Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1991, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1991. 13 LífsstOI Sláturtíðin hafin: Nú er sláturtíðin hafin og hagsýn heimili farin að huga að sláturgerð. Slátur og annar innmatur er bæði holl og afhragðsgóð fæða, fyrir utan það a.ð vera mjög ódýr matur. Slátursala er hafin af fullum krafti og á höfuðborgarsvæðinu er hún á vegum tveggja aðila. Goði á Kirkju- sandi við Laugarnesveg selur slátur og einnig er sala á vegum Sláturfé- lags Suðurlands. Slátursala Goða er opin frá 10-18 alla virka daga. Slátur- sala SS er á tveimur stöðum, Hag- kaupi í Skeifunni og Fjarðarkaupi, Hafnarfirði. Þar er opið frá 14-18 þriðjudaga til föstudaga og frá 10-16 á laugardögum en lokað á mánudög- um. Neytendasíða DV kannaði verð á slátri og sláturafurðum á þessum Neytendur tveimur stööum og virðist verð í sumum tilfellum vera það sama hjá báðum aðilum en í öðrum tilfellum lægra hjá SS. Hitt er athyglisverðara að verð á sláturafurðum nú er mun hærra en á sama tíma í fyrra. Ef keypt eru fimm heil slátur kosta þau nú 2.830 krónur. í fyrra kostuðu þau tæplega 2.600 krónur. Hækkunin er enn meiri ef tekið er mið af einstökum sláturafurðum. Vömb og keppur kosta 90 krónur nú en 83 í fyrra, lifur er á 423 kr. kílóið en var á 390 í fyrra, hjörtu kosta nú 514 en 474 í fyrra, nýru eru á 256 og 289 nú en voru á 236 í fyrra, eistu eru nú á 160 og 161 en voru á 148 í fyrra og mörinn hefur einnig hækkað, úr 85 krónum upp í 88 og 110 krónur. Kílóið af óhreinsuðum sviðahaus- um var á 264 og 273 krónur í fyrra en kostar nú 304 krónur. Þess ber þó að geta að hausarnir hjá SS eru hreinsaðir og sagaðir miðað við 304 króna kílóverð. Hækkunin á milli ára er það mikil að hún er umfram verðlagsþróun, hvað sem veldur. ’ Algengt er að heimili taki sig sam- an um sláturgerð og ungt fólk, sem er að taka slátur í fyrsta skipti, nýtur þar gjarnan leiðsagnar sér reyndara fólks enda hefur sláturgerðin lærst mann fram af manni. -ÍS Goði, Kirkjusandi Sláturfélag Suðurlands Heilt siátur, 5 stk. 2.830 2.830 Vömb + keppur 90 90 Lifur 423 423 Hjörtu 514 514 Nýru 289 256 Eistu 160 161 Mör 110 88 Óhreinsaðir sviðahaus- 304 304 ar Hvemig gera má slátur Eftir að búið er að fylla vambarkeppina verður að gæta þess að sauma vei fyrir svo ekki flæði úr keppnum. Flestir þeir sem taka slátur hafa ákveðna uppskrift að fara eftir og notast við hana árum saman. Ekki er víst að allir hafi aðgang að slát- uruppskrift. Sumir eru að taka slátur í fyrsta sinn eða vilja jafnvel breyta til. Hér eru því birtar nokkr- ar uppskriftir. Þær eru margreynd- ar og menn geta valið á milh eftir smekk. Blóðmör I 11 blóð 11 vatn 50 g gróft salt 200 g haframjöl 100 g heilhveiti um 1 kg rúgmjöl um 2 kg mör vambir Brytjið mörinn fremur smátt. Skolið síðan vambirnar, sníðið 4-6 keppi úr hverri vömb og saumið. Gætið þess að opin séu ekki of þröng. Blandið saman blóði, salti og vatni og hrærið í þar til saltiö er runnið. Hrærið haframjöh og heilhveiti saman við og síðan rúgmjöh, svo miklu aö úr verði þykkur velhng- ur. Blandið mömum saman við jafnóðum og látið er í vambar- keppi. Saumið fyrir. Látið þá keppi, sem á að frysta, í plastpoka, merkiö og látið sem fyrst í frost. Annaö er soðið í 2-3 tíma, eftir stærð kepp- anna, í söltu vatni. Blóðmör II 11 blóð /i 1 vatn 1 'A matskeið gróft salt 150 g haframjöl eða bygg 150 g heilhveiti 1 teskeið allrahanda /i teskeið negull 50 g sykur 250 g rúsínur um 600 g rúgmjöl 1-1'/: kg mör vambarkeppir Blóðmör II er búinn til eins og blóðmör I. Blóðmörmeð fjallagrösum 7 dl blóð 3 dl vatn 1 matskeið gróft salt 100 g haframjöl um 250 g rúgmjöl I kg mör vambarkeppir Hreinsiö fjallagrösin vel. Hellið á þau sjóðandi vatni og þerriö þau. Saxið grösin niður og blandið í um leið og vatninu. Að öðru leyti er blóðmörinn búinn til á sama hátt og hinar uppskriftirnar. Lifrarpylsa I 114 kg lifur og nýru II mjólk 40 g gróft salt 200 g haframjöl 300 g hveiti eða heilhveiti um 700 g rúgmjöl um 1 kg mör vambarkeppir Þvoið lifur og nýru, skerið úr grófustu himnur og æðar. Hakkið lifur og nýru einu sinni eða tvisv- ar. Blandið í mjólk og salti og hrær- ið vel. Blandið þvinæst í haframjöli og hveiti og síöan rúgmjöh. Hræran á aö vera eins og þykkur vellingur. Látið í vambarkeppi um leið og mörnum er blandað í. Saumið fyr- ir. Látið í sjóðandi saltað vatn og sjóðið í um það bh 2-2 ‘A tíma. Lifrarpylsa II 1 kg lifur og nýru 2 matskeiðar salt 6 dl kjötsoð 400 g haframjöl um 600 g rúgmjöl um 600 g mör vambarkeppir Búið til á sama hátt og lifrarpylsa I. Þá er ekkert að vanbúnaði að vinda sér í sláturgerðina. Margir vilja ekki nota nýru í lifrarpylsuna og finnst betra að sleppa þeim. Þá er einungis notuö lifur. -ÍS Nú er sláturtiðin hafin og rétti timinn til þess að taka slátur. DV-mynd Brynjar Gauti Skóta- «9Aer£a0 RVTVH.RR KJABAH - skr,íSaofUnu aí hinum UsleUu Kynnir Carrera sKóia - og terðariWélum- minni Wrir gluggainns\attog geymsiu gagna. Titvalin skólaritvél Fáanleg ttja umboðsmonnum um allt land. A&G OLYMPIA X KJARAN Skrifstofubúnaður • SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI 91-813022 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.