Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Side 7
FÖSJUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. 23 Fimm leikir í úrvalsdeildinni í körfu um helgina: Njarðvík hefur titil- vömina í kvöld í „Ljónagryfjunni" Mikið íjör vcrður um helgina í keppninni á íslandsmótinu í körfu- knattleik. Fimm leikir fara fram í úrvalsdeildinni um helgina og þá leika íslandsmeistarar Njarðvík- inga sinn fyrsta leik í úrvalsdeild- inni á þessu keppnistímabili. Njarðvík mætir nýliðunum í Skallagrími á íostudagskvöldið í „Ljónagryíju" sinni í Njarðvík. Meistararnir eru auðvitað sigur- stranglegri fyrir leikinn, þrátt fyrir að Borgnesingar eigi örugglega eft- ir að bíta frá sér í vetur, sérstak- lega þó á heimavelh sínum. Leikur- inn hefst kl. 20.00. Á laugardag leika Haukar og Grindavík í Hafnarfirði. Þar verð- ur um hörkuleik að ræða en bæði þessi lið unnu fyrsta leik sinn í deildinni um síðustu helgi. Leikur- inn hefst kl. 16.00. Á sunnudag verður Skallagrímur aftur á ferðinni en þá mæta Borg- nesingamir liði Snæfells frá Stykk- ishólmi. Ætla margir að þar verði um að ræða einn af úrslitaleikjum vetrarins um fallið í 1. deild. Leik- urinn í Borgarnesi hefst kl. 16.00. Á Sauðárkróki fer fyrsti leikur- inn fram á heimavelli Tindastóls á sunnudagskvöldið. Þá tekur Tinda- stóll á móti íslandsmeisturum Njarðvíkinga og verður það örugg- lega hörkuviðureign. Leikurinn hefst kl. 20.00. Fyrsti leikurinn á tímabili körfu- knattleiksmanna fer fram á Akur- eyri á sunnudagskvöldið. Þá leika Þórsarar gegn Keflvíkingum á heimavelli sínum og hefst viður- eign liðanna kl. 20.00. Tveir leikir fara fram um helgina í 1. deild kvenna í körfuknattleik. KR og Keflavík leika í Hagaskóla á laugardag kl. 17.00 og kl. 17.30 leika Grindavík og Haukar í Grindavík. Fjórir leikir eru á dagskrá um helgina í 1. deild karla. Á föstudags- kvöld leika Akranes og Höttur kl. 20.00 á Akranesi. Á laugardag leika ÍS og Höttur í Hagaskóla kl. 14.00 og strax á eftir, kl. 15.30, leika Keilufélagið og Breiðablik í Haga- skóla. Bílaíþróttir Rallökumenn verða á fleygiferð um helgina eða nánar tiltekiö á laugardag. Þá fer fram svokallað Philips-rall og er það næstsíðasta rallkeppni keppnistímabilsins sem gefur stig til íslandsmeistaratitils. Allar bestu áhafnir landsins verða á meðal keppenda og er búist við spennandi keppni. Alls mun 21 bíl verða ekið í rallinu. Þar á meðal verða þeir Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metro, Rún- ar Jónsson og Jón Ragnarsson á Maxda 4x4 turbo, Steingrímur og Guðmundur á Nissan 240 RS og Páll og Witek á Ford Escort 2000. Rallið hefst kl. 7.30 á laugardags- morgun og fyrsta sérléið er Trölla- háls en þar verður fyrsti bíll ræstur kl. 8.22 um morguninn. Tröllaháls verður ekinn aftur fyrir matarhlé kl. 11.25 en í hádeginu kl. 12.15 verður ekin stutt sérleið í Skútu- vogi, tvívegis. Að auki verður ekið um ísólfsskála, Stapa, Stapafell og rallið endar á sérleið á ísólfsskála. Fyrsti bíll á síðustu sérleiðinni verður ræstur kl. 15.10. Sund Vitað er um eitt sundmót sem fram fer um helgina. Það er ungl- ingamót Ármanns sem fram fer í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudag- inn. -SK Friðrik Ragnarsson og félagar hans í Njarðvík hafa í nógu að snúast um helgina. Njarðvíkingar leika gegn Skallagrími á föstudagskvöld og verða siðan aftur á ferðinni á Sauðárkróki á sunnudag er þeir leika á Sauðárkróki gegn Tindastóli. DV-mynd GS AMERICA FOR YOU! Þú getur líka orðið íbúi í Bandaríkjunum. Á hverju ári gerast 700.000 erlendir ríkisborgarar Bandaríkjamenn og fyrir- tæki okkar býður alhliða þjónustu fyrir innflytjendur, þ.