Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Blaðsíða 1
Hóta að hætta öllu viðhaldi og eftirliti - semjist ekki um laun fyrir 27. janúar - sjá bls. 2 Karlmaöur á áttræöisaldri lést á sjúkrahúsi í nótt eftir að hafa orðiö fyrir bifhjóli á Hringbraut á móts við Laufásveg í gærkvöldi. Ung kona, sem ók bifhjólinu, liggur slösuð á sjúkrahúsi. Maðurinn var að koma frá BSÍ og var að fara yfir syðri vegarhelming Hringbrautarinnar. Bifhjólinu var ekið aust- ur Hringbrautina þegar maðurinn varð fyrir hjólinu. Á því voru tvær ungar konur. Sú sem ók var flutt á sjúkrahús með höfuðmeiðsl. Hún mun ekki vera í lífshættu. Hin konan slapp við teljanleg meiðsl. Slæmt skyggni var á slysstað. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var þetta annað slysið á sama stað á skömmum tima. Telja margir að úrbóta sé þörf við gatnamótin til að leitast við að koma í veg fyrir frekari slys. DV-mynd S Aldraður maður fyrir bifhjóli og lést

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.