Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1991, Page 6
P£ 22 ioó ífflffMÆ'Píi.'tfj? pp ^uctinu'Potya FOSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991. Bíóborgin: f sálarfjötrum í sálaríjötrum (Jacob’s Ladder) er leikstýrt af Adrian Lynn sem meðal annars hefur leikstýrt Flas- hdancem, 9‘A Weeks og Fatal Atraction. Tim Robbins leikur fyrr- verandi Víetnam hermanninn Jac- ob Singer. Þegar myndin hefst er hann á leið heim eftir að hafa verið á næturvakt. Hann gengur fram á gamlan mann sem sefur á götunni vafinn í teppi. Ladder er vanur þessari sjón og mundi ekki hafa tekið eftir manninum ef hann hefði ekki séð snák koma undan teppinu eða eitthvað í líkingu við snák. Þetta er ofsjón og hann veit það en sjónin hræðir hann samt mikið. Árum saman hefur hann haft martraðir vegna þátttöku sinnar í Víetnamstríðinu en nú eru mar- traðirnar farnar að birtast honum þegar hann er vakandi. Sýnirnar aukast og fer þetta að hafa áhrif á lífsvenjur hans. Ladder gerir sér grein fyrir því að hann mun verða geðveikur reyni hann ekki að kom- ast fyrir orsök martraðanna. Hann verður því að leita skýringa og sú leit kemur honum á slóð kald- rifjaðra glæpamanna og það er ekki fyrr en á lokamínútu myndarinnar sem sannleikurinn um Jacob kem- ur í ljós. Handritshöfundur myndarinnar Bruce Joel Rubin hefur sagt að hann hafl langað til að skrifa um það sem honum fyndist vera það hræðilegasta sem fyrir hann gæti komið, ekki aðeins bein hræðsla heldur einnig hræðsla um eigin sálarheill. Handrit Rubins hafði lengi legið óhreyft áður en Lynn sýndi því áhuga. Og meðan það lá óhreyft komst það í hið virta kvik- myndablaði American Film þegar það birti lista yflr bestu handritin sem ekki hafa verið kvikmynduð. Það er Tim Robbins sem leikur aðalhlutverkið. Þessi geðþekki leikari vakti fyrst athygli í Bull Durham þar sem hann lék eftir- minnilega hafnaboltaleikara og skyggði meira að segja á sjálfan Kevin Costner. Aðrir leikarar eru Elizabeth Pena og Danny Aiello og barnastjarna Macaulay Culkin og var Jacob’s Ladder sú mynd sem hann lék í áður en hann varð heimsfrægur fyrir leik sinn í Home ^lone. -HK Daryl Hannah lelkur drauginn Mary og Steve Guttenberg Jack sem verður ástfanginn af henni. Regnboginn: Draugagangur Draugagangur (High Spirits) undan álögunum er Jack ef hann segir frá hjónakomunum Jack þá þorir... og Sharon sem taka sér ferð á Aðalhlutverkin í Draugangi eru hendurtilírlandstilaðlappaupp leikin af Steve Guttenberg, sem á hjónabandið sem stendur ekki leikur Jack, og Daryll Hannah mjög traustum fótum, Ætlun semleikurdrauginnMary.Eigin- þeirraeraðdveljaírómantiskum konu Jacks leíkur Beverly kastala. Auglýstur er drauga- D’Angelo og kastalaeigandinn er gangur í kastalanum sem þau leikinn af Peter O’Toole. taka ekki mikið mark á fyrr en Leikstjórí Draugagangs er hinn Jack hittir Mary og verður ást- ágæti breski leikstjóri Neil Jord- fanginn. an sem meðal annars hefur gert Mary er írsk fegurðardís með hina þekktu sakamálamynd ódauðlegar ástríður og býr hún í Mona Lisa og ævintýarmyndina kastalanum og hefur búið þar sið- mögnuð Company of Wolves. „Ég astliðin tvö hundruð ár. Hún dó vildi gera myndina í írlandi. Hin einnig í kastalanum og það gerir írska þjóðsöguhefð gerir það að ást Jack erfiða í framkvæmd því verkum að auövelt er að ímynda Mary er draugur sem hfir í enn sér að draugagangur geti átt sér erfiðara hjónabandi heldur en stað þar,“ segir Jordan. Einnig Jack þvi eiginmaöur hennar segir hann að tilliugsunin um aö myrðir hana á hverju einasta gera gamanmynd úr draugasögu kvöldi í miklu afbrýðikasti. Eini hafl gert það að verkum að hann maðurinn sem getur losað hana skrifaðihandritiðsjálfur. -HK Sylvester Stallone fyrir miðju í hlutverki smyglara sem verður að taka upp heiðarlegri viðskipta- hætti. Með honum á myndinni eru Peter Riegert og Chazz Pafminteri. / Bíóhöllin: Oscar Oscar er nýjasta kvikmynd John Landis og er hér um gamansama sakamálamynd að ræða. Aðalhlut- verkið smyglarann Angelo „Snaps“ Provolone leikur Sylvester Stall- one. Þegar hann er kallaður að dánarbeði fóður síns býst hann víð hinu versta en aldrei þó því að gamli maðurinn vilji að sonurinn gerist heiðarlegur en hjá því verður ekki komist. í vitna viðurvist lofar hann gamla manninum að héðan í frá skuli hann gerast heiðarlegur maður og stofna fjölskyldu. Loforð þetta reynist honum þó erfit að efna. Hann er umkringdur glæpamönnum og þekkir ekkert annað líf en það sem