Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Page 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991. Utlönd Nunna á áttræð- isaldrí sigraði í kappakstri „Ég stíg eins fast á bensíngjöfina og ég get og læt bílinn hafa það alveg þangað til hann þohr ekki meira. Ég kann vel við mig á hraðbrautunum vegna þess að það er hægt að fara svo hratt,“ segir systír Lidia. Hún er nunna á áttræðisaldri og vinnur sem bílstjóri við sjúkrahús í Torino á ítal- íu. Þrátt fyrir háan aldur eru litlar hk- ir til þess að Lidia yfirgefi hraðbraut- irnar í bráð. Hún tók á dögunum þátt í kappakstri á vegum Bifreiða- íþróttafélags Ítalíu og hafnaði í fyrsta sætí. í sigurlaun hlaut hún sportbíl af gerðinni Lancia Dedra. Á þeim bíl má ná á þriðja hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Lidia segist hafa mikinn áhuga á kappakstri og helsta hetja hennar við stýrið er brasilíski ökuþórinn og heimsmeistarinn Ayrton Senna. Grimmurguð íbúar Nepals halda nú hina árlegu Indra Jatra hátíð. Þar er Bhariab dýrkaður en hann er eitt helsta tákn menningar þjóðarinnar. Guðinn er grimmur á svip og ekki á allra færi að hafa hann góðan. Símamynd Reuter Eitraðirsveppir urðu banabiti sextán Rússa Sextán menn í héraðinu Krasnodar í Suður-Rússlandi létí lífið eftir að hafa lagt sér eitraða sveppi til munns í síðustu viku. Þá veiktust 80 menn að auki en héldu lífi. Yfirvöld í héraðinu hafa brugðist við með þeim hætti að banna sölu á sveppum úr skóginum þar sem eitr- uðu sveppirnir fundust. Einnig er aðgangur almennings að svæðinu takmarkaður. Þá hafa sýni verið send til rannsóknar í Moskvu. Eftir því sem Tass fréttastofan segir át fólkið ýmist ferska sveppi eða niður- soðna. Kín versk stúlka skoraráheims- meistarann Xie Jun, kínversk háskólastúdína á 21. aldursári, ætlar að freista þess að hnekkja 64 ára einveldi Sovét- manna í skák kvenna. Öll þessi ár hefur heimsmeistarinn verið frá Sov- étríkjunum. Einvígi um heimsmeist- aratitil kvenna hefst á Filippseyjum á morgun. Núverandi-heimsmeistari er Chi- burdanidse, 31 árs stórmeistari frá Georgíu. Hún verður því ekki kepp- andi fyrir Sovétríkin í framtíðinni ef svo fer að Georgíumenn segja end- anlega skiliö við Sovétíð. í einvíginu við Jun keppir hún þó sem Sovét- maður. Þær stöllur ætla aö reyna með sér í sextán skákum og telst sú heims- meistari sem fyrr fær 8,5 vinninga. Chiburdanidse hefur verið heims- meistari síðustu 13 árin og er því sig- urstranglegri. Jun varð stórmeistari árið 1990. Reuter r (m Tímarit fyrir alla K)‘ Q Kr. 425 Skop ........................................ 2 Uppáhaldsfuglinn ............................ 3 Afbrýðisemi ................................. 8 Baristviðbanvænanfaraldur .................. 13 Friðmælstvið indiána........................ 19 Hvað gerir karlinn kynþokkafullan? ......... 25 Sigrast á minnimáttarkenndinni ............. 31 Afhverju roðnar maður? ..................... 36 Höndin leiðir flest i ljós ................. 39 Hugsuniorðum ............................... 44 Minnisverðasta manneskjan .................. 46 Geturðu stillt skap þitt? .................. 51 Fangí þagnarinnar .......................... 55 Einbirni.................................... 60 VerndarengillWhitworths..................... 67 Fokið niður afMcKínleyfjalli ............... 73 Ennvexhróðuraspiríns ....................... 79 Hjálpað til að standast þrýstingjafnaldranna. 84 Hindurvitni um hnerra ...................... 89 Morð án ummerkja ........................... 91 15 ráð til að sýnast rikur..................105 FramsýninábakviðPatriot ....................108 Torfi á Klúkum og Sveinn faðir hans ........114 Æðahnútar ..................................122 Ég sé kraft guðs............................128 Flórens - borg fortíðarinnar i nútimanum ...131 Breytist fólk við hjónaband? ...............137 Hafið auga með nýja bílstjóranum ..........143 Lausn á krosstölugátu .....................150 Hvi þurfa þeir að þjást? ...................151 Krosstölugátan..............................156 Ertu þjófheldur ferðamaður? ................157 5. HEFTI - 50. ÁR - SEPTEMBER - OKTÓBER Á NÆSTA SÖLUSTAÐ Áskriftar- og pantanasimi 62-60-10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.