. h4!? nýjasta innleggið í umræðuna. Hugmyndin að koma kóngshróknum í leikinn um h3 reit- inn. Það er ótrúlegt að engum skyldi fyrr hafa komið til hugar að leika kóngnum á e2. Nú er greið leið fyrir kóngshrókinn að skerast í leikinn eftir fyrstu reitaröðinni. 12. - gxfB 13. Hcl Db4 Slæmt er 13. - Da5? 14. Hxc8 + ! Hxc8 15. Bxd7+ og ef 15. - Kxd7 16. Rb3+ og drottningin fellur. Eftir textaleikinn kemst hún í milh á d6. 14. Hc4 De7 15. Dcl 0-0 16. Hc7! a6 17. Ba4 Dd6 Eftir 17. - b5 gæti svartur komist upp með 18. Rc6 Dc5 en með 18. Bb3 er hann engu bættari. 18. Hdl Re5 19. Rf5! Db4 20. Hd4 Db6 21. Re7+ Kg7 22. Dc3! Svartur er ekki öfundsverður af stöðunni og á í mestu erfiðleikum með að skipa út bði. Ekki gengur nú 22. - Rc6 23. Dc3+ Kh8 24. Rxc6 bxc6 25. Dd6 með vinningsstöðu. Timman reynir að losna við riddarann fram- sækna. 22. - Rg6 23. Rxg6 hxg6 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH 24. e5! fxe5 25. Hd3! Sterkur leikur. Nú verður e-peðið ekki varið og hrókurinn er reiðubú- inn að skjótast yfír á h-línuna. 25. - Kg8 26. Dxe5 Db4 27. Hh3 f6 28. De3! Mun betra en 28. Hhh7 Hf7! Hótun- in nú er 29. Hh8 + ! Kxh8 30. Dh6+ og mát í næsta leik. 28. - Db2+ 29. Kf3! g5 30. Hhh7 Hd8 31. Hcg7+ Kf8 32. Dc5 + Og mát í næsta leik. Timman gafst upp. Sleginn skákblindu Lengstu skákirnar voru mbb Karpovs og Speelmans og Beljavskís og Portisch. Þeir síðarnefndu sömdu jafntefli er skákin átti að fara í bið I É. E á s 1 # it iii ÍL mt 1 £ £ A? A A A eftir fíöruga taflmennsku þar sem Portisch átti sigurmöguleika. Karpov tókst snemma að véla drottninguna af Speelman - reyndar í skiptum fyrir hrók og tvo biskupa. Heimsmeistarinn fyrrverandi átti hins vegar fíögur peð til góða, þar af þrjá samstæða frelsingja sem Spe- elman var vandi á höndum að ráða við. Er þeir höfðu teflt í tæpar sex stundir hafði erfið vörnin tekið sinn toll af þreki Englendingsins, hann missti biskup í hafið og gafst þá upp. Lítum á stöðuna eftir 51. leik Karpovs, 51. Ke3-d2: Eftir 51. - Hd7+ 42. Kc2 Bxg3 er hætt við að hvítur komi fyrr eða síð- ar peði upp í borð en svartur getur barist áfram. Speelman var sleginn skákbbndu: 51. - Bxg3?? 52. Dd3 + Biskupinn er falbnn og frekari bar- átta vonlaus. Speelman gafst því upp. í 2. umferð, sem hefst kl. 17.10 á morgun, hefur Jóhann hvítt gegn Seirawan, Portisch gegn Karpov, Timman gegn Ivantsjúk, Salov gegn Beljavsky, Ehlvest gegn Ljubojevic, Speelman gegn Khalifman, Chandler gegn Gulko og Nikohc stýrir hvítu mönnunum gegn Andersson. Suðureyri: Freyju hót* magnslokun „Hvort það verði lokað fyrir rafmagn hjá okkur er okkar einkamál. Það er ekkert nýtt að það séu erfíðleikar í sjávarútvegi. Annað hef ég ekkert um máhð að segja," sagði Baldur Jónsson, forstjóri Freyju á Suðureyri, í samtah við DV í gærkvöldi. Samkvæmt heimbdum DV stendur til að loka fyrir rafmagn hjá Fiskiðjunni Freyju vegna skulda. Hótun þessa efnis mun þegar hafa borist forsvarsmönn- um fyrirtækisins. Til lokunar gæti jafnvel komið í dag. Myndi þá öll fiskvinnsla leggjast niður hjá fyrirtækinu. Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri Vestfíarða, vbdi í samtali við DV í gærkvöldi ekki ræða opinberlega skuldir Freyju við stoíhunina. „Það fer hins vegar ekkert á milb mála ef við lokum fyrir rafmagnið," sagði hann. Eins og greint hefur verið frá á Freyja ásamt dótturfyrirtækinu Hlaðsvík, sem gerir út togarann Elínu Þorbjarnardóttur, í mikl- um rekstrarerfiðleikum. Verið er að leita að nýju hlutafé eða kaup- endum að þessum fyrirtækjum. Búið er að segj a öllu starfsfólídnu upp störfum, alls hátt í hundrað manns. Uppsagnarfrestur flestra er þó enn ekki runninn út. Marg- ir starfsmanna eiga inni umtals- verð laun sem ekki liafa fengist greidd ennþá. -kaa Kögurás á Suðureyri: Laun ekki greidd í nokkr- arvikur „Því er ekki að neita að við eig- um í verulegum rekstrarerfið- leikum. Um nokkurra vUuia skeið höfum viö ekki getað greitt laun. Það er hins vegar hluthafa- fundar að taka ákvörðun um hvað gert verður. Enn bggja eng- ar ákvarðanir fyrir um framhald- ið,“ segir Sveinbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri fiskverkunar- fyrirtækisins Köguráss á Suður- eyri. ■■ Aö jafnaði vinna milli 15 og 25 manns hjá Kögurási, einkum viö frystingu, en einnig er þar að- staða til hausaþurrkunar. Fyrir- tækið á engin skip en á landi eru eignir þess fyrst og fremst fólgnar í tveim húseignum ásamt tækj- um. Eigendur þess eru 32, flestir búsettir á staðnum. Sveinbjöm kvaðst ekki hafa umboö til að greina frá skulda- stöðu Köguráss. HeimUdir DV hemia hms vegar að skuldir fyr- irtækisins séu mun meiri en eign- ir. Á almennum hluthafafundi, sem haldinn var á sunnudags- kvöld, var vandi fyrirtækisins ræddur án þess að niðurstaða fengist. Framhald verður á fund- inum í kvöld og verður þar tekin ákvörðun um hvort reynt verður að bjarga fyrirtækinu frá gjald- þroti. -kaa Tveir í gæslu- varðhald Gyffi Krisíjánsson, DV, Akuxeyri: Tveir pbtar um tvítugt voru fyrir helgina dæmdir í tveggja vikna gæsluvarðhald á Akureyri, en þeir höfðu verið í innbrotum ásamt stúlku á svipuðu reki. Þremenningarnir, sem allir hafa komiö við sögu hjá lögregl- unni áður, bmtust inn f Svarf- dælabúð á Dalvik og á fíórum stöðum á Akureyri áður en þeir voru stöðvaðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.