hann hefur lifað. Auk þess trúir honum enginn þegar hann segist ætla að gerast heiðarlegur. Auk Stallone, sem fær hér tæki- færi til að sýna að hann geti leikið gamanhlutverk, leika stór hlutverk í myndinni Omella Muti, Peter Rie- gert, Don Ameche, William Ather- ton og Yvonna De Carlo. John Landis á langan og gifturík- . an feril að baki í gerð gamanmynda og þótt mistækur sé eru myndir hans yfirleitt frumlegar og skemmtilegar. Fyrstu kvikmyndir hans voru Kentucky Fried Movie og National, Lampoon’s Animal House, myndir sem eru orðnar klassískar gamanmyndir. Meðal þekktra kvikmynda sem hann hef- ur síðan leikstýrt má nefna The Blues Brothers, An American Werewolf in London, Trading Plac- es, Into the Night, Three Amigos og Coming to America. -HK John Malcovich og Andie MacDowell með heillagripinn sinn. Tim Robbins ásamt barnasfjörnunni Macauley Culkin. Háskólabíó: Þar til þú komst Frank Flynn er aðalpersónan í Þar til þú komst (Till There Was You). Hann býr í New York og er einn af þeim sem aldrei helst á neinum aurum. Flynn er hljóð- færaleikari og blæs í saxófóninn af miklum krafti en er ávallt með tómt peningaveskið. Hann er orð- inn leiður á þessu öllu saman og tekur boði Charlie bróður síns að hitta hann á afskekktri eyju, sér- staklega þar sem bróðir hans borg- ar fyrir hann farið. Við komuna til flugvallarins hitt- ir hann konu sem hann getur ekki gleymt, Önnu Vivaldi sem komin er til að hitta eiginmann sinn. Fljót- lega fær Flynn fréttir af því að bróðir hans hafi verið drepinn. Hann fer því að rannsaka lát hans en hann hafði rekið fyrirtæki. Fljótlega verður á vegi hans sjarm- erandi náungi en hættulegur sem reynist vera eiginmaður Önnu. Aðalhlutverkin eru leikin af Mark Harmon, Deborah Unger og Jeroen Krabbe. Leikstjóri Þar til þú komst er John Seale sem er mjög þekktur kvikmyndatökumaður og hefur oftar en einu sinni verið tilnefndur til óskarsverðlauna. Meðal mynda, þar sem hann hefur stjórnað kvik- myndatöku, má nefna Dead Poet’s Society, Rainman, Gorillas in the Mist, The Mosquito Coast og Children of Lesser God. Þar til þú komst er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. „Ég hafði mikla ánægju af að leikstýra og myndi örugglega gera það aftur ef einhver býði mér gott handrit," segir Seal. „Ég var nokkuð öruggur um allt sem viðkom tæknihliðinni en ekki jafnöruggur í samskiptum mínum viöleikarana." -HK Aðalleikararnir i Þar til þú komst, Jeroen Krabbe, Deborah Unger og Mark Harmon. Laugarásbíó: Heillagripur John Malkovich og Andie MacDowell leika aðalhlutverkin í gamansamri spennumynd, Heilla- grip (Object of Beauty), sem Laug- arásbíó hefur nýhafið sýningar á. Leika þau uppana Jake og Tinu sem hafa vanið sig á lifnaðarhætti sem kosta mikla peninga. Þegar allt hrynur til grunna í viðskipta- heimi Jakes eru þau hjónakornin stödd á fínu hóteli í London en eiga ekki fyrir ^reikningnum. Björgun þeirra á aö felast litlum dýrum grip, bronsstyttu, sem er í eigu þeirra. Með því að selja hana geta þau bjargað sér úr þrengingunum en áður en hún kemst í hendurnar á þeim er henni stolið. Hingað til hafa þau haft lítinn tíma til annars en að hugsa um að eyða peningum en eru nú í fyrsta sídpti í þeirri aðstöðu aö hafa næg- an tíma til að gera hvað sem þau langar til en enga peninga til að framkvæma það. Og í fyrsta skiptiö verða þau að reiða sig hvort á ann- að til bjargast úr ógöngunum en eins og oft vill verða verður það versta sem getur komið fyrir þau það sem reynist best að lokum. Michael Lindsay-Hogg er leik- stjóri myndarinnar. Hann er breskur en ólst upp í Bandaríkjun- um og móðir hans var hin þekkta leikkona, Geraldine Fitzgerald. Snemma snerist hugur hans að kvikmyndum og tónlist. Þegar hann flutti til Englands kynntist hinum frægu Bítlum og leikstýrði stuttum myndum með þeim, auk þess sem hann leikstýrði síðstu kvikmynd þeirra, Let It Be. Eins leikstýrði hann sjónvarpsþættin- um The Unseen Rolhng Stones og vann jöfnum höndum fyrir báðar þessar hljómsveitir. Lindsay-Hogg hefur á síðari árum haldið áfram samstarfi sínu við poppgoðin og hefur leikstýrt mynd- böndum fyrir Paul McCartney, Paul Simon og Elton John. Auk þess að stárffa með þessum tónlist- armönnum hefur hann leikstýrt mörgum sjónvarpsmyndum fyrir BBC og er sjálfsagt þekktasta verk hans Brideshead Revisited. Þá hef- ur hann einnig leikstýrt á sviöi, bæði í West End og á Broadway með góðum árangri. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.