Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1991, Side 1
Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson og Siguróur Flosa- son djassa gesti Púlsins inn i nóttina á sunnudagskvöld eftir ijóöa- og hljóðaseið Kristjáns Frlmanns og vina hans. DV-mynd Hanna Púlsinn: Kaba- rett 2007 Kabarett 2007 vaknar úr dvala á sunnudagskvöldið 20. október á Púlsinum klukkan 20. Þá fer tímavél Kabaretts 2007 í gang. Fyrstur til að stíga á stokk verð- ur Jón Valur Jensson sem flytur ijóðrænar náttúrustemmningar. Jón Valur er kunnur ættfræðing- ur og aldreí aö vita nema ættar- tengsl beri á góma. Þegar Jón hefur lokið sér af mun músíkerinn Jens Hansson munda saxófón sinn og með aö- stoð tölvu mun hann töfra fram sál tónlistar í tólf víddum. Því næst gengur skáldið Berglind Gunnarsdóttir í pontu og les úr- val eigin Ijóða. Eftir það hefst akademískur miðilsfundur. Að honum loknum mun ijórði mað- ur á stall stíga með drauma sina, en það er skáldið og draumamað- urinn Kristján Frímann sem kynnir nýja bók sína, Ðraumar; fortiö þín, nútíö og framtíö. Úr draumum fer Kristján Frímann hamfórum og tengist VIÐ, dúett hans og Björgvins Gislasonar, en þeir munu í sameiningu ílytja seiö ljóöa og hljóða. Þegar VIÐ eru allir kemur smágert hlé áður en skyggnari orðs og mynda, Bjarni Þórarinsson, flytur alís- lenskan óð. Kabarett 2007 lýkur svo að þessu sinni á djassi, en það eru þau Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson og Sigurður Flosason sem djassa gesti inn i nóttina. Þjóðleikhúsið: Gestimir orðnir þrjár og hálf milljón um helgina Gestur númer 3.500.000 kemur í Þjóðleikhúsið um helgina. Sá gestur fær ýmsar gjafir sem Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri færir honum. Gleðispilið verður á sviðinu um helgina og kannski verður heppni gesturinn á þeirri sýningu. DV-mynd GVA 7 I l j * 1 M syg 1 Þ l# * Iw Aðeins nokkra gesti vantar upp á að þijár milljónir og fimm hundruð þúsund manns hafi séð sýningar á Stóra sviði Þjóðleikhússins frá opnun þess 21. apríl 1950. Um helgina er von á gestinum sem fyllir þessa tölu. Ekki verður ljóst fyrr en eftir að miðasölu er lokið á viðkomandi sýn- ingu hver hinn lánsami áhorfandi er. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri mun tilkynna það í lok þeirrar sýn- ingar. Áhorfandanum veröur færður minningarpeningur Þjóðleikhússins, gjafakort fyrir tvo á allar sýningar Þjóðleikhússins í vetur, bæði á Litla sviði og á Stóra sviði, auk þess sem hann fær aðgöngumiða sinn endur- greiddan. Um helgina verður Gleðispilið eftir Kjartan Ragnarsson sýnt fostudags-, laugardags- og sunnudagskvöld klukkan 20 og Búkolla eftir Svein Einarsson laugardag og sunnudag klukkan 14. Það verður því eftir- vænting í loftinu í Þjóðleikhúsinu um helgina. Akureyri: Stjömukvöld í Sjallanum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sjallinn á Akureyri er að hleypa af stokkunum Stjörnukvöldum og verður hið fyrsta annað kvöld. Slíkar samkomur verða haldnar um hverja helgi fram að áramótum en í byrjun nýs árs er síðan ætlunin að setja upp nýja sýningu. Stjörnukvöldin verða með því sniði að ávallt verður um föst atriði að ræða en á hverju kvöldi verða sér- stakir gestir, stjörnur kvöldsins. Meðal þeirra sem verða „stjörnur" í Sjallanum veröa Ragnar Bjarnason, Helena Eyjólfsdóttlr og Finnur Ey- dal, Guðrún Gunnarsdóttir og Val- geir Skagfjörð, Jóhannes Kristjáns- son eftirherma og fleiri. Annað kvöld verða það Jóhannes Kristjánsson, Helena og Finnur sem verða stjörnur kvöldsins. Föstu atriðin verða dans- og tísku- sýningar, grín og glens á breiðtjaldi og söngvarinn Eyjólfur Kristjánsson verður „stjarna" öll kvöldin. Kynnir verður Bjarni Hafþór Helgason laga- smiður, fréttamaður og sjónvarps- stjóri. Á hveiju Stjömukvöldi veröur dregið í happdrætti sem fylgir hverj- um aðgöngumiða. Verðlaunin eru allóvenjuleg, en sigurvegarinn fær 10 þúsund króna matarúttekt í versl- un á Akureyri. Þegar keypt hefur verið hráefni til veislumáltíðar fyrir 4-6 manns sendir Sjallinn mat- reiðslumeistara heim til viðkomandi ásamt framreiðslumanni og munu þessir meistarar sjá um veislu heima hjá vinningshafa. Miðaverð á Stjömukvöldin veröur 3600 krónur en það er 300 krónum lægra verð en var á samsvarandi sýningar í Sjal- lanum á síðasta vetri. Jóhannes Kristjánsson eftirherma verður ein af „stjörnunum" í Sjallanum annað kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.