á.m. „Green Card Immigration Program". Þú gætir orðið meðal þeirra 40.000 manna sem ge- rast Bandaríkjamenn samkvæmt „Immigration Act" (innflytjendalöggjöfinni) 101-649 frá árinu 1990. Vegabréfsáritanir fyrir innflytjendur, án tímatakmarkana, verða veittar árlega þeim sem til þess veljast, í fyrsta skipti 14. október og svo næstu þrjú ár. Borgarar í 33 löndum koma til greina við þessa úthlutun (sjá lista). Til að auka líkur þínar á að koma til greina, þá fylltu út umsókn, skrifaðu undir samkomulagið og sendu það með símbréfi(faxi) á símanúmer sem gefið er upp hér á eftir. Þú getur greitt með American Express-korti, ávísun, ferðatékka eða Visa og Master Card (kreditkortum og látið kortnúmer og gildistíma fylgja með)'á bankareikning okkar: Amefican Universal Unlimited, Inc. Barnett Bank of South West Florida. Transfer Nr. ABA-063109058 ACCT Nf, 1622145131 240 So. Pineapple Avenue, Sarasota, Florida 34236 USA. Við gefum bráðlega út bók, sem verður bráðnauðsynleg fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar um það að gerast innflytjendur til Bandaríkjanna. Hún heitir „America For You" (Bandaríkin fyrir þig) og hún hefur að geyma fjöl- margar upplýsingar frá þeim sem reynslu hafa í þessum efnum. Flokkur verið í $ Tilboð umsóknarblöð (fjöldi) 1 50 2 2 100 10 , 3 500 50 4 1000 100 5 2000 1000 6 4000 3000 Beri umsóknir ekki árangur fyrsta árið, gildir greiðsla þín ... $ fyrir önnur 3000 umsóknarblöð á ári, sem send verða næstu tvö árin án frekari kostnað- ar. Fáir þú jákvætt svar gerum við þér atvinnutilboð, til þess að þú getir feng- ið innflytjendaleyfi. íbúar eftirtaldra landa geta sótt um: Alsir, Argentínu, Austurrikis, Belgíu, Bermúdaeyja, Bretlands og N.írl., Danmerkur, Eístlands, Finnlands, Frakk- lands, Gibraltar, Gvadalupa, Hollands, Indonesiu, Írlands, íslands, italíu, Japans, Lettlands, Lichensteins, Litháen, Luxemborgar, Monakos, Noregs, Nýju Kaledoniu, Póllands, Sanmarions, Sviss, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu, Túnis, Ungverjalands, Þýskalands. P.S. Dótturfyrirtæki okkar, „American Auto and Yachts,“ óskar eftir samstarfsfólki og dreifingaraðilum með innflutning og útflutning í huga. Vinsamlega hafið samband við okkur til aö afia nánari upplýsinga. Fax (813) 379-9791 Simi (813) 378-0992 Simi/Fax (813) 378-3183 Landsnúmer: Umsókn (vinsaml. vélritið) Föðurnafn (ættarnafn) --------------- Skírnarnafn _________________________ Fæðingardagur___________Fæðingarstaður. Flokkur: Utanáskrift í USA: American Universal Unlimited Inc. 4509 Bee Ridge Rd. Suite E Sarasota, Florida 34233 USA Utanáskrift þín og símanúmer --------------------------- Utanáskrift næsta sendiráðs Bandaríkjanna Flokkur Þáttökugjald (I $) sendu staðfestingu greiðslu í símabréfi (Taxi) ásamt umsókn en greiðsluna með flugpósti. Samkomulag: Ég undirritaður fel „American Universal Unlimited, Inc." að koma á framfæri umsóknum mínum við „US Immigration Department (Inn- flytjendaskrifstofu Bandaríkjanna), skrá og útbúa umsókn mína sam- kvæmt Immigration Act I (Innflytjendalögum) frá 1990. Ég sam- þykki einnig að greiða óafturkræft framlag samkvæmt meðfylgjandi gjaldskrá. Undirskrift S.M. Marchone. varaframkvæmdastjóri „American Universal Unlimited, Inc."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.